Skessuhorn - 08.09.2004, Page 7
^&£ssunuw:
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004
7
Háll sem áll
Álar eru einhverjir sérkenni-
legustu fiskar sem hér við land
finnast m.a. vegna þess hve sér-
stæður lífsferill þeirra er. Margt
er jafnvel talið óljóst um lífshætti
þeirra en vitað er að állinn
hrygnir suður í Þanghafinu,
berst á þremur árum með
golfstraumnum norður til Evr-
ópu og gengur þar í ár og breyt-
ist úr glerál. Eftir 6-10 ár í
ferskvatni sem sk. guláll gengur
hann í sjó aftur, þá nefndur
bjartáll, heldur til Þanghafsins
og drepst þar að lokinni hrygn-
ingu, að talið er. All er beinfisk-
ur af álaætt, mósvartur, langur
og mjór með langan bak- og
raufarugga sem sameinast á
stirluenda en kviðugga vantar.
Oftast verða þessir fiskar um 40
cm. langir í ferskvatni hér en
fullvaxnir geta þeir orðið um
meter á lengd hér við land. All-
inn hreyfir sig líkt og slöngur á
landi með bylgjuhreyfingu alls
líkamans. Hreistrið er ófúllkom-
ið, annaðhvort afar smátt, hálf-
sokkið í húðina eða með öllu
horfið. I stað þess kemur mikil
slímmyndun til varnar roðinu.
Af þessu leiðir að það er langt frá
því auðvelt að taka ál upp og
handfjatla hann yfirleitt. Hann
er „háll sem áll,“ er því orðatil-
tæki að sönnu.
Unnsteinn Jóhannsson er
kúabóndi í Laxárholti í Hraun-
hreppi. Hann hefúr undanfarnar
vikur verið að gera tilraunir með
álaveiðar í Vogslæk á Mýrum.
Vogslækur gengur úr Steina-
tjörn en í læknum reynist vera
ágæt álaveiði og hefur Unn-
steinn fangað fiskinn í tilrauna-
skyni nú í sumar. „Eg var upp-
haflega beðinn að veiða nokkra
ála fyrir íslenska kvikmynd sem
verið er að gera og lagði því út
gildrur og hef veitt ágætlega í
þær,“ sagði Unnsteinn í samtali
við Skessuhorn. Aðspurður seg-
ist hann hafa prófað að borða ál
og segir hann góðan. „Sökum
þess hve þetta er feitur fiskur
vildi ég samt ekki borða hann
nema svona einu sinni á ári, en
þetta er vissulega herramanns-
matur“. Aðferðin við að farga
fiskinum er ekkert sérlega
spennandi; állinn er settur í salt
og þannig drepinn. Um mat-
reiðsluna segir hann að eftir að
búið sé að taka innan úr fiskin-
um sé hann kryddaður og hon-
um velt uppúr hveiti og þvínæst
steyktur á pönnu við háan hita
að sið nágranna okkar í Dan-
mörku, en Danir eru talsvert
meiri álaætur en við Islendingar.
Kílóið af verkuðum og reyktum
ál er selt á um 3000 krónur en
sjálfur segist Unnsteinn fá þetta
um 500 krónur fyrir kílóið af
honum ferskum.
En Unnsteinn hefur veitt
fleiri fisktegundir en ála í gildr-
urnar. „Eg hef verið að fá svo-
kallaða ósaflúru í gildrurnar í
sumar, en það mun vera í fyrsta
skipti sem vitað sé til að sú gerð
flatfiskjar veiðist í ferskvatni hér
á landi,“ sagði Unnsteinn að lok-
um. MM
Unnsteinn bóndi í Laxárholti með stóran ál. Bægslagangurinn í fiskin-
um er mikill og nær ómögulegt að handsama hann með berum hönd-
um.
ATVINNA ÓSKAST!
Karlmaður, búsettur í Borgarnesi, óskar
eftir vel launaðri vinnu.
Á auðvelt með að starfa sjálfstætt, er með
fjölbreytta starfsreynslu,
hefur öll ökuréttindi ásamt lyftaraprófi.
Hafið samband í síma 616 7913.
BORGARBYGGÐ
Laus störf víb
leikskólann
Hraunborg á Bifröst
Á leikskólann Hraunborg á Bifröst vantar
leikskólakennara eba annab uppeldis-
menntað starfsfólk.
Ef ekki fást leikskólakennaror til starfa veröa
ráönir starfsmenn meö aöra uppeldismenntun
eöa leiöbeinendur.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til aö
sœkja um starfiö.
Nánari upplýsingar veitir Þórdís C. Magnúsdóttir
leikskólastjóri ísíma 435-0077.
Netfang indis@simnet.is.
Forstöbumabur frœöslu- og menningarsviös
Aðalfundur
Sjálfstæöisfélags
Mýrasýslu 2004
A&alfundur Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu verður
haldinn mánudaginn 20. september nk.
í Sjálfstæðishúsinu í Borgarnesi.
Fundurinn hefst kl. 20.30
Dagskrá fundarins:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning stjórnar.
Önnur mál.
Gestur fundarins er Sturla Böðvarsson,
samgönguráðherra
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn
Borgarbyggðar kynna málefni sveitarfélagsins
Félagar fjölmennib
Heitt á könnunni
Stjómin
DuraSafe System
• Öll flekasamskeyti eru þannig
samsett að engin hætta er
á því að klemma sig.
WeatherGuard ™
• Mjög sterkt stál minnkar hættur
á beyglum og eykur endingu.
• Galvanisering, sterkur grunnur og
sérstök polyester málning í efsta
lagi minnka viðhald til muna.
Fáanlegar í nokkrum stærðum
og gerðum, með eða án glugga.
VIRNETÍ
Borgarbraut 74, 310 Borgarnesi
Vesturhraun 3, 210 Garðabæ
sími 437 1000 • fax 4371819
sími 530 3400 • fax 530 3401
Vírnet Garðastái flytur inn
fallegar, öruggar og traustar
bílskúrshurðir frá Amarr.
Hurðirnar frá Amarr eru hanna
með öryggi og endingu í huc