Skessuhorn - 08.09.2004, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004
úotssaunu^
X /
Ottós A Amasonar minnst í Olafsvík
Framfarafélagið afhenti einnig ný upplýsingaskilti við bæjarmörkin
Það er óhætt að segja að félag-
ar í Framfarafélagi Olafsvíkur
hafi haft í nógu að snúast síðast-
liðinn laugardag. Félagið sam-
einaði tvo viðburði sama daginn
þar sem annarsvégar sveitarfé-
laginu var afhent ný upplýsinga-
skilti við báðar innkeyrslur bæj-
arins og hinsvegar var bæjarbú-
um afhentur minnisvarði um
Ottó A Árnason við Gilið auk
söguskiltis um gamla félags-
heimilið í Olafvík sem þar stóð.
Upplýsingaskilti
Dagskráin sl. laugardag hófst
með því að Framfarafélag Olafs-
víkur afhenti fulltrúa bæjar-
stórnar formlega upplýsinga-
skilti sem standa við báðar inn-
keyrslurnar í bæinn. A skiltunum
er m.a. götukort, loftmynd af
Olafsvík og yfirlitsmynd af
Fróðárvelli Golfklúbbsinsjökuls
Börn Ottós A Arnasonar ásamt listamanninum Páti á Húsafelli.
Bæjarféiaginu afhent nýju upplýsingaskiltin frá
Framfarafélaginu.
ásamt nöfnum styrktaraðila.
Fyrir hönd Framfarafélagsins
voru það þær Ester Gunnars-
dóttir, formaður og Jenný Guð-
mundsdóttir sem afhentu full-
trúa bæjarstjórnar; Jóni Þór
Lúðvíkssyni hin nýju og veglegu
skilti. Félagið hafði forgöngu
um að láta vinna skiltin en þau
voru fjármögnuð af ýmsum
styrktaraðilum. Að sögn Esterar
gekk fjármögnunin vel og fann
félagið fyrir miklum velvilja hjá
öllum sem hlut áttu að máli. Það
var Merking ehf. sem vann verk-
ið en Vegagerðin sá um uppsetn-
ingu og ffágang
lóða en því verki
er nú að mestu
lokið.
Minnisvarða
um
Ottó A.
Amason
Efrir að Fram-
farafélagið hafði
afhent upplýs-
ingaskiltin færði
hópurinn sig um
set og hélt að Gil-
inu, þar sem
gamla félagsheimili bæjarins
stóð til langs tíma. Þar var af-
hjúpaður og afhentur minnis-
varði um Ottó A. Amason sem
þar starfaði m.a. í áratugi. Minn-
isvarðinn er gerður af Páli Guð-
mundssyni listamanni á Húsa-
felli en efhiviðurinn er steinn
Borgarfjaröars veit
il leigu Árberg 4 og 4a
á Kleppjárnsreykjum,
Borgarfjaröarsveit
íbúðirnar eru í nýju parhúsi, 11 6 fm. hvor
með 3 svefnherbergjum.
Báðar íbúðir eru lausar 1. október nk. og
leigist önnur ótímabundið en hin frá 1.
október - 31. júlí 2005.
Umsóknarfrestur er til
15. september nk.
Nánari upplýsingar á skrifstofu
Borgarfjarðarsveitar, Litla - Hvammi,
320 Reykholt, sími 435 1 1 40 en þangað
skal umsóknum skilað.
Sveitarstjóri
sem fenginn er á Jökulhálsinum.
Minnisvarðann afhenti Fram-
farafélagið bæjarbúum í Olafsvík
og Snæfellsbæ til varðveislu með
óskum um að íbúar njóti gæfu til
þess að hafa hvatningu Ottós að
leiðarljósi.
Kom víða við
I ávarpi Esterar Gunnarsdótt-
ur sagði hún m.a. annars um
Ottó A Arnason:
„Ottó var fæddur í Nýjabæ
hér í Olafsvík 4. nóvember árið
1908 en hann lést 6. september
árið 1977. Hann var einn af
merkustu samtíðarmönnum sín-
um í Olafsvík og varð mjög
snemma virkur í félagsmálum og
gekk ungur í stúkuna. Tvítugur
stofnaði hann Ungmennafélagið
Víking ásamt hópi af ungu fólki.
