Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2006, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.01.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 2006 jatsaunu^ Samgöngubætumar mestu framfarimar Ingpór Friðriksson læknir hefur verið starfandi við Heilsugœslustóðina í Borgamesi fi'á stofnun hennar að undanskildum árum sem hann var við sémám t heimilisUkningum í Svífrjóð. Um leið og fagnað er þrjátíu ára afmæli Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi eru þrjátíu ár liðin frá því að Ingþór Friðriksson læknir kom fyrst til starfa hjá stofnuninni. Nokkrum þessara þrjátíu ára hefur hann þó varið við sérnám í heimil- islækningum í Svíþjóð. Mikil upp- bygging átti sér stað í húsakosti heilsugæslunnar í landinu á áttunda áratug síðustu aldar og búa lands- menn að mestu að þeirri uppbygg- ingu ennþá. Sömu söguna er að segja í Borgarnesi, að sögn Ingþórs. Hann segir aðstæður nokkuð góðar en þó hafi öðru hvoru komið upp umræður um stækkun stöðvarinnar en þær hafi ekki orðið að veruleika hvað sem síðar kann að verða. „Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Ingþór og vísar til þess að nú nýver- ið var útboð á byggingu bílgeymslu fyrir heilsugæslunnar þrjátíu árum eftir að hún var stofnuð. Ingþór segir að í raun hafi ekki miklar breytingar orðið á heilsu- gæslunni undanfama áratugi. Að- spurður segir hann sæmilega að henni búið í landinu en ávallt megi betur gera. Skipulag heilbrigðis- þjónustunnar er ávallt fyrirferðar- mikil í umræðunni og aðgengi sjúk- linga að sérfræðingum er einn þátt- ur hennar. Ingþór segir það um- hugsunarefni fyrir stjórnvöld að í tveimur löndum sé aðgengi fólks að sérfræðingum nánast óheft. I þess- um sömu löndum sé dýrasta heil- brigðiskerfi heims. Löndin tvö eru Bandaríkin og Island. Sú staðreynd hljóti að vekja fólk til umhugsunar hvort ekki megi spara mikla fjár- muni með eflingu heilsugæslunnar. Þegar talið berst að mestu fram- förunum í þrjátíu ára sögu Heilsu- gæslustöðvarinnar í Borgarnesi nefiiir Ingþór óhikað samgöngu- mál. „Framfarir í samgöngum á undanförnum áratugum hafa orðið stórstígar. Þegar ég kom hér til starfa var margra klukkutíma ferða- lag til einstakra staða innan starfs- svæðisins. Nú má segja að hægt sé að komast á alla staði á innan við hálftíma. Þetta hefur skapað mikið öryggi meðal íbúanna. Það er ekki lítið öryggisatriði að vera nokkuð viss um að komast til læknis á stutt- um tíma gerist þess þörf.“ Bættar samgöngur hafa líka kall- að á breytt skipulag þjónustunnar. Þar má nefha að í upphafi var lítil heilsugæslustöð á Kleppjárnsreykj- um. Með bamandi samgöngum var starfsemi þeirrar stöðvar lögð niður og öll þjónusta færðist til Borgar- ness. Ingþór segir töluverðan kurr hafa orðið við þessar breytingar eins og eðlilegt er þegar þjónusta breytist. Framfarir á einu sviði kalli oft á breytingar á öðrum og við því sé ekkert að gera. Ingþór er bjartsýnn á framtíð heilbrigðisþjónusmnnar í Borgar- firði. „Við emm mjög vel sett hér að mínu mati og í næsta nágrenni er hin öfluga heilbrigðisstofnun á Akranesi sem færst hefur nær með bættum samgöngum. Samstarf okk- ar við þá ágætu stofhun hefur ávallt verið með ágæmm og verður án efa þannig áffam,“ segir Ingþór að lok- um. HJ Hinn 10. janúar vom hðin þrjátíu ár frá formlegri opnun Heilsugæslu- stöðvar í Borgarnesi, en það markaði þáttaskil í aðstöðu til þess að sinna heilbrigðisþjónustu í héraðinu. Var til þess mælst að minnast þess með nokkrum orðum. I