Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2005, Side 6

Skessuhorn - 22.03.2005, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2005 Fitur fundar á Akranesi Nefhd á vegum samgönguráðu- neyta Færeyja og Islands sem starfar undir heitinu FITUR, átti í liðinni viku fund á Akranesi þar sem fulltrúar beggja landanna hitt- ust. Helsta verkefna þessa hóps er að vinna að eflingu tengsla land- anna og er það gert með ýmsum hætti. Meðal annars er stuðlað að aukinni ferðamennsku milli land- anna og stuðningur er við ýmist menningarstarf. Má þar nefna stuðning við Færeyska daga í Olafsvík, ritgerðarsamkeppni og fleira. A þessum fundi var sam- þykkt að styðja sérstaklega Skák- samband Islands til að koma á fót landskeppni í skák í drengja- og stúlknaflokkum. MM yunuiuui Bœjarsljárinn á Akranesi bauð hópnum til hádegisverðar í Sajnaskálanum á G'&róum. Hér er hópurinn ásamt gestgjöfum aó skoða Iþróttasajh Islands. Lestrarhestar á Kleppj ámsreykj um Það er orðinn fastur hður í skóla- starfinu á Kleppjámsreykjum að bekkir skora hver á annan í lestrar- keppni. Fyrir skömmu skomðu 4. og 5. bekkur á 6. bekk og úr varð að allir bekkirnir kepptust við að lesa í 4 daga, ffá mánudagsmorgni til há- degis á fimmtudegi. Segja má að verðstríðsstemning hafi þá ríkt á skólasafninu, því slegist var um læsilegustu bækumar. Föstudaginn 18. mars vora úr- slitin kynnt af skólasafiiverðinum. Þannig fóra leikar að 6. bekkur sigraði, með samtals 13.353 lesnum blaðsíðum, eða að meðaltah 890 blaðsíður á hvern nemanda. 4. bekkur settist í annað sæti og las samtals 8.664 blaðsíður, eða 722 blaðsíður á mann. 5. bekkur las samtals 4.134 blaðsíður en það voru 689 blaðsíður á hvern nemanda. Sá nemandi sem las mest í hverjum bekk fékk tilnefhinguna „lestrar- hestur" og af því tílefni áritaða bók firá skólasafninu. Að þessu sinni fengu allir lestrarhestamir bókina Svört verða sólskin, sem Náms- gagnastofnun gefur út og fjallar um normænu goðafræðina frá ýmsum sjónarhomum. JE 6. hekkur var sigurvegari keppninnar. Lestrarhestamir Gunnhildur Bima Bjömsdóttir, Snœhjöm Þorri Amason og Axel Máni Gíslason. Enn berjast þeir um á hæl og hnakka, andstæðingar Guðrúnar Jónu í sveitarstjóm Dalabyggðar. Deilumar um störf G.J.G. í heilsu- gæslunni vom nú bara ein tilraunin til að koma henni í burtu, en svo fannst þar ekki sá grundvöllur til þess, er menn vonuðu. En það var þó alltént búið að hrekja hana úr vinnu í sveitarfélaginu og nú á að nota það sem yfirskin tíl að losna við hana úr sveitarstjórn. Þvílík herkænska. Hún er með lögheimili hér en er í námi í Reykjavík og þarf auk þess, af augljósum ástæðum að sækja vinnu út fyrir svæðið, því hún lifir ekki af lofrinu frekar en aðrir. Hún ekur alla leið úr bænum til að sækja hér fundi og geri aðrir betur. Nú hggur á að ljúka þessu áður en skóla lýkur hjá Guðrúnu Jónu og hún kemur aftur heim. En það er annar flötur á málinu. Hér eiga nú ansi margir lögheimili sem bæði búa og vinna annarsstað- ar, afskiptalaust, era ekki allir í námi. En hvernig verður það í næstu kosningum, má þá ekkert af þessu fólki kjósa? Ef G.J.G. hefur ekki kjörgengi nú, þá era tugir manna sem hafa það ekki heldur, og þyrfri, samkvæmt þessu að færa þeirra lögheimili líka, eða hvað? Þetta þykir nú varla góð byggða- stefiia og sjálfsagt óvíða rekin. Ef allt þetta mál væri ekki í heild sinni jafnsorglegt og það er, þá væri ekki annað hægt en að hlæja að svona bramboltí. Það er dapurlegt að sveitar- stjómin sjálf skuli eyða kröftum og tíma, í að flæma burtu fólk, sem hafa ekki sömu skoðun á málum og hún. Hvar er