Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2006, Page 8

Skessuhorn - 01.02.2006, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 SSESSlMÖERi Fjölmennt námskeið ungra firumkvöðla úr Borgarfirði Um síðustu helgi var haldið námskeið fyrir unga frumkvöðla á Varmalandi, en þetta námskeið er hluti af Evrópuverkefni sem Island tekur þátt í auk Noregs, Svíþjóðar, Skotlands, Grænlands og Rússlands. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins, en auk þess kemur Byggðastolhun að þessu verkefni. Impra - nýsköp- unarmiðstöð leiðir verkefuið hér á landi, en auk Impru tekur SSV- atvinnuþróun og ráðgjöf á Vesturlandi þátt í verkefhinu auk annarra atvinnuþróunarfé- Iaga á landinu. A síðasta ári voru haldin tvö námskeið á Vestur- Iandi fyrir unga frumkvöðla, annars vegar í Laugagerðisskóla og hins vegar í Dölunum. Námskeiðið á Varmalandi var kynnt fyrir nemendum í 9. og 10. bekkjum í þremur skólum í Borg- arfirði, þ.e. í Grunnskólanum í Borgarnesi, Varmalandsskóla og Kleppjárnsreykjaskóla. Alls mættu 28 nemendur úr þessum skólum og er námskeiðið á Varmalandi lang fjölmennasta námskeiðið fyrir unga frumkvöðla sem haldið hefúr verið hér á landi. G. Agúst Péturs- son, stjórnarformaður Frum- kvöðlafræðslunnar var leiðbein- andi á þessu námskeiði sem byrjaði um miðjan dag á föstudag og stóð fram á miðjan dag á sunnudag og gistu krakkarnir á Varmalandi og voru þar í fullu fæði á meðan á námskeiðinu stóð. Styrkir einstaklinginn Markmiðið með námskeiði sem þessu er að efla frumkvöðlakraft- inn hjá ungmennum, skerpa sýn þeirra á tækifærin sem eru í um- hverfi þeirra, laða fram hjá þeim Hópurinn ásamt leiðbeinendum stnum á Varmalandi, þeim G. Agústi Péturssyni og Ingu Dóru Halldársdóttur. frumkvæði og hvetja þau til að setja sér skýr framtíðarmark- mið. Það er því fyrst og fremst tilgangurinn að styrkja einstak- linginn og efla með honum trú á eigin mátt og megin. „Ohætt er að segja að vel hafi til tekist. Nám- skeiðið hófst með kynningu á því hvað frum- kvöðlar eru og hvað þeir gera og hvaða leiðir eru færar til að koma auga á viðskipta- tækifæri í um- hverfinu. I byrj- un námskeiðs var krökkunum skipt niður í níu hópa og vann hver hópur sína viðskipta- hugmynd. Farið var í þætti eins og markaðs- og sölumál, þar sem hóparnir þurftu m.a. að vinna heimasíðu og bæklinga og ekki síst að vinna að kynningu á verkefninu. Fjármálin voru einnig tekin fyrir og farið m.a. í þætti eins og hvað er stofnkostnaður, rekstraráætlun og rekstrarreikningur," sagði Inga Dóra Halldórsdóttir, sem tmdirbjó námskeiðið og starfaði með Agústi við stjórnun þess sl. helgi. Námskeiðinu lauk síðan með því að hver hópur kynnti sína við- skiptahugmynd fyrir foreldra- og dómnefnd sem skipuð var þeim Þorvaldi T. Jónssyni, rekstrarfræð- ingi ffá Landbúnaðarháskóla Is- lands, Valdimari Sigurjónssyni frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, Hrefnu B. Jónsdóttur fulltrúa frá SSV-þróun og ráðgjöf og Páli S. Brynjarssyni bæjarstjóra í Borgar- byggð. Veitt voru peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Hundahótels- hugmynd vann Eggert Orn Sigurðsson, Rakel Erna Skarphéðinsdóttir, Sigurður Þórarinsson og Valdís Hrönn Sig- marsdóttir skipuðu hópinn sem hlaut fyrsta sætið. Þau voru með hugmynd að fyrirtækinu Hvutta- koti - hundahóteli í Borgarfirði. Markhópurinn var hundaeigendur um land allt sem að einhverjum ástæðum geta ekki tekið hundinn með sér og þurfa að koma honum í gæslu á meðan að þeir eru fjarver- andi. Hugmyndin var að hundur- inn