Skessuhorn - 11.01.2006, Blaðsíða 11
SlíOSSU'iiöMI
MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 2006
11
Sýslumaðurinn á Akranesi ánægður
með lykilembættið
Ólafur Þór Hauksson.
Olafur Þór Hauksson, sýslumað-
ur á Akranesi er ánægður með þær
breytingar sem Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra kynnti í liðinni
viku á tillögum um nýskipan lög-
reglumála. Sýslumannsembættið á
Akranesi verður svokallað
lykilembætti í stað Borgarness,
eins og upphaflegar var lagt til.
Dómsmálaráðherra mun á vor-
þingi leggja fram frumvarp til
breytinga á lögreglulögum.
Þegar upphaflegar tillögur
Ollum faglegum
rökum snúið á haus
nefhdar um nýskipan lögreglumála
voru kynntar í haust gagnrýndi O-
lafur Þór þær og taldi rétt að
lykilembættið yrði á Akranesi
meðal annars vegna rannsóknar-
deildarinnar sem þar hefði starfað
um áratuga skeið. A heimasíðu
sinni lýsir Björn Bjarnason ástæð-
um þess, að hann leggur til að
Akranes verði lykilembætti en ekki
Borgarnes, svo: „Astæðuna fyrir
því að ég valdi Akranes skýrði ég
fyrir Páli sveitarstjóra (Páll
Brynjarsson bæjarstjóri Borgar-
byggðar -innsk. blm) og samstarfs-
fólki hans á fundi í ráðuneytinu, en
rök mín eru þau, að löng og góð
reynsla er af rannsókn lögreglu-
mála á Akranesi, en lykilembætti
gegna einmitt lykilhlutverki á því
sviði. Taldi ég, að sú efnislega
ástæða ætti að vega þyngra en lega
Borgarness."
Olafur Þór segir að ffá því að
upphaflegar tillögur nefndarinnar
lágu fyrir hafi hann kynnt sjónar-
mið sín fyrir nefndarmönnum.
Hann hafi lagt áherslu á að endan-
leg ákvörðun yrði tekin á faglegum
grunni og að sínu mati hafi það
orðið niðurstaðan. Nefndin og síð-
ar ráðherra hafi fallist á þau rök að
ekki væri ástæða til að hrófla við
þeirri starfsemi sem byggð hefur
verið upp hjá embættinu á Akra-
nesi á undanförnum áratugum.
Hann vonast til þess að frumvarp
ráðherra nái fram að ganga á vor-
þingi. „Við sem störfum hjá lög-
reglustjóraembættinu á Akranesi
erum reiðubúin til þjónusm við
önnur embætti á Vesturlandi sem
lykilembætti og vonumst eftir
góðu samstarfi við starfsfólk ann-
arra embætta, sveitastjórnir sem og
íbúa alla,“ segir Olafur Þór.
Aðspurður hvort þessar breyt-
ingar nú séu fyrirboði frekari
breytinga á skipulagi sýslumanns-
embættanna til dæmis í þá átt að
þeim fækki vill hann ekkert segja
til um. „Það hefur mikil umræða
farið fram um þessi mál á liðnum
árum. Að mínu mati eru flestir
sýslumenn búnir undir það að með
tíð og tíma verði einhverjar breyt-
ingar gerðar á skipulagi embætt-
anna. Hverjar þær verða og hversu
hratt þær gerast treysti ég mér ekki
til að segja til um,“ segir Olafur
Þór.
HJ
-segir Stefán Skarphéðinsson,
sýslumaður
Stefán Skarphéðinsson, sýslu-
maður í Borgarnesi er afar ósáttur
við þá ákvörðtm dómsmálaráðherra
að fara að breyttum tillögum
nefndar um nýskipan lögreglumála.
Nú er gert ráð fyrir að embætti
lögreglustjórans á Akranesi verði
svokallað lykilembætti en ekki
embættið í Borgarnesi eins og
nefndin lagði upphaflega tdl. Hann
segir málafjölda embættisins í
Borgarnesi á undanförnum árum
miklu meiri en á Akranesi.
