Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 27.04.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 2005 ^usaunukji Hér tekur Sigurðurfyrstu skóflustunguna og nýtur hann aðstoðar Emu og Báru Hjalta- dœtra við verkið. Fyrsta skóflustungan að Feflsendastækkun Fjöllmennt var á sumardaginn fyrsta á Dvalarheimilinu Fellsenda þegar tekin var fyrsta skóflustung- an að nýju hjúkrunarheimili sem byggja á þar. Var það einn af heim- ilismönnunum; Sigurður Björns- son sem tók skóflustunguna og naut við það aðstoðar þeirra systra Ernu og Báru Hjaltadætra sem búa á lögbýlum á jörðinni Fells- enda og hafa verið starfsmenn þarna til fjölmargra ára. Gestum var boðið upp á kaffi og meðlæti, lifandi músik og settir voru upp hoppukastalar fyrir yngri kynslóð- ina. Einnig var Theódór S. Hall- dórsson með glærukynningu um fyrirhugaða byggingu. Nýbyggingin verður um 1500 m2 að stærð fyrir 28 heimilismenn en heilbrigðisráðuneytið hefur samþykkt að fjölga rýmum úr 17 í 28. Um er að ræða byggingu sem uppfylla mun ítrustu kröfur þ.e. öll herbergi verða einbýli og öll með sérbaðherbergi. Húsið er byggt upp sem fjögurra eininga og hver eining með sjö herbergjum. Eldra húsnæði verður nýtt sem stoðrými, t.d. skrifstofur, lang- tímageymslur, sjúkraþjálfun og starfsmannaaðstaða. Með nýju húsi og stækkun heimilisins fjölgar störfum og er því um mikla lyfti- stöng að ræða fyrir atvinnulíf í Dölum. SJök Gestir á tröppum Felbenda í veðurblíihmni. Aðaflundur Landvemdar Tryggvi Felixson framkvamdastjóri Landvemdar, Skúli Alexandersson fv. alþingismað- ur ogjfón Bjamasm alþingismaður, sem heimsótti fundinn. löf Guðný Valdemarsdóttir, fráfarandi formaður Landvemdar ásamt eftirmanni sínum, Bjórgólfl Thorsteinsson. Aðalfundur Landverndar var haldinn í hinum glæsilegu húsa- kynntnn Hótels Helhssands sl. laug- ardag. Að sögn Tryggva Felixsonar, framkvæmdastjóra Landvemdar er aðalfundurinn haldinn annaðhvert ár úti á landi og hitt árið í Reykjavík. Fundurinn hófst með því að Olöf Guðný Valdemarsdóttir formaður Landvemdar flutti opnunarávarp og gestir ávörpuðu þvínæst þingið. Þá vom fluttar skýrslur tun starfið og ársreikningur kynntur og fluttar til- lögur og ályktanir. Efdr hádegisverð flutti Guðrún Bergmann á Hellmnn erindi um umhverfismál á Snæfells- nesi og Green Glope verkefnið. Ró- bert A. Stefánsson flutti einnig er- indi sem hann nefindi Hverju hefur Náttúmstofa Vesturlands komið til leiðar? Efdr ffamsöguerindi hélt fundurinn áffam með umræðum og loks vom kosningar og afgreiðslur mála. Björgólfur Thorsteinsson ráðgjafi var kjörinn formaður Landvemdar. Olöf Guðný Valdimarsdóttir hættí þá formennsku efdr 4 ára starf. Meðal ályktana á þinginu má nefna að Landsvemd hvetur sveitar- félögin á Suðvesturlandi til að gæta að náttúmverndarsjónarmiðum í skipulagsmálum, því víða í útjaðri byggðanna séu merkar náttúruminj- ar. I ályktun sem samþykkt var á að- alfundinum segir að sýna verði gát við sldpulag og landnýtingu bæjarfé- laga í Landnámi Ingólfs; í aðliggj- andi hraumnn, á fjallasvæðum Esju, Hengli og Bláfjöllum sé að finna verðmætar náttúraminjar. Þær minjar vill Landvernd að verði skráðar og flokkaðar og komið verði á samstarfi við bæjarfélög, náttúm- fræðistofur og Umhverfisstofnun um