Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2005, Page 7

Skessuhorn - 04.05.2005, Page 7
^*JiS»uhÖi2F3 7 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 Heilbrigðisnefiid vítir Laugafisk Fyrirtækinu gert að draga um helming úr framleiðslu yfir sumarmánuðina Á fundi í heilbrigðisnefod Vest- urlands, sem fram fór í Grundar- firði fyrir skömmu var eftirfarandi tillaga samþykkt vegna starfsemi fiskþurrkunar Laugafisks hf. á Akranesi: „...Laugafiskur hf. minnki ffamleiðslu sína um 50% tímabilið 15. maí - 15. ágúst á árinu 2005 vegna lyktarmengunar, á meðan fyrirtækið er með aðgerðir í gangi til lausnar á því vandamáli sem óumdeilt er að sé til staðar í rekstri fyrirtækisins. Einnig sam- þykkir heilbrigðisnefod að óbreyttu verði starfsleyfi fyrirtækisins ekki endurnýjað á árinu 2007.“ Var framkvæmdastjóra HeV falið að koma ofangreindri samþykkt á framfæri við stjórnendur Lauga- fisks hf. og sjá til þess að haft verði sérstakt vikulegt eftdrlit með fyrir- tækinu á meðan ffamleiðsluskerð- ingu stendur og grípa til nauðsyn- legra aðgerða gerist þess þörf. Heilbrigðisnefhd lýsir því jafaffamt yfir að nefadin er reiðubúin til end- urskoðunar á samþykkt þessari, gefi breyttar aðstæður tilefai til þess.“ Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi á sæti í nefadinni. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að það væri merkilegt að fyrirtæki sem hafi svo mikilla hagsmuna að gæta með vinnslu sinni á Akranesi skuh ekki sinna ítrekuðum tilmælum Heilbrigðiseftirlitsins um að koma í veg fyrir þá lyktarmengun sem ffá verksmiðjunni komi. „Fyrirtækið virðir nánast að vettugi kröfar heil- brigðisnefadar um úrbætur sem því er gert að koma í framkvæmd. Þar með eru það að brjóta starfsleyfið en í því kemur ffam að starfsemin eigi að vera nánast án lyktarmeng- unar. Forráðamönnum Laugafisks hf. hafði verið boðið að senda fall- trúa á fand heilbrigðisnefndar í tvígang í vor, til að skýra mál fyrir- tækisins. Fyrirtækið taldi sér ekki fært að senda fulltrúa á fandinn vegna ferðar forráðamanna þess til Nígeríu eða koma nánari upplýs- ingum fyrir nefadina með skrifleg- um hætti,“ sagði Jón Pálmi. Hann segir að Laugafiskur hf. hafi samkvæmt gildandi starfsleyfi heimild til vinnslu og þurrkunar á allt að 170 tonnum af hráefai á viku. Gildistími starfsleyfisins var ffá 16. apríl 2003 til 16. apríl 2007. „Við upphaf starfsemi fyrirtækisins og í umsókn um starfsleyfi var m.a. gert ráð fyrir að lyktarmengun ffá fyrirtækinu yrði nánast engin og fyrirtækið rekið í góðri sátt við sitt nánasta umhverfi. Sú hefar hins- vegar ekki verið raunin.“ I tillögu sem stjórn HeV sam- þykkti segir einnig: „Allt frá upp- hafi starfsemi Laugafisks hf. hefar verið mikið kvartað yfir megnri lyktarmengun ffá fyrirtækinu. Á ár- inu 2003 voru skráðar af heilbrigð- isfúlltrúa a.m.k. 24 formlegar kvartanir, árið 2004 voru þær 68 og á árinu 2005 eru komnar 8 kvartan- ir, fyrir utan fjölda óformlegra kvartana og undirskriffalista sem bæjaryfirvöldum á Akranesi hefúr borist. Kvartanir eru mestar yfir sumarmánuðina og þegar vindur stendur yfir nálæga byggð. Heil- brigðisfalltrúar hafa haft samband við stjórnendur fyrirtækisins ítrek- að, bæði með formlegum og ó- formlegum hætti yfir sama tímabil varðandi kvartanir og lyktarmeng- un ffá fyrirtækinu, ásamt formleg- um afskiptum heilbrigðisnefadar- innar, m.a. þar sem fyrirtækinu er tilkynnt að fyrirhugað sé að minnka framleiðslu yfir heitustu mánuði ársins, þar sem ekki hefar tekist að vinna að lausn lyktarmengunar frá fyrirtækinu. Þrátt fyrir umkvartanir nágranna, viðræður og ábendingar heilbrigðisfalltrúa hefar fyrirtækið ekki getað fundið nægilega og/eða varanlega lausn á þeim vandamál- um sem til staðar eru í rekstri fyrir- tækisins og uppfylla þar með á- kvæði í gildandi starfsleyfi sínu hvað varðar lyktarmengun.