Skessuhorn - 04.05.2005, Page 6
6
MIÐVTKUDAGUR 4. MAI 2005
PISTILL GÍSLA
Fyrsú, annar eða þriðji...
Fyrrverandi kollegi minn í héraðsblaðasnápastétt reit
eitt sinn í blað sitt að vorlagi: „Að þessu sinni bar sumar-
daginn fyrsta upp á fimmtudag.“ Hentu menn gaman að
þessu orðalagi enda fæstir vanir öðru en að sumardaginn
fyrsta bæri upp á fimmtudag. Sjálfsagt hef ég tekið þátt í
því á þeim tíma að hæðast að þessum skrifum, ekki af ill-
um hug þó, heldur fyrst og ffemst vegna eigin einfeldni.
Það var nefnilega ekki fyrr en fyrir fáum dögum sem ég
gerði mér grein fyrir því að umrædd orð voru ekki skrif-
uð í einhverri fljótfærni heldur var djúp hugsun á bak við
þessa setningu sem rann úr penna hins spakvitra blaða-
manns.
Hafa ber í huga að það eru meira en fimmtán ár síðan
fyrrnefndur blaðamaður skrifaði um sumardaginn fyrsta
en það er hinsvegar ekki fyrr en nú sem það liggur ljóst
fyrir að það er ekki sjálfgefið að sumardaginn fyrsta beri
upp á fimmtudag. Það er ekki einu sinni hægt að treysta
því fullkomlega að fimmtudag beri upp á fimmtudag ef út
í það er farið.
Alveg fram á þennan dag hafa menn talið sig geta treyst
almanaki Þjóðvinafélagsins jafhvel þótt allt annað í heimin-
um væri fallvalt.
Nú bar svo við fyrir fáum dögum að í blaði einu birtust
niðurstöðm- könnunar sem Gallup gerði sjálfur og sýndu
ffam á að meirihluti landsmanna vill að fyrsti maí verði ekki
endilega þann fyrsta maí heldur alveg eins annan, þriðja eða
fjórða sama mánaðar. Með öðrum orðum vilja sjötíu og tvö
prósent landsmanna að baráttudagur verkalýðsins verði hald-
inn hátíðlegur fyrsta mánudag í maí til þess að lengja sitt
helgarfrí. Svipuð umræða hefur verið um ýmsa aðra ágæta
ffídaga á borð við sumardaginn fyrsta einmitt, og þjóðhátíð-
ardaginn. Einnig hefur komið til greina að safna saman í
kippu slatta af frídögum og búa til hátíðarviku einhvemtím-
an á miðju ári sem yrði þá endanlega til þess að enginn vissi
hverju væri verið að fagna í hvert sinn.
Fram til þessa hefiir afmælisdaginn minn borið upp á þann
26. janúar ár hvert sem hefur svo sem ekki alltaf verið mjög
hentugt, ég skal viðurkenna það því það er mjög misjafint á
milli ára hvaða viku-
dagur verður fyrir val-
inu þann 26. janúar.
Það hefur nefnilega
tíðkast á mínu heimih á
þessum merkisdegi að
útbúa brauðtertu sem
er einmitt eitt af því fáa sem veitir mér einhverja gleði í lífinu.
Það er hinsvegar alls ekki viðeigandi að úða í sig brauðtertu á
mánudegi ef út í það er farið. Eg hef hinsvegar látið mig hafa
það og hugsa að ég geri það áffam ff ekar en að fara ffam á að
afmælisdagurinn minn verði síðasta sunnudag í janúar ffam-
vegis.
Eg hugsa líka til þess með hálfgerðum hryllingi að þurfa að
syngja Intematsjónalinn á öðrum stað í dagatalinu að ég tah
nú ekld um „hæ, hó, jibbí-jei, jibbía jei, það er kominn sautj-
ándi júní,“ tdl dæmis 28. ágúst!
Gísli Einarsson, sem að þessu sinni ber upp á miðvikudag.
Hagfræði hagsýnu
húsmóðurinnar að
leiðarljósi
Arsreikningur Borg-
arfjarðarsveitar fyrir árið
2004 var tekinn til síðari
umræðu í sveitarstjóm í
síðustu viku en sam-
kvæmt honum var hagn-
aður af rekstri sveitarfé-
lagsins á síðasta ári upp á
30 milljónir króna.
Hlýtur það að teljast
býsna góð afkoma í ekki
stærra sveitarfélagi en
þess má geta að árið
2002 var tap af rekstrin-
um upp á 3 milljónir
króna en árið 2003 var
reyndar hagnaður en hann nam þó
ekki meira en 42 þúsundum króna.
