Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2006, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 11.01.2006, Blaðsíða 9
r i SgESS'OilöBH MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 9 Bóksala á Bifiröst Bóksala stúdenta og Viðskipta- háskólinn á Bifröst hafa tekið upp samstarf um sölu kennslubóka til nemenda á Bifröst. Bóksala stúdenta tekur að sér að útvega og selja þær bækur sem kenndar eru hverju sinni. Verslun er starfrækt á fyrstu vikum hverrar annar á Bifföst fyrir staðnema og er henni þjónað af starfsmönnum Viðskiptaháskólans en kennslu- bækur eru jafnframt seldar á vefn- um boksala.is m.a. fyrir fjarnema. Með þessu samstarfi hefur þjón- usta við nemendur Viðskiptahá- skólans á Bifröst verið aukin og Andrea Jóhannsdóttir umsjónamaóur upplýsingamióstöóvar ásamt nemendum. Ljósm: Þór Gíslason. Mótþrói í Innsta Vogi Arrnann Gunnarsson vií listaverkiö Mótþróa, sem hann og kona hans unnu eftir mynd af hesti eftir Bjama Þór. Nýtt listaverk prýðir nú land Innsta-Vogs, rétt við hesthúsa- hverfið Æðarodda á Akranesi. Verk þetta kallast Mótþrói og er unnið af hjónunum Ármanni Gunnarssyni og Helgu Sólveigu Bjarnadóttur frá Steinsstöðum eft- ir mynd af hesti sem Bjarni Þór Jónsson listamaður teiknaði fyrir þau. Hugmyndina að verkinu seg- ist Armann hafa fengið fyrir mörg- um árum en borið hana undir Bjarna Þór í vor sem teiknaði fyrir hann myndina af hestinum. „Þegar þessi steinn sem verkið stendur á kom upp við uppgröft á Steins- staðalóðinni, ákvað ég að nota hann í þetta. Steinninn var þá flutt- ur hingað uppeftir. Verkið heitir Mótþrói og er það tileinkað grað- hesti nokkrum sem ég átti. Eg þurfti að hafa mikið fyrir þessum hesti því hann var kargur og erfið- ur við mig til að byrja með en reyndist svo hinn besti klár. Svo þegar við hjónin vorum að byggja þá seldum við hann og fengum á- gætis pening fyrir.“ Listaverkið er nú komið á sinn stað en það er kostað af þeim hjónum en er öðr- um vegfarendum og hestamönnum til augnayndis. BG f \ Viðskiptavinir athugið! Nú eru allir ógreiddir reikningar frá síðasta ári komnir yfir eindaga. Vinsamlegast gerið upp sem fyrst. Skessuhorn - innheimta SKESSUHORN Þorrablót verður á vegum eldri borgara Borgamesi og nágrennis, Akranesi og Borgarfjarðardala föstudaginn 20. janúar að Hótel Borgamesi. Húsið opnar kl 19:00, borðahald hefst kl 19:30. Aðgangseyrir 3.500 kr Fjölmennum! Stjórn og skemmtinefnd. Látið vita um þátttöku mánudaginn ló.janúar. Kristofer í síma 437-1307 Ragnheiður í síma 435-1223 Margrét (Akranesi) í síma 431 -2133 Atvinna á Bifröst Viðskiptaháskólinn á Bifröst auglýsir eftir dagmömmum sem fyrst. 'PmninnSf Menning í Borgarfwði Hvað er menning? Samkvæmt orðabók þýðir orðið „þroski mann- legra eiginleika mannsins, þjálfun mannsins, þjálfun hugans, verkleg kunnátta, andlegt líf, sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörg- um kynslóðum).