leiðinni gefst tilefni til að rifja upp í stuttu máh nokkur atriði úr sögu og þróun læknisþjónustu í hér- aðinu. Fyrsti íslendingur sem lauk læknaprófi var Bjarni Pálsson, sem árið 1760 varð fyrsti landlæknir, en átti jafnframt að annast lækna- kennslu. Einn þeirra er lauk námi sínu hjá honum var Hallgrímur Bachmann ffá Rauðuskriðu, sem varð 1766 fjórðungslæknir í Vestfirðingafjórð- ungi. Þegar fjórðungntnn var skipt í tvö læknishéröð,1781, tók hann við hinu syðra er náði yfir Borgarfjarð- ar-, Mýra-, Hnappadals-, Snæfells- nes- og Dalasýslur. Lengst af var að- setur hans í Bjamarhöfh. í febrúar 1868 var Páll Blöndal ffá Hvammi í Vatnsdal skipaður sýslu- læknir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, svæðinu milli Hvalfjarðar og Hítarár. Fyrsm árin sat hann á Hvítárvöllum, en settist 1874 að í Stafholtsey. Þar var læknissetur í fimmtíu ár, en það var flutt að Kleppjárnsreykjum 1924 og var þá byggt yfir lækni þar. Arið 1875 var stofnað sérstakt læknishérað, er náði yfir Akranes og sveitir utan Skarðsheiðar. 1894 varð til nýtt læknishérað er tók til Alfta- nes-, Hraun-, Kolbeinsstaða-, Eyja- hreppa og Miklaholtshrepps austan Straumfjarðarár. Fyrsti læknir skip- aður til þjónusm þar var Friðjón Jensson frá Hóli í Hvammssveit, Hann sat á ýmsum bæjum í Hraun- hreppi, síðastí Vogi. Arið 1907, þeg- ar Þórður Pálsson tók við héraðinu settist hann að í Borgarnesi og bjó fyrstu mánuðina og sinnti sjúkhngum sínum í ,Arabíu“, en síðar í húsi Þor- kels Guðmundssonar beint á móti handan Brötmgöm, sem nú er horfið. Þá fluttist Borgarhreppur til Borgar- neslæknishéraðs. Starf héraðslækna var löngum ein- yrkjastarf og þeir þurffu stöðugt að vera til taks, ef sjúkhngur, slasaður maður eða kona í barnsnauð kallaði eftir hjálp. Samgöngur vom off erfið- leikum bundnar vegna ófærðar, vatnavaxta eða dimmviðris. Liðsirmi við störfin eða ráðgjöf í vanda lá ekki á lausu og oft varð kona læknisins að leggja honum hð við aðgerðir og um- örmun. Það var fyrst 1968 að hjúkr- unarkonur komu til starfa, Guðjóna Jónsdótttir á Kleppjárnsreykjum og Erla Ingadóttir í Borgarnesi. Því má bæta við, að á Kleppjárnsreykjum var sjúkraskýli fyrir fimm sjúklinga frá 1924 til 1941 og þegar gamla húsið var tekið til annarra nota var byggður nýr læknisbústaður og þar var rými fyrir þrjá sjúkhnga. Raunar var það h'tið notað og lagðist endanlega af 1962. í Borgarneshéraði var aldrei komið upp sjúkraskýli, en þó var árið 1925 stofnaður sjóður í því skyni. Mun hann hafa mnnið til byggingar dvalarheimilis aldraðra. Þá þurfti læknirinn að sjá um afgreiðslu lyfja, meðan ekkert apótek var til, en það var ekki fyrr en 1960 að lyfjabúð kom í Borgarnes. Þá hefur það án efa kost- að mikla vinnu að krefja og inn- heimta greiðslur fyrir lyf og læknis- hjálp fr á einstaklingum og sjúkrasam- lögum, eftir að þau komust á 1944. Enn má geta þess sem nútíma læknavísindi leggja mikla áherslu á, en það er að halda til haga vitneskju um heilsufar fólks og þróun sjúk- dóma með skráningu á meðferð og aðgerðum og árangri þeirra, að vit- neskja um það efni liggi fyrir, er kom- ið er til annars læknis. Gmndvöllur til shkrar skráningar var takmarkaður við þessar aðstæður og fór verðmæt þekking um heilsufar fólks og árang- ur lyfja og læknisráða í gröfina með sérhverjum hinna eldri lækna er þeir kvöddu þennan heim. Þau starfsskilyrði sem hér hefur verið lýst urðu til þess að erfitt reynd- ist að fá unga lækna til starfa og komu þá ffarn