„Þetta er mjög ánægjuleg þróun
sem búin er að vera hér síðustu ár og
mjög gleðilegt að sjá þetta góða nið-
urstöðu síðasta ár,“ segir Linda
Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Borg-
arfjarðarsveitar. Hún segir enga eina
ástæðu fyrir þessari góðu útkomu,
heldur sé það fr ekar þannig að margt
smátt verði eitt stórt. „Við förum
mjög varlega í að áæda tekjur en á-
ædum gjöldin ffekar ríflega til að
mæta óvæntum uppákomum og síð-
an er þetta kannski hagfræði hag-
sýnu húsmóðurinnar sem ræður
ferðinni. Við reynum að eiga fyrir
hlutunum áður en þeir eru keyptír.
Við gerðum ráð fyrir um sjö milljón-
um í hagnað í fjárhagsáædun síðasta
árs en síðan reyndust skatttekjur um
8,5 mihjónum hærri en við gerðum
ráð fyrir og svo hefur verið að tínast
Linda Pálsdóttir sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar og
Vilborg Pétursdóttir, fjármálastjóri við skrifstofu
sveitarfélagsins í Reykholti.
til miUjón hér og þar sem einstakar
deildir hafa skilað í betri afkomu en
við áæduðum.“
Aðspurð segir Linda að þrátt fyrir
aðhald í rekstri sé það ekki markmið
að safna peningum heldur að íbú-
amir njótí þess sem þeir leggja sjálf-
ir til. „Hugsunin er ekki sú að safha
peningum, heldur að eiga peninginn
áður en farið er að eyða honum.
Núna getum við með góðri sam-
visku farið að verja meiri fjármunum
til góðra verka og meðal annars sam-
þykktí sveitarstjóm á síðasta fundi að
fara í viðhald á Kleppjámsreykja-
skóla og leikskólanum HnoðrabóU.
Það bætist við fjárfestingar upp á
rúmlega 100 milljónir sem við áæd-
uðum í fjárhagsáædtm þessa árs. Við
gerðum ekki ráð fyrir neinum lán-
tökum vegna þess og nú getum við
bætt ennfrekar við verkefnum án
þess að hækka skuldir,“ segir Linda.
Það þarf heilt þorp til að ala
upp eitt bam
Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþrótta-
sviðs Akraneskaupstaðar í spjalli um framtíð forvamamála á Akranesi
Um áramótin var staða
sviðsstjóra tómstunda- og
forvarnasviðs Akranes-
kaupstaðar lögð niður og í
kjölfarið fylgdu breytingar
á skipuriti bæjarins sem
samþykktar vom í bæjar-
stjóm fyrir skömmu. Meðal
þeirra breytinga sem áttu
sér stað var að tómstunda-
og forvamarmál heyra nú
undir sama svið og skóla-
og ffæðslumál. Fræðslu-,
tómstunda- og íþróttasvið
er heiti hins nýja sviðs og
sviðsstjóri er Helga Gunn-
arsdóttír.
Áhersla á að virkja
foreldra til samstarfs
Undanfarin ár hefur náðst góður
árangur í forvamarmálum á Akra-
nesi og margir hafa af því áhyggjur
að með skipulagsbreytingunum
verði dregið úr því vægi sem for-
vamir hafa haft. Helga segir að í
sjálfu sér sé ekki um neina stefhu-
breytingu að ræða af hálfú bæjar-
stjómar og áffam verður haldið með
þau verkefiú sem hafa verið að skila
góðum árangri. „Forvamir em á
hendi margra aðila. Skólastarf,
æskulýðsstarf, íþróttastarf og annað
tómstundastarf getur haft mikil áhrif
en þáttur foreldra myndi ég segja að
væri mikilvægastur, bæði heima og
heiman. Til dæmis hefur for-
Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri m.a. forvamamála á
Akranesi.
eldraröltið skilað tmdraverðum ár-
angri og ég á von á því að það verði
eflt á ný, enda tökum við mið af
þeirri stefirn sem Reykjavíkurborg
vinnur eftír og er að verða þekkt í al-
þjóðlegu samhengi, en sú stefha felst
einmitt í því að virkja foreldra til
samstarfs. Einnig em þættír í starfi
fjölskyldusviðs sem tengjast for-
vömum með beinum hætti og það
helst óbreytt. Máltæki sem segir að
það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt
bam lýsir kannski best þeirri hug-
myndaffæði sem Akraneskaupstaður
vinnur efdr í forvamamálum og hér
em að mörgu leyti kjöraðstæður til
að vinna í þessum anda því allir aðil-
ar sem málið varða em fusir til sam-
starfs. Nægir þar að nefha Fjöl-
brautaskólann, lögregluna og þá
starfsmenn bæjarins sem koma að
málefhum bama og unglinga."