Stefán segir að í skýrslu verkefh-
isstjórnar um nýskipan lögreglu-
mála ffá því í janúar 2005 hafi kom-
ið fram að horfa þurfi til landfræði-
legra þátta og samgangna þegar
gerðar eru tillögur um ný lögreglu-
umdæmi. Einnig hafi komið ffam
að fjöldi íbúa sé á engan hátt ein-
hlímr mælikvarði sem leggja eigi til
grundvallar heldur þurfi að taka til-
lit til fleiri þátta eins og mikillar
umferðar í kringum ferðamanna-
staði og í sumarbústaðarbyggðum.
A þessi rök hafi framkvæmdanefnd
síðan fallist með áliti sínu frá því í
október. Sú niðurstaða hafi fengist
efdr miklar umræður meðal annars
innan Sýslumannafélagsins og
Landsambands lögreglumanna.
„Eftir að tillögur ffamkvæmda-
nefndarinnar lágu fyrir fór hins
vegar í gang mjög undarleg rök-
ræða og samanburður milli emb-
ættanna í Borgarnesi og á Akranesi.
Af þeirri umræðu mátti skilja að
höfuðmálið væri starf rannsóknar-
deildarinnar á Akranesi, sem skip-
uð er einum lögreglumanni. Af
umræðunni mátti skilja að mála-
fjöldi ffá Akranesi væri til muna
meiri en ffá öðrum stöðum. Slíkt er
fjarri sanni eins og tölur ffá Hér-
aðsdómi Vesturlands sýna. Frá ár-
inu 2000 hafa komið samtals 3.051
mál til Héraðsdóms Vesturlands
þar af 832 ákærumál og 2.219 sekt-
arboðsmál. Af þessum 3.051 máli
komu 1.344 mál ffá Sýslumanns-
embættinu í Borgarnesi en aðeins
831 ffá embættinu á Akranesi. A-
í Borgarnesi
Stefán Skarphéðinssm, sýslumaður í
Borgamesi.
kærumálin frá Borgarnesi voru á
þessum árum 300 en 200 á sama
tíma frá Akranesi. Af þessum mála-
fjölda má sjá að mestur þungi rann-
sóknarstarfa er í Borgamesi. Því er
ffáleitt að gera starf rannsóknar-
deildarinnar á Akranesi að aðal-
máli. Staðreyndin er sú að hjá lög-
reglunni í Borgamesi er til staðar
mikil þekking í rannsóknum mála
enda hafa sex menn sinnt þeim
rannsóknum. Fjárveitingar hafa
hins vegar aldrei fengist fyrir sér-
stakri stöðu rannsóknarlögreglu-
manns í Borgarnesi,“ segir Stefán.
Hann bendir einnig á að innan
embættisins í Borgarnesi hafi með
ámnum skapast sérþekking af ýmsu
tagi svo sem við hálendiseffirlit og
veiðieftirlit.
Stefán vill ekki segja til um hvað
hafi ráðið úrslitum um breytta af-
stöðu nefhdarinnar. Hann voni
hins vegar að þar hafi ekki ráðið álit
manna á þeim persónum sem skipa
umrædd embætti í dag. Aðspurður
hvort harm telji líkur á að málið
breytist í meðfömm Alþingis vill
Stefán ekki spá um. „Eg vona hins
vegar að þau faglegu rök sem sett
vom í upphafi verði höfð að leiðar-
ljósi í meðfömm Alþingis. Slíkt
hefur ekki verið gert við þá ákvörð-
un sem kynnt var í liðinni viku,“
segir Stefán Skarphéðinsson sýslu-
maður að lokum.
HJ
Löggæsla á Vesturlandi
Skipan lögreglumála hefur verið
nokkuð í umræðu að undanförnu í
kjölfar tillagna svokallaðra „ffam-
kvæmdanefndar um nýskipan lög-
reglumála," sem dómsmálaráð-
herra skipaði í maí á 2005. Nefnd-
in skilaði
sínum til-
lögum í
o k t ó b e r.