gæti fengið bað og snyrtingu á meðan á dvöl stæði, leikið sér á stóru leiksvæði og hundaeigendum stæði einnig til boða að kaupa hlýðninámskeið fyrir hundinn. I öðru sæti varð hugmynd að fyrirtækinu Aski sem selur fjöl- breyttan íslenskum mat inn í Surtshelli í Hallmundarhrauni. Matur er borinn fram í gamaldags öskum og boðið er upp á þjóðlega drykki, en auk þess er reynt að hafa stemninguna eins forn íslenska og hægt er. Það voru þær Asta Þor- steinsdóttir, Elsa Þorbjarnardóttir, Ingunn Grétarsdóttir og Þorgerð- ur Olafsdóttir úr Varmalandsskóla sem unnu þessa viðskiptahug- mynd. I þriðja sæti urðu þeir Eiríkur Agúst Brynjarsson, Eiríkur Þór Theodórsson og Guðmundur Þor- valds Einarsson með hugmynd að fyrirtækinu Off - Road ehf., stað- sett að Borgum í Norðurárdal þar sem fólki á öllum aldri gefst kostur á að leigja sér farartæki og spreyta sig í þremur miserfiðum torfæru- brautum. „Nemendur tóku hlutverk sitt alvarlega á námskeiðinu og lögðu sig allir fram og voru námsfúsir,“ sagði Inga Dóra. MM Vildum læra um markaðsmál Blaðakonumar Asta og Elsa. Á námskeiðinu voru m.a. tvær ungar stúlkur sem fulltrúar skólablaðsins á Varmalandi, en ritstjóra Skessuhoms fannst til- valið að gefa þeim tækifæri á að spreyta sig og birta viðtal við samnemendur sína í Skessu- homi. Viðtal þeirra Astu Þor- steinsdóttur og EIsu Þorbjam- ardóttur, blaðamanna við Onnu Maríu Aradóttur og Andra Þór- hallsson birtist hér: Við tókum tvo nemendur tali og spurðum þá hvað þeim fyndist um við unnum hugmynd um að kynna umhverfi Varmalands með því að hafa skipulagðar gönguferðir með leið- sögn um svæðið,“ sagði Maja. Henni finnst þetta raunhæf við- skiptahugmynd og seg- ir þetta gott fyrir þá túrista sem hafa lítið að gera á Varmalandi. Maja segist ekki hafa áhuga á því að vinna sem leið- sögumaður en hvetur alla til að námskeiðið. Anna María Aradóttir, betur þekkt sem Maja, er í 10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi. Hún ákvað að koma á námskeiðið til að læra um markaðssetningu og viðskipti. Henni hefur fundist gaman en bjóst samt við því að það yrði minni vinna en raun bar vitni. Það sem henni fannst standa upp úr var hvað allir unnu vel saman. Hún segist örugglega eiga eftir að nýta sér þessa kunnáttu mikið í framtíðinni og hvetur sem flesta til að skella sér á námskeiðið. „Eg var með Natalíu og Möggu í hópi og nýta ser þessa þjón- ustu á Varmalandi. Andri Þórhallsson er í 10. bekk í Varma- landsskóla. Hann kom á námskeiðið vegna þess að hann langaði að læra um markaðssem- ingu. „Eg bjóst ekki við að námskeiðið yrði öðruvísi, en mér fannst kostur hvað allir unnu vel saman. Eg var með ísak og Þórarni í hópi og við unnum með hugmynd um að stofna fyrirtæki þar sem gerð eru upp gömul hús- gögn. Við erum búnir að gera bæk- ling, glærukynningu og heimasíðu og erum að verða tilbúnir að kynna hugmyndina okkar.“ Andri segist vel geta hugsað mér að vinna við húsgagnauppgerð í framtíðinni: „Þetta er kjörið tækifæri fyrir ung- linga sem vilja koma hugmyndum sínum á framfæri. Aðstaðan á Varmalandi er mjög góð og þetta gæti ekki verið betra,“ segir Andri og er ánægður með námskeiðið. Hann segist hafa lært mikið á þessu og mælir tvímælalaust með því að sem flestir fari á frum- kvöðlanámskeið. Asta Þorsteinsdóttir og Elsa Þorbjamardóttir nemendur í 10. bekk í Varmalandsskóla og þátttakendur á námskeiðinu Ungir frumkvóðlar. WT 8 tD (t WISHYOU WEuE hERE Maja ogAndri voru hæstánægð með frwnkvöílanámskeiðií.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.