Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2004, Page 26

Skessuhorn - 08.12.2004, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 ^ntjaunui.. Gott gengi í keilunni Steinunn, Tinna og Ástrós. Magnús, Skúli og Páll Óli. Unglingum hjá Keilufélagi Akraness hefur gengið vel það sem af er árinu. Um helg- ina fór fram 3. umferð í Meist- arakeppni ungmenna og hafnaði ÍA í verðlaunasætum í öllum flokkum sem þau tóku þátt í. í 4. flokki stúlkna lenti Tinna Rut Wiium í fyrsta sæti og Steinunn Inga Guðmunds- dóttir í 3. sæti. í 4. flokki pilta lenti Skúli Freyr Sigurðsson í fyrsta sæti og Magnús Magn- ússon í 3. sæti. Magnús er jafnframt yngsti þátttakandinn í 1. deild karla í keilu. í 3. flokki stúlkna var Birgitta Þura Birg- isdóttir í 1. sæti. [ 2. fiokki drengja var Magnús S. Guð- mundsson í 2. sæti og Sigurð- ur Þ. Guðmundsson í 3. sæti. í 1. flokki drengja varð Jóhann S. Guðmundsson í 1. sæti. MM Dimmiterað í FVA Það er árviss viðburður í Fjölbrautaskóla Vesturlands að væntanlegir nýstúdentar dimmiteri, svona rétt til að losa út stressið fyrir síðustu próf. Það er sannartega föngulegur hópur sem brátt kveðjur skólann. MM Akurnesingar á NMU Þau Aþena Ragna Júlíus- dóttir og Gunnar Smári Jón- björnsson frá Sundfélagi ÍA tóku þátt í Norðurlandamóti unglinga um síðustu helgi og náðu góðum árangri. Aþena náði 4. sæti í 50 m skriðsundi á tímanum 27:00 og bætti tíma sinn um hálfa sekúndu. í 100 metra skriðsundi varð hún síðan í 6. sæti. Gunnar Smári bætti einnig tíma sinn í 200 metra skrið- sundi umtalsvert. GE ÍA á botninum Skagamönnum hefur ekki gengið sem skildi það sem af er í 1. deildinni í körfuknattleik og er (A á botningum ásamt Ármanni/Þrótti en bæði lið hafa 2 stig. ÍA tapaði gegn Stjörnunni 101 - 64 síðastliðinn laugar- dag en í næsta leik þar á und- an náðu Skagamenn í sín fyrstu stig í vetur þegar þeir unnu Ármann/Þrótt 93 - 80. Iri til reynsiu hjá ÍA Tvítugur Iri, Alan Delahunty að nafni, verður til reynslu hjá ÍA í janúar og ef hann reynist álit- legur má búast við að Skaga- menn bjóði honum samning. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu KÍA er Alan vinstri fótar miðjumaður og spilar sem stendur með bandaríska há- skólaliðinu Virginia Intermont College. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Irlands og írska atvinnumannaliðinu Shamrock Rovers. „Þessi leikmaður bauð krafta sína fram sjálfur og kostar sig sjálfur hingað þannig að það er engin áhætta fyrir okkur að kíkja á hann,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA í samtali við Skessuhorn. Það skýrist síðan væntanlega í janúar hvort það verða írskir dagar hjá ÍA á næsta keppnistímabili. GE Það er Ijóst að róðurinn hjá ÍA verður þungur í vetur en þeir eru hinsvegar með öflugt lið sem er blanda af ungum og efnilegum strákum og göml- um jöxlum. GE Julian hættur Samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Rekstrarfélags meistara - og 2. flokks KÍA hefur félagið og Julian Johnson, færeyski miðvallarleikmaðurinn sem hefur leikið með ÍA síðastliðin tvö ár náð samkomulagi um að hann hætti hjá félaginu þrátt fyrir að ár sé eftir af samningn- um. Samkvæmt yfirtýsingunni var ástæðan sú að Julian komst að í sjúkraflutningaskóla í Danmörku en sökum aldurs væri það síðasti möguleikinn fyrir hann að fara í þetta nám. Eftir að yfirlýsingin var gefin út kom í Ijós að Julian hefur skrif- að undir samning við færeyska liðið B68 Toftir um að þjálfa og leika með félaginu næstu tvö árin. Því