Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2005, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.05.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. MAI 2005 ^atísunu^i Ullarsel í óvissuferð Aðstandendur Ullarselsins á Hvanneyri héldu upp í óvissuferð um Suðurland á sumardaginn fyrsta. SkipuleggjendmTdr voru þær Krist- ín Gunnarsdóttir og Ingibjörg Jón- asdóttir. Lagt var snemma af stað frá Hvanneyri og ekkert látið uppi hvert skyldi haldið en ekið sem leið lá að Hveragerði með uppprisu og kaffistoppi í Hveradölum. Haldið var að Reykjum í Olfusi á opinn dag Garðyrkjuskólans. Þar var stoppað og skoðuð sýning nemenda sem byggð var upp með tilvísanir í kvík- myndina „Fjögur brúðkaup og jarð- arför.“ Áffam var haldið að Sól- heimum í Grímsnesi og Htið við á kaffihúsinu og verslunixmi Völu og skoðuð vinna heimamanna. Þá var ekið að Þingborg, vörurnar skoðað- ar, þegið kaffi og verslað lítilræði. Þegar búið var að kynna sér ffam- leiðslu á Suðurlandi var haldið á Stokkseyri í Fjöruborðið og snædd- ur ljúffengur kvöldverður að hætti hússins. ES Meðfylgjandi mynd er tekin þegar Friðjón Guðmundsstm var að valta komakur í Kata- nesi. Stóriðjusvieðið á Grundartanga er í baksýn. Ræktunarsamband kaupir flagvalta Búnaðarfélag Hvalfjarðar á og rekur félagið Ræktunarsamband Hvalfjarðar. Ræktunarsambandið hefur haft að meginverkefiú að eiga og gera út ýmis tæki til jarðræktar. Árið 1997 tók það þátt í stofhun hlutafélags um tæki til komræktar sem hlaut nafnið Búhöldur og á Ræktunarsambandið 20% hlut í Bú- höldi. Nýverið keypti Ræktunar- sambandið nýjan flagvalti sem alls hefur rúmlega 6 metra vinnslu- breidd. Miðað við þá aukningu sem er að verða í komrækt á svæðinu þótti rétt að athuga með kaup á slíku tæki. Almennur áhugi reyndist vera til staðar og fór valtinn í sína fyrstu útleigu á Bakka á Kjalamesi og lík- aði að sögn vel. Utlit er fyrir að sáð verði komi í um 200 ha. á félags- svæði búnaðarfélagsins í vor. MM Sumarhátíð á Hvanneyri Hvanneyringar kvöddu vetur og fögnuðu sumri síðasta vetrardag með mikilli grillveislu í gömlu fjárhúsunum á Hvanneyri. Það vom Skólafélag og starfsmannafélag Land- búnaðarháskólans sem stóðu fyrir hátíðarhöldun- um og var öllum Hvann- eyringum boðið til veisl- unnar. Utivistarklúbbur skólans sá um leiki fyrir börnin og Ingimar gleði- gjafi spilaði á harmonikk- GJf Brugðið á leik á sumarhátíðinni á Hvanneyri. Ljósm: Guðrún Bjamadóttir. Sveitarómantík og kleinubakstur „Sumarið verður sneisa- fullt af viðburðum á Safina- svæðinu að Görðum," segir Jón Allansson, forstöðu- maður Byggðasafnsins á Görðum í stuttu spjalli við Skesstihorn. Hann segir að í ár muni kenna ýmissa grasa og farið verði þriðja árið í röð af stað með svokallaða Viðburðaveislu. „Meðal þess sem boðið verður uppá hjá okkur er sjávardagur sem haldinn er í tilefni sjó- mannadagsins. Við endur- tökum Kleinumeistaramót Islands og skomm hér með á hresst steikingarfólk að fara að æfa sig fyrir keppnina. Seinnipart sumars verður m.a. markaðstorg, félagar í Fombílaklúbbnum koma í heimsókn og sveitaróman- tíkin verður í algleymingi í haust þegar störf til sveita verða kynnt.“ PK Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafns Akra- ness og nœrsveita. v \ ™ •i '4P Þetta verk ber titilinn Vinir og er samstarfsverkefni bamanna á Völlum. 160 lista- mcnn sýna í Kirkjuhvoli Á laugardaginn var opnaði all- sérstæð Hstsýning í Listasetrinu KirkjuhvoH þar sem 160 Hsta- menn af leikskólanum VallarseH sýna yfir 300 verk. Myndimar sem almenningi gefst nú kostur á að skoða era úrval úr starfi vetr- arins, en á VaUarseH er starffækt listsmiðja sem börn á öllum deildum vinna í til skiptis. Sýn- ingin stendur til 8. maí en þann 11. maí opnar ný sýning þar sem verk Hstamanna af TeigaseH og Garðaseli verða til sýnis. ALS Fyrst var gengið í hús með bauka og síðan á nýjan leik og safnað flöskum. Allt til hjálpar bamastarfi ABC. Krakkamir í 6. bekk í Grunn- skólanum í Búðardal gengu um þorpið í sl. viku með söfnunar- bauka til að safiia fyrir hjálparstarfi ABC. Þegar þau höfðu safnað fannst þeim ekki nóg komið og fóra annan hring um þorpið og söfnuðu flöskum sem þau seldu og lögðu í sjóðinn. AHs söfnuðu þau rúmlega 30.000 krónum. sem eiga örugglega efdr að koma í góðar þarfir. Til viðmiðunar benda krakkarnir á að skólaganga f einka- skóla, með mat og læknishjálp, kostar 1.950 krónur á mánuði fyrir bam í Uganda. Sjök Hugmyndaríkir krakkar Fótaliprir nemendur Áhorfendur fylltu sal Brekku- bæjarskóla þegar haldnar vora ár- legar danssýningar nemanda skól- ans þann 28. apríl sl. Jóhanna Árnadóttir, danskennari hefur greinilega náð að kveikja áhuga barnanna á dansinum því þau vora einbeitt og lögðu sig öll fram. Nemendur 1. til 6. bekkjadeilda sýndu affakstur vetrarkennltmnar með glæsibrag og er óhætt að segja að fjölbreytnin hafi verið í fyrir- rúmi, dansaðir vom barnadansar, gömlu dansarnir, diskódansar, línudans auk þess sem flutt vora atriði úr söngleiknum Greese og í lokin sýndu tvær stúlkur úr 9. bekk Freestyledans. j

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.