Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 28.09.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 Versta vetramki Þegar vinnslu blaðsins lauk í gær var víða versta veður á norðanverðu Vesturlandi. Lög- reglan í Búðardal varaði í gær- morgun fólk við að fara að nauðsynjalausu um Svínadal vegna mjög slæms veðurs. Mjög hvasst var, sviptivindar og krapi á vegum. Þá var vitað um eitt ó- happ þegar fjárflutningabifreið fauk útaf veginum um Svínadal. Tveir slösuðust í því óhappi en það varð við Njálsgil á Svínadal rétt fyrir hálfátta á þriðjudags- morgun. Lögreglubíll frá Búð- ardal fauk út af veginum þegar hann var á leið á vettvang og minnstu munaði að sjúkrabíll- inn, sem sótti farþega bílsins, hafi fokið út af í tvígang. Einnig var varað við ferðum á sunnanverðu Snæfellsnesi, á Fróðárheiði og í Gufudalssveit vegna veðurs. Rafmagnsbilanir voru nokkrar á Snæfellsnesi í gær beggja vegna fjallgarðsins og þurftu viðgerðarmenn m.a. frá að hverfa í Staðarsveit vegna illviðris. Spáð er áframhaldandi umhleypingum næstu daga og er því full ástæða til að fara var- lega á vegum úti og ekki síst á akstri upp til heiða. -mm Lida búðin t opnar AKRANES: Næstkomandi laugardag opnar Litla búðin á Akranesi á nýjum stað að Kirkjubraut 2 í margfalt stærra og betra húsnæði en fyrr. Vöru- val og þjónusta eykst og verður höfðað til fleiri aldurshópa en áður í fatnaði, undirfatnaði, snyrtivörum og fleiru. Verslun- in er til húsa þar sem síðast var verslun Perlunnar og Kastalans og hefur verið opnað á milli í verslunarrými því sem þessar búðir höfðu til afnota. -mm Stækka húsnæði slökkviliðsins DALIR: Dalabyggð hefur fest kaup á húsi Björgunarsveitar- innar í Búðardal með það í huga að stækka húsnæði Slökkviliðs Dalasýslu sem er á- fast björgunarsv.húsinu. Björg- unarsveitin hefur þegar keypt nýtt hús fyrir starfsemi sína. Björgunarsveitin er vel tækjum búin, á m.a. góðan vélsleða, bát og bíl. -mm Sólborg til sölu STYKKISHOLMUR: Sól- borg hf., útgerðarfélag Gunn- laugs Arnasonar í Stykkishólmi er til sölu en félagið hefur árum saman gert út bátinn Arsæl. A- form um sölu hafa verið kynnt bæjarstjórn Stykkishólms því ætlunin er að kanna áhuga heimamanna á fyrirtækinu áður en leitað verður annað. ~ge Ljósleiðari í Borgarfjörð Næstkomandi föstudag verður undirrituð viljayfirlýsing milli Borg- arbyggðar og Orkuveitu Reykjavík- ur um lagningu ljósleiðara í Borgar- fjörð. Samkomulagið felur í sér ljós- leiðarasamband fyrir háskólana á Bifröst og Hvanneyri. Þá er gert ráð fyrir að á næstu árum verði lagður ljósleiðari í allar gömr í Borgamesi. „Þetta er fullkomnasti og öflug- asti fjarskiptabúnaður sem til er og það er mikils virði að Orkuveitan sé tilbúin að ráðast í þetta verkefni,“ segir Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar. „Þessar fyrirætlam- ir styrkja svæðið sem góðan búsetu- kost og það er ástæðan fyrir þátttöku Borgarbyggðar í verkefhinu.“ Sem fyrr segir verður undirrituð viljayfirlýsing á föstudag og í ffam- haldi verður unnið að samningsgerð milli Orkuveitunnar og Byrgar- byggðar. GE Múlavirkjun tekin í notkun í lok nóvember Séð niður að seinni stíflumannvirkjunum sem eru á milli Hraunrfjarðarvatns og Baulárvallavatns. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni hófust fyrir um einu ári síðan framkvæmdir við vatnsaflsvirkjun við upptök Straumfjarðarár á Snæfellsnesi, svoköll- uð Múlavirkjun, en undirbúningur verksins hófst í janúar árið 2003. Hér er um einkafram- kvæmd að ræða sem fé- lag í eigu þriggja aðila á Snæfellsnesi, þeirra Eggerts Kjartanssonar bónda á Hofsstöðum, Bjarna Einarssonar á Tröðum í Staðarsveit og Astþórs Jóhanns- sonar í Dal. Samið hefur verið um sölu allrar orkunnar sem virkjunin mun skila, eða að gmnnafli um 1,9 MW til Hitaveitu Suðurnesja en dreifing hennar fer um dreifikerfi Landsnets eins og önnur raforku- dreifing hér á landi. Framkvæmdir við virkjunina em nú komnar vel á veg og er áætlað að þeim ljúki í lok nóvember á þessu ári og verður virkjunin þá vígð. Að sögn Eggerts Kjartanssonar er umhverfið við virkjunina óðum að taka á sig endanlega mynd. „Staðan í dag er sú að verið er að vinna úr ýmsum vandamálum sem komið hafa upp og í frágangi svæðisins. Meðal annars hækkaði vatnsborð í Baulárvallavami tíma- bundið vegna bilunar í búnaði. Starfsmenn frá Umhverfisstofnun fóra í vettvangsferð á svæðið þann 23. ágúst sl. og gerðu nokkrar at- hugasemdir við frágang og er nú verið að vinna að lagfæringum m.a. vegna rasks á svæðinu. Helsta athugasemd Umhverfisstofnunar snéri að hækkun sem orðið hefur tímabundið á vatnsborði Baulár- vallavatns. Ekki reyndist unnt að hamla á móti þeirri hækkun vegna þess að botnloki í stíflunni reynd- ist of veikbyggður og þurftum við því að setja upp hlera að innan- verðu á meðan gert er við lokuna. I byrjun var heldur ekki hægt að keyra aðra af tveimur túrbínum virkjunarinnar og hafa sérfræðing- ar verið á staðnum til viðgerða þannig að séð er fyrir endann á því vandamáli einnig.