Þar hvatti hann menn til dáða í
hefðbundnum íþróttum auk þess
sem hann lagði ríka áherslu á
bindindi á áfengi og tóbak. Ottó
var hvatamaður að byggingu
sundaðstöðu neðst í Hvalsá og
fékk m.a. ríkisstyrk til þess og í
kjölfarið varð hann fyrsti sund-
kennarinn í Olafsvík. Ungur
fékk hann berkla og lá þá lengi
rúmfastur. Hann notaði tímann í
sjúkdómslegu sinni og lærði
bókfærslu sem hann vann við
upp ffá því. Hann veitti sjúkra-
samlaginu forstöðu og annaðist
rekstur Félagsheimilisins gamla í
Olafsvík um langt árabil. Hann
stofnaði Taflfélag Olafsvíkur og
var formaður þess til fjölda ára.
Hann var fyrsti formaður Verka-
lýðsfélagsins Jökuls í Olafsvík
auk þess að hann tók virkan þátt
í stjórnmálum. Hann var þekkt-
ur fyrir málsnilld og þekkingu á
fundarsköpum. Tækifærisræður
hans voru oft hreinustu perlur
og ljóðagerð hans hnittin og
skemmtileg. Hann var orðhagur
og drengilegur í málflutningi
sínum, en beitti ekki skjallyrðum
né skrumi. Er mér það minnis-
stætt hvað hann hvatti okkur
börnin, við hvert tækifæri, til
þess að meta fegurð umhverfis
okkar, láta gott af okkur leiða og
að standa með okkur sjálfum.
Stór hópur fótks kom saman við afhjúpun
minnisvarðans. Hér taka viðstaddir lagið
við undirleik harmonikkuspilara.
Ottó var virkur félagi til dauða-
dags í öllum þeim félögum sem
hann kom að og setti mikinn
svip á bæjarfélagið. Hann stapp-
aði í okkur stáfinu og gaf okkur
kjark og þor til þess að vinna
saman að góðum framfaramál-
um fýrir byggðarlagið og að
varðveita kraft okkar og baráttu-
eld til góðra málefna. Efrir Ottó
Iiggja greinar, smásögur og ljóð,
þar sem allsstaðar er að finna
gleði, ást, umhyggju, von og
hvatningu.“
Hugmynd Eyglóar
Ester Gunnarsdóttir gat þess
að hugmyndina að þessu verk-
efni hafi átt Eygló Egilsdóttir,
sem þá rak Hótel Höfða í Olafs-
vík, en hún kom ferlinu af stað
með því að ráða til verksins lista-
manninn Pál á Húsafelli. „Þegar
Eygló flutti burt frá Olafsvík tók
Framfarafélag Olafsvíkur við
umsjón verksins. Eygló var mjög
áhugasöm um að halda á lofri
sögu og menningu Olafsvíkur og
vann ötullega að ýmsum góðum
málum fyrir byggðarlagið, eins
og að láta leggja gangstíga og
merkja sögufræga staði í ná-
grenni bæjarins. En einstakt var
það framtak hennar að
láta leikgera Fróðár-
undrin og koma þeim á
svið sem er þakkarvert,“
sagði Ester.
Eftir afhjúpun minn-
isvarðans bauð Fram-
farafélagið öllum við-
stöddum í Pakkhúsið en
mikill fjöldi bæjarbúa
safnaðist saman í blíð-
skaparveðri við Gilið í
Olafsvík sl. laugardag. I
Pakkhúsinu voru veit-
ingar í boði en auk þess
afhenti Stefán Jóhann Sigurðs-
son, Elínu Unu Jónsdóttir for-
stöðumanni í Pakkhúsinu til
varðveislu ýmis gögn og upplýs-
ingar um Ottó sem Framfarafé-
lagið aflaði í aðdraganda gerð
minnisvarðans. MM
Vann Línu Langsokks yerðlaun
Borgarleikhússins um ævintýri
Línu og félaga hennar og get-
ur hún því boðið vinum sínum
í leikhús um helgina. Hluti
myndanna, og þar á meðal
verðlaunamyndin, eru nú til
sýnis í Kringlunni. Skessuhorn
óskar Oldu Lísu til hamingju
með þennan glæsilega árangur.
ALS
Alda Lísa ásamt Línu Langsokki við verðiaunaafhendinguna.
Nýverið lauk teiknimynda-
samkeppni Línu Langsokks
sem haldin var á vegum
Kringlunnar og Borgarleik-
hússins, en börn allsstaðar að
af landinu hafa í sumar sent
inn teikningar af Línu í sumar-
fríi. Mörg hundruð glæsilegar
myndir bárust í keppnina en
tilkynnt var á Línuhátíð í
Kringlunni laugardaginn 28.
ágúst að Alda Lísa Aðalsteins-
dóttir, 5 ára Skagastúlka, væri
höfundur sigurmyndarinnar. I
verðlaun fékk Alda Lísa meðal
annars 10 iniða á sýningu
Verðlaunamyndin