Skessuhorn - 22.03.2005, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2005
SBeSSMJiWöfiKI
✓
Fyrsta menningartengda hótelið á Islandi opnar eftir gagngerar endurbætur í Reykholti:
Leggjum áherslu á norræna goðafræði,
bókmenntir og klassíska tónlist
segir Einar Valur Þorvarðarson hótelstjóri
1...;
Þema bótelsins, kirkjunnar og Snorrastofit er nú samþœtt meira en veriö hefur með þeirri sérstöðu sem hótelinu er skapað eftir breytingamar.
Aðspurður um bókanir á hótel-
inu næstu mánuðina segir Einar
Valur að útlitið sé mjög bjart. „Það
er vel bókað fyrir næsta sumar og
ég hef auk þess orðið var við mikla
eftirspurn bæði í vor og ekki síður
næsta haust, eða eftir að háönn
hins hefðbundna ferðatímabils lýk-
ur. Það eru margir hópar búnir að
boða komu sína hingað, m.a. gaml-
ir nemendahópar Héraðsskólans,
ráðstefnuhópar, ferðaskrifstofur og
ýmsir aðrir. Það verður reglulega
spennandi að fylgjast með því
hvernig þessir hópar taka í þær
breytingar sem orðnar eru hér,“
sagði Einar Valur.
*
Menntaður í Astralíu
Sjálfúr segist hann vera mennt-
aður í hótelfræðum ffá Cesar Ritz
hótelskólanum í Sidney í Ástralíu.
Eftir að hann lauk námi hefur
hann m.a. unnið við þjónsstörf en
síðastliðið ár var hann hótelstjóri
Fosshótelsins í Hallormsstaða-
Einar Valur Þorvarðarson, hótelstjóri í Reykholti.
Um þessar mundir er víða verið
að vinna við uppbyggingu hótela á
Vesturlandi, stækka sum, breyta öðr-
um og jafhvel er verið að byggja ný.
Þannig er víða unnið bæði að endur-
bótum og stækkun til að landshlut-
inn geti tekið á móti fleiri ferða-
mönnum til gistingar. Svo dæmi séu
tekin þá er unnið að gagngerum
breytingum á hótelinu í Olafsvík og
gistiheimilinu handan götunnar,
verið er að stækka Hótel Stykkis-
hólm og í byggingu er nýtt hótel í
landi Hamars í Borgarbyggð, en þar
verður fyrsta sérhæfða golfhótel
landsins risið í júní í sumar. Nýverið
lauk síðan umfangsmiklum breyt-
ingum á Hótel Reykhold í Borgar-
Úr veitingasal hótelsins eftir hreytingamar.
firði þar sem hluti herbergja var tek-
inn undir böð og aðra hreinlætisað-
stöðu, herbergjum fækkað en þeim
breytt til að uppfylla kröfur markað-
arins um betri aðbúnað. Utlit og að-
koma hótelsins hefur þarrnig breyst
til hins betra. Gert verðiu hlé á end-
urbótum hótelsins nú um páskana
og það vígt síðar í apríl við hátíðlega
athöfh. I tilefiú þessara breytinga
ræddi blaðamaður við Einar Val
Þorvarðarson, hótelstjóra Hótel
Reykholts.
Breytingar á
öllu húsnæðinu
Það er Fosshótelkeðjan sem rekur
Hótel Reykholt í dag en eignar-
haldsfélag í eigu aðila sem tengjast
Fosshótelunum á húsnæðið sem
starfsemin fer fram í. Heilsárshótel í
eigu annarra aðila hefur verið rekið í
Reykholti tmdanfarin 7 ár en Foss-
hótel eignaðist mannvirkin sem til-
heyrðu hótelhaldi í Reykholti á síð-
asta ári en um er að ræða fyrrum
heimavistarhúsnæði Héraðsskólans,
eldhús, matsal og íbúðarhúsnæði á
staðnum. Hótelinu var lokað í haust
meðan endurbæturnar fóru ffam.
„Við fækkuðum herbergjum en
stækkuðum þau að sama skapi um
helming og eru þau nú 24 fermetrar
með baði og öllum nútíma búnaði
og þægindum m.a. þráðlausu inter-
neti og tölvutengingum. Þá breytt-
um við fyrrum almenningssalemum
og setustofum á heimavistum í ein-
mermingsherbergi. Eftir breyting-
amar era 58 herbergi á hótelinu
með baði en þeim til viðbótar em 15
herbergi á elstu heimavistinni, Ut-
görðum, með sameiginlegri baðað-
stöðu. I matsal breyttum við einnig,
lokuðum m.a. sviði sem þar var og
breyttum í koníaksstofu. Þá skiptum
við um teppi á öllu húsinu og breytt-
um móttökunni,“ svaraði Einar Val-
ur aðspurður um hvað einkum fólst í
breytingunum.
