Skessuhorn - 25.08.2004, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2004
Friends, Mínus og
Halldór Asgrímsson
Grunnskólar landsins eru
hver af öðrum að hefja starf-
semi. Samhliða fer félagsstarf
nemenda af stað. Skráargatið
að þessu sinni er tileinkað
nemendum á Vesturlandi en í
því er rætt við formann nem-
endafélags Grundaskóla á
Akranesi. Hann er staddur í
Frakklandi um þessar mundri,
en mun hafa í nógu að snúast
næstu misserin.
Fullt nafn: Isleifur Om Guðmundsson.
Starf: Námsmaður ogformaður nemendaráðs.
Fæðingardagur og ár: 13. febrúar 1989.
Fjölskylduhagir: Ókvæntur og bamlaus!
Hvemig híl áttu? Engan.
Uppáhalds matur? Hamborgarhryggur
Uppáhalds drykkur? Appelsínusafi
Uppáhalds sjónvarpsejhi? Friends
Uppáhalds sjónvarpsmaður? Enginn sérstakur
Uppáhalds innlendur leikari? Stefán Karl.
Uppáhalds erlendur leikari? Pass.
Besta híómyndin? Lord ofthe rings, allar þ?jár myndimar.
Uppáhalds íþróttamaður? Eiður Smári Guðjónsson.
Uppáhalds íþróttafélag? IA.
Uppáhalds stjómmálamaður? Halldór Asgrímsson.
Uppáhalds innlendur tónlistarmaður? Meðlimir Mínuss.
Uppáhalds erlendur tónlistarmaður? Meðlimir U2.
Uppáhalds rithöfundur? Enginn sérstakur
Ertu fylgjandi eða andvíg ríkisstjóminni? Bæði og.
Hvað meturðu mest ífari annarra? Góðan persónuleika.
Hvaðfer mest í taugamar áfér ífari annarra? Snobb.
Hver erþinn helsti kostur? Eg er svo skemmtilegur.
Hver er þinn helsti ókostur? Hvað ég er klikkaður.
Hvemig leggst það í þig að hyrja í skólanum? Mjög vel.
Hvað œtlarþú að leggja áherslu á semformaður nemenda-
félagsins? Skemmtilegt og fjölbreytt félagslíf.
Eitthvað að lokum? Skemmtiðykkur vel!
Nýtt hverfi á Hvanneyri
Þeir Haukur Júlíusson og Þorsteinn Magnússon hjá Jörva ehf. við
tengibrunna í Sóltúni, nýjustu götunni á Hvanneyri.
Þessa dagana er unnið að jarð-
vegsskiptum, gatnagerð og
lagnavinnu í fyrsta áfanga nýs í-
búðahverfis á Hvanneyri. Gatan
sem um ræðir heitir Sóltún og
verður fyrsta byggðin á hægri
hönd þegar komið er að Hvann-
eyri . Framkvæmdir þessar eru í
samræmi við nýtt deiliskipulag
sem sveitarstjórn Borgarfjarðar-
sveitar samþykkd nú í lok júlí.
Að sögn Lindu Bjarkar Pálsdótt-
ur, sveitarstjóra er nú þegar búið
að úthluta 12 lóðum til verk-
takafyrirtækisins ESK ehf. Fyr-
irtækið hyggst byggja 24 íbúðir í
12 parhúsum og er ráðgert að
byggingaframkvæmdir hefjist
von bráðar. Gatnagerð, jarð-
vegsskipti og lagnavinna sem
snýr að sveitarfélaginu er í
höndum Jörfa ehf.
