Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2005, Side 16

Skessuhorn - 04.05.2005, Side 16
Nútt og öflugt verkfæri til íbúðakaupa íbúðalán.is www.ibudaian.is PÓSTURINN Borgnesingur fyrsti Evrópumeistarinn? Borgnesingurinn Sigurbjörn Ingi Guðmundsson er á leið til Brasov í Rúmeníu í dag þar sem hann mun keppa á Evrópumeist- aramóti í fimess karla. Þetta er í fyrsta skipti sem Sigurbjöm keppir á erlendu móti en hann hefur tvisvar sinnum hampað Islands- meistaratitli í greininni og einu sinni orðið bikarmeistari. „Þetta er Evrópumeistaramót í bæði vaxtar- rækt og fitness karla,“ segir Sigur- björn. „Flokkurinn sem ég keppi í heitir formfimess eða „body fit- ness“. Þetta er nýr flokkur og því verður þetta í fyrsta skipti sem ein- hver hlýtur Evrópumeistaratitil í formfimess karla. Munurinn liggur í því að þar gildir eingöngu svo- kallaður samanburður. Ekki er keppt í hindranabraut, upptogi og dýfum eins og þekkist hér. Erlend- is þekkist það heldur ekki. Þar er yfirleitt keppt í þolfimilotu auk samanburðarins í stað þrautanna,“ segir Sigurbjörn. Vigtaðir á föstudags- kvöldi Mótið fer ffam um helgina en Sigurbjöms bíður langt ferðalag. „Við Kristján Samúelsson, sem einnig keppir á mótinu, leggjum af stað til Kaupmannahafnar á fimmtudagsmorgun. Þaðan liggur leiðin í gegnum Amsterdam og svo til Búkarest. Svo föram við til Brasov með lest.“ Þeir félagar þurfa að vera komnir til Brasov fyrir fösmdagskvöldið því þá verða þeir vigtaðir. „Núna era þyngdar- takmarkanir á móti sem þessu í fyrsta skipti,“ segir Sigurbjörn. „Meginreglan er sú að þyngd keppenda má vera því sem nemur hæð þeirra í sentimetrum mínus 100 kg. Svo era skekkjumörk upp á 4-6 kg sem era misjöfn efrir hæð. Eg má t.a.m. í mesta lagi vera 79 kg. Þetta er gert til þess að spoma við því að vöðvamassi keppenda sé of niikill." Æfir 12-15 sinnum í viku Sigurbjörn keppti á Islands- meistaramótinu í fimess nú um páskana og hefur því í raun æft mjög stíft nánast frá áramótum. „Eg tók mér um vikuhlé í matar- æðinu strax efrir páska en byrjaði svo aftur af krafri. Kröfurnar era einfaldlega meiri þarna úti og þeir leggja mikið upp úr því að kepp- endur séu mikið skornir. Eg þurfri því að halda áfram að skera effir ís- landsmótið þótt ekki væri af miklu að taka.“ Hann viðurkennir að undirbúningurinn taki á. „Eg reyni bara að hafa matinn sæmilega bragðgóðan þannig að það sé ekki algjört helvíti að standa í þessu. hefur verið draumur hjá mér mjög lengi og að ná því takmarki er nóg fyrir mig í bih. Samkeppnin er hörð á mótinu. Aðeins 15 fá að halda áfram eftir fyrsm umferð og seinni daginn verða bara fimm keppendur eftir.“ Sigurbjörn segir þó að mikil reynsla muni koma honum til góða. „Þetta er mitt áttunda fit- nessmót og af þeim sjö sem ég hef keppt í hingað til hef ég komist á pall fimm sinnum. Eg var bara ekki alveg búinn að ná taktinum þarna í fyrstu tvö skiptin,“ segir hann og hlær. „Þetta er náttúralega bara spuming um að halda þessu áffam og ná verðlaunasæti þarna útd.“ MM Þetta varð enn erfið- ara eftir að maðnr fór að finna grilllyktina hérna í hverfinu,“ seg- ir hann og hlær. „Svo reynir maður bara að gíra sig upp á hverri einustu æfingu. Það getur verið erfitt þeg- ar þær era orðnar 12- 15 á viku.