Kveðj
umessa
S
1
Guðsþjónusta verður í Staðar-
hólskirkju í Saurbæ í Dölum nk.
sunnudag klukkan tvö. Þar mun
séra Ingiberg J. Hannesson kveðja
söfiiuð sinn, en þann 1. júlí árið
1960, eða fyrir um 45 árum síðan
tók hann við brauðinu. Þá þjónaði
Sr Ingiberg Skarðs-, Staðarhóls- og
Dagverðamessóknum, en árið 1966
tók hann einnig við Staðarfells- og
Hvammssóknum.
Sóknanefndir prestakallsins
bjóða til veislu í Tjamarlundi að
messu lokinni og em þar allir vel-
komnir. GB
Sr. Ingiberg með síiasta fermingabami sínu henni Hrefnu Frigg Guðmundsdéttur jrá
Ym-Fagradal. Hún varfermd í Skarðsskirkju jyrir skömmu.
Unglingalýðræði
Annan mikilvægan þátt í forvöm-
um segir Helga vera svokallað ung-
fingalýðræði sem verið er að þróa.
Liður í því er stofhun unglingaráðs
sem í eiga sæti fulltrúar Fjölbrauta-
skólans, Grundaskóla, Brekkubæjar-
skóla, Amardals og Hvíta hússins.
Hlutverk unglingaráðs er að vera
tómstunda- og forvarnanefnd til
ráðtmeytis og einnig getur það haft
ffumkvæði að verkefhum og uppá-
komum. „Unglingamenning hvers
tíma mótast að verulegu leyti af
þeim fyrirmyndum sem unglinga-
hópurinn velur sér. Undanfarið hafa
þessar fyrirmyndir verið jákvæðar og
ég tel það mikilvægt verkefiú í for-
varnamálum að aðstoða og styrkja
þessa jákvæðu foringja svo þeir geti
orðið enn skýrari fyrirmyndir. Ég
vonast til dæmis til þess að þeir sem
veljast í unglingaráð hverju sinni
komi til með að fá tilsögn og aðstoð
við að efla þá hæfileika sem þarf til
að vera góður málsvari unglinga.
Með þessu viljum við virkja ungling-
ana til að taka ábyrgð og hafa áhrif á
þau mál sem snerta þá sjálfa."
Samstarfssanmingar
við íþrótta- og
æskulýðsfélög
Þrátt fyrir að engin stefiiubreyt-
ing hafi orðið í forvamamálum af
bæjarins hálfu segir Helga að vísast
verði öðruvísi að málum staðið nú
þegar verkefnin deilast á fleiri hend-
ur og nýir aðilar taka við þeim. Þó
hún eigi ekki von á því að það sem
allir voru sammála um að væri nauð-
synlegt og vel gert breytist að
nokkru marki. „Nú Hggur fyrir nýr
samstarfssamningur Akraneskaup-
staðar við IA sem kveður á um að í-
þróttahreyfingin taki að sér sum af
þeim verkefnum sem áður heyrðu
undir tómstunda- og forvamasvið.
Sem dæmi má nefna verkefnið
Göngum til heilbrigðis. Samningur-
inn kveður einnig á um verulega
aukningu fjárffamlaga til bama- og
unglingastarfs innan IA og annarra
æskulýðsfélaga næsm fjögur árin, en
auk samstarfssamningsins við IA
hefur bærinn gert samning við
Skátafélagið og Skagaleikflokkinn á
undanfömum árum.“
Samlegðaráhrif
í forvamarstarfi
„I viðskiptalífmu er vinsælt að tala
um samlegðaráhrif. Ég held að í for-
vamastarfi getum við einnig talað
um samlegðaráhrif af viðleitni for-
eldra, skóla og tómstundastarfs þar
sem alfir leggjast á eitt við að hlúa að
jákvæðri sjálfsmynd bama og ung-
linga. Það er líka stórt verkefiú að
efla jákvæða unglingamenningu þar
sem ungmennin sjálf hafa áhrif á
umhverfi sitt,“ segir Helga að lok-
um.
ALS