Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2004, Page 22

Skessuhorn - 08.12.2004, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 ^niisaunu... Egilssaga með öðrum augum Nýstárleg leiksýning eftir Hallveigu Thorlacius frumsýnd á söguslóðum Egilssaga er ein af helstu perlum íslenskra bókmennta í fortíð og nútíð og kannski þess- vegna hefur það vafist fyrir mönnum að gera henni skil með öðrum hætti en höfundur- inn gerði á sínum tíma enda kannski ástæðulaust að krukka mikið í verk Snorra heitins Sturlusonar. Það er því óhætt að segja að Hallveig Thorlaci- us, brúðuleikhússtjóri ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með leiksýningunni Egla í nýjum spegli, sem frum- sýnd verður í Safnahúsi Borg- arfjarðar mánudaginn 13. des- ember næstkomandi. Þótt sögupersónurnar hafi verið uppi íyrir þúsund árum er verkið nýstárlegt en þar er blandað saman sögumannsleik- húsi, brúðuleikhúsi, skugga- leikhúsi og tónlist. Leikgerðin Hallveig Thorlacius og nokkrar persónur úr Eglu. er eftir Hallveigu Thorlacius og Þórhall Sigurðsson sem jafnframt er leikstjóri. Hallveig er sögumaður en brúður og leikmynd eru eftir Helgu Arn- alds. Sýningin verður á ferðinni um söguslóðir Egilssögu á að- ventunni en eftir áramót fer hún til Reykjavíkur. Frítt verð- ur inn á frumsýninguna á mánudag, meðan húsrúm leyf- ir, í boði menningarmálanefnd- ar Borgarbyggðar. GE Heimildir um horfinn tíma Bókakynning Snorrastofu í samvinnu við vefritið Kistan.is Þriðjudagskvöldið 14. desem- ber munu nokkrir rithöfundar lesa upp úr nýútkomnum verk- um sínum í Snorrastofu. Flestir hafa þeir ritað bækur sem flokk- ast sem ævisögur eða taka jafnvel ævisögur eða sjálfsbókmenntir til sérstakrar umfjöllunar eins og Sigurður Gylfi Magnússon sagn- fræðingur gerir í bók sinni, Sjálfsbókmenntir á íslandi. Sig- urður mun einnig kynna bók sína, Snöggir blettir, sem er n.k. sjálfsævisaga sem tengd er myndefhi sem afi hans safnaði af ákveðnum einstaklingum sem settu svip sinn á bæjarlífið í Reykjavík á síðustu öld. Þórarinn Eldjárn mun lesa upp úr bók sinni Baróninn, sem fjallar um franska aðalsmanninn, Charles Gaudrée Boilleau, sem um tíma settist að á jörðinni Hvítárvöllum í Borgarfirðinum. Halldór Guðmundsson mun lesa upp úr bók sinni um nóbelskáld- ið Halldór Laxness en eftir þeirri bók hefur verið beðið með mik- illi eftirvæntingu. Steinunn O- lafsdóttir leikkona mun lesa upp úr bók Matthíasar Viðars Sæ- mundssonar sem nefhist, Iléð- inn, Bríet, Valdimar og Laufey, en höfundurinn féll ffá fyrr á þessu ári. Að lokum mun Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðing- ur lesa upp úr bók sinni, Olöf eskimói. Ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi. Að loknum upplestri mun kirkjukór Reykholtskirkju og Hvanneyrar syngja nokkur lög . I hléi verður boðið upp á kaffi í safhaðarsal kirkjunnar. Að því loknu gefst gestum tækifæri á að ræða við höfundana um verk þeirra en umræðum stjórnar Soffi'a Auður Birgisdóttir bók- menntaffæðingur. ('fréttatilkynning) Ekki íyrir löngu, á mælikvarða jótanna, kom nppá svolítið vandamál. Jólasveinarnir vora flestir komnir til byggða að sinna sínum uppáhalds erindum. I helli sveinanna voru hins vegar veikindi og kertasm'kir sem síðastur kemur á aðfangadag gekk illa að fá aðstoð við að undirbúa sig til ferðar. Það styttist í að sveinki þurfti að drífa sig af stað, hann var orðinn frekar stressaður. Hinir bræðurnir höfðu tekið vélsleðana sem voru í lagi og sá síðasti var bilaður. Hreindýrin voru uppi við Kárahnjúka og hreindýrasleðinn hafði ekki fengið neitt viðhald í 17 ár. Með nokkur farlama hreindýr, fýrit sleðanum, sem ekki nenntu í burt vegna elli, fór sveinki að hlaða á sleðann sem brast undan þunganum og allt fór út um allt. Kertasníkir æddi inn til að fá sér hálfkaffi (viskí og kaffi). Hann komst að því að einhver hafði drukkið viskíið og ekkert annað var til. Þá er bankað á heflisdyrnar, í brjáluðu skapi strunsar sveinki til dyra. Fyrir utan stendur engill með jólatré. "Hvar vilt þú að ég setji tréð?" segir engillinn. Og þannig kom það til, vinir mínir, að engillinn er á toppi jólatrésins. l/éHtfihefyiitf Mangarinn vann