Skessuhorn - 08.09.2004, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004
Fjölskyldur og íjármögnun
Verkalýðsfélag Borgarness
fagnar viðbrögðum í]ármagns-
markaðarins sem felst í verulegri
lækkun vaxta nú á síðustu dög-
um. Það er von félagsins að
þessar breytingar séu ekki að-
eins bóla heldur að þetta sé fyr-
irboði enn frekari lækkunar
vaxta. Jaínframt telur félagið að
nú þegar sé tímabært að afnema
verðtryggingu fjárskuldbind-
inga.
Yfir hafa dunið auglýsinga-
herferðir fjármálastofnana á
höfuðborgarsvæðinu þar sem
þær keppast við að að bjóða sína
„vöru“ og að „verðið“ sé lang-
hagstæðast hjá sérhverjum aug-
lýsanda. Oft er í þessum auglýs-
ingum mjög smátt og varla læsi-
legt letur þar sem skilyrðin fyrir
hugsanlegu láni koma fram.
Þessum skilyrðum er lítt eða
ekki hampað af viðkomandi
lánastofhunum.
Þegar það jafnframt kom
ffam, að t.d. sumir fasteignasal-
ar hafi af því beinan hag að fast-
eignakaupandinn beini sínum
lánaviðskiptum til ákveðins
banka, fannst félaginu full á-
stæða til að kynna almenningi
þessi mál á hlutlausan hátt.
Verkalýðsfélag Borgarness
leitaði því til Viðskiptaháskólans
Bifröst og Símenntunarmið-
stöðvarinnar á Vesturlandi, sem
tóku strax undir það að full þörf
væri á slíkri kjmningu.
Viðskiptaháskólinn bauðst til
að annast gerð námskeiðs fyrir
almenning um fjármál og lána-
möguleika heimilanna, sem
Bernhard Þór Bernhardsson,
lektor í Bifröst semur og fiytur.
Niðurstaðan er sem sagt sú að
Verkalýðsfélag Borgarness, Við-
skiptaháskólinn Bifröst og Sí-
menntunarmiðstöðin á Vestur-
landi bjóða almenningi upp á
námskeið um þessi mál.
Námskeiðið verður haldið í
Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2
a, Borgarnesi, fimmtudaginn 16.
september 2004, kl. 18,30-
22,30. Aðgangur er ókeypis.
Þátttöku þarf að tilkynna Sí-
menntunarmiðstöðinni fyrir
þriðjudaginn 14. september. -
Sjá nánar auglýsingu í þessu
blaði.
Fréttatilkynning.
Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi
Merkigerði 9 • 300 Akranes
Deildarstjóri afgreiðsludeildar SHA
Laus er staða deildarstjóra afgreiðsludeildar SHA.
Deildarstjóri er yfirmaður afgreiðsludeildar SHA og
skipuleggur og stjórnar starfi deildarinnar svo hún þjóni
hagsmunum þjónustuþega og stofnuninni á sem bestan og
hagkvæmastan hátt. Gerð er krafa um hæfni og reynslu
af starfsmannastjómun, staðgóða tölvuþekkingu og lipurð
og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða
100% starf. Laun eru skv. kjarasamningum STAK.
Starfsemi afgreiðsludeildar skiptist í megin atriðum í
afgreiðslu símtala, afgreiðslu sjúklingagjalds og tímaskriftir
fyrir lækna stofnunarinnar. Afgreiðslan er opin frá kl.
8:00 til 20:00 mánudaga til föstudaga og frá kl. 9:00 til
12:00 á laugardögum. Umsóknir sem greini frá menntun,
reynslu og fyrri störfum sendist SHA, b.t. Asgeir
Asgeirsson, skrifstofustjóri, Merkigerði 9, 300 Akranes
sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið í vs.
430 6000. Gert er ráð fyrir að deildarstjóri hefji störf
| sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Öllum
1 umsóknum verður svarað.
1 Sjúkrahúsið og heilsugœslnstöðin áAkranesi (SHA) skiptist ísjúkrasvið
l og heilsugœslusvið. A sjúkrasviði er starfrœkt fjölgreinasjúkrahús
" með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring.