“ Stundum finnst mér fólk setja orðinu menning of þröng skilyrði og leggja þá í orðið að menning sé eitthvað „uppskrúfað“ sem komi því ekki við. Ef litdð er á merkingu orðs- ins þá er reyndar augljóst að merk- ing þess er mjög víð og kemur við á mörgum sviðum lífs okkar. Það er menning að vera í heita pottinum í hádeginu, starfa í félags- samtökum, æfa körfubolta, mæta í messu, sauma út, búa til mat og svona væri hægt að telja lengi áfram. Það er einnig augljóst að ákveðin menning festir ræmr og t.d. em Skagfirðingar þekktir fyrir söng og hestamennsku og Þingeyingar fyrir gott loft. En hvað em Borgfirðing- ar þekktir fyrir og ekki síst, hvað vilj- um við vera fræg fyrir? Stundum heyrist talað um „borg- firsku". Það er sorglegt að það orð skuli vera tengt neikvæðni og fram- kvæmdaleysi. (Minnir reyndar um margt á Jantelov norðurlandanna). Þessari merkingu skulum við breyta. Við gemm verið stolt af svo mörgu, frábærar náttúmperlur em í héraðinu og mættum við alveg vera duglegri að auglýsa þær og mikill söguarfur sem í seinni tíð hefur fengið meiri athygli með tilkomu Snorrastofu og Landnámssemrs. Fallega Söguhéraðið, viljum við vera þekkt fyrir það? Veiðar hverskonar em stór partur af menningu héraðsins og þá er nú kannski laxveiðin númer eitt, öll gamla sveitamenningin er hér til staðar og stendur trausmm fótum þrátt fyrir fækkun í sveitunum. Veiðihéraðið er það eitthvað fyrir okkur? Eða Landbúnaðarhéraðið? Kórastarfsemi er með miklum blóma í héraðinu og lætur nærri að 10% íbúa séu í kómm auk dægur- lagakeppni, ædolkeppna, Bifróvision o.fl. Sönghéraðið, gæmm við náð titlinum af Skagfirðingum? Bridgefélög, sögufélag, kvenfélög, leikfélög, skólafélög, þorrablóts- nefndir, skátar, ungmennafélög, björgunarsveitir, Lions, Kiwanis, Rotary o.fl. o.fl. Ofvirka héraðið, það gæti selt í auglýsingaflóðinu. Einnig era starfandi listamenn í héraðinu; rithöfundar, myndlistar- menn og tónlistarmenn. Suðupottur íslenskrar menningar, hljómar það ekki vel? Spumingin er bara, er þetta nóg, er þetta of mikið, eða eigum við að einbeita okkur að einhverju einu og verða virkilega góð í því? Til stendur að halda opinn fund 23. janúar n.k. í Valfelli um ffamtíð- arsýn í menningarmálum í nýja sveitarfélaginu okkar og vil ég hvetja sem flesta til að koma og láta í sér heyra þar. Munum að allir íbúar era tengdir menningu héraðsins á einn eða annan hátt og menning er ekki uppskrúfað fyrirbæri fyrir menning- arvita heldur sameign okkar allra og stolt. Jónína Ema Arnardóttir, formaður menningamiálanefiidar Borgarbyggðar. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 433-3000 eða í tölvupósti á stefank@bifrost.is VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN BIFRÖST r fp l INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGN í B0RGARNESI ÞÓRÓLFSGATA 19, Borgarnesi Einbýlishús, íbúð 135,6 ferm. og bílskúr og 47,4 ferm. Forstofa flísalögð. Hol, stofa, borðstofa og gangur parketlagt. Fjögur herbergi, þrjú teppalögð en eitt dúklagt. Eldhús dúklagt, eldri viðarinnrétting. Baðherbergi flísalagt. Gestasnyrting dúklögð. Þvottahús og búr. Geymslur í bflskúr á neðri hæð. Góð staðsetning og fallegt útsýni. Verð: 24.500.000 % Allar nártari upplýsingar á skrifstofu | Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali s Borgarbraut 61,310 Borgarnes, S s. 437 1 700, 860 2181 -fax 4371017, netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is Þitt nám þegar þér hentar! Fjarnám allt árið Skráning á vorönn fer fram 6.-15. janúar 2006 á vef skólans www.fa.is fWjk. Skólameistari ■ fWjt 111 Cio láBrmúIaSKÓLINN Bh+heilbrigð.sskolinn FJOLBRAUTASKOLINN VIÐ ARMULA f

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.