Skessuhorn - 27.04.2005, Qupperneq 15
...MMim.; |.
MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 2005
15
Valin í
landsliðið
íbridds
Nýverið var ungur Borgfirðingur,
Sigríður Hrefna Jónsdóttir í Björk í
Reykholtsdal valin í landslið yngri
spilara í bridds. Hún er jafnframt
langyngsti spilarinn í liðinu, en hún
verður 16 ára í maí. Meðal verk-
efna Hrefnu og félaga hennar í
landsliðinu er Norðurlandameist-
aramót sem fram fer í júlí. Hrefna
byrjaði að spila 11 ára gömul og
sótti þá m.a. námskeið sem
Briddsfélag Borgarfjarðar stóð fyr-
ir þar sem Þorsteinn Pétursson
kennari leiðbeindi hópi áhuga-
samra spilara. Flestirþeir sem þátt
tóku í námskeiðinu hafa haldið
spilamennskunni áfram. MM
Víkingar í
þríðja
Víkingur Ólafsvík hafnaði í þriðja
sæti í sínum riðli í B keppni deild-
arbikarsins í knattspyrnu eftir stórt
tap gegn Leikni ísíðustu viku, 1- 5.
Mark Víkinga skoraði þjálfarinn
Ejub Purisevic. GE
Skaga-
menn í
fyrsta
Skagamenn náðu fyrsta sæti í sin-
um riðli í deildarbikarkeppninni í
knattspyrnu og mæta Keflvíking-
um í átta liða úrslitum. ÍA vann
Fylki í síðasta leiknum í riðla-
keppninni á fimmtudag 2 -1. Mörk
ÍA skoruðu Dean Martin og Kári
Steinn Reynisson. GE
Vestur-
landsliðin
byrja
heima
Nú styttist í að íslandsmótið í
knattspyrnu hefjist en flautað verð-
ur til leiks í Úrvalsdeild og 1. deild
þann 16. maí nk. Vestlendingar
eiga sem kunnugt er sinn hvorn
fulltrúann í hvorri deild að þessu
sinni, ÍA í þeirri efstu og Víking í
Ólafsvík sem vann sér sæti meðal
þeirra næstbestu á síðasta ári.
Bæði þessi lið eiga heimaleik í
fyrstu umferðinni, Skagamenn fá
nýliða Þróttar í heimsókn og Vík-
ingur fær HK úr Kópavogi vestur.
Víkingar eiga líka heimaleik í 2.
umferðinni, fá þá Siglfirðnga í
heimsókn en í fyrsta útileiknum
sem verður 28. maí mæta þeir
nöfnum sínum úr Reykjavík.
GE
IgortilÍA?
Undanfarna daga hafa þrír
júgóslavneskir knattspyrnumenn
verið til reynslu hjá ÍA en þeir
komu hingað til lands á vegum
Michaelo Bibersic sem lék með
Skagamönnum fyrir fáum árum.
Að sögn Ólafs Þórðarsonar þjálf-
ara ÍA kemur til greina að samið
verði við einn þessara leikmanna,
Igor að nafni. „Við höfum áhuga á
að skoða það en síðan á eftir að
koma í Ijós hvort um semst um
verð,“ segir Ólafur.
Igor er23ja ára gamall miðjumað-
ur og hefur leikið í efstu deild í
Júgóslavíu. Þótt Igor semji við
Skagamenn eru þeir enn á höttun-
um eftir leikmönnum en ætlunin er
að ná í sprækan sóknarmann áður
en mótið hefst, að sögn Ólafs.
GE
Borgarfjarðarmótinu
lokið
Nýlega lauk hinu árlega Borg-
arfjarðarmóti í bridds, þar sem
spilarar af Akranesi, Borgarnesi
og Borgarfirði öttu kappi í þriggja
kvölda tvímenningi. Spilað var
einu sinni á Akranesi og tvisvar í
Logalandi með þátttöku 30 para.
Mótið var hörku spennandi og
réðust úrslit ekki fyrr en í loka-
viðureign efstu para. Þeir Sigurð-
ur Tómasson og Hallgrímur
Rögnvaldsson leiddu mótið
fyrstu 28 umferðirnar en töpuðu
að lokum stórt fyrir Karli Alfreðs-
syni og Bjarna Guðmundssyni af
Akranesi og nægði árangurinn
þeim síðartöldu til sigurs á mót-
inu. í þriðja sæti voru þeir félagar
Sveinbjörn og Lárus úr Borgar-
firði, í fjórða sæti Þorvaldur og
Guðjón af Akranesi og Borgnes-
ingarnir Anna og Jón urðu í því
fimmta. Þess má geta að mótið
er meðal fjölmennustu bridds-
móta sem haldin eru utan höfuð-
borgarsvæðisins enda briddslíf
með blómlegra móti á svæðinu.
Sem fyrr var aldursmunur kepp-
enda mikill, eða a.m.k 6 áratugir,
en yngstu keppendumir voru 12
ára og stóðu sig með prýði.
MM
Hilmar og Sigurjón
þjálfa Skallagrím
Loks hefur verið gengið frá þjálf-
aramálum meistaraflokks Knatt-
spyrnudeildar Skallagríms fyrir
komandi keppnistímabil. Gengið
hefur verið frá samningum við tvo
af leikmönnum liðsins um að taka
starfið að sér, þá Hilmar Hákonar-
son í Borgarnesi og Sigurjón
Jónsson á Akranesi. Þeir koma
einnig báðir til með að leika áfram
með liðinu.
