Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2005, Qupperneq 2

Skessuhorn - 04.05.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 Nýr firam- kvæmda- stjóri UMSB Bragi Rúnar Axelsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgar- fjarðar. Bragi er viðskiptafræð- ingur frá Bifföst og stundar nú meistamám í viðskiptalögfræði við Viðskiptaháskólann. Sam- hliða námi hefur hann setið í stjóm Umf. Bifrastar ásamt því að þjálfa lið skólans í handbolta og verið yfirþjálfari yngri flokka. Hann hefur einnig gegnt formennsku skólafélags Viðskiptaháskólans og setið í háskólaráði skólans. Bragi hóf störf sl. mánudag. Skrifstofa sambandsins verður opin eftir hádegi mánudaga til fimmtudaga í sumar; til kl. 17.00 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga en til kl. 19.00 miðvikudaga. MM Til minnis Vi& minnum á tónleikaferö Sam- kórs Mýramanna á Snæfellsnes n.k. laugardag. Kórinn syngur kl. 14.00 í Ólafsvíkurkirkju og brennir að því loknu beint í Grundarfjörb þar sem sungib verbur í Grundarfjar&arkirkju klukkan 17. Samkór Mýramanna er sannkalla&ur gleðigjafi og endurspegla kórfélagar létta lund íbúa á Mýrum fyrr og sibar. Veðivrhorfyr Það blása norlægir vindar um Vesturland næstu daga. Því verð- ur kalt en þurrt og líkur á ab sól- in láti sjá sig. Hiti verður þetta á bilinu 1 til 10 stig a& deginum, hlýjast í skjóli! SpMrnin^ viktmnar í sfbustu viku spur&um við á Skessuhornsvefnum samvisku- spurníngar, sem hljóðaði svo: „Létir þú lögreglu vita ef þig grunaði að fíkníefni væru brúkuð þér nærri?" Flestir af þeim 215 sem þátt tóku, eða 77,2% svör- uðu því játandi og töldu víst að þeir myndu gera viðvart. 12,1% vissi það ekki en 10,7% töldu að þeir myndur sleppa því. Skessu- horn hvetur þessi 10,7% til a& endurskoða afstöðu sína, því fátt er mikilvægara en einmitt að gera allt sem í valdi okkar stend- ur til að eiga þátt í að uppræta neyslu og sölu fíkniefna. Bend- um sérstaklega á fíkniefnasíma lögreglunnar í því sambandi. í næstu viku spyrjum við: „Á ríkib ab yfirtaka skuldir Spalar vegna Hvalfjarbarganganna?" Svarabu skýrt og skorinort og án allra undanbragba á fréttavefn- um: www.skessuhorn.is Vestlendincjtyr vik^nnar Eru að þessu sinni félagskonur í Sambandi breiðfirskra kvenna sem láta ekkert tækifæri ónotað til að koma á framfæri ábending- um til vegamálayfirvalda um að ástand vegarins um Svínadal í Dölum sé óviðundandi. Þeir sem aka þennan veg fá sterklega á til- finninguna að hann hafi hrein- lega gleymst undanfarna ára- tugi/aldir þegar vegafé hefur verið útdeilt. Hitaveitan og sláturhúsið sameinað Sláturhúsií í Búðardal. Á aðalfundum Sláturhússins ehf. í Dalabyggð og Hitaveitu Dala- byggðar var samþykkt að sameina þessi tvö félög í eitt. Sameining hitaveitunnar og sláturhússins felur þó ekki í sér að Dalamenn ætli að fara að markaðssetja soðið kjöt því Hitaveita Dalabyggðar ehf. hefur sem kunnugt er selt eignir sínar til Rarik en eftír standa peningar og útistandandi kröfúr. I raun er því um að ræða að Hitaveita Dala- byggðar ehf. er lögð niður en fjár- mtmir félagsins lagðir í sláturhúsið. Dalabyggð á 73,33% hlut í Hita- veitu Dalabyggðar en Byggðastofn- un 26,67%. Þessir aðilar eiga einnig Sláturhúsið ehf. en auk þeirra er Hitaveita Dalabyggðar hluthafi. Eignarhlutur Hitaveit- unnar í Sláturhúsinu skiptíst þá á milli Dalabyggðar og Byggðastofn- tmar eftir sameininguna. Sláturhúsið ehf. er eignarhaldsfé- lag sláturhússins í