erljóstað hann erekki á leiðinni í nám í Danmörku eins og hann hafði lýst yfir. „Það eru gríðarleg vonbrigði fyrir okkur hvernig þátttaka Julians í knattspyrnunni hér á Akranesi endar. Hann hefur leikið vel með liðinu en þetta er vondur endir,“ segir Gunnar Sigurðsson formaður Rekstrar- félagsins. GE Vesturlandsliðin töpuðu Eftir gott gengi í upphafi móts fengu bæði Vestur- landsliðin í úrvalsdeildinni í körfuknattleik skelli í síðustu viku. Skallagrímur tapaði 67 - 94 fyrir Keflavík á útivelli en Snæfell tapaði 100-81 gegn nýliðum Fjölnis. Staðan í deildinni er hinsvegar lítið breytt, Snæfell er áfram í 2. sæti og Skallgrímur í því fimmta. Stigahæstur Skallagríms á móti Keflavík var Clifton Cook með 18 stig en þeir Hafþór Gunnarsson og Jovan Zva- drevski skoruðu 12 stig hvor. Desmond Þeoples skoraði 22 stig fyrir Snæfell gegn Fjölni, Magni Hafsteinsson 18 og Hlynur Bæringsson 16. GE ÍA í samstarf við Reading á Englandi um leikmannaskipti Spennandi kostur segir Ólafur Þórðarson þjálfari sem er nýkominn úr heimsókn til félagsins Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA, Alexander Högnason þjálfari 2. flokks og Hafliði Guðjónsson, knattspyrnu- þjálfari hjá ÍA eru nýlega komnir heim frá Englandi þar sem þeir heimsóttu 1. deild- arliðið Reading, fylgdust með æfingum og skoðuðu að- stæður hjá félaginu. „Þetta var mjög góð ferð í alla staði,“ segir Ólafur Þórð- arson. „Ferðin var fyrst og fremst hugsuð til að koma á samskiptum við klúbbinn og tóku ráðamenn þar vel í þær hugmyndir. Við vonum síðan að það muni færa okkur eitt- hvað þegar líður að vori en það hefur ekkert verið sett niður á blað. Það sem menn hafa hinsvegar áhuga á er að þeir láni okkur menn sem væru kannski í millibilsá- standi milli unglingaliðs og aðalliðs og fengju tækifæri til að ná sér í leikreynslu og myndu styrkja okkar lið. Þá er einnig áhugi fyrir því að strákar frá okkur geti farið út til reynslu. Eins og ég segi hefur ekki verið gengið frá neinu en við þurfum að vera duglegir að byggja þetta upp og ég er viss um að þetta getur orðið mikið gæfuspor fyrir okkur.“ Ólafur segir að fleiri íslensk félög hafi farið þessa leið. Víkingur fékk t.d. mikinn liðs- styrk frá Stoke síðasta sumar og þá hefur Valur verið í sam- starfi við Bolton. Hann segir því mikilvægt fyrir ÍA að nýta þessa leið til að styrkja liðið á ódýran hátt. Hann neitar því ekki að það sé ókostur að lánsleikmenn frá Englandi geta yfirleitt ekki leikið allt tímabilið hér en á móti komi að það sé oft alltof dýr kost- ur að kaupa leikmenn og því ákjósanlegt að fá þá að láni þó þeir geti ekki klárað mót- ið. Varðandi aðstæður hjá Reading segir Ólafur að þær séu til mikillar fyrirmyndar. „Þetta er öflugt félag og hef- ur lengi verið eitt af þeim öfl- ugustu í unglingastarfinu. Það sem hefur hinsvegar breyst hjá þeim er að það kom til þeirra maður með Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA peninga sem kom aðalliðinu af stað fyrir alvöru og núna er klúbburinn á toppnum í fyrstu deildinni. Fram til þessa hefur félagið í raun verið að fram- leiða leikmenn fyrir efrideildar liðin en núna þegar þeir eru sjálfir á uppleið með sitt aðal- lið þurfa þeir á þessum strák- um að halda. Þessvegna þurfa þeir að geta komið þeim í fóstur á meðan þeir eru að vinna sig upp í aðallið- ið og þar getum við vonandi hjálpað þeim. Þetta er þess vegna mjög spennandi fyrir okkur ef þetta gengur allt eft- ir,“ segir Ólafur. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.