Skessuhorn - 25.08.2004, Qupperneq 7
rncssunui^
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 2004
7
Nýr vegur að
Grundartanga
Síðastliðið vor var hleypt
umferð á nýjan afleggjara að
verksmiðjuhúsum Norðuráls
og að Grundartangahöfn frá
þjóðvegi 1. Það er verktakaíyr-
irtækið Þróttur sem sér um
framkvæmdina. Að sögn Helga
Þorsteinssonar framkvæmda-
stjóra Þróttar voru verklok
upphaflega áætluð 15. septem-
ber í haust en töfðust um 8 vik-
ur, til 15. nóvember, vegna tafa
við skipulagsmál. Helgi sagði í
samtali við Skessuhorn að um
næstu mánaðamót myndi til-
skilinn fargtími nýja vegarins
líða og þá yrði hafist handa við
lokaáfanga hans. „Slitlag verður
lagt á veginn í haust og við sjá-
um ekki annað en framkvæmd-
urn verði að fullu lokið á tilsett-
um tíma og jafnvel fyrr,“ sagði
Helgi. Umræddur vegarkafli er
tæpir 2,4 kílómetrar að lengd.
Frá því lög um hafnarvernd
tóku gildi þann 1. júlí sl. hefur
öll umferð að höfninni og
Norðuráli farið um þennan
nýja veg og hafa nokkrir vegfar-
endur kvartað yfir hversu ó-
sléttur hann væri. Það stendur
samkvæmt þessu fljótlega til
bóta.
MM
Skart &
Fríða Rúnarsdóttir ffá Isa-
firði og Dýrfinna 'lorfadóttir,
gullsmiður á Akranesi opna
sameiginlega sýningu í Safna-
skálanum að Görðum á Akra-
nesi laugardaginn 28. ágúst kl.
14:00. Þar kynna þær nýstár-
legar skjóður og skartgripi sem
m.a. eru unnir úr þæfðri ull.
skjóður
Þær stöllur bjóða alla vekomna
á sýninguna og hvetja fólk til að
líta við. Maríukaffi er á svæð-
inu og þar er tilvalið að setjast
niður og fá sér kaffi og kræsing-
ar og litast um á Safnasvæðinu.
Sýningin er opin alla daga frá
kl. 10:00 til 17:00 og stendur til
loka september. MM
Fækkar
um eitt
Síðstliðinn mánudag fækk-
aði húsum á Akranesi um eitt,
þegar íbúðarhúsið að Suður-
götu 107, Torfustaðir, vár jafn-
að við jörðu af stórvirkum
vinnuvélum. Húsið stóð innar-
lega á lóðinni og fór lítið fyrir
því. Meðfylgjandi myndir sýna
húsið um svipað leyti og niður-
rif hófst.
MM
Rétt í þann mund sem skóflutönnin læsti sig í húsið.
Síðasta opnunarhelgi Gestastofu
Gestastofa Þjóðgarðsins
Snæfellsjökuls á Hellnum hefur
hlotið mjög góðar viðtökur
gesta frá opnun 4. júlí síðastlið-
inn. I Gestastofunni er að finna
skemmtilegan fróðleik og
glæsilegt myndefni um svæðið
undir Jökli. Lögð er áhersla á
að koma upplýsingum á fram-
færi á lifandi hátt. Höfðað er til
allra aldurshópa og allra skiln-
ingarvita því auk þess að horfa
og lesa er hægt að þreifa, lykta,
skoða í víðsjá og ganga á sauð-
skinnsskóm á hrauni svo eitt-
hvað sé nefnt. Auk fróðleiks um
náttúru, sjósókn, menningu og
listir á vegum Þjóðgarðsins er
fjöldi gamalla ljósmynda af
svæðinu til sýnis í Menningar-
miðstöðinni. Myndirnar eru
flestar teknar af Þorsteini Jós-
epssyni og eru þær frá fyrri
hluta síðustu aldar. Þessar
myndir hafa vakið sérstaka
hrifningu heimamanna enda
þekkja þar margir ættingja sína
og heiinkynni.
Næstkomandi helgi 28.-29.
ágúst er síðasta opnunarhelgi
sumarsins og því kjörið að nýta
tækifærið og drífa sig á staðinn.
MM
VlLTU MENNTA ÞIG FREKAR?
Nám í tungumálum, tölvunotkun, stærðfræði og viðskiptagreinum stendur þér til boða
með nýstárlegum og lifandi hætti um Internetið
WWW.MENNTAVErURINN.IS
OFANLEITI 1 103 REYKJAVÍK SIMI 5 9 0 0 6 0 0 FAX 5 9 0 0 6 0 1 WWW.VERSLO.IS VERSL0@VERSL0.IS