hugmyndir um svonefndar „læknamiðstöðvar" þar sem störfuðu saman fleiri læknar sem gætu skipt með sér verkum og dreift ferðum og álagi, en einnig skapað starfsaðstöðu fyrir fleiri heilbrigðisstéttir og gætu boðið íbúunum fjölbreyttari og betri þjónustu. Vom sett í lög ákvæði um læknamiðstöðvar á árinu 1969 og munu fyrstu stöðvar af því tagi hafa verið settar á stofn á Húsavík og í Vestmannaeyjum, á báðum stöðum í tengslum við sjúkrahús. Ahyggjur vegna þessara mála hafði oft borið á góma á fundum oddvita hreppanna í héraðinu og 24. október 1970 var á oddvitafundi samþykkt til- laga frá formönnum beggja héraða, sem markaði stefnu til framtíðar. Að- alatriði tillögunnar vom þessi: 1. Mælt er með stofhun læknamið- stöðvar í Borgarnesi fyrir bæði lækn- ishéröðin í samræmi við ákvæði læknaskipunarlaga og ákvæði um læknamiðstöðvar og verði unnið að því að fé verði veitt á fjárkjgum 1971 að framkvæmdir geti þá hafist. 2. Við læknamiðstöðina starfi þrír héraðslæknar, tveir skulu hafa búsem í Borgarnesi, en sá þriðji á Klepp- járnsreykjum. 3. Fáist ekki læknir til búsetu á Kleppjárnsreykjum, verði hann einrúg búsettur í Borgarnesi, en við- talstími hafður á Kleppjárnsreykjum eigi sjaldnar en þrisvar í viku. 4. Kjósa skal nefnd er vinni að ffamkvæmd málsins, sem skipuð sé læknum beggja héraða og einum full- trúa ffá hvom héraði er oddvitar kjósi. Oskað er eftir því að heilbrigð- isráðuneytið tilnefni mann í nefrid- ina. Samþykktin ber þess vitni að íbúar í upphéraðinu, ekki síst sunnan Hvít- ár, hafa lagt á það mikla áherslu að réttur og möguleikar þeirra á læknis- þjónusm sem næst heimilum þeirra skermst ekki við breytinguna, enda samgöngur misgóðar og farkostir ekki til staðar á hverjum bæ. Samþykkt fundarins var þegar send Heilbrigðisráðuneyti og 24. nóv. 1970 barst svohljóðandi svar til sveit- arstjórans í Borgarnesi: „Ráðuneytið hefúr í dag skipað Friðjón Sveinbjörnsson, sparisjóðs- stjóra í Borgarnesi formann í fram- kvæmdanefnd læknamiðstöðvar- byggingarinnar í Borgarnesi. Með tilnefningu fulltrúa í ffamkvæmda- nefnd þessa hefur ráðuneytið ákveð- ið, að stofnuð verði í Borgarnesi, þegar fé verður veitt til þess á fjárlög- um, læknamiðstöð fyrir Borgarnes og K1 eppj árnsreykj alækni sh ét()ð.“ Heilsugæslustöðin í Borgamesi er eina stöðin á landinu sem byggð var samkvæmt þessum lögum gegn 100% kosmaðar ffá ríkissjóði, en áður en ffamkvæmdum við byggingu hennar lauk vom sett lög um heilsu- gæslustöðvar og því hlaut hún er starfsemin hófst það heiti, þó að allan undirbúnings og ffamkvæmdatímann væri talað um „læknamiðstöð.“ Var þetta orðaval klókt, eins og í pottinn var búið. Hún var jafnffamt fyrsta og lengi vel eina heilsugæslustoð, sem ekki er byggð í tengslum við sjúkrá- hús. Hafa fylgt því ákveðnir erfiðleik- ar, ekki síst við ráðningu starfsmanna, þar sem tekjumöguleikar þeirra hafa verið takmarkaðri en gerist í sjúkra- húsumhverfi. Framkvæmdanefnd skipuðu auk Friðjóns Sveinbjörnssonar og lækn- anna, Aðalsteins Péturssonar og Val- garðs Björnssonar, Björn Jónsson oddviti Deildartungu og Húnbogi Þorsteinsson sveitarstjóri Borgarnesi og hófst nefhdin þegar handa um undirbúning. Staður var valinn við hlið Dvalarheimihs aldraðra, Ragnar Emilsson arkitekt teiknaði húsið. Verkið var boðið út um áramót 1971- 72 og átti Reynir Asberg rafverktaki það tilboð sem tekið var. Fyrsta skóflustunga var tekin 3. maí 1972, húsið var uppsteypt í lok þess árs. Innréttingar vom hannaðar sérstak- lega, vom