Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2004, Qupperneq 11

Skessuhorn - 08.09.2004, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 11 úntssunui.. Bragi Þórðarson hlaut borgfirsk menningarverðlaun Um síðustu helgi var þess minnst í Borgarfirði að 100 ár eru liðin frá fæðingu Guð- mundar Böðvarssonar skálds frá Kirkjubóli í Hvítársíðu. A föstudag var opnuð sýning í Safnahúsi Borgarfjarðar á munum úr búi Guðmundar og konu hans Ingibjargar Sigurð- ardóttur hans og á laugardag var hátíðarsamkoma í Snorra- stofu í Reykholti helguð minn- ingu Guðmundar og verkum hans. Meðal annars fluttu Silja Aðalsteinsdóttir og Magnús Sigurðsson á Gilsbakka erindi og Kammerkór Vesturlands lét sönginn hljóma. Þá voru af- hent verðlaun úr Minningar- sjóði Guðmundar og Ingi- bjargar, annars vegar borgfirsk menningarverðlaun sem Bragi Þórðarson bóka- útgefandi á Akranesi hlaut að þessu sinni og Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar sem að þessu sinni komu í hlut Þorsteins frá Hamri. GE Helgi og Þóra Kristín í Hraunsmúla í Staðarsveit. Það eru snör handtök þegar upptakan er á fullu. Fjórir eru að henda frá grösum og grjóti sem upp kemur, einn ekur dráttarvélinni og sá sjötti tekur pokana frá og raðar þeim frá færibandinu. Allt að tuttuguföld uppskera Kartöfluupptaka stendur nú sem hæst hjá bændum á Hraunsmúla í Staðarsveit. Hjónin Helgi Sigurmonsson og Þóra Kristín Magnúsdóttir búa á Hraunsmúla og hafa þau um allnokkurt skeið ræktað kartöfl- ur til sölu og eru nú með þrjá og hálfan hektara undir. Auk kartöfluræktunarinnar gera þau út litla trillu frá Arnarstapa. Þóra Kristín sagði í samtali við Skessuhorn að kartöfluupp- skeran í haust væri með allra besta móti. „I sumum tilfellum erum við að fá allt að tuttugu faldri uppskeru, en algengt þetta tólf og uppí tuttuguföld, en það er með besta móti hjá okkur“. Uppskeran er þó eitt- hvað misjöfn eftir tegundum en þau rækta jöfnum höndum; gullauga, rauðar íslenskar og bintjé. Þau felldu kartöflugrös- in um miðjan ágúst, en það er jafnan gert tímanlega áður en tekið er upp til að kartöfluhýð- ið styrkist. Aðspurð segjast þau vera einu aðilarnir á Snæfells- nesi sem rækta kartöflur til sölu. „Við seljum alla okkar uppskeru í skóla, hótel og versl- anir hér á Vesturlandi. Mikið fer t.d. í Kaupfélagið í Borgar- nesi“. Þau segja verð á kartöfl- um vera þokkalegt um þessar mundir og gera ráð fýrir að fá um 120 krónur fyrir kílóið nú í haust. MM Busavígsla og ball í FVA Síðastliðinn föstudag fór ár- leg busavígsla nýnema fram við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Það var nemendafé- lag skólans sem hafði veg og vanda að vígsluathöfhinni sem þótti fara vel fram, miðað við aðstæður. Af þessu tilefni féll kennsla niður frá hádegi og síð- ustu kennslustund fýrir hádegi einnig. Nýnemar sem vildu taka þátt í leiknum mættu í skólann á hádegi en öðrum gafst kostur á að koma sér heim í tæka tíð. Busavígsla fór frarn með nokk- uð öðru sniði nú en undanfarin ár þar sem skólinn gaf frí í tveimur kennslustundum. Á móti fríinu gekkst stjóm nem- endafélagsins inná að beita sér fýrir því að nýnemar væra laus- ir við áreitni og hrekki fram til hádegis. Þetta tókst vel og tryggði að þeir sem ekki kærðu sig um að láta hrekkja sig gátu forðað sér áður en hamagang- urinn byrjaði. Að venju voru nýnemar sem kusu að gangast undir busavígslu baðaðir upp úr köldu vatni en voru auk þess smánaðir lítillega eins og gerist og gengur við slíkar innvígslu- athafnir. Um kvöldið stóð nem- endafélagið svo fýrir dansleik á sal skólans. MM/Ljósm.: Hilmar

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.