verkefnið. Gestir aðalfundarins fóm í heim- sókn í gestastofu Þjóðgarðsins á Snæfellsnesi og kynnti Margrét Valdemarsdóttir landvörður starf- semi hans. Fundinum lauk svo með súpu á Görðum í Staðarsveit. Ftmd- inn sóttu um 35 manns og tókst hann vel í alla staði, að sögn Tryggva Felixsonar framkvæmdastjóra Land- vemdar. PSJ Parhúsa- flöld Framkvæmdir era að hefjast við fyrsta parhúsið af átta sem byggingaverktakinn EKS úr Reykjavík hyggst reisa í Snæ- fellsbæ. Fyrsta húsið rís á Rifi en þar er ætlun að byggja tvö önnur, þrjú í Ólafsvík og tvö á Hellissandi. GE Byrjað var að grafa fyrir grunni par- húss á Rifi í vikunni en sjö önnur eiga að rísa á vegum EKS í Snæfcllsbæ á næstunni. PISTILL GÍSLA Ofbeldisverkir Mér lærðist það sem ungabarni í vöggu að ráðast aldrei á minnimáttar. Að sjálfsögðu virti ég það með einni undantekningu sem var litli bróðir minn enda lá hann afar vel við höggi lengi framan af. Síðan gerðist það, þvert á mínar væntingar, að hann stækkaði og varð fljódega fljótari að hlaupa heldur en ég þannig að sú ánægja var þar með tekin af mér. Eg lærði það líka sem ungur og fallegur drengur að ráðast aldrei á meirimáttar. Það lærði ég af biturri reynslu á dansleik á Dalvík. Þar var ég og einnig ríflega tveggja metra og um það bil tvöhundruð og níutíu punda sjómaður ffá Hrísey, trúlega af Galloway kyni. Af einhverjum ástæðum, sem í dag eru gleymdar, þótti mér þessi maður verðskulda vel valið rothögg sem ég og greiddi honum með snöggri hægrihandarsveiflu. Vandamálið var hinsvegar það að rothöggið hafði miklu minni áhrif á viðtakandann heldur en greiðand- ann því Hríseyingurinn haggaðist ekki nema í mesta lagi tvo tdl þrjá millimetra en ég braut tvö til þrjú bein í lúkunni. Þetta kenndi mér það að ofbeldi er ekki nærri eins skemmtilegt og það lítur út fyrir að vera. A þessum tíma var engu að síður litið á slagsmál sem ágætis afþreyingu og í flestum tilfellum höfðu þau ekki mikil efdrmál og skildu í mesta lagi effir sig eitt og eitt glóðurauga og kannski reyndar brotið nef þegar mikið lá við. I dag hélt ég hinsvegar að ffamboðið af afþreyingu væri orðið það mikið að ekki væri lengur eftirspurn efdr kjaftshöggum. Ekki svo að skilja að það sé ekki virðingarvert að halda í heiðri gömlum hefðum en á móti kemur að þessi þjóðaríþrótt að gefa hver öðrum á kjaftinn hefur þróast í þá undarlegu átt að nú skilst mér að það sé til siðs að slagsmál séu einhliða. Með öðrum orðum þá eru leikreglurnar þannig í dag að hópur manna gengur í skrokk á einum. Helst þarf þessi eini að vera sem minnstur og máttfarnastur. A mínum sokkabandsárum hefði þetta verið talið lítilmannlegt en þetta þykir víst fínt í dag þótt skemmtanagildið sem í þessu felst liggi ekki í augum uppi. Að vísu má geta þess að sum- ir iðkendurnir líta kannski ekki á þetta sem skemmtun því ofbeldi mim vera orðin nokkuð stór atvinnugrein hér á landi. Að sjálfsögðu er þetta grafalvarlegt mál en það sem þó er alvarlegast er að menn komast upp með ofbeld- isverk af grófasta tagi. Það þykir ekki lengur ffétt hér á landi þótt menn fari í flokkum og nánast limlesti meðbræður sína en á meðan hneykslumst við á stríði í öðrum löndum. Gtsli Einarsson, minnimáttar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.