Skessuhorn - 27.04.2005, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005
73?/////Ví//—».
Lýst eftir bók
Síðastliðið haust tók ég að mér
að skrifa sögu Hrossaræktarsam-
bands Vesturlands. Til þess að slík
söguritun verði sönn og trúverðug
er söfnun heimilda og gagna undir-
stöðuatriði. I þessu tdlviki hefur
söfhun gagna gengið mjög vel, að
undanskildu einu atriði. En það er
sjóðbók - dagbók ásamt rekstrar-
og efnahagsreikningum sambands-
ins ffá árunum 1964-1972, að báð-
um árum meðtöldum. Þetta er ekki
einungis bagalegt vegna ffásagnar
um fjárhag sambandsins heldur líka
og ekki síður vegna þess að þar er
að finna upplýsingar um stóðhesta-
eign sambandsins á þessum tíma,
kaupverð þeirra og söluverð. Það
er með ólíkindum að bók sem var
síðast í notkun árið 1972 skuU glöt-
uð. Hér er lýst efrir þessari reikn-
ingabók og allir sem einhverjar
upplýsingar geta gefið um hana
hafi samband við mig.
Ami Guðmundsson frá Beigalda
Borgarbraut 65a,
Borgamesi
S. 437 2244
Tvær
þjóðir
Við útskrift sl. sunnudag á
Mætti kvenna, rekstrarnámi fyr-
ir konur í atvinnurekstri á lands-
byggðinni, gagnrýndi Runólfur
Agústsson rektor Viðskiptahá-
skólans á Bifföst harðlega þær
hugmyndir að safria helstu há-
skólum og rannsóknarstofriun-
um landsins á einn stað í mið-
borg Reykjavíkur. Runólfur
sagði slíkar hugmyndir í besta
falli úreltar og í versta falli til
þess fallnar að skipta þjóðinni í
tvær þjóðir: Þróað þekkingar-
samfélag á höfuðborgarsvæðinu
og vanþróað frumframleiðslu-
samfélag á landsbyggðinni.
Runólfrir spurði hvort þetta væri
vilji Islendinga. MM
Verðlækkun
a vatm
AKRANES: Verð á heitu vatni
lækkar um 1,5% þann 1. júní
nk. Meðalheimili borgar nú um
35.000 krónur á ári fyrir heitt
vatn. Tvær ástæður eru sagðar
fyrir verðlækkuninni. Annars
vegar hafi síðasta ár verið það
besta í sögu OR og stjórnin hafi
ákveðið að leyfa viðskiptavinum
að njóta þess. Hins vegar hafi
því verið lofað fyrir tveimur
árum þegar verð á heitu vatni
hækkaði vegna hlýinda að ef
kólnaði aftur yrði brugðist við
með sama hætti og heita vatnið
lækkað í verði. Þá ákvað stjórn
OR að verð á rafmagni yrði
óbreytt í ljósi aukinnar sölu.
-mm
Hagyrðingar á vorvöku
STYKKISHÓLMUR: Hin ár-
lega vorvaka félagsins Emblu í
Stykkishólmi verður haldin í fé-
lagsheimlinu í Stykkishólmi mið-
vikudagskvöldið 4. maí n.k. Að
þessu sinni verða það hagyrðing-
ar sem láta til sín taka á Vorvök-
unni. Meðal þeirra eru heima-
maðurinn Hreinn Þorkelsson,
Unnur Halldórsdóttir úr Borgar-
nesi og Helgi Björnsson á Snarta-
stöðum.
Se
Leiguíbúoir í Búðardal
DALIR: Fyrirtækið Esk ehf. sem
rekur leiguíbúðir víða á lands-
byggðinni hefur fengið úthlutað
þremur lóðum undir parhús við
Lækjarhvamm í Búðardal. Búið
er að auglýsa deiliskipulag vegna
þessara lóða. Samkvæmt upplýs-
ingum frá fýrirtækinu munu
framkvæmdir við byggingu þess-
ara húsa hefjast í maí. Um er að
ræða sex íbúðir í þremur parhús-
um. Stefnt er að því að fram-
kvæmdum við húsin verði lokið í
sumar. Þannig munu koma sex
nýjar leiguíbúðir á markaðinn í
haust.