Reyklaust hótel
Samhliða því að hótelið opnar á
ný verður það jafnframt með fyrstu
hótelum landsins sem verða algjör-
lega reyklaust. „Það heyrir nánast
til undantekninga að hótel séu
reyklaus hér á landi en við ákváð-
um að verða á undan væntanlegri
lagasemingu þar um, en gert er ráð
fyrir að reykingar verði alfarið
bannaðar á gistihúsum og á hótel-
um í nýjum reykingavarnarlögum.
Við viljum bæði venja fólk við
þessa breytingu og ekki síður vilj-
um við framkvæma breytinguna
núna til að forðast það að fá reyk-
ingalykt í húsið en það hefur bók-
staflega allt verið málað og hús-
gögn endurnýjuð."
Einar Valur segir að í haust séu
fyrirhugaðar frekari breytingar
m.a. í kjallara hússins þar sem ætl-
unin er að koma upp svokallaðri
Spa-aðstöðu og einnig er ætlunin
að byggja sólhús í portinu milli
húsa þar sem fólk getur slappað af,
komið í sloppimum, lesið góðar
bækur, lagt sig og haft það huggu-
legt. „Við ætlum að nýta á nýjan
leik gufuna frá Skrifluhver og
byggja gufubað í kjallaranum og
komið verður upp úrvalsaðstöðu
þar sem fólk getur notið lífsins og
byggt sig upp í huggulegu um-
hverfi.“
Afgerandi sérstaða
Samhliða því að hótelið opnar
nú eftir nefndar lagfæringar er
stefnan sú að mynda því afgerandi
sérstöðu meðal hótela. „Fosshótel-
ið í Reykholti verður að mínu viti
fyrsta menningartengda hótelið
hér á landi. Við munum keyra með
þríþætt þema og leggjum áherslu á
íslenskar bókmenntir, norræna
goðafræði og klassíska tónlist. T.d.
munum við ekki spila aðra tónlist
en klassíska á göngum og í sölum
hótelsins. Gangar, herbergi og
umhverfið allt mun verða mynd-
skreytt í þessa vem og segja sögu
sem tengist m.a. norrænni goða-
fræði. Við munum þannig sam-
þætta þema okkar við þema kirkj-
unnar sem tónlistarhúss og
Snorrastofú sem ætlað er að sinna
og stuðla að rannsóknum og kynn-
ingu á miðaldafræðum og sögu
Reykholts og Borgarfjarðar sér-
staklega. Við teljum mikilvægt að
hafa náið samstarf við þessa góðu
nágranna okkar og tengja þannig
þema Reykholtsstaðar einni heild.
Slíkt verður staðnum og starfsem-
inni allri ömgglega til framdrátt-
ar,“ segir Einar Valur.
Gott útlit með bókanir
Á hótelinu munu starfa 20
manns yfir sumartímann þegar
mest verður um að vera. „Á öðmm
tímum verður færra starfsfólk og
leggjum við áherslu á að heimafólk
sitji fyrir um vinnu, en hótelið er
hlutfallslega stór vinnuveitandi hér
á svæðinu. Við ætlum að verða
með opið fyrir hópa allt árið en
mánuðina apríl - október fyrir ein-
staklinga einnig. Við höfum ákveð-
ið að taka að okkur veisluhöld við
ýmis tækifæri, bæði tengt starfsemi
Snorrastofu og kirkjunnar, fyrir
aðila hér í héraðinu og hópa sem
koma lengra að.“
skógi. „Ég stefhi á að búa hér á
staðnum en unnusta mín, Jónína
Sigurðardóttir frá Gullberastöð-
um, vinnur hér einnig í hlutastarfi
en hún er að læra blikksmíði og
stefhir reyndar á gullsmíðanám að
því loknu. Hún hefur starfað við
hótelið áður og mun verða með
annan fótinn við þetta ásamt mér
og mörgu öðm góðu fólki.“ Einar
Valur segist hafa verið svo heppinn
að fá úrvalskokk til starfa á hótel-
inu. En það er Þráinn Júlíusson,
fyrmm yfirkokkur á Apótekinu.
„Þráinn mun vafalítið styrkja okk-
ur mjög en við munum leggja á-
herslu á úrvals matsteðil fyrir alla
gesti okkar. Ég er því virkilega
spermtur að finna viðbrögð gesta
þegar við fömm á fullt skrið í nýju
og endurbættu hóteli eftir pásk-
ana,“ sagði Einar Valur Þorvarðar-
son að lokum.
MM