PJ byggingar ehf á Hvanneyri
hafa einnig fengið úthlutað
tveimur lóðum í þessu nýja
hverfi og hefur fyrirtækið for-
leigurétt að þremur Ióðum til
viðbótar á sama stað. „Þá eru
eftir 7 lóðir skv. skipulaginu og
verður á þeim hægt að byggja
annað tveggja; einbýlishús eða
parhús. Þær lóðir verða auglýst-
ar innan skamms, eða þegar
lóðaúthlutunarreglur hafa verið
staðfestar hjá sveitarfélaginu,"
sagði Linda Björk í samtali við
Skessuhom. „Við vonum að all-
ar lóðirnar fari í byggingu fljót-
lega en það er sérlega ánægju-
legt hve mikill hugur er í verk-
tökum gagnvart ffamkvæmdum
á Hvanneyri um þessar mundir,
enda er staðurinn í miklum
vexti,“ sagði Linda Björk að lok-
um. MM
Bætt löndunaraðstaða
Nýi löndunarkraninn við Akraneshöfn. Ljósm: MM
Á síðustu misserum hefur
verið unnið að endurbótum og
breikkun á viðlegukanti hafnar-
innar á Akranesi. I framhaldi af
því var löndunarbúnaður fiski-
mjölsverksmiðju HB Granda á
Akranesi endunýjaður og nýj-
um löndunarkrana komið upp.
Með þessari framkvæmd lýkur
mikilli endurnýjun á löndunar-
og útskipunaraðstöðu verk-
smiðjunnar, en fyrr á árinu var
tekinn í notkun sjálfvirkur út-
skipunarbúnaður á mjöli
þannig að mjölið fer beint úr
afurðatönkum verksmiðjunnar
um borð í skipið án þess að
mannshöndin komi þar nærri.
Lengdin frá afurðatönkum að
skipi eru 160 metrar. Búnaður-
inn er samansettur úr fjórum
drögurum sem flytja mjölið frá
tölvustýrðri mjölvog að útskip-
unarkrananum. Smíði og upp-
setning á þessum nýja búnaði
hefur veirð í höndum Héðins
hf. og eru afköst hans 100-110
tonn af mjöli á klukkustund.
ALS
rfW/sy /'/Zuf/mar
Umsjón: Iris Arthúrsdóttir.
Pasta að hætti hússins
Þessi uppskrift kemwr frd Önnu
Björgvinsdóttir Akranesi
Þetta er fljótlegur og þægi-
legur réttur og á mínu heimili
er þetta í miklu uppáhaldi.
Tveir pokar tortelini fyllt með
osti
Einfema gratínsósa frd Knorr
Niðurskorið beikon, skinka eða
pylsur eftir smekk.
Rifinn ostur
Pastað er soðið eftir leiðbein-
ingum á pakkanum og sett í
eldfast mót og gratínsósunni
hellt yfir. Beikonið eða það
sem fólk kýs að hafa út í, er
skorið í bita og sett ofaná eða
hrært út í sósuna. Síðan er sett-
ur rifinn osmr yfir allt og bakað
í ofni þar til osturinn er bráðn-
aður. Frábært að bera ffam
með þessu heitt hvítlauksbrauð
og ferskt salat. Fyrir c.a. 4.
HÚSRAÐ
Tannkrem er til margra hluta
nytsamlegt t.d. mú hreinsa
fíngerðar rispur of gleri með því
að nudda þær upp úr tannkremi
með mjúkum klút, og svo mú
líka bjarga sér ú tannkremi ef
silfurfiegilögurinn er búinn.
Þeir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina
sína geta sent hana inn ásamt ljósmynd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða
stærri), fullu nafhi, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhorn.is
Vinningur til Auðar
Dregið hefur verið í áskrift-
arleik Skessuhorns fyrir ágúst-
mánuð. Þátttökurétt öðlast
sjálfkrafa skuldlausir áskrifend-
ur Skessuhorns á útdráttardegi.
Að þessu sinni er vinningurinn
20.000 króna vöruúttekt í versl-
uninni Nínu á Akranesi. Sú
heppna að þessu sinni er Auður
Pétursdóttir, Ausu í Borgar-
firði. Fær hún sent gjafabréfið.
Skessuhorn óskar Auði til ham-
ingju með vinninginn.
I september verður vinning-
urinn í áskriftarleiknum einnig
20.000 króna gjafabréf, en að
þessu sinni vöruúttekt í versl-
uninni Ozone, við Kirkjubraut
á Akranesi.
MM
Tombóla
Þessar ungu stúlkur, Margrét Dögg Vigfúsardóttir, Steinunn Vala og
Kolbrún Tara Arnarsdætur héldu tombólu til styrktar Torfa Lárusi
Karlssyni í júlí sl. og söfnuðust 3.100 krónur.