Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2004, Page 27

Skessuhorn - 08.12.2004, Page 27
ú&i.ssunu>.. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 27 KKÍ hefur staðfest fyrri úr- skurð sinn þess efnis að Snæ- fell hafi farið yfir launaþak úr- valsdeildarinnar og hefur félag- inu verið gert að greiða sekt og fækka leikmönnum á launaskrá. Hið síðarnefnda hefur reyndar gerst af sjálfu sér þar sem hinn geysisterki Bandarfkjamaður, Pierre Green, hefur hætt af per- sónulegum ástæðum. „Þetta er endanleg afgreiðsla og við getum ekkert við því gert enda ekki meiningin að fara í eitthvert stríð,“ segir Gissur Tryggvason formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells. „Þetta setur vissulega mikið strik í reikninginn fyrir okkur og nú þegar búið að hafa töluverð áhrif á liðið. Við látum hinsvegar ekki buga okkur og við ætlum okkur sem fyrr að vera með í toppbaráttunni. Við höfum fengið Helga Reyni Guðmunds- son til baka og hann verður orð- inn löglegur 16. desember. Þar er á ferðinni mjög sterkur leik- maður og við megum heldur ekki gleyma því aó Bárður þjálf- ari hefur hæfileika til að ná mjög miklu út úr sínum leikmönnum og þessvegna erum við bæri- lega bjartsýnir þrátt fyrir þetta óvænta áfall.“ Aðspurður um hvort mögu- legt sé að fá erlendan leikmann í stað Pierre Green og þá ódýr- ari, segir Gissur að þeirri spurn- ingu hafi ekki verið svarað. „Það er fyrirtæki hér á svæðinu sem er að fá menn erlendis frá í vinnu. Einn úr þeim hópi spurð- ist fyrir um hvort hér væri körfu- boltalið sem hann gæti hugsan- lega æft og leikið með. Við gát- um ekki svarað því og höfðum samband við KSÍ. Núna bíðum við eftir svörum þaðan en ég óttast að maðurinn hafi hætt við af því það stóð á svörum. Ég tek það hinsvegar fram að við vitum ekkert um þennan leik- mann, hvort hann hefði verið liðsstyrkur fyrir okkur eða ekki. Það er ákveðin tortryggni í gangi út af þessum málum og vandinn er að við vitum ekki al- mennilega hvar við stöndum." Gissur segir það Ijóst að reglur um launaþak þurfi að endur- skoða fyrir næsta keppnistíma- bil ef menn á annað borð ætli sér að viðhalda útbreiðslu körfuboltans hér á landi. GE Tgin Ijónanna Skallagrímur ætti að eiga nokk- uð greiða leið í 8 liða úrsiit í bik- arkeppninni í körfuknattleik en Borgnesingarnir drógust gegn Ljónunum úr Njarðvík en liðið er skipað nokkrum gömlum kempum. Þar ætti Valur Ingi- mundarson þjálfari Skallagríms þvf að mæta mörgum af sínum gömlu félögum en hann lék með Njarðvík og þjálfaði l/ðið um langt skeið á síðustu öld. Leikur Skallagríms og Ljón- anna fer fram í Njarðvík næst- komandi sunnudag. GE Morgunakademía UKÍA Frá lokahófi Morgunakademíu UKIA. Með á myndinni eru Ólafur Jós- efsson yfirþjálfari og Hjálmur Dór Hjálmsson. Síðustu 8 vikur hefur verið starfandi svokölluð morgun- akademía hjá Unglinganefnd knattspyrnufélags ÍA. Hafa hressir krakkar á aldrinum 10 til 16 ára vaknað eldsnemma á morgnana tvisvar í viku til að mæta á knattspyrnuæfingar klukkan 06:30. Æfingunum stjórnuðu þeir Hjálmur Dór Hjálmsson, Alexander Högna- son og Þorsteinn Gíslason af mikilli röggsemi. Eftir æfing- arnar fengu krakkarnir morg- unmat frá Brauða- og köku- gerðinni og drykki frá Vífilfelli. Síðastliðinn mánudag var haldið lokahóf með pylsupartíi í boði SS og Coke og fengu krakkarnir boli frá Akademí- unni og Coke að gjöf. Að mati þeirra sem þátt tóku í átakinu höfðu allir bæði gagn og gam- an af þessum æfingum. MM Flottasta verðið! frá kr. 299.900,- Nokkrar staðreyndir um Panasonic plasmasjónvörp: Endingartími allt að ca 60.000klst (ca. 20 ir miðað rið 8 tima d dag) Pykktaðeins 9cm, þyngdca29kg. Hengistléttilegauppóvegg. Tölvuþjónustci Vestur/ands ehf Brúartorg 4 - 310 Borgames - Simi: 437-2260

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.