Skessuhorn - 04.05.2005, Side 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 17. tbl. 8. árg. 4. maí 2005 - Kr. 300 í lausasölu
Tíundu bekk-
ingar í Fjölbraut
Nemendur tíundu bekkja í grunnskólunum í
Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmi
eiga kost á að hefja nám í Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga á næsta ári samhliða grunnskólanámi. Tíundu
bekkingunum stendur til boða valáfangar í kjarnaá-
föngum 1. árs námsefhis framhaldsskóla. Nái þau
tilskyldum árangri í annaprófum geta þau sparað sér
sem nemur hálfs árs námi í umræddum námsgrein-
um.
Nemendurnir geta stundað námið með því að
fara í FSN í Grundarfirði einu sinni í viku í 60 inín-
útna kennslustundir fagkennara ásamt því að stunda
heimanám og verkefnaskil.
Skilyrði skólanna fyrir þessu er að nemandi í 9.
bekk grunnskólanna vorið 2005 nái þeim námsár-
angri í vorprófum þessara námsgreina sem nemur
að lágmarki einkuninni 8,0 - 8,5 eða hærri og enn-
fremur að núverandi fagkennarar sömu greina í
grunnskólum mæh með nemanda til námsins.
GE
KBB skilaði 230
milljónum í hagnað
Aðalfundur Kaupfélags Borgafirðinga var hald-
inn í síðustu viku en þar kom ffam að 230 milljóna
króna hagnaður var af rekstri félagsins á síðasta ári.
KB er í dag fyrst og ffemst eignarhaldsfélag en
heildareignir félagsins eru 658 milljónir en þar af á
félagið 206 milljónir í fasteignum, svo sem Egils-
holt 2 þar sem Húsasmiðjan er til húsa og Egilsholt
2a og verslunarhús á Akranesi. Aðrar eignir eru
15% hlutur í Samkaupum, eignarhlutur í Borgar-
landi sem á Hymutorgshúsið og fleiri félögum.
Eigið fé Kaupfélags Borgfirðinga er 340 milljón-
ir og eiginfjárhlutfallið 51%. Guðsteinn Einarsson,
kaupfélagsstjóri segir stöðu félagsins vera í öllum
aðalatriðum góða og horfur ágætar. „Það eru mörg
járn í eldinum á þessu ári og Kaupfélagið gegnir
lykilhlutverki íuppbyggingu á ýmsum svíðum, kjöt-
iðnaði, byggingaffamkvæmdum og fleiru,“ segir
Guðsteiim.
Á aðalfundinum var stjórn Kaupfélags Borgfirð-
inga endurkjörin en stjórnarfomaður er sem fyrr
Sveinn Hallgrímsson. GE
Kálfur um
knattspymu
Með næsta tölublaði Skessuhorns fylgir sérblað
sem tileinkað verður knattspyrnuliðum á
Vesturlandi og mótum sumarsins. Auglýsenduin
er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega í síma
433-5500 eða með tölvupósti á iris@skessuhorn.is
Ætli mœtti ekki segja að þama hafi hann Carsten Kristinsson hara hafihom í síbu, eba hvab þab nú annars heitirþetta ágœta hljóbf<eri hans. Hér er Carsten í
hópi fleiri hljóbfceraleikara í Lúbrasveit Akraness á spretti nibur Kirkjubrautina á hátíbisdegi verkafólks 1. maí. „Einn réttur - ekkert svindl, “ var slagorb dags-
ins. Sjáfrétt um haráttumál verkafólks á bls. 4.
Akranes í þjóðbraut með
þverun Grunnafjarðar
Á borgarafundi um sam-
göngumál á vegum Markaðs-
ráðs Akraness í síðustu viku,
sagði Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra að eitt mikil-
vægasta framtíðarverkefni í
vegamálum á suðvesturhorn-
inu væri þverun Grunnafjarðar
og færsla þjóðvegar 1 vestur
fyrir Akrafjall. Sagði Sturla að
samhliða þverun Grunnafjarð-
ar lægi ljóst fyrir að vegurinn
undir Hafnarfjall yrði færður
nær ströndinni en það myndi
auka verulega umferðaröryggi
á þessum slóðum.
Sturla sagði að samkvæmt
skýrslu Vegagerðarinnar frá
árinu 2003 væri þverun
Grunnafjarðar ekki fysilegur
kostur út frá því sjónarmiði að
stytta hringveginn þar sem
hann myndi aðeins styttast
um einn kílómetra. Hinsvegar
hefði þessi framkvæmd mikil
áhrif á samgöngur milli Akra-
ness og Borgarness auk þess
sem þessi breyting yrði til
þess að Akraness fengi hring-
veginn að bæjardyrunum. „I
því sambandi er nauðsynlegt
að minna á hversu mikilvægt
það er fyrir þróun Akranes-
kaupstaðar og þá sérstaklega
þeirra er starfa að ferðaþjón-
ustu á svæðinu, að Akranes
komist í betri tengingu við
hringveginn,“ sagði Sturla.
Páll Brynjarsson bæjarstjóri
Borgarbyggðar og Gísli
Gíslason bæjarstjóri Akraness
tóku í sama streng á fundinum
og sögðu bættar samgöngur
milli Akraness og Borgarness
mikilvægar fyrir framþróun
svæðisins.
Samgönguráðherra tilkynnti
á fundinum að færsla hring-
vegarins að Akranesi og nýr
vegur yrði tekið til skoðunar
við endurskoðun 12 ára sam-
gönguáætlunar sem færi af stað
innan skamms.
Það var hinsvegar frekari
lækkun Hvalfjarðargangagjalds
og bygging Sundabrautar sem
voru fúndargestum efst í huga
á samgöngufundinum á Akra-
nesi. Samþykkti fúndurinn á-
lyktun þar sem því var beint til
samgönguráðherra og stjórnar
Spalar að leita leiða til að
lækka Hvalfjarðargangagjaldið
enn frekar, eða fella það út.
Samgönguráðherra dlkynnti
hinsvegar að ríkisstjómin hefði
ekki í hyggju að yfirtaka skuld-
ir Spalar tíl að fella gjaldið nið-
ur.
Sjá frekari umfjöllun um
fundinn á bls. 8
GE
afsláttur á kassa
Verð áður 1502 kr/kg
Tilboö 4. - 8. mai
afsláttur á kassa
Verð áður 874 kr/kg
Samkaup lityval
Hafnarfjörður • Njarðvík • ísafjörður • Akureyri • Dalvik • Siglufjörður • Ólafsfjörður • Húsavík • Egilsstaðir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós • Skagaströnd • Bolungarvík