Búðardal en und- anfarin ár hefur Dalalamb ehf. sem alfarið er í eigu Dalabyggðar séð um rekstur hússins. Ekki liggur hinsvegar fyrir hvort Dalalamb eða einhvar annar aðili mun sjá um reksturinn þegar slátrun hefst á ný í húsinu næsta haust. GE Byggt við niðursuðuverksmiðju Jóns Fyrirtækið Jón Þorsteinsson ehf. hefur fengið úthlutað iðnaðarlóð nr. 8 við Kalmansvelli á Akranesi. Fyrirtækið er 12 ára gamalt og hef- ur alla tíð sérhæft sig í niðursuðu á fisklifúr til útflutnings. Nú vinna þar 20 manns þegar mest lætur en fer niður í 15 starfsmenn á sumrin. Aðspurður segir Jón Þorsteinsson, ffamkvæmdastjóri að til standi að stækka framleiðslurými fyrirtækis- ins á næstu mánuðum. „Við ætlum að byggja við núverandi fram- leiðsluhús á Kalmansvöllum 6 en fáum viðbótarlóð úthlutað fýrst og ffemst til að tryggja okkur nægjan- legt athafnarými fyrir móttöku, gáma, kör og þ.h. sem fylgir ffam- leiðslunni.“ Helstu kaupendur framleiðsl- unnar eru Frakkar og Þjóðverjar og er fer lifrin þar beint til manneldis þar sem hún þykir herramannsmat- ur, t.d. sem viðbit með fiski. Jón segir nokkra ffamleiðsluaukningu hafa verið að tmdanfömu hjá fýrir- tækinu og brætt sé úr allri lifur sem hægt er að afla. „Helsta vandamálið í rekstrinum er í raun að fá nægjan- lega mikið hráefni tíl vinnslunnar. Þar horfi ég á að víða er verið að henda lifur á sama tíma og við greiðum allt að 50 krónur fýrir kílóið af góðri vöm. Talsvert vantar því upp á að menn nýti svona aug- ljós verðmæti og em jafúvel á sama tíma að kvarta yfir afkomunni," segir Jón Þorsteinsson að lokum. MM Guðlaugur ráðinn Sveitarstjóm Borgarfjarðarsveit- ar hefur ákveðið að ráða Guðlaug Oskarsson skólastjóra Kleppjárns- reykjaskóla í stöðu skólastjóra nýs grunnskóla í Borgarfjarðarsveit sem verður til við sameiningu Kleppjárnsreykjaskóla og Andakíls- skóla. Ráðningarsamningurinn er til eins árs, en að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar oddvita Borgarfjarðar- sveitar er ástæðan sú að um mikla breytingu er að ræða á skólamálum og því vilji menn fá sannfæringu fýrir því að þeir séu að breyta rétt áður en lengra sé haldið. Aðrir um- sækjendur um stöðuna vom Arni Þorsteinsson, kennari við Höfða- skóla á Skagaströnd, Hilmar Þór Hafsteinsson, kennari við Engja- skóla í Hveragerði og Jón Hilmars- son, skólastjóri grunnskólans á Bakkafirði. Þá hefúr skólanefnd Borgarfjarð- arsveitar ákveðið að ráða Þómnni Reykdal aðstoðarskólastjóra við Kleppjárnsreykjaskóla í sömu stöðu í hinum nýja skóla og Elísabetu Haraldsdótmr skólastjóra Anda- kílsskóla í starf deildarstjóra. Þá var Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir ráðin í afleysingar tíl eins árs sem aðstoðarskólastjóri fýrir Þómnni sem fer í ársleyfi. Aðrir umsækjendur um stöðu að- stoðarskólastjóra vom Ásgeir Hannes Aðalsteinsson, kennari á Isafirði og Ingibjörg Inga Guð- mundsdóttir, kennari á Tálknafirði. QuMaugur Óskarsson. Þá sótti Steinunn Fjóla Benedikts- dóttír kennari á Kleppjámsreykjum einnig um stöðu deildarstjóra. GE Breiðprskar konur álykta um ástand Svínadals Sambandið breiðfirskra kvenna hélt aðalfund sinn á Reykhólum þ. 27. apríl s.l. Sambandið er samtök fjögurra kvenfélaga í Dalasýslu og Austur - Barðastrandarsýslu. Það er jafnframt tengiliður kvenfélaganna við Kvenfélagasamband Islands. Auk þess fer það með orlof hús- mæðra á svæðinu og hefur staðið fýrir margvíslegum ferðum undan- farin ár. Aðalfundurinn á Reykhól- um var vel sóttur