Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2004, Qupperneq 1

Skessuhorn - 08.12.2004, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 48. tbl. 7. árg. 8. desember 2004 OPIÐ: Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 netté alltaf gott - alltaf ódýrt Kr. 300 í lausasölu Krakkarnir í leikskólanum Hnoðrabóli f fíeykholtsdal hafa haft í nógu að snúast síðustu vikurnar en þau tóku að sér að endurskapa sveitarfélagið sitt f heild sinni úr ýmsum þeim efnum sem til féllu. Niðurstaðan varð stærðar líkan sem sýnir fjöll og dali, ár og vötn og vel valda bæi i sveitinni. Mynd: GE Félagsmálaráðuneytið vill sameina í Dölum í byrjun árs Tvö blöð til jóla Skessuhorn kemur næst út miðvikudaginn 15. desem- ber skv. venju en jólablaðið, og jafnframt síðasta blað árs- ins, keniur út þriðjudaginn 21. des. Jólablaðið verður að vanda stærsta blað ársins og óvenju vel útilátið af fjöl- breyttu efni, s.s. viðtöl, jólakrossgáta, hugvekja og ýmislegt tengt jólahaldi á Vesturlandi. Auglýsendum er bent á að tryggja sér auglýsingapláss tímanlega fýrir þessi tvö síð- ustu blöð ársins. Skilafrestur auglýsinga og efnis í jólablað Skessuhorns er fimmtudag- inn 16. desember klukkan 16. Auglýsingsíminn er 433- 5500. Stórafinæli Rauða kross hreyfingin hér á landi fagnar 80 ára af- mæli í þessari viku. I tilefni af þessum tímamótum er í blaðinu í dag rætt við tvo af starfsmönnum Rauða kross- ins á Vesturlandi um starf- semi hreyfingarinnar á svæðinu. Sjd bls. 20 - 21. Margir um lausar lóðir I liðinni viku var dregið um byggingalóðir á Akra- nesi sem auglýstar voru í haust. Að jafhaði ellefu um- sóknir bárust um hverja lóð. Sjá bls. 21 Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur sameining- arnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmála- ráðuneytisins lagt það til að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhóla- hrepps. Miðað er við að kosið verði í apríl n.k. og sameining taki formlega gildi vorið 2006. Svo gæti farið að sameinað yrði í Dölunum mun fyrr en áður var áætlað. I síðustu viku héldu fulltrúar félagsmálaráðu- neytisins fundi með sveitar- stjórnum Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps til að kanna möguleika á að ganga til kosn- inga um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga jafnvel strax eftir áramót. Ef það gengur eftir verður farið út fyrir þær tillögur sem ráðu- neytið átti sjálft stærstan þátt í að móta. Guðjón Bragason lögfræðingur hjá félagsmála- ráðuneytinu staðfesti í samtali við Skessuhorn að þessir fund- ir hefðu átt sér stað og að frumkvæði ráðuneytisins. Elann sagði ennfremur að þessar hugmyndir tengdust starfi eftirlitsnefndar með fjár- málum sveitarfélaga en fjár- hagsstaða Saurbæjarhrepps er erfið enda fer yfir 90% af tekj- um sveitarfélagsins til skóla- mála. Guðjón sagði að nú væri boltinn hjá sveitarstjórnum þessara tveggja sveitarfélaga og að væntanlega myndi skýrast á allra næstu dögum hvert fram- haldið yrði. Sæmundur Kristjánsson oddviti Saurbæjarhrepps sagði í samtali við Skessuhorn að ekki væri mikið hægt að segja um málið að svo stöddu. „Við eigum eftir að funda aftur og skoða þessi mál betur.“ GE Enn breytt? Á fundi skipulags- og um- hverfisnefndar Akraneskaup- staðar sl. mánudag var tekið til umfjöllunar erindi frá Skagatorgi ehf þar sem fyrir- tækið óskar eftir að breyting- ar verði gerðar á núgildandi deiliskipulagi Miðbæjarreits. Ástæður breytinganna eru hversu djúpt reyndist vera niður á fast þar sem íbúða- blokkin við Dalbraut átti að rísa sem gerir það illfram- kvæmanlegt að ráðast í fyrir- hugaðar framkvæmdir skv. núgildandi skipulagi. Ný til- laga Skagatorgsmanna gerir ráð fyrir að verslunarmiðstöð verði færð nær Dalbraut og að bæði 10 hæða fjölbýiishús- in verði í vesturhorni bygg- ingarsvæðisins, þ.e. nær Kalmansbraut. Nefhdin sam- þykkti að fela sviðsstjóra að láta gera nýja athugun á um- ferð m.t.t. þessa, athugun á skuggavarpi og að óska eftir því við Skagatorg að lagðar verði fram þrívíddarmyndir skv. nýju tillögunni. Akvað nefndin að þessi gögn þyrftu að berast áður en afstaða yrði tekin til tiilögunnar. MM Skákí Óiafsvík Um sjötíu keppendur á öll- um aldri tóku þátt í skákmóti sem haldið var nú í þriðja sinn um helgina til minning- ar um Ottó Árnason fram- kvöðul í skákíþróttinni í Snæ- fellsbæ. Mótið hefur vakið mikla athygli enda þykir vel að því staðið af hálfu heima- manna. Sjá bls. 10 llllllllllllllllllllllllll rj Borgarnes kjötvara í jólamatinn f að sjálfsöqðu í Samkaup-Úrvali BorqarnesiM Verið velkomin! Svínahamborgarhryggur Hangilæri úrb. Hangiframpartur úrb. Verð nú: 1.198 1.949 1.433 Léttreyktur lambahryggur Jólagrísasteik 1.337 1.108 Tilboðsverð 779 kg. 1.559 kg. 1.146 kg. Afsláttur 35% 20% 20% Geisladiskari. Bækur 30% afsláttur af öllum bókum 30% afsláttur af öllum geisladiskum J Opnunartími Mánud.-Föstud. 09:00-19:00 Laugardaga 10:00-19:00 Sunnudaga 12:00-19:00 1.070 kg. 864 kg. 20% 22% L Nýtt kortatímabil er hafið í Samkaup fucrval] V _____ M Hyrnutorgi Borgarnesi M J

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.