Skessuhorn - 25.08.2004, Blaðsíða 17
^Ktssvnui.
MIÐVTKUDAGUR 25. ÁGÚST 2004
17
Omámskeið
í síðustu viku tóku kennarar
samstarfskólanna á Vesturlandi
þátt í svokölluðu örnámskeiði í
hópvinnu. Kennarar völdu sér
námsgreinahópa og farið var
yfir ýmis atriði tengd öllum
hugsanlegum námsgreinum.
Námskeiðinu lýkur í febrúar
með skólaheimsóknum en í
millitíðinni verða kennarar
skólanna í netsambandi sín á
milli. Námskeiðið er svar við
þeirri ósk kennara að fá tæki-
færi til að hitta kollega sína úr
öðrum skólum og bera saman
sínar bækur. GE
Líf á sldptibókamarkaði
Guðfinnur, Eyrún og Arna voru mætt á skiptibókamarkaðinn í Pennan-
um á mánudaginn.
Það var mikið líf á skipti-
bókamarkaðnum í Pennanum á
Akranesi að lokinni skólasetn-
ingu Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á mánudaginn var. Að
sögn Sigurðar Sverrissonar
verslunarstjóra hófst erillinn
fyrir hádegi eftir að nýnemar
höfðu fengið afhentar stunda-
skrár og bókalista. Eftir hádegi
komu eldri nemendur að ná sér
í bækur, enda byrjaði kennsla
samkvæmt stundarskrá strax á
þriðjudag.
Þau Guðfinnur, Eyrún og
Arna eru á örðu og þriðja ári í
FVA og sögðu mikinn mun að
hafa aðgang að skiptibóka-
markaðnum. Lauslega áætlað
töldu þau að bókakostur annar-
innar myndi kosta þau á bilinu
15 - 30 þúsund krónur. Þau
sögðust geta skipt um það bil
helmingi bókanna frá í fýrra út
fýrir nýjar og því sé mikill
sparnaður í því fólginn að hafa
þennan háttinn á bókakaupun-
um.
Böm í umferðmni
Þegar skóli hefst á haustin
eru yngstu nemendurnir oft að
stíga sín fýrstu skref út í um-
ferðina. Viðar Einarsson hjá
lögreglunni á Akranesi segir
embættið hafa ákveðinn við-
búnað í upphafi skóla á meðan
þessir ungu vegfarendur eru að
átta sig á aðstæðum. Umfang
umfeðareftirlits sé meira og
gæslan öflugri en endranær,
sérstaklega í grennd við skól-
ana. „Þegar skólastarfið er
komið aðeins á veg fer lögregl-
an svo inn í grunnskólana með
umferðarfræðslu fýrir börn í
yngri bekkjunum, en þau Jó-
hanna Gestsdóttir og Jónas H.
Ottósson hafa haft umsjón með
henni. Þau heimsækja krakkana
í skólann og leggja fýrir þau
ýmis umferðartengd verkefni.
Eldri nemendur fá einnig um-
ferðarfræðslu í einhverjum
mæli, en hún er samtvinnuð
svokölluðu ÞOR verkefni sem
lögreglan vinnur með ungling-
unum í samvinnu við skólana.“
Viðar segir lögregluna hvetja
fólk til þess að fara varlega og
sýna hinum ungu námsmönn-
um - sem og öðrum - tillitsemi
í umferðinni.
ALS
Klepp j ámsreykj askóli
Dansað í gegnum námið
Skólastarf í Kleppjárnsreykjaskóla var að töluverðu leyti utan dyra s.l.
vetur og hér eru nemendur við mælingar á trjám í stærðfræðitíma.
Skólahald í Kleppjárnsreykja-
skóla verður með svipuðu sniði
og undanfarin ár að sögn Guð-
laugs Óskarssonar skólastjóra.
Nemendur Kleppjárnsreykja-
skóla verða 104 í vetur en auk
þess stunda sex krakkar á Með-
ferðarheimilinu á Hvítárbakka
nám í samstarfi við Kleppjárns-
reykjaskóla. Þetta er nokkur
fækkun á milli ára eftir því sem
Guðlaugur segir. „Það fór
nokkuð stór árgangur út í vor
og síðan fluttu foreldrar 10
barna í burtu af svæðinu og það
munar um minna.“
Kleppjárnsreykjaskóli verður
settur næstkomandi föstudag
klukkan 14.00 og verður skóla-
starf í vetur með hefðbundnu
sniði. „Við höldum áfram með
verkefnið „Lesið í skóginn“ en
það hefur gengið vel hjá okkur
og síðan reikna ég með að við
höldum áfram að gera dansin-
um hátt undir höfði en það má
segja að hér hafi verið ákveðin
dansbylgja í gangi síðustu miss-
eri. Við höfum verið með vel
heppnuð dansnámskeið og
þeim hefur síðan verið fýlgt eft-
ir með reglubundnum æfingum
og það hefur meðal annars skil-
að frábærum árangri krakka úr
skólanum á Islandsmótum í
dansi,“ segir Guðlaugur.
Vel gekk að manna kennara-
stöður við Kleppjárnsreykja-
skóla fýrir veturinn og eru allir
nema tveir með kennararéttindi
en þeir eru báðir í réttinda-
námi.
GE
Fullt af nýjum skóm
Stærðir 28-40. Gráir og
rauðir. Kr. 2.990 - 4.990
Barnaskór - Stærðir 20-26.
Rauðir og bláir. Kr. 3.990
Barnaskór - Stærðir 25-35.
Svartir og rauðir. Kr. 4.990
Múnbúts. Stærðir 36-41. Stærðir 36-41. Kr. 7.990
Svartir og Ijósir. Kr. 6.990
Innanhússskór. Stæröir
28-46. Kr. 2.990
Stærðir 36-41
Kr. 6.990
Stærðir 36-41
Kr. 6.990
faim #aBII%Vt\
\w ^■41 B
mmmB W ■ m
tækni
SÍÐUMÚLA 37 - SIMI 510 6000
WWW.SVAR.IS
Veró frá:
99.900,-
2 ára ábyrgðj