Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2004, Qupperneq 23

Skessuhorn - 25.08.2004, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 2004 23 ÚUUSUIIUL LANDSBANKA DEILDIN AKRANESVÖLLUR # ÍA - Keflavík ■ Knattspyrnufélag IA ■ fær 5 kr. af hverjum seldum lítra af COKE á Akranesi sunnudaginn 29. ágúst kl. 18:00 ALLIFt Á 1/ÖLLIIMIM VISA KB BANKI Bílás Kaupir þú bíl frá B&L hjá Bílás - nýjan eða nolaðan - styrkir þú Knattspyrnufélag ÍA Viðar Gylfason úr Golfklúbbn- um Jökli við holuna góðu. Ljósm.: Sverrir Tveir með holu í höggi! Sá fáheyrði en skemmtilegi at- burður gerðist á afmælis golf- móti á Báran/elli í Grundarfirði um síðustu helgi að tveir spilar- ar fóru holu í höggi á sömu braut vallarins, braut 2. Ekki nóg með það, því þeir sem voru svona „heppnir“ eru nafn- ar, þ.e. Runólfur Viðar Guð- mundsson úr Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði og Viðar Gylfason úr Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík. Mótið var opið afmælismót Ás- geirs Ragnarssonar formanns Vestarrs en hann hélt upp á 40 ára afmæli sitt með þvf að halda þetta mót. Alls voru 48 keppendur sem þátt tóku í mót- inu og leikinn var höggleikur. Þetta er í fyrsta skipti i 9 ára sögu Bárarvaitar að einhver spilari fer holu í höggi. Því er til- viljunin enn meiri að tveir nafn- ar skyldu gera það á sömu braut vallarins á sama mótinu. MM Klúður í Kaplakrika Það leit ekki illa út fyrir Skagamenn þegar þeir mættu toppliði FH á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði á sunnudag. Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og sóttu stíft. Ekki var annað að sjá en leik- menn ætluðu að sína og sanna að þeir ættu fullt erindi í topp- baráttuna enda var þetta eigin- lega síðsta tækifærið til að blanda sér í þá baráttu. Á 26. mínútu bar erfiði þeirra árangur þegar Haraldur Ing- ólfsson kom þeim gulklæddu yfir og það reyndist eina mark hálfleiksins. í síðari hálfleik létu Skaga- menn kné fylgja kviði þegar bretinn Richard Barnwell skor- aði fyrsta mark sitt fyrir (A og dæmið leit orðið býsna vel út. Tíu mínútum síðar tóks Alan Borgvardt hinsvegar að minnka muninn fyrir FH þegar Skagavörnin sofnaði á verðin- um og á 72. mínútu jafnaði Jónas Grani Garðarson og niðurstaðan varð jafntefli 2-2. Aðeins eitt stig fyrir ÍA í stað þeirra þriggja sem virtust í hendi á tímabili. Til að bæta gráu ofan á svart var Stefán Þórðarson rekinn af leikvelli fyrir meint kjafbrúk en hann fékk fyrst gult spjald fyrir brot og síðan annað fyrir orðaskipti við dómarann sem reyndar virtist í einhverjum öðrum heimi í þessum leik. Stefán vildi reyndar meina að dómar- inn hefði nánast tilkynnt það fyrirfram að hann yrði rekinn af velli og ef rétt reynist þá þarf KSÍ eitthvað að fara að taka til í dómarageymslunni hjá sér. GE Skallagrímur áfram Skallagrímur er kominn í undan- úrslit í 3. deildinni en þeir unnu ÍH í átta liða úrslitum samtals, 9:3. Fyrri leikur liðanna var í Hafnar- firði á laugardag og þar sigruðu Skallarnir örugglega, 4 - 0. Síð- ari leikurinn var svo í Borgarnesi í gærkvöldi og úrslitin urðu 5:3 Sköllum í vil. Skallagrímur mætir Huginn, Seyðisfirði í undanúrslitum og fer fyrri leikurinn fram í Borgarnesi á laugardag. Það lið sem ber sigur úr bítum i þeirri viðureign hefur unnið sér rétt til að leika í 2. deild að ári. GE Víkingar misstu flugið Miklar líkur eru á að Víkingar séu búnir að missa af lestinni í baráttunni um sæti í 1. deild en þeir töpuðu tveimur dýrmætum stigum er þeir sóttu Víði heim í Garðinn á laugardag. Ragnar Smári Guðmundsson kom Víkingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 13. mfnútu og staðan var 1 - 0 fyrir Ólsara þar til tíu mínútur voru eftir af leikn- um en þá náðu heimamenn að jafna. Leiknir og KS unnu bæði sína leiki og nú verða Vikingar að treysta á að annað liðanna tapi stigum. GE Skagastúlkur unnu fyrri undanúrslitaleikinn gegn Sindra á Hornafirði örugglega á laugardag. Eftir aðeins sjö mínútna leik höfðu ÍA stelp- urnar skorað þrjú mörk og alls urðu mörkin átta, þar af sex í fyrri hálfleik. 8 - 0 og þar með þurfti ekki að hafa miklar á- hyggjur af síðari leiknum sem leikinn var í gær og unnu Skagastúlkurnar hann 7:0 Úrslitaleikurinn verður spil- aður nk. laugardag gegn sig- urvegurum úr leik Keflavíkur og Þróttar. Glannavöllur Unnið er af kappi við gerð nýs golfvallar við Bifröst, í landi Hreðavatns í Norðurárdal. Völlurinn er skammt norðan við Paradísarlaut og Glanna, en það er einmitt golfklúbbur- inn Glanni sem stendur fyrir framkvæmdinni. Að honum standa ýmis félög sem eiga og reka sumarhús á svæðinu auk sveitarfélagsins, Bifrestinga og fleiri aðila. Það er verktakafyr- irtækið Þróttur sem annast framkvæmdina en Helgi Þor- steinsson framkvæmdastjóri sagði í samtali við Skessuhorn að fyrirtækið hafi áður komið að golfvallargerð, m.a. stækk- un Garðavallar á Akranesi úr 9 holum í 18. Helgi segir að nú sé verið að sá í holuflatir á Glanna-velli og teigagerð sé í fullum gangi. Hann segir jafn- framt að allri jarðvinnu og sán- ingu í völlinn Ijúki fyrir haustið og almennt sé stefnt að þvl að hægt verði að byrja að spila golf á honum sumarið 2006, jafnvel síðla næsta sumar. Helgi segir að við gerð vallar- ins sé lögð áhersla á að láta fallegt umhverfi njóta sín og raska umhverfi hans sem minnst. Hönnuður vallarins er Hannes Þorsteinsson golf- vallahönnuðuráAkranesi. MM V.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.