-mm
Miðbajarreitur
Á fundi Bæjar-
stjórnar Akraness
þann 12. apríl sl. var
samþykkt með
fimm atkvæðum
gegn fjórum at-
kvæðum Sjálfstæðis-
manna enn ein
deiliskipulagsbreyt-
ingin fyrir Miðbæj-
arreitinn sem í dag-
legu tali Akurnes-
inga gengur tmdir
nafninu Skagavers-
túnið. Á framangreindum fundi
lögðum við bæjarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokks fram eftirfarandi bókun sem
okkur langar til að biðja Skessuhorn
að birta:
Við undirritaðir bæjarfulltrúar,
sjálfstæðisflokks, leggjum ffam eftir-
farandi bókun: „Nú er ffam komin
fram enn ein breytingartillagan af
skipulaginu á Miðbæjarreitnum.
Líkt og þegar síðasta breytingartil-
laga á tmdan þessari var til af-
greiðslu bæjarstjórnar, 11. maí
2004, þá erum við mótfallnir þessari
tillögu. Vísum við til bókana frilltrúa
flokksins í skipulags- og umhverfis-
nefrid, en jafriffamt má benda á að
hafa aðal umferðartengingu frá
svæðinu út á Stillholt er óheppileg
lausn, sem gengur ekki upp.“
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins á fundi Skipulags- og umhverfis-
nefridar 26. janúar 2005 fyrir aug-
lýsingu skipulagsbreytinganna:
„Fyrirhggjandi tillaga er breytmg á
samþykktu skipulagi ffá maí 2004.
Tillagan er að ýmsu leyti afturför ff á
gildandi skipulagi, en staðsetning
blokkanna nær hvor annarri er þó til
bóta. Helsti gallinn á tillögunni er
að fella niður torgið og láta bíla-
stæðabreiðuna eina vera eftir. Þá er
hætt við tengingu við núverandi
byggingu og í stað þess troðið bfla-
stæðahúsi milli fjölbýlishúsa og
verslunarbygginga, sem þrengir illa
að húsinu. Einnig er ástæða til að
benda á klúðurslega aksturstenging-
ar inn í bflastæðahúsið. Að öðru
leyti vísum við í bókun okkar 15.
desember 2003, þar sem megin-
skoðunum okkar er lýst og þær eiga
enn við“.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins á fundi Skipulags- og umhverfis-
nefridar 5. apnl 2005 eftir mótmæh
hagsmunaaðila: „Undirrituð taka
undir mótmæh við skipulaginu, sér-
staklega því sem snýr að þrengslum
að starfsemi sem fyrir er á svæðinu,
hæð bygginga og að ekki sé gert ráð
fyrir neinu torgi né útivistarsvæði á
reitnum. Því ítrekum við fyrri af-
stöðu og leggjumst gegn samþykkt
skipulagsins.“
Akranesi 12. apríl 2003,
Gunnar Sigurðsson
Sœmundur Víglundsson
Sœvar Haukdal
Þórður Þ Þórðarson
Það er töluverð tónlist í kettinum
l/ímnhhmið
Einn af þessum fögru
vormorgnum sem hafa
glatt okkur að undan-
förnu kom Georg á
Kjörseyri út á hlað og
heyrði í lóunni. Varð
það tilefrii eftirfarandi,
enda verða jafrivel
sauðfjárbændur bjart-
sýnir í svona tíð:
Vor er í nánd, ó vaknabu þjób,
veittu nú yinum í gebib,
hlustabu á öll þessi lyrisku Ijób
sem lóan ein getur kvebib.
Margt orti Stefán Jónsson fhéttamaður og
þar á meðal þessa vorstemningu sem mun
hugsuð í orðastað Jóns á Akri:
Þab klibar lœkur hjá klettinum
og kvakar lóa rétt hjá honum.
Þab er töluverb tónlist í kettinum
sé trobib á rófunni á honum.
Á Jörvagleði fyrir fáum dögum var Georg á
Kjörseyri beðinn að bera saman Jörvagleði
fyrr og nú og bætti síðan við svarið hvatning-
arorðum til viðstaddra Jörvagleðigesta:
Ekki vantar sumblib og sukkib
á sumum tollir engin spjör.
Þab er minna barnab, meira drukkib.
Mér finnst þetta afturför.
Menn keppast ab framleiba kjöt eba mjólk
og hvabeina sem er étib.
En sveitirnar vantar sárlega fólk.
Sýnib nú hvab þib getib.
Ekki þarf að efa að Dalamenn og konur
hafa brugðist við þessu ákalli vel og drengi-
lega eins og þeirra er von og vísa og væntan-
lega bæði kyn lagt sitt af mörkum. Einhvem-
tíma þegar rætt var um jafnrétti varð eftirfar-
andi vísa til en höfundurinn er mér ókunnur:
jafnréttib mun sigra senn,
samkvœmt dregnum línum.
