Skessuhorn - 08.12.2004, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004
^ivtaaunui..
Ljósleiðari í öll hús á Akranesi innan tveggja ára
Bestu lausnir sem gerast í gagnaflutningsmáhmi
-segir Gísli Gíslason bæjarstjóri
Bæjarráð Akraneskaupstaðar
staðfesti á fundi sínum í liðinni
viku samning við Orkuveitu
Reykjavíkur um lagningu ljós-
leiðaranets á Akranesi og rekst-
ur opins nets. Stefnt var að
undirritun samningsins í dag
(eftir að vinnslu blaðsins lauk),
og munu framkvæmdir hefjast
fljótlega.
I samningnum felst að OR
mun á næstu mánuðum leggja
ljósleiðara inn í öll hús á Akra-
nesi. OR mun eiga og reka
ljósleiðaranetið, en það verður
svokallað „opið net“ sem þýðir
að inn á það geta allir þeir að-
ilar sem gera sérstakt sam-
komulag við OR sent efni eða
gögn um leiðarann. Þetta efni
getur m.a. verið þjónusta sjón-
varpsstöðva, myndabandaleiga,
öryggisfyrirtækja, símafyrir-
tækja og fleiri þjónustuaðila.
„Þá er þetta afar spennandi fyr-
ir Akranes t.d. vegna rekstrar-
skilyrða Sjúkrahússins og
heilsugæslustöðvarinnar,
Landmælinga og fleiri fyrir-
tækja og stofnana sem hafa
þörf fyrir mikla bandbreidd til
að senda t.d. röntgenmyndir
og loftmyndir. Nýta má netið
til fræðslu, bæði þess sem skól-
ar eða aðrir aðilar á Akranesi
vilja senda út, og eins
til að taka á móti
fræðsluefni t.d. frá
RUV, háskólum inn-
anlands eða erlendis
og áfram mætti
telja,“ sagði Gísli
Gíslason, bæjarstjóri
aðspurður um notk-
unarmöguleika hins
nýja ljósleiðaranets.
Hann bætir við:
„Loks má nefha að
fyrir Akraneskaup-
stað opnar þetta nýj-
ar leiðir til að efla í-
búalýðræði, en stefnt
verður að því að
koma upp bæjarneti
þar sem upplýsingum
verður komið út með nýjum
hætti. Akraneskaupstaður mun
einni hafa aðgang að nokkrum
rásum á netinu til að sjónvarpa
frá einstökum stofnunum bæj-
Gísli Gíslason, bæjarstjóri
| sa WM
| ■f 11 d i ^
k
vf1 't1
arins og býður það upp á mikla
möguleika,“ segir Gísli.
Flestir tengdir eftir
hálft annað ár
Framkvæmd verksins verður
með þeim hætti að OR mun
leggja netið inn í sérhverja
íbúð, en það er háð ákvörðun
hvers og eins húsráðanda hvort
hann vill kaupa þá þjónustu
sem um netið er send. Ljós-
leiðari verður þannig ekki
lagður inn í hús þar sem eig-
endur hafna aðgangi fyrir slíka
tengingu. Gert er ráð fyrir að
hver notandi muni greiða fast
mánaðargjald, sem gert er ráð
fyrir að verði um 1500 til 2000
krónur fyrir afhotin, en síðan
mun viðkomandi aðili greiða
hverjum seljanda efnis gjald
samkvæmt þeirri gjaldskrá sem
viðkomandi aðili setur. Þess er
sérstaklega getið í samningn-
um að þjónustan verður á sam-
bærilegu verði á Akranesi og
OR er að bjóða á höfuðborgar-
svæðinu.
I samningnum felst að lagn-
ingu netsins verði lokið fýrir
árslok 2006, en að um 80 -
90% íbúa verði tengdir þegar í
júlí 2006. Þá verður stefnt að
því að tengja sem allra fyrst
stærstu fyrirtæki bæjarins. Gísli
segir að Akraneskaupstaður
muni ásamt OR kynni málið ít-
arlega í byrjun næsta árs en
gert sé ráð fyrir að byrjað verði
að senda efni um netið þegar í
byrjun febrúar á næsta ári.
Lítið rask
Aðspurður býst Gísli Gísla-
son ekki við að lagning ljós-
leiðarans fylgi mikið rask í bæj-
arfélaginu. „Það verða tekin
fyrir ákveðin hverfi og þeim
lokið. Leiðarinn þarf aðeins að
leggja fremur grunnt í jörðina
og þar sem mögulegt er verður
hann plægður niður en rásir
settar í götur og gangstéttar
þar sem þær eru.“
Markaðslega í
fremstu röð
Gísli segir að með tilkomu
ljósleiðara í heilt bæjarfélag,
eins og hér sé raunin, muni
Akranes standa markaðslega
afar sterkt. „Fyrir Akranes-
kaupstað er þetta gríðarlega
mikilvægur áfangi. Það er
markmið bæjarstjórnar að
Akranes verði með bestu lausn-
ir í gagnaflutningum þannig að
fyrirtæki sem á slíku þurfa að
halda verði samkeppnisfær við
hvaða fyrirtæki sem er á sama
sviði, hvar sem þau eru stödd.
Fyrir íbúana er þetta hluti af
því að bæta búsetuskilyrði
þeirra hvort heldur er varðandi
aðgang að afþreyingarefhi eða
hagnýt not,“ sagði Gísli að lok-
Jólamerki
UMSB
Jólamerki UMSB eru komin!
Að þessu sinni er það
Gilsbakkakirkja sem prýðir
merkið.
Þetta er 18. merkið af 22 sem
Guðmundur Sigurðsson hefur
teiknað fyrir Ungmennasamband
Borgarfjarðar.
Tilvalið er að setja það með
á jólapóstinn eða eiga sem
safngrip.
Jólamerkin fást á skrifstojn UMSB, Borgarbraut 61.
Einnig er hœgt að panta þau í síma 437-1411 og með
tölvupósti, umsbtpjnmedia.is
Verslunin Hrund í
nýtt húsnæði
Jenný innan um allt blómahafið sem henni barst í tilefni opnunarinnar.
Ljósmynd: PSJ
Síðastliðinn fimmtudag opn-
aði Jenný Guðmundsdóttir,
kaupmaður í Olafsvík, verslun-
ina Hrund í nýju húsnæði að
Olafsbraut 5 5 þar sem verslun-
in Kassinn var áður til húsa.
Hrund var áður til húsa að
Grundarbraut 6a í tiltölulega
litlu húsnæði. Nýja húsnæðið
við Olafsbraut er hinsvegar 270
fm og vel búið að öllu leyti.
Jenný hefur rekið verslunina
Hrund í átján ár og sagði hún í
samtali við Skessuhorn að með
nýju og rúmbetra húsnæði opn-
uðust möguleikar á fjölbreytt-
ara vöruúrvali og nýjum vöru-
flokkum. Verslunin Hrund
býður upp á alla almenna gjafa-
vöru, bækur, rúmföt, heilsuvör-
ur og margt fleira.
GE