Sjúkrahúsið veitir almenna og ú vissum sviðum sérhœfða
sjiíkrahússþjónustu á lyflækningadeild, handlœkningadeild, fœðinga-
og kvensjiíkdómadeild, hjúkrunar- og endurhœfingadeild og á vel
búnum stoðdeildum þar sem höfuð áhersla er lögð áþjónustu við íbúa
Vestur- og Suðvesturlands. Jafnframt er vaxandi áhersía lögð á þjónustu
við íbúa höfuðborgarsvœðisins. A heilsugœslusviði er veitt almenn
heilsugœsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugœsluumdœmi Akraness með
forystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd ogforvarnarstarf. SHA
tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Islands
og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240
talsins. SHA er reyklaus stofnun.
A líklega inni dagsfrí!
Það fer ekki mikið fyrir hús-
inu að Kirkjubraut 30 á Akra-
nesi. Þetta er eitt af þessum
vinalegu og gömlu húsum í
miðbæ Akraness sem setja
snotran svip á bæjarmyndina. í
kjallara hússins hefur rakara-
stofan Hárskerinn bækistöðvar
sínar og innandyra ræður ríkj-
um Jón Hjartarson. Jón stendur
nú á tímamótum í tvennum
skilningi. A morgun, fimmtu-
daginn 9. september, verður
hann sjötugur karlinn en jafn-
framt eru 55 ár liðin frá því
hann fór fyrst að hafa hendur í
hári fólks. „Eg lærði hjá honum
Geirlaugi Arnasyni rakara á
Vesturgötunni en daginn sem
ég byrjaði hjá honum átti ég
eftir viku í að verða 15 ára,“
sagði Jón í samtali við Skessu-
horn. Hjá Geirlaugi vann hann
í sjö ár og lauk m.a. réttinda-
námi en starfaði eftir það nokk-
ur ár í Reykjavík. „Eg byrjaði
með eigin rakarastofu árið 1959
við Kirkjubraut 2 en hef verið á
flakki um Skagabraut, Skóla-
braut en núna síðustu áratugina
hér á Kirkjubraut 30.“
Það verður að teljast frekar
sjaldgæft að menn starfi svo
lengi við sömu iðngreinina, en
ætlar rakarinn ekki að fara að
Jón rakari hér að klippa nafna sinn Hjálmarsson sl. föstudag. Þar
áður hafði hann klippt Ijósmyndarann, sem glittir f f speglinum bakvið
myndavélina, en það verk tekur sífellt skemmri tíma!
setjast í helgan stein hvað úr
hverju? „Eg hef aldrei haft það
að markmiði að hætta að vinna
og því ætti ég að fara að taka
upp þann ósið núna?“ spyr
hann á móti, og þar með er
svarið fengið. „Eg reikna
reyndar með að taka mér frí á
afmælisdaginn og skreppa með
frúnni í silung einhversstaðar,
ég fer hvort sem er aldrei langt
án hennar! Verð svo vonandi
mættur aftur til vinnu á föstu-
dagsmorgun. Ætli ég eigi ekki
inni þennan frídag og vona að
mér verði fyrirgefið,“ bætir
hann við sposkur. Jón segist
vonast til að eiga eftir að klippa
kolla Skagamanna og annarra
fastakúnna í mörg ár til viðbót-
ar, enda heilsan ágæt og vinnu-
gleðin næg. ,f\Aér leiðist ekki
meðan menn vilja koma innfyr-
ir, spjalla og fá klippingu í leið-
inni,“ segir hinn síungi Jón rak-
ari að lokum. MM
Tíkó í Borgamesi
I síðustu viku var opnuð í
Borgarnesi ný hárgreiðslustofa
og nefnist hún Tíkó. Tíkó er
til húsa að Borgarbraut 55 í
sama húsi og Efnalaugin Múla-
kot. Að sögn þeirra Svanhildar
og Júlíu sem munda skæri og
greiður í nýju hárgreiðslustof-
unni bjóða þær upp á alla hefð-
bundna hárgreiðsluþjónustu
auk þess sem þær selja Indol
hárvörur en í tilefhi af opnun-
inni verður ráðgjafi frá Indolt á
staðnum þann 6. október n.k.
milli 11.00 og 15.00.
GE Júlia og Svanhildur á hárgreiðslustofunni Tíkó í Borgarnesi.
Suðureyjaferðir Sæferða f Stykkishólmi hafa notið mikilla vinsælda í sumar líkt og síðustu sumur. Þessi
mynd er tekin í einni slfkri á dögunum í aftaka blfðu. Mynd: GE