Hilmar sagði í samtali við
Skessuhorn að tíminn sé vissu-
lega naumur en flestir leikmenn
hafi haldið sér ágætlega í þjálfun í
vetur. Hann segir að menn stefni
að eins góðum árangri og hægt er
miðað við stuttan undirbúnings-
tíma. Ekki sé þó gerð krafa um að
fara upp um deild í ár en sem
kunnugt er leikur Skallagrímur í 3.
deildinni.
„Við lítum á þetta tímabil sem á-
kveðið uppbyggingartímabil.
Meiningin er að reyna að koma
heimamönnum almennilega af
stað aftur með því að virkja ungu
strákana. Kjarninn verður heima-
menn en við fáum aðstoð frá
Skaganum eins og undanfarin ár.“
Ríflega tuttugu manna hópur
æfir nú með meistaraflokki og í
þeim hópi er m.a. Hafþór Gunn-
arsson sem er betur þekktur sem
körfuknattleiksmaður en hann var
fastamaður í liði Skallagríms á
þeim vettvangi í vetur. Pétur Sig-
urðsson sem lék körfuknattleik
með ísfirðingum í vetur verður í
markinu og Guðmundur Ebeneser
Guðjónsson sem lék með Sköllun-
um um nokkurt skeið er kominn
aftur.
GE
Sigurður Þorvaldsson
ieikmaður ársins
Á lokahófi Körfuknattleikssam-
bands íslands um síðustu helgi
var Sigurður Þorvaldsson leik-
maður Snæfells valinn besti leik-
maður Intersport deildarinnar á
nýafstöðnu keppnistímabili.
Sigurður hefur leikið geysivel
með Snæfelli á keppnistímabilinu
og á mikinn þátt í velgengi liðsins
síðustu tvo vetur. Það er því ekki
að efa að hann er vel að titlinum
kominn.
Sigurður var einnig í liði ársins
ásamt félaga sínum úr Snæfelli,
Hlyni Bæringssyni. Þá fékk Geor-
ge Byrd úr Skallagrími verðlaun á
lokahófinu fyrir flest fráköst í leik
eða 16,2 að meðaltali. GE
Vortilboð
Hótel Vík er lítið og notalegt
hótel miðsvæðis í Reykjavík.
Tveggja m. herbergi: 6.900
Þriggja m. herbergi: 8.900
Fjögurra m. herbergi: 11.900
Stúdíóíbúðir: 8.000
Morgunverður er inn\falinn.
Flugrútafyrir hvert áætlunarflug.
Hótel Vík
Síðumúla 19
Sími: 588 5588 - Fax: 588 5582
www.hotelvik.is - lobby@hotelvik.is
Starfsmenn óskast
Óskum eftir að ráða meiraprófsbílstjóra,
vélamenn og verkamenn.
Upplýsingar gefa Sigvaldi Arason
sími 892-1525 og
Viktor Sigurbjörnsson
sími 898-0703
Borgarverk ehf. Borgarnesi
ÞÚ EKUR Á OKKAR VEGUM
BorgarVerk
Sími 437 1134 & 892 1525
Hallveig fékk skeifuna
Hallveig Guðmundsdóttir nem-
andi á búfræðibraut Landbúnað-
arháskólans á Hvanneyri hlaut
Morgunblaðsskeifuna fyrir hæstu
lokaeinkunn í hrossarækt á árleg-
um Skeifudegi Hvanneyringa síð-
astliðinn laugardag. Skeifudag-
urinn fór fram á Mið-Fossum en
þar var við það tilefni vígður nýr
og glæsilegur hringvöllur.
Hallveg hlaut einnig ásetuverð-
laun FT fyrir bestu ásetu og
stjórnun meðal keppenda í
Skeifukeppninni og Bændasam-
takabikarinn sem veitt eru af
Bændasamtökum íslands og
Hestamannafélaginu Grana á
Hvanneyri.
Kristín María Birgisdóttir hlaut
Eiðfaxabikarinn fyrir hirðingu og
snyrtimennsku. í sjálfri Skeifu-
keppninni sigraði Hallveig Guð-
mundsdóttir. í öðru sæti varð Sig-
tryggur Veigar Herbertsson frá
Dalvík en Eyþór Dalmann Sig-
urðsson frá Sólheimum varð í
þriðja sæti.
Á Skeifudaginn stóð Grani fyrir
opnu töltmóti.
Úrslit þar urðu sem hér segir í
Skeifutölti:
1. Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Faxa á Mósart frá Leysingjastöð-
um.
2. Jakob Sigurðsson, Dreyra á
Von frá Eyri.
3. Helga Una Björnsdóttir, Þyt á
Orðu frá Gauksmýri.
4. Helgi Gissurarson, Faxa á
Hermanni frá Kúskerpi.
5. Haukur Bjarnason, Faxa á
Blika frá Skáney.
Eyþór Dalmann Sigurðsson
hlaut töltbikar Grana fyrir hæstu
einkunn í forkeppni í Skeifutölti af
félögum í Grana
Vorhátíð
Samkórs Mýramanna verður
í félagsheimilinu Lyngbrekku
föstudagskvöldið 29. apríl
og hefst kl. 21:00.
Hefðbundið form með söng, veitingum og hollri
hreyfingu. Gestakór að þessu sinni er
Álafosskórinn úr Mosfellsbæ. Komum og
skemmtum okkur saman.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Allir velkomnir!