Skessuhorn - 28.09.2005, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 38. tbl. 8. árg. 28. september 2005 - Kr. 300 í lausasölu
Samið o g verk-
falli firestað
Starfsmannafélag Akraness skrifaði imdir
nýjan kjarasamning við Launanefnd sveitarfé-
laga á mánudagskvöld. Boðað verkfall frestast
til miðnættis 9. október og verður því aflýst ef
samningurinn verður samþykktur. A heimasíðu
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja kemur
ffam að samningurinn sé líkur samningi Starfs-
mannafélags Kópavogs eða um 22% hækkun á
samningstímabilinu, sem er 1. júní 2005 til 30.
nóvember 2008.
MM
Tryggingasvindl
og sitthvað fleira
Lögreglan í Borgarnesi fann við húsleit á
laugardagskvöld smávægilegt magn ffkniefna
og áhöld til neyslu. A sama stað fannst loftbyssa
en slík vopnaeign teist vera brot á vopnalögum.
Við frekari rannsókn kom í ljós að húsráðendur
tengdust tryggingasvindli frá því kvöldið áður.
Málið hófst þannig að á föstudag var látið
vita um bílveltu á Snæfellsnesvegi skammt frá
Borganesi. Grunur vaknaði strax um að bifreið-
inni hefði verið komið fýrir á staðnum en
skemmst annarsstaðar. Það kom síðan í ljós að
sama kvöld hafði verið ekið á íbúðarhús við
gróðrarstöðina Gleym mér ey á Sólbakka við
Borgarnes og það skemmt mikið. Að sögn lög-
reglu vöknðu strax grunsemdir um að þar hefði
verið á ferðinni sami bíll og fannst síðar utan-
vegar. Við húsið sáust einnig för eftir stórvirka
vinnuvél.
Við rannsóknina á laugardagskvöldið voru
tveir handteknir og sá þriðji var einnig yfir-
heyrður. I ljós kom að þeir voru allir viðriðnir
málið sem hófst á kappakstri milli tveggja öku-
þóra eftir Sólbakkanum. Afleiðingin varð sú að
önnur bifreiðin lenti á húsinu við Gleym mér
ey eins og fyrr er getið. Ungu mennirnir sem
hlut áttu að máli brugðu þá á það ráð að taka ó-
ffjálsri hendi vinnuvél sem þar var nærri og
notuðu hana til að koma bifreiðinni fýrir við
Snæfellsnesveg. Tilgangurinn var sá að ná í
tryggingabætur sem eigandi bifreiðarinnar
hefði annars ekki átt rétt á. Málið telst upplýst.
GE
ATLANTSOLIA
Dísel ‘Faxabraut 9.
Síðastliðinn laugardag var smalað og réttað víða á Snxfellmesi og varfremur kuldalegt að líta tilfjalla enda mjór niður í byggð. Spakir mmn töldujjölda tvífiet-
linga hafa verið heldur meiri m jjöldi ferfietlinga í Ölkeldurétt í Staðarsveit. Mikið líf og jjör fylgdi engu að síður réttarhaldinu, sérstaklega hjáyngri kynslóðmni.
Boðið var upp á réttarkajfi á Ölkeldubœjunum þar sem rtflega 80 manns komu saman og rœddu það sem efst var á baugi; jjallskil og sameiningu sveitarfélaga á
Sncefellsnesi. En þannig bar við aðfundur um sameiningarmál sveitarfélaga á Snafellmesi var dagsettur þennan sama dag ífélagsheimilinu Klifi t Ólafsvík og því
margirsem sáu sér ekki fœrt að nueta. A myndinni eruþcer Ólófi Unnur, Gyða og Ingunn frá Ölkeldu ásamt Iðunnifrá Votalæk og Asdísi frá Staðarstað. BG
Bæjarstjóraskipti á Akranesi
Guðmundur Páll bæjarstjóri í stað Gísla Gíslasonar sem verður
hafnarstjóri Faxaflóahafha
Hafnarstjórn Faxaflóahafna
sf. samþykkti einróma á fundi
sínum í gær að ráða Gísla
Gíslason sem hafnarstjóra frá
og með 1. nóvember. Tekur
hann við starfmu af Bergi Þor-
leifssyni sem gegnt hefur því
frá stofnun Faxaflóahafna sf.
um síðustu áramót. Aður var
Bergur hafnarstjóri Reykjavík-
urhafnar. Gísli sem verið hefur
bæjarstjóri á Akranesi frá því 1.
september 1987 og tvö árin þar
á undan starfaði hann sem bæj-
arritari. Hann hefur sem kunn-
ugt er gegnt fjölmörgum trún-
aðarstörfum fýrir hönd Akra-
neskaupstaðar á undanförnum
20 árum.
Bæjarmálaflokkar Framsókn-
arflokks og Samfýlkingar, sem
mynda meirihluta í bæjarstjórn
Akraness, hafa komist að sam-
komulagi um að Guðmundur
Páll Jónsson oddviti ffamsókn-
armanna í bæjarstjórn og for-
maður bæjarráðs taki við starfi
bæjarstjóra og gegni því út
kjörtímabilið sem rennur út í
vor. Ekki liggur fýrir að sögn
Guðmundar Páls hver tekur
við starfi hans sem forseti bæj-
arstjórnar og ekki er að full ffá
gengið milli flokkanna hvort
aðrar breytingar verði á skipan
einstakra embætta.
Gísli segir að aðdragandinn
að ráðningu hans hafi verið í
sjálfu sér stuttur því í hans
huga hafi ávallt staðið til að
ljúka yfirstandandi kjörtímabili
sem bæjarstjóri. Þegar þetta
nýja starf hafi hins vegar verið
fært í tal við sig fýrr í þessum
mánuði hafi hann tekið sér
umhugsunarfrest og niður-
staðan hafi orðið sú að taka
starfinu.
Guðmundur Páll segir að
eftir hvatningu frá fólki sem
hann beri mikið traust til og
hafi starfað með í mörg ár hafi
hann ákveðið að gefa kost á sér
í stöðu bæjarstjóra. Hann segir
að með ráðningu Gísla sem
hafnarstjóra Faxaflóahaftia séu
Skagamenn að leggja til þeirra
hæfasta menn til þess að
stjórna því mikilvæga fýrirtæki.
Bæði Guðmundur Páll og
Sveinn Kristinsson oddviti
Samfýlkingarinnar í bæjar-
stjórn segja enga breytingu
verða á starfi og stefhu meiri-
hlutans þrátt fyrir þessi
mannaskipti og leggja áherslu
á að samstarf flokkanna hafi
verið farsælt á undanförnum
árum.
Gunnar Sigurðsson (D)
oddviti minnihlutans í bæjar-
stjórn segist ánægður með að
Gísli skuli hafa valist til þess að
leiða starf Faxaflóahafna og
vonast til þess að honum takist
að opna augu útgerðarmanna
hversu mikil tækifæri séu fólg-
in í höfhinni á Akranesi.
Itarleg viðtöl eru í blaðinu í
dag á miðopnu við fráfarandi
bæjarstjóra, verðandi bæjar-
stjóra og leiðtoga flokkanna
sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn
Akraness. . „
Tómatar íslenskir
Tilboö 29. sept - 2. okt
Samkaup Iún/al
Hafnarfjöröur • Njarövík • ísafjöröur • Akureyri • Dalvik • Siglufjöröur • Ólafsfjörður • Húsavík • Egilsstaöir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós • Skagaströnd • Bolungarvik • Neskaupstaöur