“ Borgarbyggð sér um sína Því fylgir mikill kosmaður að taka þátt á móti sem þessu en Sigurbjörn á góða að. „Það er eng- in fimessdeild innan ISI og þess vegna hef ég þurft að treysta á að- stoð annarra. Eg hef fengið góðan smðrúng ffá Borgarbyggð og bæði Límtré-Vímet og Sparisjóðnum. Auk þess fékk ég styrk úr minning- arsjóði Auðtrns Kristmarssonar. Eg vil nýta tækifærið og þakka þessum aðilum kærlega fyrir aðstoðina." Aðspurður um væntingar um ár- angur á mótinu segist Sigurbjöm renna nokkuð blint í sjóinn. „Það má reikna með því að í mínum flokki verði 20-40 keppendur en ég hef engar staðfestar tölur fengið. Sjálfur hef ég aldrei verið í betra formi en hef ekki sett mér neitt takmark. Það að komast á stórmót A/\A/\AJ v VV Vv Atvinnuvega- sýning í Borgarfirði I samvinnu við sveitarfélögin í Borg- arfirði hafa Heimamenn sf., fyrirtæki Gísla Einarssonar og Bjarka Þorsteins- sonar, tekið að sér undirbúning at- vinnuvegasýningar sem fram fer í hér- aðinu laugardaginn 21. maí nk. Ætlun- in er að sýningin verði tvískipt: Annars- vegar í fyrirtækjunum sjálfum, fyrir þau fyrirtækis sem það vilja og hinsvegar í og við Iþróttamiðstöðina í Borgarnesi fyrir þá sem ekki hafa aðstöðu til að taka á móti gestum í sínum húsakynn- um. Einnig kann það að vera góður kostur fyrir fyrirtæki upp um hérað að nýta sér aðstöðuna í íþróttamiðstöð- inni. I íþróttahúsinu verður ennfremur boðið upp á dagskrá hluta af deginum, s.s. tónlistaratriði, tískusýningar ofl. „Markmiðið með sýningunni er að kynna fjölbreytni í borgfirsku atvinnu- lífi og yfirhöfuð allt sem borgfirsk fyr- irtæki hafa upp á að bjóða. Ætlunin er að brjótast aðeins út úr því hefðbundna sýningarformi sem almennt er notað, þ.e. fullt af litlum og stöðluðum básum. Við teljum að með því að bjóða gestum að hluta til inn í fyrirtækin sjálf til að sjá hvernig hlutirnir verða til getum við náð enn frekari athygli en með hinu hefðbundna formi,“ sögðu þeir félagar Gísli og Bjarki í samtali við Skessu- horn. MM Akraneskaupstaður ÚTBOÐ Akraneskaupstaður óskar efltir tilboðum í verkið „Leiksvæði við Steinsstaðaflöt og Smáraflöt" Verkið felst í að setja upp girðingar, leiktæki, helluleggja, leggja fallundirlag við leiktæki og fylla svæði með jarðvegi en yfirborðið verður gras. Helstu magntölur eru: Gröftur...................34 m3 Moldarfylling.............90 m3 Hellulögn.................32 m2 Grassvæði................230 m2 Gúmmímottur...............53 m2 Grúsarfylling.............21 m3 Stálgirðing...............167 m Uppsetning leiktækja........2 stk. Malarsvæði......................70 m2 Stórgrýti ..................3 stk. Útboðsgögn verða til sölu frá og með 6. maí n.k. á skrifstofu tækni- og I umhverfissviðs að Dalbraut 8 á Akranesi. Verð 1000 kr. | Tilboð verða opnuð á sama stað 17. maí n.k. kl. 11.00 að viðstöddum þeim i bjóðendum sem þess óska. Sviðsstjóri tœkni- og umhverfissviðs á Akraneskaupstaður VEGAGERÐIN Reykjavíkur ÚTBOÐ Akraneskaupstaður í samstarfi við Vegagerðina og Orkuveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkið "Innnesvegur — hringtorg". Verkið felst m.a. í uppbroti á eldra slitlagi steyptra gama, jarðvegsskiptum, malbikim hringtorgs, götutenginga og gangstíga, gerð gangstétta og kantsteins, tilfærslu strengja og ljósastaura, endurgerð frárennslislagna og niðurfalla og frágangi opinna svæða. Helstu magntölur eru: Uppgröftur .........9.340 m3 Malbik.................5.500 m2 Vatnslagnir 0225......120m Þökulagnir .........1.250 m2 Fylling...............10.600 m3 Frárennslislagnir..............380 m Kantsteinn.....................500 m ídráttarrör.....................60 m Útboðsgögn verða til sölu frá og með 9. maí n.k. á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8 á Akranesi.Verð kr. 5.000,- . Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 24. maí n.k. kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Sviðsstjóri tœkni- og umhverfissviðs

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.