Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2004, Page 15

Skessuhorn - 08.09.2004, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 15 Skagamenn íslandsmeistarar í 2. flokki Islandsmeistarar i 2. flokki karla. A innfelldu myndinni er Heimir fyrirliði með bikarinn. Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og kræktu sér í íslands- meistaratitil í 2. flokki karla á íslandsmótinu í knattspyrnu á æsispennandi lokaspretti. Liðið byrjaði mótið mjög vel og hafði forystu lengi framan af en tapaði síðan stigum með því að gera þrjú jafntefli og þegar liðið tapaði fyrir Breiða- bliki í þriðju síðustu umferð- inni virtist draumurinn úti því með því tóku Blikarnir forystu. Fyrir lokaumferðina var stað- an þannig að ÍA dugði ekki að sigra sinn leik heldur þurftu Skagamenn einnig að treysta á að Breiðablik tapaði stigum. Það gekk eftir því Breiðablik gerði jafntefli við HK 2- 2 á sama tíma og ÍA sigraði FH á útivelli 4-3. Leikur ÍA og FH var æsispennandi en Skaga- menn höfðu frumkvæðið og voru fyrri til að skora en FH ingar svöruðu fyrir sig jafn harðan þar til í lokin þegar Skagamenn skoruðu sigur- markið. Leikmenn og þjálfarar voru að vonum kátir með sig- urinn enda kom hann mörgum á óvart. „Ég átti svosem ekki von á þessu fyrir síðustu um- ferðina þótt maður vonaði það besta,“ segir Alexander Högnason þjálfari íslands- meistaranna. „Við þurftum náttúrulega að treysta á að lið í fallsæti myndi ná stigum af því efsta en hinsvegar var þetta lið úr sama bæjarfélagi þannig að maður vonaði að þar væri smá hatur á milli sem myndi skila sér okkur í hag.“ Alexander segir það gera sigurinn enn sætari að flestir leikmenn (slandsmeistaranna séu á yngsta eða miðári í 2. flokki en ekki nema tveir af þeim sem hafa verið að spila reglulega eru á elsta ári. „Það gefur okkur góða von fyrir næsta sumar ef þessir strákar verða ekki notaðir í meistara- flokkinn sem er náttúrlega ósk- andi útaf fyrir sig. Það eru 5 - 6 strákar sem hafa hæfileika til að spila með meistara- flokki í fram- tíðinni en síðan er spurning hvernig þeir spila úr því,“ seg- ir Alexander sem kveðst reikna með að þjálfa 2. flokk- inn áfram á næsta ári. Sumar- ið er hinsvegar ekki búið því næstkomandi þriðjudag leika Skagamenn um bikarmeist- aratit- ilinn í 2. flokki gegn Breiðabliki á Fjölnisvelli. Alex- ander segir þá staðráðna í að enda sumarið með stæl og landa þeim titli líka. GE/ Myndir: Hilmar Skagstúlkur á uppleið? Þótt ÍA hafi misst af efsta sæt- inu í 1. deild kvenna þegar þær töpuðu úrslitaleiknum fyr- ir Keflavfkurmeyjum þá eiga þær annan möguleika á að krækja f úrvalsdeildarsæti að ári. Þær leika nefnilega f svokölluðu umspili gegn næstneðsta liði úrvalsdeildar- innar Þór/KA/KS f vikunni og ef ÍA sigrar fær liðið sæti norð- anstúlkna að ári. Fyrri leikur- inn er á Akureyri á laugardag en sá sfðari miðvikudaginn 15. september kl. 17.30 á Akra- nesvelli. GE Skráningardagur íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi Skallar í þriðja sæti Skallagrímur endaði í þriðja sæti þriðju deildar eftir úrslita- leik um bronsverðlaunin móti Reyni Sandgerði í Keflavík á laugardag. Ekki leit út fyrir að Skallarnir gerðu miklar rósir í leiknum í upphafi því eftir 35 mínútur var staðan 3-0 Sand- gerðingum í vil. Þá fóru Skalla- grímsmenn loks í gang og tóku öll völd á vellinum. Sigur- jón Jónsson skoraði tvö mörk fyrir leikhlé og í byrjun þess síðari jafnaði Sveinbjörn G Hlöðversson jöfunarmarkið. Um miðjan hálfleik gerðu Reynismenn sjálfsmark og það var síðan markahrókurinn mikli, Valdimar Sigurðsson sem gulltryggði sigurinn fyrir Skallagrím. Þriðja sætið dugar Skalla- grím að vísu ekki til að komast í 2. deild eins og markmiðið var fyrir tímabilið nema eitt- hvað lið úr 2. deildinni dragi sig úr keppni sem hefur reyndar komið fyrir. Þá má nefna að sögusagnir hafa farið á kreik um að Austfjarðaliðin tvö sem fóru upp úr 3. deild, Fjarðar- byggð og Huginn, verði mögu- lega sameinuð og ef það ger- ist losnar sæti í 2. deildinni. Það skal hinsvegar undirstrik- að að einungis er um sögu- sagnir að ræða. GE Mikið fjör var í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi sl. fimmtudag þegar íþrótta- og tómstundafélög í bænum kynntu starfsemi sína og skráðu félaga til vetrarstarfs. Léttar veitingar; grænmeti, á- vextir, vatn og ávaxtasafi var í boði Akraneskaupstaðar og í íþróttasalnum gafst gestum og gangandi kostur á spreyta sig í hinum ýmsu íþróttum. Þetta er í annað sinn sem staðið er að skráningu með þessum hætti og Aðalsteinn Hjartarson, sviðsstjóri for- varna- og tómstundasviðs Akraneskaupstaðar, segir það greinilega mælast vel fyrir því aðsókn hafi verið mjög góð, um það bil helmingi fleiri komu nú en á síðasta ári og nokkuð fjölgaði í þeim félögum sem kynntu starfsemi sína. Verkefn- ið er hugar- fóstur Aðal- steins, Jóns Þórs Þórðars- sonar, fram- k v æ m d a - stjóra ÍA og Harðar Kára Jóhannes- sonar rekstr- arstjóra ^ a ... Það var i noqu að iþrottamann- hæs( virkja. Aðal- steinn bendir á að íþrótta- og tómstundastarf í bænum sé í miklum blóma en tækifæri fé- laganna til markaðssetningar og kynningar hafi fram til þessa verið fá. „Það er mikil- vægt að allir aðilar vinni saman að upplýsinga- og kynningar- málum svo fólk geti öðlast yfir- sýn yfir það sem stendur til boða. Allir þeir sem sinna snúast þegar skráningin stóð sem íþrótta-, æskulýðs- og tóm- stundastarfi og vilja kynna starfsemina ættu að eiga möguleika á að koma sér á framfæri þarna. Ég yrði ekki hissa þó skráningardagurinn ætti eftir að vaxa nokkuð á næstu árum því við finnum að fólki finnst þetta ekki bara þarft framtak, heldur hreint út sagt nauðsynlegt." ALS

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.