bæði af kvenfé- lagskonum og gestum. Auk aðal- fundarstarfa sagði Áslaug Gutt- ormsdóttir, skólastjóri Reykhóla- skóla frá þjóðsögum úr Reykhóla- hreppi sem hún hefur tekið saman í fróðlegu riti. Vora konur samm- mála um að nauðsynlegt væri að fleiri fengju að njóta þess og hvöttu hana til að gefa þetta út. Samband- ið hefur einnig á hverju vori gefið 10. bekkjar nemendum á starfs- svæðinu leiðbeiningaspjöld í heim- ilisfræðum, sem Leiðbeiningastöð heimilanna gefur út. Á fúndinum var samþykkt ályktun um vegamál á Svínadal, þar sem stjórnvöld em hvött til að nýr vegur með bundnu slidagi um Svínadal verði unninn í einum áfanga. Það er nú eini vegar- spottinn frá Reykhólum til Reykja- víkur sem ekki hefur enn fengið bundið slidag. I stjórn Sambands breiðfirskra kvenna em Jóna Valgerður Krist- jánsdóttír, formaður, Þrúður Krist- jánsdóttir, ritari og Guðrún Björns- dóttir, gjaldkeri. Stjórnin er jafin- framt orlofsnefnd húsmæðra á svæðinu. MM Eldur í Þorvarði SH GRUNDARFJ ÖRÐUR: Sl. miðvikudag kom upp eldur í vélarrúmi á Þorvarði Lárassyni SH 129, sem er 230 lesta tog- skip gert út frá Grundarfirði. Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út og var komið niður að höfn nokkmm mínútum eftir útkaU. Þá hafði áhöfn skipsins náð að kæfa eldinn og því fór betur en á horfðist í fýrstu. Þar skiptu skjót og rétt viðbrögð skipverja miklu máli. Skemmd- ir urðu óverulegar og réri Þor- varður til fiskjar strax daginn eftir. -frf Skrifað undir við ísólf AKRANES: Skrifað hefúr ver- ið undir leigusamning á Bíó- höllinni á Akranesi til næstu fjögurra ára ffá 1. september að telja. Leigutakinn er ísólfur Haraldsson en hann hefur séð um rekstur hallarinnar fýrir hönd Akraneskaupstaðar und- anfarin ár. Á fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fýrir næsta ár er gert ráð fýrir 15 milljóna króna framlagi til endurbóta á lóð Bíóhallarinnar. Þá verður m.a. lagfærð stétt og tröppur og bílastæði malbikuð. -mm Fagna niður- stöðunni BORGARBYGGÐ. Á síðasta fundi bæjarráðs Borgarbyggðar var fjallað um nýafstaðnar kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarbyggð- ar, Borgarfjarðarsveitar, Kol- beinsstaðahrepps, Hvítársíðu- hrepps og Skorradalshrepps en sem kunnugt er var sameining samþykkt allsstaðar nema í Skorradal. Eftirfarandi bókun var sam- þykkt á fundinum: „Bæjarráð Borgarbyggðar fagnar niður- stöðu sameingarkosninga þann 23. apríl sl. þar sem íbúar í 4 af 5 sveitarfélögum samþykktu sameiningu. Ljóst er að niður- stöður úr endurtekinni at- kvæðagreiðsla í Skorradals- hreppi ráða úrslitum um hvort tillaga sameiningarnefndar verður samþykkt. Hver sem niðurstaða þeirra atkvæða- greiðslu verður, er óskandi að breið samstaða náist í samein- uðu sveitarfélagi og að íbúar þess taki höndum saman um uppbyggingu á sem flesmm sviðum.“ -ge Fuglafyrirlestur vel sóttur STYKKISHÓLMUR: Sl. mið- vikudag hélt Guðmundur A. Guðmundsson fýrirlestur á ráðhúsloftinu í Stykkishólmi á vegum NSV um farfugla. Þar fjallaði hann m.a. um hæfileika þeirra til rötunar. Margt at- hyglisvert kom fram í máli Guðmundar en meðal þess var að fuglar nota sólaráttavita, segulsvið jarðar, stjömur, lykt, hljóð o.fl. til að rata á milli vetrar- og sumardvalarstaða sinna. Sumir þeirra ferðast þús- undir kílómetra á tiltölulega skömmum tíma tvisvar á ári. Fyrirlesturinn var vel sóttur og sköpuðust áhugaverðar umræð- ur í kjölfarið.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.