Þar lagði
hún til að
svokallað
lykilemb-
ætti á Vesmrlandi yrði í Borgar-
nesi. Fljótlega eftir að þessi tillaga
lá fyrir fór að bera á verulegri van-
stillingu hjá forráðamönnum
Akranesbæjar. Þessari niðurstöðu
gám þeir ekki unað. Að nágrannar
þeirra og samstarfssveitarfélag í
mörgum málum hlyti þetta emb-
ætti. Þessum málum varð að skipa
á annan veg og þeir náðu að knýja
það fram á sinn hátt. Fram-
kvæmdanefndin lét undan og í
desember lagði hún til að
lykilembættið yrði á Akranesi.
Röksemdafærsla nefhdarinnar fyr-
ir þessum viðsnúningi finnst mér
veigalítil.
Mér sýnist meginástæðan fyrir
því að staðsetja þetta svokallaða
lykilembætti á Akranesi en ekki í
Borgarnesi, eins og framkvæmda-
nefndin lagði til í upphafa, vera sú
mikla starfsreynsla sem einn lög-
reglumaður á Akranesi býr yfir.
Þvf spyr ég: Skoðaði nefndin mála-
fjölda við Héraðsdóm Vesturlands
effir embættum? A árunum 2000-
2005 er málafjöldi embættanna
sem hér segir:
Ég vil alls ekki gera lítið úr
störfum þessa eina umgetna lög-
reglumanns á Akranesi og hann
verður sjálfsagt boðinn velkominn
í Borgarnes, en ofangreind mála-
skrá sýnir það og sannar að hér í
Borgarnesi hefur verið vel á mál-
um haldið að hálfu lögreglunnar.
Því vil ég spyrja dómsmálaráð-
herra og ffamkvæmdanefndina um
það hvort þessi meginrök þeirra
við breytingartillögunni sé ekki
byggð á röngum forsendum? Mér
sýnist það ótvírætt.
I breytingartillögum fram-
kvæmdanefndarinnar er líka talað
um mikla andstöðu Akurnesinga,
sem röksemd fyrir því að nauðsyn-
legt hafi verið að leggja til að
lykilembættið yrði þar í bæ. Því
spyr ég: Við hvaða viðbrögðum
bjuggust þeir af þeirra hálfu? A að-
eins ein sveitarstjórn að ráða
skipulagi lögreglumála á Vesmr-
landi?
I upphaflegu tillögu nefndarinn-
ar var að hennar sögn ekki síst
horft til landfræðilegrar stöðu
embættanna. Hefur nokkuð breyst
hvað það varða? Liggur ekki
hringvegurinn enn í gegnum
Borgarnes og er Akranes ekki enn
utan hans? Er Borgarnes ekki enn
miðsvæðis og auðvitað mikið betur
í sveit sett til að sinna þessu hlut-
verki heldur en Akranes?
Það er von mín að Alþingi láti
þessi vanstilltu viðbrögð forráða-
manna Akranesbæjar ekki ráða
endanlegri skipan lögreglumála á
Vesturlandi heldur notist við upp-
haflegu tillögu framkvæmdanefnd-
arinnar og setji lykilembættið í
Borgarnes til hagræðis fyrir allt
Vesturland.
Sveinn G. Hálfdánarson
Embætti: Ákærum. Sektarboðsm. Samtals
Sýslum. í Borgarnesi 300 1044 1344
Sýslum. á Akranesi 200 631 831
Sýslum. í Stykkishólmi 278 449 727
Sýslum. í Búðardal 12 95 107
Þþrrablót
Ungmennafélög, kvenfélög, starfsmannafélög, fyrirtæki,
kórar, saumaklúbbar, aðrir klúbbar og einstaklingar.
Pantið þorramatinn tímanlega
Við bjóðum gott verð fyrir hópa! Sími: 437 2345
A
M 'lk' M
V "*
b
(Jlsil- Ojj mttíjmmðiir
motel@emax.is
Skráning á heimasíðu skólans
4.-17. janúar
FJARNÁM
ÖFLUGT 0G ÖDVRT
VERZLUNARSKÚLif ÍSLANDS