í myrkurjram Staða Is- lands í hinu a 1 þ j ó ð 1 e g a samfélagi hef- ur löngum orðið mönn- um nokkurt umhugsunar- og deiluefni. Á hagyrðinga- kvöldi í Breið- firðingabúð fyrir skömmu orti Hermann Jóhannes- son frá Kleifum: Sumir vilja hafa her og helst viö Kana binda trúss og Halldór sjálfur oröinn er einhverskonar míní Búss. Magnús Olafson heyrði fýrir stuttu utanríkisráðherra vorn í ræðustól Al- þingis taka sér í munn athyglisvert ný- yrði og varð það tilefni eftirfarandi kveðskapar: Ýtist til hœgri um örfáar gráöur án þess sjái þaö nokkur. Samfylkingin er þó sem áöur afturhaldskommatittsflokkur. Þormóður Isfeld Pálsson orti ein- hverntíman á hernámsárunum: Fjölga þjóöar minnar mein, mikill skapast vandi. Hafa fáir hlotiö nein höpp frá Kanans landi. Vissulega komust margir Vestur Is- lendingar til þokkalegra lífskjara og vafalaust betri en aðstæður hérlendis buðu uppá á þeim tíma en fyrirhafnar- laus var sú lífsbarátta ekki. Þorbjörn Björnsson sem orti undir nafninu Þorskabítur gaf Islendingum vestanhafs þetta heilræði: Þeim sem hér vill lifa í landi lítilsháttar ráö skal veitt: Aldrei aö vera óvinnandi eta hrátt og gefa ei neitt. Þeir amerísku hermenn sem hingað komu á stríðsárunum hafa vafalaust komið úr misjöfnu umhverfi og án efa margir þurft að berjast fyrir lífinu frá æsku þó ekki væri með vopnum. Allt um það nutu soldátar þeir kvenhylli meiri en siðavöndum Islendingum þótti hæfi- legt og orti þá Jónas Jóhannsson í Oxn- ey: Islands meyjar eignast jóö undan svörtum Könum. Síöan viö uröum „sjálfstœö" þjóö sinna þœr ekki Dönum. Nokkuð hefur verið rætt að undan- förnu um samráð olíufélaganna og að- ferðir þeirra til að auka framlegð fjár- magns síns. Mig minnir að Rannveig Þorsteinsdóttir hafi á sínum tíma flutt frumvarp á Alþingi um okurlán sem eru ekkert annað en tilburðir einstaklinga til að hámarka framlegð síns fjármagns og það hafi orðið Böðvari Guðlaugssyni til- efni í Rannveigar rímu Fjárplógsbana sem hér birtist hrafl úr: Mangarinn vann í myrkur fram aö mögnuöu gróöaplani. Aö honum réöst meö reiddan hramm Rannveig Fjárplógsbani. Kaupmenn hlógu og hœönisorö heyröust ótal falla. Rannveig hjó á bœöi borö, beit og sló þá alla. Inn í prúöa okrarabúö oröa spúöi velling, þung í úö meö þykkjusnúö þrifleg púöurkerling. „Hvað er sannleikur" var einhvern- tíma spurt og við þeirri spurningu er ekki til einfalt svar en ekki hefur Þorska- bítur verið trúaður á að hann fyndist fljótlega: Þegar hógvœrö hrokann vinnur og heimskan þegja kann. Þá en ekki fyrri finnur fólkiö sannleikann. Það er sitt hvað gæfa og gjörfileiki og margir af okkar bestu hagyrðingum hafa ekki siglt sléttan sjó í lífinu og þó orð- snilld þeirra hafi máske verið nokkurs metin hefur hún oft verið létt í vasa. Við andlát hins snjalla hagyrðings Jóns Bergmann orti Valdimar Benónýsson: Dauöinn leggur björk og blóm, blandar dregg í skálar, nærri heggur dauöadóm dult á vegginn málar. Dögum hljóöum dregur aö dofnar gróöur Braga, jóns viö Ijóö er brotiö blaö Bergmanns þjóöarhaga. Hinstu njólu fékk hann friö feginn bóli náöa. Bernskuhólinn heima viö hlúöi skjóliö þráöa. Ylur vaknar muna manns, margt úr raknar leynum, allir sakna söngvarans, svellln slakna á steinum. Þjóöin finnur aö hún á yl frá kynningunni, Ijóöin vinna löndin hjá Ijúfu minningunni. Margan bjó hann góöan grip gjarnan sló í brýnu, á þaö hjó hann sverösins svip sem hann dró í línu. Hreina kenndi lista leiö, lag til enda kunni Oröin brenndu og þaö sveiö undan hendingunni. Hans var tungan hörö og snjöll hneigö aö Braga sumbli. Standa formanns stuölaföll stolt á dáins kumbli. Eftirfarandi vísu nefnir Jón Bergmann ,,Lækning,“ þó nóttin verði mönnum oft frekar verkjapilla en varanlegur bati: Ef mér líöur ekki vel eftir dagur hlýnar, þá skal nóttin þegja í hel þyngstu sorgir mínar. Sláum svo botninn í þennan þátt með stöku Adolfs Petersen um fjármálin: Margir safna í sjóöi fyrst og sífellt auka hraöann. Þaö er raunhœf reikningslist en röng er niöurstaöan. Meö þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstööum 320 Reykholt S435 1367 og 849 2715 dd@hvippinn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.