Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 28.09.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 ^íusuno.- Eftir að hafa undirritað samning um heildsticða skógrœktar- og landgrieðslufræðslu í allt að þrjú árfyrir bandur á Vesturlandi innsigl- uðu þau samkomulagið með svok'ólluðu „áltaki“. F.v: Agúst Sigurðsson, rektor LBHI, Skúli Alexanderssm, stómarformaður Vestur- landsskóga, Þórunn Pétursdóttir f.h. Landgrœðslu ríkisins, Birgir Haukssmf.h. Skógraktar ríkisins og Hulda Guðmundsdóttir f.h. Félags skógarbænda á Vesturlandi. Grænni skógar á Vesturlandi Síðastliðinn föstudag var á Hvanneyri skrifað undir samning um verkefnið Grænni skógar á Vesturlandi og eru þar með skóg- ræktarbændur í öllum landshlutum orðnir aðilar að því. I samningnum segir m.a. um markmið fræðslunn- ar að verkefninu sé ætlað að gera þátttakendur betur í stakk búna til að taka virkan þátt í mótun og framkvæmd skógræktar og land- græðslu á bújörðum með það að markmiði að auka land- og bú- setugæði, verðgildi og fjölþætt notagildi jarða í umsjón skógar- bænda. Náminu er ætlað að nýtast þeim sem stunda eða hyggjast smnda skógrækt og landgræðslu, einkum skógarbændum og þeim sem þjónusta landshlutabundin skógræktarverkefni. Námið mögulegt samhliða fullri vinnu Um 130 skógarbændur á land- inu hafa stundað nám hjá Grænni skógum við Landbúnaðarháskóla Islands (LBHI), en það hófst upp- haflega undir forystu Garðyrkju- skólans á Reykjum. Um er að ræða samstarfsverkefni LBHI, Skóg- ræktar ríkisins, Landgræðslu ríkis- ins, landshlutabundnu skógræktar- verkefnanna og félaga skógar- bænda í viðkomandi landsfjórð- ungum. Grænni skógar voru þannig fyrir í gangi á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vest- fjörðum. Verkefnið stendur yfir í 3 ár og er kennt í endurmenntunar- formi. Þannig er mögulegt fyrir þátttakendur að stunda námið samhliða fullri vinnu. Námið samanstendur af 17 námskeiðum þar sem 13 eru skyldunámskeið og a.m.k. 2 eru valnámskeið. Námskeiðaröðin spannar þrjú ár og er hvert nám- skeið í tvo daga og er þá yfirleitt kennt frá klukkan 16 til 19 á föstu- dögum og frá klukkan 10 til 17 á laugardögum. I undirbúningi er framhaldsnámskeið og mun það fyrsta verða á Austurlandi í haust. Jafhframt er nú unnið að útgáfu bókar sem nýtast mun í senn sem kennslubók við Grænni skóga og sem gagnlegt uppflettirit í skóg- rækt. Endað á utanlandsferð Magnús Hlynur Hreiðarsson, starfsmaður LBHI er verkefhisstjóri Grænni skóga. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að allir nemendur í verkefhinu hafi það að markmiði að rækta skóg á jörðum sínum og vilji leggja enn ffekari áherslu á það með því að setjast á skólabekk og fræðast um hina ýmsu þætti skógaræktar. „I náminu er m.a. fjallað um val á trjá- tegundum, skógarhönnun og land- nýtingaráædanir, undirbúning lands fyrir skógrækt, framleiðslu og gróð- ursemingu skógarplanma, skógar- umhirðu, skógarnytjar, sjúkdóma og skaða í skógi, skjólbelti, skógar- höggstækni og verndun fomminja og náttúm í skógrækt svo eitthvað sé nefht. Þá er vikuferð til útlanda hluti af náminu þar sem þátttakend- ur kynnast því helsta sem nágranna- þjóðir okkar em að gera í skógrækt. I náminu er mikil áhersla lögð á vettvangsferðir þar sem þátttakend- ur fara út í skóg og fá þannig meiri og betri tilfinningu fyrir því sem verið er að fjalla um hverju sinni,“ segir Magnús Hlynur. MM Endurhæfingarsmiðja í Hvíta húsinu Síðastliðinn mánudag var End- urhæfingarsmiðja sett formlega í Hvíta húsinu á Akranesi. Markmið endurhæfingarsmiðju er að gefa einstaklingum sem búa við skerta vinnugetu tækifæri til að komast aftur út í atvinnulífið. Endurhæf- ingin byggir á heilbrigðissjónar- miðum, félagslegum gildum og endurmennmn. Endurhæfingar- smiðjan er samstarfsverkefni Akra- neskaupstaðar og Símenntunar- miðstöðvarinnar á Vesmrlandi og er hún styrkt af Starfsmenntasjóði og Samkaupum. Framkvæmd hennar er í samstarfi við Janus - endurhæfmgu ehf. en verkefnis- stjóri