teikningar tilbúnar í maí 1974 og samið var við Akur hf. á Akranesi um smíði og uppsetningu.Ymsar ástæður tnðu til þess að verkskilum seinkaði og hófust flutningar í húsið í október 1975. Sá er þetta ritar hafði þá unrúð í hluta- starfi að undirbúningi og skipulagn- ingu ffá ársbyrjun. Móttaka sjúkhnga hófst snemma í nóvember og formleg vígsla var 10. janúar 1976, eins og fyrr var greint. Meginverkefhi þessara fyrstu mánaða var að byggja upp tiltrú íbúa til stöðv- arinnar og skapa þá tilfinningu að hún væri stofnun allra, hvar sem þeir byggju og læknar gengju jafnt til verka. Þetta var undirstrikað með því að læknar sinntu allir móttöku á Kleppjárnsreykjum og þótti skondið að læknir er bjó á Kleppjárnsreykjum ók til vinnu sinnar í Borgarnes, en annar kom þaðan til að sinna sjúk- lingum uppffá. Eldd komst öll sú starfsemi, er gert var ráð fyrir í gang. Fæðingarstofa gegndi aldrei því hlut- verki er henni var ætlað og olli það Jóhönnu ljósmóður Jóhannsdóttir miklum vonbrigðum og fæðingarrúm er keypt hafði verið var nokkrum árum síðar afhent Sjúkrahúsi Akra- ness. Þess var getið við vígsluna að eitt af því sem enn vantaði í húsið fullbúið væri lyfta. Hún er ekki enn komin. Vígsla fór fram 10. janúar 1976 og hófst með stuttri bænarstund er Sr. Leó Júlíusson, prófasmr annaðist. Þá flutti Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra ræðu, Friðjón Sveinbjörns- son greindi ffá sögu framkvæmd- anna, lýsti húsinu og afhenti Guð- mundi Ingimundarsyni formanni stjórnar stöðvarinnar húsið til starf- rækslu og afitota. Guðmundur veitti lyklum viðtöku og rakti aðdraganda verksins. Valgarð Björnsson héraðs- læknir gerði grein fyrir ætluðum verkefhum stöðvarinnar og því starfs- liði, er ráðið var til starfa. Avörp fluttu Ásgeir Pétursson sýslumaður, Soffi'a Agústsdóttir er afhenti gjöf ffá Kvenfélaginu 19. júm' og Halldór E. Sigurðsson alþingismaður. I ávarpi Valgarðs Björnssonar læknis við vígslu stöðvarinnar taldi hann upp þá starfsmenn, sem ráðnir höfðu verið til starfa. Þeir voru: Forstöðumaður: Snorri Þorsteins- son Heilsugæslulæknar: Valgarð Björnsson, Ingþór Friðriksson, Aðal- steinn Pétursson Hjúkrunarkonur: Erla Ingadóttir, Guðjóna Jónsdóttir og Guðrún Broddadóttir Meinatæknir: Jenny Johansen, Læknaritari: Dóra Erna Asbjörns- dóttir Símastúlka: Aðalbjörg Olafsdóttir Ljósmóðir: Jóhanna Jóhannsdóttir Húsvörður og sjúkrabílsstjóri: Þórður Magnússon Ræstingakonur: Iðunn Jómunds- dóttir og Þorgerður Þorgilsdóttir. Enn gat hann þess að fyrirhugað væri að ráða sjúkraþjálfara. Þá hafði Bragi Ásgeirsson tannlæknir og Dallilja Jónsdóttir aðstoðarstúlka hans aðstöðu í húsinu. I fyrstu stjórn stöðvarinnar sátu Guðmundur Ingimundarson Borgar- nesi formaður, Björn Jónsson Deild- artungu og Haukur Sveinbjörnsson Snorrastöðum. A þessu afmælisári eru sautján starfsmenn við stöðina samtals í fjórt- án stöðugildum. Þróun starfseminnar á þessum þremur áratugum hefur á vissan hátt orðið nokkuð önnur en gert var ráð fyrir í upphafi, en breytt- ar kröfur og nýjar aðstæður hafa að nokkru leyti beint þjónusm heil- brigðisstofnana í annan farveg en ætl- að var á þeim tíma. Bættar samgöng- ur, efling sjúkrahússins á Akranesi og auknar kröfur um heimaþjónusm við sjúka og aldraða hafa þar skipt sköp- urn, en alla tíð hafa þau grundvallar- atriði verið höfð í huga að veita skjóta og alúðlega þjónusm öllum þeim er til stöðvarinnar leita. SnoiTÍ Þorsteinsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.