Skessuhorn - 12.01.2005, Qupperneq 15
utttaaunu,..
MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 2005
15
Kolbrún Ýr enn og aftur íþróttamaður Akraness
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir,
sundkona á Akranesi hlaut á
þrettándanum sæmdarheitið
Iþróttamaður Akraness árið
2004. Þetta er fjórða árið í röð
sem Kolbrún Ýr er kjörin og í
sjötta skiptið sem henni hlotn-
ast þessi heiður frá (þrótta-
bandalagi Akraness. Eftir
glæsilega frammistöðu á síð-
asta ári, m.a. meö þátttöku á
Ólympíuleikunum í Aþenu, er
hún vel að titlinum komin. Stór
hópur bæjarbúa fylgdist með
afhendingu viðurkenninga til
fremsta íþróttafólks Akraness
eftir að þrettándabrennu og
flugeldasýningu lauk á Jað-
arsbökkum.
í öðru sæti í valinu varð
Drífa Harðardóttir, badminton-
kona og í þriðja sæti Stefán
Þórðarson, knattspyrnumað-
ur.
MM
Hópurinn sem tilnefndur var af
félögum sínum. Kolbrún Ýr er
lengst til vinstri á myndinni.
Ljósm. Hilmar Sigvaldason.
Góður sigur a
Grindvíkingum
Snæfellingar komu vel und-
an jólunum ef svo má að orði
komast því þeir byrjuðu árið
af miklum krafti í fyrsta leik
þegar þeir fengu sjálfa Grind-
víkinga í heimsókn á þrett-
ándanum. Grindvíkingar hafa
að vísu ekki staðið undir
væntingum í vetur og lengi
hefur verið beðið eftir því að
þeir sýndu sitt rétta andlit.
Það gerðu þeir ekki gegn
Snæfelli á fimmtudag, í það
minnsta höfðu þeir ekki roð
við sterkum Hólmurum.
Tölurnar - Snæfell
Nr Nafn Mín HF STOSTIG
4 Hlynur E Bæringsson 32 13 4 14
5 Ingvaldur M Hafstein 24 4 2 9
8 Pálmi F Sigurgeirsso 27 4 6 13
10 Michael Ames 36 2 4 23
11 Sigurður Á Þorvaldss 37 7 5 20
13 Helgi R Guðmundsson 16 2 1 5
14 Calvin Clemmons 28 6 4 10
Skalla-
grímur
úr leik
Skallagrímsmenn féiiu úr leik í
8 liða úrslitum bikarkeppninnar
í körfuknattleik er þeir sóttu
Fjölnismenn heim á sunnudag.
Leikurinn var jafn og spenn-
andi allt til loka en Fjölnismenn
mörðu sigur 108 - 102 eftir að
Skallarnir höfðu átt góða spretti
en voru síðan mislagðar hend-
ur á krítískum augnablikum.
í liði Skallagríms var Clifton
Cook lang stigahæstur, skoraði
41 stig, Jovan Scravevski skor-
aði 29, Ragnar N Steinsson 9,
George Byrd og Pálmi Þ Sæv-
arsson 8 hvor, Hafþór Gunn-
arsson 4 og Ari Gunnarsson 3.
GE
Jafnræði var með liðunum
framan af en strax í öðrum
leikhluta sigu heimamenn
fram úr og höfðu góða forystu
í leikhléi 48 - 35. Þeir héldu
forskotinu og eftir þriðja leik-
hluta var staðan 67-51 en
lokatölur urðu 94 - 78 og var
sigur heimamanna aldrei í
hættu.
Ljóst er að Snæfellingar
hafa gert ágæt kaup þegar
þeir fengu Calvin Clemmons
og Michael Ames til liðsins í
stað þeirra Desmond Peoples
og Pierre Green.
Þeir léku báðir
vel á fimmudag-
inn og eiga ef-
laust töluvert
meira inni. Það
voru hinsvegar
hinir staðföstu
heimamenn þeir
Sigurður Þor-
valdsson og
Hlynur Bæringsson sem voru
bestu leikmenn vallarins eins
og svo oft áður í vetur.
GE
Eftirtaldir íþróttamenn voru tilnefndir til kjörs iþróttamanns
ársins af félögum sínum:
Fimleikamaður ársins: Marianne Sigurðardóttir
Hestaíþróttamaður ársins: Jakob Sigurðsson
íþróttamaður Þjóts: Lindberg Már Scott
Kylfingur ársins: Valdfs Þóra Jónsdóttir
Karatemaður ársins: Guðrún Birna Ásgeirsdóttir
Keilumaður ársins: Magnús Sigurjón Guðmundsson
Knattspyrnukona ársins: Magnea Guðlaugsdóttir
Knattspyrnumaður ársins: Stefán Þórðarson
Körfuknattleiksmaður ársins: Böðvar Sigurvin Björnsson
Skotmaður ársins: Kári Haraldsson
Sundmaður ársins: Kolbrún Ýr Krístjánsdóttir
Skallar
í fínum málum
Skallagrímur heldur áfram
ágætri stöðu í Intersportdeild-
inni í körfuknattleik en mark-
mið nýliðanna var að halda
sér í deildinni en þegar mótið
er ríflega hálfnað er Ijóst að
Borgnesingar eiga raunhæfan
möguleika á sæti
í úrslitakeppninni
í vor. Liðið hefur
sýnt feikna bar-
áttuanda í vetur
og leikir Skall-
anna oftar en
ekki verið jafnir
og spennandi allt
til enda.