er Thelma Hmnd Sigur- bjömsdóttir, iðjuþjálfi. „Endurhæfingarsmiðja er sprott- in út frá hugmynd um mennta- smiðjur sem haldnar hafa verið á Akranesi, annars vegar fyrir konur og hinsvegar fyrir ungt fólk. Menntasmiðjur byggja á hugmynd- um lýðskóla þar sem lögð er á- hersla á að búa nemendur undir líf- ið og er lífsleiknin höfð í fyrir- Thelma Hrund Sigurbjömsdóttir. rúmi,“ sagði Thelma Hrand við upphaf Endurhæfingarsmiðjunnar sl. mánudag. Hugmyndina að end- urhæfíngarsmiðjunni átti Sólveig Reynisdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- sviðs Akraneskaupstaðar. Námið sjálft mun taka 8 mánuði og verður kennt fjóra daga í viku. Aðsókn að náminu var framar vonum skipu- leggjenda þess, en 22 einstaklingar em skráðir til leiks. MM Sameining formlega ákveðin Nú liggur endanlega fyrir að sveitarfélögin fjögur; Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðu- hreppur og Kolbeinsstaðahreppur sameinast næsta vor. Sem kunnugt er samþykktu íbúar þessara sveitar- félaga sameiningu í kosningum þann 23. apríl s.l. Sameining var hinsvegar felld í fimmta sveitarfé- laginu, Skorradalshreppi, og því var það á valdi sveitarstjórnanna í hinum sveitarfélögunm að ákveða hvort þau myndu sameinast eður ei. Nú hafa allar sveitarstjórnimar fjallað um málið og ákveðið að sameinast þrátt fyrir að Skorrdæl- ingar verði ekki með. Affarn verður því unnið að sameiningunni út frá viljayfirlýsingu sameiningamefnd- arinnar frá því síðasta vor. GE PISTILL GISLA Leiðarljós Það er einu sinni þannig að fordómar og fordild hverskonar koma undantekningalaust í bak- ið á manni. Samt sem áður fell- ur maður aftur og aftur í þá freistni að fylgja fjöldanum og láta sínar skoðanir stjórnast af almenningsálitinu. Einmitt þessvegna hef ég ítrekað lýst andúð minni á svonefndum sápuóperum sem eru reyndar merkilega vinsælt sjónvarpsefni miðað við að enginn, að mér meðtöldum, viðurkennir að horfa á þessi ósköp. Þetta em milljón þátta seríur á borð við Gæding læght, Negbörs og Bóld and bjútýfúl eða hárlaus og glæsilegur sem eðli málsins sam- kvæmt nýtur meiri virðingar af minni hálfu en annað í þessum geira. Einu rökin fyrir því að láta þetta sjónvarpsefni pirra sig em þau að söguþráðurinn er ótrú- verðugur. I hverjum þætti koma upp ný vandamál sem tengjast sömu persónunum og ný drama- tík. Einn heldur framhjá öðrum og svíkur hinn eða öfugt og þessi fer síðan í mál við þennan sem hafði mútað öðrum til að fara á bak við hann. Þá kemur þessi og reynir að hlunnfara hinn með aðstoð spilltra stjórn- málamanna og ennþá spilltari embættismanna. Þetta er með öðram orðum eitthvað sem er ekki boðlegt áhorfendum með snefil af sjálfsvirðingu. Vanda- málið er hinsvegar að það er ís- lenskur raunveruleiki ekki held- ur. Síðusm daga hafa fréttatímar ljósvakamiðlanna ítrekað gefið öllum sápuóperum heimsins langt nef og margslegið þeim við svo ekki sé meira sagt. I stuttu máli er söguráðurinn á þá leið að hópur manna vill klekkja á öðrum hópi manna og öfugt og til þess er beitt öllum tiltækum ráðum. Helstu vopn þessara tilteknu manna eru til- teknir fjölmiðlar sem keppast um að birta nýjar fregnir af flá- ræði andstæðinganna en aðrir fjölmiðlar íýlgjast síðan með öllu saman til að tryggja að eng- inn missi af þessu einkastríði. Líkt og í öðrum styrjöldum er allt leyfilegt. Engir fangar eru teknir, eiturvopn eru notuð, ráðist er með alvæpni á einkalíf- ið og engum hlíft, hvorki konum né börnum. A landnámsöld hefðu þessi mál verið útkljáð með einfaldri hólmgöngu sem í þessu tilfelli I hefði sparað mikið af pappír og trúlega líka sparað skattgreið- endum stórfé. Eini kosturinn við þessa að- ferð er hinsvegar sá að ein- manna húsmæðrum leiðist þá ekki rétt á meðan. Gísli Einarsson, bóld and bjútýfúl. Kaupum og seljum allar gerðir skulda- og hlutabréfa Sparísjóður Mýrasýslu -oðili oð Kauphöll íslands Digranesgötu 2-310 Borgarnesi - Sími 430-7500 - www.spm.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.