“ Enn þrátt fyrir vandamál er Eggert þó bjartsýnn á framtíðina og ánægður með verkið í heild. „Þrátt fyrir að ýmis vandamál hafa komið upp á framkvæmdatíman- um og verkið í heild tafist um hálft ár frá upphaflegri áætlun, þá hefur verið sérlega skemmtilegt að takast á við þetta verkefni. Skemmtilegast er þó að með Múlavirkjun er verið að nýta vatnsflæði svæðisins án þess að ganga á nokkurn hátt á auðlindir náttúmnnar," segir Eggert að lok- um. MM Stöðvarhús Múlavirkjunar t byggingu t apríl sl. Obreyttar reglur um skiptingu byggðakvóta Grundarfjarðar Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt að sömu reglur muni gilda á yfirstandandi fisk- veiðiári vegna skiptingar byggða- kvóta sveitarfélagsins og giltu á síðasta fiskveiðiári. Nýverið var tilkynnt að 140 þorskígildistonn komi í hlut skipa og báta í sveitar- félaginu eða svipað magn og síð- ast. Samkvæmt reglunum verður fjórðungi kvótans úthlutað til út- gerða aflamarksskipa sem hafa lög- heimili útgerðar og útgerðarstjórn- ar í Gmndarfirði í hlutfalli við landaðan afla á síðasta fiskveiðiári. Við úthlutun skal heildaraflamark einstakra skipa ekki aukast um meira en 100% og ekkert skip skal hljóta meira en 15 þorskígildistonn. Þrír fjórðu byggðakvótans fara hins vegar til að bæta upp samdrátt vegna banns við skelveiðum á Breiðafirði. Sú úthlutun er bundin því að kvótinn skuli veiddur af skipum gerðum út frá Gmndar- firði og unninn þar samkvæmt samningi við fiskvinnslu. Sá samn- ingur skal fylgja umsókna. HJ Aldarafmæli HVANNEYRI: Hvanneyrar- kirkja er 100 ára um þessar mundir. Af því tilefhi verður flutt hátíðarmessa sunnudaginn 16. október en á eftir verðtu- kaffi- samsæti, myndasýning og fleira. Auglýst hefur verið eftir gömlum ljósmyndum af kirkjunni sem fólk kynni að hafa í fórum sínum. Ingibjörg, sóknarnefndarfor- maður og Flóki, sóknarprestur taka við myndunvun. -mm Stærsti kom- þurrkarínn SNÆFELLSNES: Stofhað hef- ur verið félag sex bænda í Eyja- og Miklaholtshreppi um rekstur kornþurrkunartums sem taka á í notkun í haust. Tuminn er stað- settur við afleggjarann að Lauga- gerðisskóla. Fyrst í stað verður notast við ohu til kyndingar en í ffamtíðinni gert ráð fyrir að kornið verði þurrkað með jarð- hita. Þurrkarinn mun verða sá stærsti sinnar tegundar hér á landi og afkasta yfir 20 tonnum á sólarhring. -mm Engin lántaka í ár AKRANES: Samkvæmt fyrir- liggjandi tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akra- ness fyrir yfirstandandi ár er ekld gert ráð fyrir nýjum lántökum á vegum bæjarsjóðs. Gísli Gíslason bæjarstjóri kynnti bæjarráði helstu atriði endurskoðunar áætl- unarinnar á fundi bæjarráðs í síð- ustu viku. Þar kom ffam að tekj- ur af útsvari og gatnagerðar- gjöldum verði hærri en gert var ráð fyrir en mæta þurfi útgjöld- um vegna ýmissa samþykkta tun ffamkvæmdir og verkefni. Helstu breytingar em, samkvæmt til- kynningu bæjarsjóðs, að skatt- tekjur hækka um 122 milljónir króna, fjármagnstekjur hækka um 31 milljón króna, tekjur af gatnagerðargjöldum hækka um 70 milljónir króna. Hækkun gjalda em þær helstar að ffamlag til fjölnota íþróttahúss er áætlað 200 milljónir króna og hækkun vegna kjarasamninga um 27 milljónir króna. -hj Kartöflur úr snjó FELLSSTRÖND: Það hefhr heldtu betur kólnað í veðri og haustið er óvenju snemma á ferð- inni þetta árið. Uti á Fellsströnd í Dalasýslu og víða á þeim slóð- um er kominn 10-15 sentimetra jafnfallinn snjór. „Þegar við kom- um heim síðasta fimmudag, fór- um við beint í að taka upp kart- öflurnar og þurftum fyrst að hreinsa vænt snjóalag ofan af garðinum. Þetta gekk þó ágæt- lega og náðum við kartöflunum þó svo það hafi verið kaldara en áður að vinna við það,“ sagði Erla Karlsdóttir í Innri-Fagradal á Fellsströnd í samtali við Skessuhom. „Eg hef ekki áður tekið upp kartöflur í snjó,“ bætti hún við. -gb WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla mibvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er bent á ab panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þribjudögum. Blabib er gefib út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverb er 850 krónur meb vsk. á mánubi en krónur 750 sé greitt meb greibslukorti. Verb í lausasölu er 300 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blabamenn: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Halídór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Gubrún Björk Fribriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is Prentun: ísafoldarprentsmibja

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.