Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2005, Qupperneq 9

Skessuhorn - 22.03.2005, Qupperneq 9
>&£39inuiu ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2005 9 Heiður Hallfreðsdóttir er Ungfrú Vesturland 2005 Síðastliðið laugardagskvöld fór Fegurðarsamkeppni Vesturlands fram í Bíóhöllinni á Akranesi. Komu þar saman tíu stúlkur víðs- vegar af Vesturlandi til að keppa um þann eftirsótta titil Ungfrú Vesturland 2005. Vel var mætt á keppnina og var ekki annað að sjá en að áhorfendur skemmtu sér vel. Undanfarnar vikur hafa stúlkumar staðið í stífum æfingum og sást ár- angurinn berlega á glæsilegum at- riðum stúlknanna á laugardags- kvöldið. Eins og 13 undanfarin ár var það Silja Allansdóttir sem bar hitann og þungann af undirbúningi keppninnar. Auk hennar sá Isólfur Haraldsson um framkvæmdastjórn, Ragnheiður Björnsdóttir sá um dansatriði, ásamt öðmm, og fjöl- margir fleiri komu að undirbúningi keppninnar á einn eða annan hátt. Umgjörðin var því með glæsileg- asta móti og kynnarnir, þeir félagar Simmi og Jói úr IDOL keppninni, gerðu sitt til að gera kvöldið eftir- minnilegt, t.d. sýndu þeir stúlkun- um mikla samstöðu þegar þeir komu bæði ffam á undirfötum og síðkjólum. Auk þess að þeir tveir sáu um grín á milli atriða sýndi danshópurinn Eldmóður dansa og hljómsveitin Vinir vors og blóma lék tvö lög. Þeir léku einnig á dans- leik á Breiðinni seinna um kvöldið. Dómnefndin í ár var skipuð þeim Arnari Laufdal, eiganda keppninn- ar um Ungfrú Island, Elínu Gests- dóttur framkvæmdastjóra Ungfrú Island, Huga Harðarsyni eiganda Ozone, Kolbrúnu Rós Baldursdótt- ur, Ungffú Island 1999 og Sigrúnu Bender sem lenti í öðru sæti í Ung- frú ísland 2004. Þrátt fyrir að allar stúlkurnar hafi verið stórglæsilegar var þetta eins og í öðrum keppnum þannig að aðeins ein stóð uppi sem sigurvegari. Titilinn hlaut að þessu sinni, 19 ára stúlka úr Hvalfjarðarstrandar- hreppi, Heiður Hallffeðsdóttir, en auk titilsins var hún útnefnd Oroblu stúlkan, Sportstúlkan og einnig sigraði hún netkosningu sem fór fram á vef keppninnar, ungvest.com. Annað sætið hlaut Hafdís Guðmundardóttir ffá Akra- nesi og þriðja sætið féll í hlut Haf- dísar Mjallar Lárusdóttur, einnig frá Akranesi. Ljósmyndafyrirsætan var valin Iris Gefnardóttir og vin- sælasta stúlkan var kosin Fanney Yr Gunnlaugsdóttir, en sú kosning fer fram meðal stúlknanna sjálfra. Tvær eða þrjár efstu stúlknanna verða fulltrúar landshlutans í keppninni um Ungfrú Island sem ffam fer í maí. ÞGB/ Ljósmyndir: Sveinn Kristjánsson. Kynnamir Simmi ogjói sýndu stúlkun- umfulla samtíö, héÝ koma þeirfram í sundfótum. Heiður Hallfreðsdóttir kemur hérfram í samkvæmiskjól. Þrjár efstufrá síðustu ári skörtuðu sínu fegursta en þœr krýndu síðan arftaka sína. Stúlkumar í einu dansatriðanna. Hér sýna tvær stúlknanna sundfót. Fermin oð kr. 27.900 OLYMPUS æöi!!! 4.0 milljón pixlar .-JJAÁRA-. OLYMPUS MJU-MINI (OLYMPUS') stafræn myndavél ábyrgð hjáormsson MODEL STIUHOIT 16-18 . SiMI 431 3333 sem gleðín Glæsilecjt handsiníóaó skart til fevminganjjafa eftir Dijrfinnu og Finn DÝRFINNA TORFADOTTIR FINNUR PÓRÐARSON gullsm. - skartgripah. Safnasvæðinu Görðum Akranesi Simi 464 3460 - 862 6060 DINO, , FOSSIL, og DIESEL SKARTGRIPIR - GJAFAVÖRUR c^uðmundur <Sf. (^iannah ÚRSMIÐUR Suðurgötu 65 - Akranesi - Sfmi 431 1458

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.