Áríbandi eru menn
eiginkonum sínum.
Fari nú svo að þessi hvatningarorð beri
nokkum ávöxt verða væntanlega auknar ann-
ir á Heilsugæslustöðinni í Búðardal við
mæðraskoðun og fleira í þeim dúr. Þura í
Garði sat á læknabiðstofu og hugleiddi hvem-
ig sjúklingar skiptust milli lækna:
Okkur sem ab erum skar
Ólafur lœtur hjara.
En þcer eru allar óléttar
sem inn til Bjarna fara.
Off verður það svo þegar verkefriahstinn
lengist úr hófi að helsta ráðið verður að lengja
vinnudaginn aðeins og margsönnuð er sú lífs-
speki að ,JVIorgunstund gefrir gull í mund.“
Eitt skáldið orti þennan hvatningaróð til að
skerpa aðeins betur á þeim sannleika:
Öll þig flýja örlög grimm
og þér fylgir lukkan,
ef ab þú á fœtur fimm
ferb þegar er klukkan
Rósberg Snædal hefur án efa þekkt langan
vinnudag meira en af afspum einni:
Dofnar skinn og daprast trú,
dvín ab sinni bragur,
lœknir minn og líkn ert þú
langi vinnudagur.
Emil Petersen mun vera höfundur næstu
vísu og er frillvíst að hann vissi um hvað hann
var að tala:
Safnab hef ég aldrei aub,
unnib þreyttum mundum.
Drottinn hefur daglegt braub
dregib vib mig stundum.
Því miður man ég ekki með vissu hver er
höfundur næstu vísu en ég veit að ég á að vita
það og yrði feginn ef einhver gæti hresst upp
á minnið:
Vib erfibleika eg hef þreytt
oft meb skitnar hendur.
En skulda ekki neinum neitt
núna eins og stendur.
Það var hinsvegar sá margfrægi og ágæti
maður Þorgrímur Starri, í Garði í Mývatns-
sveit, sem gerði þessar hógværa kröfur til Kfs-
ins:
Bib ég gub um abeins eitt
eftir sólarlagib.
Ab útförina geti ég greitt
gegnum kaupfélagib.
Halldór Snæhólm kvað einhverntíman
þegar árin fóra að færast yfir og honum fannst
minnið ekki eins og í gamla daga og alla vega
get ég sjálfur tekið fylhlega undir þessi orð:
Þótt ég lœri þetta og hitt
þrátt hjá góbum vinum.
Þá er orbib minnib mitt
mest í blýantinum.
Einhvemtíma hittust þeir á fömum vegi
Bjöm S. Blöndal sem lengi var vinnumaður í
Grímstungu og Ath á Syðra Hóli og eins og
nærri má geta varð umræðuefriið fljótlega vís-
ur. Ath fór þá með vísu og Bjöm segir „Hún
er góð þessi, eftir hvern er hún?“. Atli svaraði:
„Hún er eftir þig“. Björn segir þá:
Vísa þessi var mérgleymd,
- visku er þrotinn kraftur-
af þvíhún var hjá góbum geymd
gat hún hitt mig aftur.
Þannig getur nú ellin farið með menn og
þarf kannske ekki alltaf elli til en þeir sem
famir era að reskjast njóta þess gjaman að láta
í það skína að þeir hafi nú einhvemtíman ver-
ið heldur skárri en dagsformið gefur í skyn.
Einhver ágætur og ónefridur maður kvað um
sitt heilsufarslega ástand:
Alltaf verb ég afar feginn
eftir hverja hrybju,
ýmist slœmur öbrum megin,
eba þá í mibju.
Var það ekki hinn vísi Sírak sem sagði
„Þrasgjöm kona er eins og sífehdur þakleki?"
Einhvertíman kom til orða að nota þetta slag-
orð í auglýsingu firá Vímeti og orti þá Páll
Guðbjartsson:
Þab er langt síban þetta var skráb
og þessi reynsla var fengin.
Vib þakleka kunnum vib þúsund ráb
en þrasgjarnri konu engin.
í síðasta þætti birti ég vísuna „Það er svalt,
ég býst við byl“ og var að halda að hún væri
eftir Jón póst í Galtarholti. Vísnafróður
kunningi minn sem ég átti tal við fyrir stuttu
taldi Kklegra að hún væri eftir Finnboga
Kristófersson en við vorum sammála um það
að heimild um þetta væri til á prenti, við
mundum bara ekki hvar og væri vel þegið ef
einhver gæti hresst upp á okkur með það.
Með þ ökkfyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 433 1367 og 849 2713
dd@hvippinn.is