Leikurinn gegn ______________
ÍR á fimmtudag í
Seljaskóla reyndi þó ekki eins
mikið á taugar stuðnings-
manna Skallagríms eins og
oft áður í vetur. Skallagrímur
vann sannfærandi sigur 89 -
69 eftir að heimamenn höfðu
reyndar haft yfirhöndina
megnið af fyrri hálfleiknum.
Síðari hálfleikurinn var hins-
vegar eign Borgnesinga og
ekki síst hins nýja leikmanns
George Byrd sem skoraði
grimmt í sínum fyrsta leik. GE
Tölurnar - Skallagrímur
Nr Nafn Mín HF STOSTIG
5 Clifton Cook 36 11 3 19
6 Ari Gunnarsson 16 3 1 8
7 Pálmi Þ Sævarsson 24 6 0 2
9 Hafþór 1 Gunnarsson 31 3 1 3
10 George Byrd 28 11 2 26
11 Jón Þ Jónasson 4 0 0 0
12 Ragnar N Steinsson 26 1 5 16
14 Jovan Zdravevski 35 6 1 15
U T StigStig
9 3 1079:943 18
9 3 1128:935 18
9 3 1076:984 18
8 4 1109:1078 16
Lýður frá
Ljóst er að hinn sterki leikmað-
ur Snæfells í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik, Lýður Vignis-
son, mun ekki leika meira með
á þessu tímabili. Þetta kemur
fram á heimasíðu Snæfells.
Lýður hefur verið að berjast við
þrálát meiðsli í langan tíma og
hafa læknar ráðlagt honum að
gangast undir uppskurð. Ljóst
er að þetta verður áfall fyrir
Snæfellinga sem stefna að því
að berjast um íslandsmeistara-
titilinn í vor. GE
Staöan í Intersport-
deildinni í
körfuknattleik
Félag L
1. Keflavík 12
2. UMFN 12
3. Snæfell 12
4. Fjölnir 12
5. Skallagr. 12 8 4 1037:979 16
6. ÍR 12 6 6 1089:1076 12
7. UMFG 12 6 61082:1093 12
8. KR 12 5 71025:1034 10
9. Hamar 12 5 7 1086:1150 10
10. Haukar 12 4 8 1023:1029 8
11. Tindast. 12 3 9 997:1145 6
12. KFÍ 12 012 989:1274 0
Sigurður
Ragnar á
Skagann
Sigurður
R a g n a r
Eyjólfsson,
framherji úr
KR, hefur
skrifað und-
ir eins árs
samning við
K n a t t -
spyrnufélag ÍA og tók samning-
urinn gildi um áramót. Sigurður
Ragnar er ekki ókunnugur íher-
búðum Skagamanna þar sem
hann spilaði með liðinu sumrin
1998 og 1999 en hann kom
þangað frá Vestfjörðum.
Undanfarin tvö sumur hefur
Sigurður Ragnar spilað með KR
og í sumar lék hann 11 deildar-
leiki og skoraði eitt mark. I fyrra-
sumar spilaði hann 15 leiki og
skorði í þeim 5 mörk.
GE
Hlynur, Siggi og Cook
Stórleikur í Borganesi
- mætum öll! -
Intersportdeildin í körfuknattleik
Næstkomandi laugardag
fer fram hinn árlegi stjörnu-
leikur Körfuknattleikssam-
bands íslands og verður hann
að þessu sinni í Valsheimilinu
í Reykjavík og hefst kl. 16.00.
í leiknum etja að vanda kappi
íslenskir leikmenn gegn þeim
erlendu sem leika hér á landi.
Það eru íþróttafréttamenn
sem velja byrjunarlið beggja
liða og fimm varamenn en
þeir Sigurður Ingimundarson,
þjálfari íslenska liðsins og Ein-
ar Árni Jóhannsson, þjálfari
þess erlenda, velja síðan tvo
til viðbótar í hvort lið.
Vestlendingar eiga tvo full-
trúa í íslenska liðinu, þá Hlyn
Bæringsson og Sigurð Þor-
valdsson úr Snæfelli og einn í
erlenda liðinu, Clifton Cook úr
Skallagrími. Þetta val kemur
svosem ekki á óvart því þess-
ir þrír hafa verið meðal þeirra
allra sterkustu í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik í vetur og
fleiri leikmenn úr Vesturlands-
liðunum ættu reyndar einnig
heima í þessum hópi. GE
Ska\W9'ín"jr
Fimmtudaginn 13. janúar
kl. 19:15 í í þróttamiðstööi nni
Borgarnesi
Komtm' og ftiftjuM' rfrófiam'
tft ofroMfuz/dandf ffguryöngu'