Skessuhorn - 25.08.2004, Qupperneq 19
aik£S3Unu^
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 2004
19
, Andakílsskóli
Utiskóli í allan vetur
Þrír kennarar verða við
Andakílsskóla í vetur, allt rétt-
indakennarar að sögn skóla-
stjórans, Elísabetar Haralds-
dóttur. Nemendur verða 30 í 1.
- 5. bekk en það er heldur fækk-
un frá í fyrra. „Við höldum á-
fram með útiskólann en við
byrjuðum á því í fyrra að fara út
einn dag í viku og hafa kennsl-
una þar. Við ætlum ekki að
negla það niður á ákveðinn dag
í ár heldur fara eftir veður-
spánni. Þá höldum við líka á-
fram með verkefnið „lesið í
skóginn“ en það er mjög
skemmtilegt og passar vel fyrir
okkur. Vð erum í svo góðu
umhverfi hér við hliðina á
Landbúnaðarháskólanum þar
sem við höfum góðan aðgang
að fjölfróðum kennurum og svo
höfum við þessa grænu sveit
hér allt í kring. Þá má ekki
gleyma að við erum grænfána-
skóli og erum einn af þremur
skólum sem hafa fengið fánann
aftur. Við höfum mikil tengsl
við umhverfið og náttúruna og
það hefur skilað góðum árangri
viljum við meina,“ segir Elísa-
bet. GE
Varmalandsskóli
Fimmtugur grunnskóli
Frá skólasetningu Varmalandsskóla.
Varmalandsskóli í
Borgarbyggð hefur skor-
ið sig úr öðrum sveita-
skólum landsins á síðustu
árum fyrir það að þar
hefur nemendum íjölgað
allverulega á meðan
þeim fækkar í flestum
öðrum skólum í dreif-
býli. Þar vegur þyngst
mikil íjölgun í háskóla-
þorpinu Bifröst en börn
þeirra sem þar búa,
hvort sem er í lengri eða
skemmri tíma, stunda grunn-
skólanám á Varmalandi. I vetur
ber hinsvegar þannig við að
nemendum fækkar nokkuð í
Varmalandsskóla. „Það fækkar
um fimmtán krakka á milli ára.
Nemendur voru 169 í fyrra en
verða 154 í vetur,“ segir
Flemming Jessen skólastjóri.
„Tíundi bekkurinn í fyrra var
mjög stór og síðan koma færri
nemendur frá Bifröst en við
reiknuðum með.“
Flemming segir að það hafi
gengið ágætlega að manna
kennarastöður fyrir veturinn en
ráða þurfti fjóra nýja kennara.
Hlutfall réttindakennara hefur
hinsvegar lækkað úr 95% í
80%. „Okkar kennarar eru samt
allir með mjög góða menntun
en það má geta þess að leiðbein-
andi og leiðbeinandi er ekki
endilega það sama. Ef ég væri
með prest til að sjá um Kristin-
ffæðikennslu þá væri hann leið-
beinandi svo dæmi sé tekið og
það má spyrja hversu eðlilegt
það er,“ segir Flemming.
Aðspurður um áherslur í
skólastarfi segir Flemming að
þær verði svipaðar og undanfar-
in ár. „Við höldum áfram með
verkefnið Lesið í skóginn og
síðan má geta þess að nýbyrjað
skólaár verður það fimmtugasta
ffá stofnun skólans. Við ætlum
að fagna því með að vera svolít-
ið sýnilegri úti á akrinum. Við
höldum ekki formlega upp á at-
mælið með tertum og tilheyr-
andi en þess í stað ætlum við að
láta sjá okkur í sveitarfélaginu.
Meðal annars ædum við að fara
á dvalarheimilið í Borgarnesi og
lesa upp fyrir fólkið og dansa í
Kaupfélaginu og hugsanlega
eitthvað fleira skemmtilegt.“
GE
Lýsuhólsskóli
Gróðurhús í byggingii
Lýsuhólsskóli í Snæfellsbæ
var settur síðasdiðinn mánu-
dag. Nemendur í vetur verða
22 en það er svipaður fjöldi og í
fyrra. Þar fyrir utan eru reynd-
ar nokkur fimm ára börn en í
vetur fá þau í fyrsta sinn að
koma í skólann tvo daga í viku.