lýðræðið, mér er spum? Stuehjörg Bjartmarsdóttir Sveitarstjómarmaður í Dalabyggð Fyrstu vorboðarnir Það var heldur kuldalegt um að litast á Borgarfirðinum sl. miðvikudag þegar fyrstu vor- hoðamir renndu sér inn til lendingar skammtfrá hrúarsporðinum. Þessarfjórar álftir mætti kallafyrstu vorboðana og eru þœr vafalítið fegnar hlýindunum sem komu nokkrum dögum eftir heimkomu þeirra. Ljósm. Bjóm Theódórsson. PISTILL GÍSLA Boð og bönn „Reykingar mjög heilla rafta - rettuna færi ég skafta,“ segir í ódauðlegum söngtexta Stuðmanna og líkt og svo oft áður hitta þessir síkátu söngva- og gleðimenn fyrtommunaglann á höfuðið. Raftar hneigjast nefhilega mjög til reykinga og hafa í gegn- um tíðina lagt sitt af mörkum við tóbaksbrennslu sem er sjálfsagt að virða því eins og skáldið sagði: Þetta reykir sig ekki sjálft.“ Auðvitað hafa fleiri en raftar sett mark sitt á sögu tóbaksreykinga. Hinsvegar hagar því þannig til að tó- baksneysla er hvergi meiri en þar sem áfengi er haft um hönd. Frístundareykingamenn, margir hverjir, á- stunda t.d. eingöngu reykingar þegar þeir fá sér í glas og því eru barir, krár, öldurhús, félagsheimili og önn- ur gleðskaparmannvirki iðulega vettvangur reykinga. Nú kann það að vera að líða undir lok því umtals- verðar líkur eru á því að eigendum öldurhúsa hvers konar verði í framtíðinni bannað með öllu að gefa gestum sínum kost á að svæla vindla, vindlinga, píp- ur eða hverskonar reyktól eða gögn innan dyra á við- komandi veitingastöðum. Nú hef ég sjálfur stundað reykingar um langt ára- bil og tek skýrt ffam að ég er ekki sérlega stoltur af þessum sið sem ég hef tamið mér en hinsvegar vek ég athygli á ég er ekki að brjóta nein lög þar sem undan- tekningalaust er þetta ómengað innflutt tóbak sem ég læt mér um munn fara en ekki ræktað í gróður- húsum héraðsins. Því leiðist mér það nokkuð að vera ítrekað meðhöndlaður nánast eins og sakamaður ein- ungis út af þessum leiða ávana. Eg get að vísu sætt mig við að mega ekki reykja inni í kirkjum, sjúkra- húsum, íþróttahúsum og ýmsum öðrum stöðum. Þótt ég velti því fyrir mér hvort sé hættulegra heilsu reykingamanna, reykingarnar sjálfar eða það að þeir þurfi ítrekað að standa klofdjúpum snjó við sína iðju og uppskera fyrir vikið lungnabólgu sem ekki er endilega hægt að kenna tóbaksframleiðendum um. Það sem mér finnst þó skipta mestu máli í umræð- unni um bann við reykingum á veitingastöðum er sjálfiræði veitingahúsaegendanna. I þessu tdlfelli þar sem forræðishyggjan er allsráðandi þá er verið að svifta eigendur veitingahúsanna yfirráðum yfir þeirra eigum að hluta til. Spumingin er því sú hvaða skref verður tekið næst. Er ekki eðlilegt að banna líka neyslu kokkteilsósu á sömu veitingastöðum eða að banna kynlíf á hótelum vegna hættu á kynsjúkdómum. Mér finnst ekkert að því að banna reykingar á veit- ingastöðum svo ffemi að það sé vilji þeirra sem eiga eða reka staðina. Mér þykir í hæsta máta eðlilegt að þeir sem ekki vilja reyk í sínum húsum þeir banni sínum gestum að brúka tóbak innandyra. A sama hátt þykir mér sjálfsagt og rétt að þeir sem sjá ekki ástæðu til að amast við tóbaksröftum þeir leyfi þeim að svæla frá sér allt vit. Það væri þá hægt að skylda þá veitinga- menn sem leyfa reikingar að setja upp viðvörunar- skilti utan á húsið til að þeir sem vilja ekki anda að sér reykjarsvælunni fari ekki að álpast þangað inn í ógáti. Reykingar eru ekki heppileg heilsurækt. Það get ég vel fallist á. Hinsvegar hljóta reykingamenn að eiga heimtingu á vísi að mannréttindum. Gísli Einarsson, raftur.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.