“ Allir nefndarmenn utan einn fulltrúi, Sigrún Pálsdóttir, sam- þykktu að krefjast þess að fyrirtæk- ið dragi úr ffamleiðslu yfir sumar- mánuðina. Sigrún lét hinsvegar bóka: „Hér er um mjög íþyngjandi aðgerðir gagnvart fyrirtækinu og ég tel að það hafi ekki fengið nægileg- an ffest til að koma sjónarmiðum sínum á ffamfæri varðandi þessa ákvörðun.“ MM DALABYOOÐ Leikskólakennarar % Leikskólinn Vinabær Dalabyggð Við leikskólann Vinabæ í Dalabyggð eru lausar stöður leikskólakennara og deildarstjóra frá og með 8. ágúst n.k. Um er að ræða 100% störf en ráðning í hlutastörf gæti einnig komið til greina. Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Umsóknarfrestur er til 31. mai. Nánari upplýsingar veitir Berglind Vésteinsdóttir, leikskólastjóri í síma 4341311 & 434 1660 eða í tölvupósti: vinabaer@dalir.is Varmalandsskóli í Borgarfirði (^) Varmalandsskóli (^) - 50 ara - Laugardaginn 21. maí n.k. verða 50 ár liðin frá því að Varmalandsskóli í Borgarfirði var vígður. Af því tilefni er öllum núverandi og fyrrverandi nemendum, kennurum, skólastjórum og öðru starfsfólki sem hefur haft viðdvöl í skólanum boðið að koma og taka þátt í dagskrá og þiggja veitingar í tilefni dagsins. Dagskráin hefst kl 14 í félagsheimilinu Þinghamri. Vorsýning skðlans verður jafhframt þennan dag. Undirbúningsnefnd Sýslumaðurinn í Borgarnesi Lögfræðingur Við embætti sýslumannsins í Borgamesi er laus til umsóknar staða löglærðs fúlltrúa. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2005. Laun greiðast skv. kjarasamningi ríkisins og Stéttarfélags lögfræðinga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og æskilegt er að hann hafi búsetu í Borgamesi. Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættispróf í lögfræði eða sambærilegt próf er skilyrði. • Hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæði í vinnubrögðum er skilyrði. • Góð tölvukunnátta. Starfssvið: Starfíð felur í sér lögfræðileg viðfangsefni sýslumannsembætta og er þekking og reynsla á því sviði | æskileg. f Skriflegar umsóknir, ásamt ferilskrá og Ijósriti einkunna, s óskast sendur til sýslumannsins í Borgarnesi, Bjarnabraut 2, 310 BorgarnesL Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður, í síma 437 1209. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Auglýsingþessi getur gilt allt að 6 mánuðL Auglýsing Breyting á abalskipulagi Borgarbyggöar \ Borgarnesi og deiliskipulag viö Granastaöi 1 Borgarnesi Borgarbyggðar nr. 73/1997. meö tillögu að breytingum á aöalskipulagi mgr. 21. gr skipulags og byggingarlaga Breytingarnar taka til svæöis vestan megin við Sandvík að Snæfellsvegi. Breytingar eru eftirfarandi: 1. Svæði sem merkt er útivistarsvæði, opin svæði til sérstakra nota er að hluta til breytt í íbúðabyggð. 2. Svæði sem merkt er almennt útvistarsvæði (óbyggt svæði) er breytt í opið svæði til sérstakra nota þ.e Votlendisgarð og verslunar og þjónustusvæði. 3. Svæði fyrir iðnað verslun og þjónustu er að hluta tekið unair verslunar og þjónustusvæði og útivistarsvæði til sérstakra nota. 4. Svæði sem sýnt er á skipulagi frestað er skilgreint sem útivistarsvæði til sérstakra nota þ.e Votlendisgaröur og svæði fyrir fristundabyggð. mi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. auglýsist tillaga að cíeiliskipulagi við ofangreint skipulag. Um er að ræða 5 parhús B: Tillaga að deiliskipulagi við Granastaði í Borgarnesi. í samræmi við 25. hér með með 10 íbúðum. Ofangreindar tillögur verða til sýnis á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 10.05.2005 til 8.06.2005. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 22.06.2005 Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tiltekinn frest til athugasemda telst samþykkur henni. Borgarnesi 29. 04. 2005

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.