I Lýsuhólsskóla hefur lengi
verið lögð áhersla á umhverfis-
fræðslu í ýmsum myndum og
náin tengsl við náttúruna. Þar
er í gangi þróunarverkefni þar
sem nemendur eru að byggja
lítíð gróðurhús sem tengt er
eigin orkuveitu nemenda en
þeir stífluðu síðasta vetur læk-
inn á Lýsuhóli. „Það er mikill
áhugi fyrir þessu verkefni jafnt
hjá nemendum og kennurum
og allir eru tilbúnir að leggja
sig fram,“ segir Guðmundur
Sigurmonsson skólastjóri.
Engar breytingar verða á
starfsmannahaldi en allir kenn-
ar Lýsuhólsskóla eru réttinda-
kennarar.
r
5IM6NNTUNARMIÐST0ÐIN
Á VGSTURLANDI
Öflug
fullorðinsfræð sla í heimabyggð
Námsvísir haustannar
er kominn á netið.
www.simenntun.is
m
Fjaustlínqn
Meo oryggið að leiðartjosi -
tryggðu þig gegn óhöppum
Kynntu þér kosti VÍS fartölvutryggingar
og tölvukaupaláns á www.vis.is
w
Ég hugsa, þess vegna er ég
HP Compaq nx9105
Aukabúnaður á mynd: Tengikví, mús og lyklaborð
+
Aukið öryggi!
Fartölvur eru verðmætar og algengt er að fólk hafi þær
með sér í vinnu, skóla eða á aðra staði. Því er nauðsynlegt
að tryggja sig eins vel og kostur er gagnvart tjóni sem
fartölvan getur orðið fyrir. VIS býður fartölvutryggingu þar
sem tölvan er tryggð fyrir utanaðkomandi óvæntum og
skyndilegum óhöppum, hvort sem er í skóla, á vinnustað
eða á heimili.
Einnig bjóðast viðskiptavinum sem kaupa HP fartölvur
hagstæð tölvukaupalán í samstarfi við VÍS. Það er einfalt
og þægilegt að taka tölvukaupalán VÍS þar sem söluaðilar
HP fartölva ganga frá lánsbeiðni á staðnum og því getur
viðskiptavinur fengið fartölvuna afhenta fljótt og örugglega.
• 9,7% óverðtryggðir vextir.
• Lánað allt að 400.000 kr.
' Lánstími 1 -4 ár.
Rene Descartes 1596-1650
HP Compaq nx9105
Örgjörvi: AMD Athlon XP-Mobile A2800+
Skjár: 15,0" XGA, (1024x740)
Minni: 256MB DDR
Harður diskur: 40GB
Drif: DVD/CD-RW
Fimm minniskortaraufar í einni
Þráðlaust netkort: 802.11 b/g WLAN
Stýrikerfi: Microsoft Windows XP Pro
Abyrgð: 2ja ára neytendaábyrgð
Vörunúmer: DU352A
Verð kr. 149.900
meðalafborgun á mán. með láni frá VÍS 4.219*
Nánari upplýsingar á
www.tolva.is
HP Compaq - þegar gæði, hugvit og gott verð fara saman
Þegar kemur að því velja tölvu skipta gæðin höfuðmáli. HP er eini framleiðandinn
í heiminum sem býður upp ó heildarlínu í tölvubúnaði og eru HP Compaq
margverðlaunaðar enda mest seldu tölvur í heimi. Gott verð, lipur og traust
þjónusta Opinna kerfa gera því HP Compaq fartölvur að frábærum kosti.
TÖLVUÞJÓNUSTAN • Vesturgötu 48 • Sími 430 7000 • www.tolva.is • tolva@tolva.is
GE