Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2006, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.02.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 aSESSiÍHgSBIM VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ - VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ - VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ - VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ Vesturland morgundagsins - allt á fleygiferð! Fjölmenn ráðstefna um framtíð Vesturlands, undir yfirskriftinni „A fleygiferð - Vesturland morgun- dagsins," var haldin á Bifröst sl. föstudag. Það voru Samtök sveitar- félaga á Vesturlandi og Viðskipta- háskólinn á Bifröst sem stóðu fyrir ráðstefnunni. Hólmfríður Sveins- dóttir, starfsmaður Rannsókna- miðstöðvar Viðskiptaháskólans hafði veg og vanda að skipulagn- ingu ráðstefnunnar og á hún og aðrir þeir sem að henni stóðu hrós skilið fyrir hvernig til tókst. Brynhildur Olafsdóttir, fréttamaður á NFS og Grundfirðingur stjórnaði ráðstefnunni af festu og skörungsskap, enda stóðust tímaáætlanir ágætlega, en sama verður ekki sagt um allar ráðstefnur hér á landi. Fjölbreytt og í senn fræðandi erindi voru flutt þar sem víða var komið við. Hvert um sig vörpuðu erindin ljósi á þau gríðarlegu sóknarfæri sem bíða fyrir íbúa og samfélagið hér á Vest- urlandi. Þróun undanfarinna ára var rakin, sem og staðan í dag og ekki síst væntingar manna til upp- byggingar af ýmsu tagi og íbúa- fjölgun því samfara. Um 100 manns mættu á ráðstefnuna og var almennt gerður góður rómur af henni. Hér á þessari opnu og þeirri næstu mun Skessuhorn birta út- drætti og frásagnir af þeim erind- um sem flutt voru á Bifröst sl. föstudag. MM Ibúafjöldi Vesturlands gæti þrefaldast á næstu 10 til 15 árum Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst er bjartsýnn á að Vesturland gæti orð- ið eitt helsta vaxtarsvæði landsins og að íbúafjöldi svæðisins geti hátt í þrefaldast á næstu 10 til 15 árum. Hann telur að þær samfélagsbreyt- ingar sem eiga sér stað í landinu geti skapað mörg tækifæri fyrir Vesturland vegna nálægðar við höf- uðborgarsvæðið og vegna þess að svæðið sé að stærstum hluta orðið að úthverfi Reykjavíkur vegna bættra samgangna. Þessi þróun verður ekki síður að raunveruleika með tilkomu Sundabrautar. Runólfur segir jafn- ffamt að Landbúnaðar- háskóli Islands á Hvanneyri og Við- skiptaháskólinn á Bif- röst geymi aðgöngu- miða að þekkingarsam- félagi morgundagsins og mannauðurinn sé sú auðlind sem býr í þekk- ingu okkar, menntun, huga og þjóð og sú auðlind sé ein af þeim fáu sem ekki klárist. Sérstaða Vesturlands liggur hjá þessum skól- um og sé því mikilvægt að stuðla að uppbygg- ingu þeirra. „Með nýj- um tækifærum og nýj- um störfum er hægt að umbreyta efhahags- og atvinnumálum Vestur- lands,“ sagði Runólfur og bætti við að það væri hans skoð- un að með því að efla frumkvöðla- starf og nýsköpun gæti samfélagið nýtt háskólana betur en nú væri gert. Grunnskólar verða að standast samanburð Runólfur beindi orðum sínum til sveitastjórnamanna og sagði að þeir yrðu að leggjast á eitt til að gera Vesturland að ákjósanlegum stað til búsetu og setji það sem forgangsat- riði að byggja upp bestu grtmnskóla landsins. Lagði hann ffam nokkurs konar „tékklista“ fyrir núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólk til hliðsjónar við stefhumótun sína. I dag sé það raunin að grunnskólar á Vesturlandi standast engan veginn samanburð við grunnskóla Reykja- víkur og nágrennis og því þurfi að breyta. „Við þurfum að setja okkur það markmið að byggja upp bestu grunnskóla landsins en slíkt verður ekki gert nema saman fari fjármagn og faglegur metnaður," segir Run- ólfur. Hann vildi einnig styrkja ffamhaldsskólastigið með myndar- legri aðkomu sveitarfélaga að Fjöl- brautaskóla Vesturlands, Fjöl- brautaskóla Snæfellsness og hinum nýja Menntaskóla Borgarfjarðar. I öðru lagi þurfi sveitafélög á Vestur- landi að fara í ffamsækna skipulags- vinnu til að geta tekið á móti nýjum íbúum og þá sé mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim breytingum sem kunna að verða á samfélagi okkar. Hann telur það nauðsynlegt að sveitarfélög á Vesturlandi vinni að markvissri markaðssetningu svo hægt sé að kynna svæðið sem fysi- legan búsetukost fyrir nýja íbúa sem og fjárfesta. Runólfur benti sveitarstjórnarmönnum á að hafa langtímahagsmuni umbjóðenda sinna í huga og að þeir ættu að hafa vilja og þor til breytinga og ákvarð- anatöku ásamt því að veita svæðum sínum örugga og ódeiga forystu. KÓÓ Þætti í nærandi sam- félagi þarf að uppfyUa Helena Gutt- ormsdóttir, mynd- listamaður og kenn- ari við Landbúnaðar- háskóla Islands á Hvanneyri segir það mikilvægt að einstak- lingurinn fái að njóta sín svo samfélagið geti notað krafta þeirra. Hún sagði að við þyrftum að vera full af krafti í samfé- lagi sem stöðugt kall- ar á þátttöku okkar.Til að svo geti orðið þarf að tengja betur þætti eins og skóla- og ffæðslumál, þjónustu og verslun, menningu og afþreyingu, fagmennsku og metnað og ekki síst samskipti og samvimiu. Þetta kall- aði hún „nærandi samfélag." Helena taldi metnaðarfullt skóla- starf með góða tenginu út í samfé- lagið öflugustu leiðina að nærandi upplifun. „Við þurfum þó að hafa augun opin til að nýta hvert tæki- færi til skapandi verkefna og vera meðvituð um það sem betur má fara.“ Helena benti á að inn á heimasíða fjögurra bæja- og sveit- arfélaga hafi hún hvergi fundið steftiu í menningarmálum hjá við- komandi sveitarfélagi. Ræddi hún um vitund fólks gagnvart menn- ingu og tók sem dæmi að það væri hvergi nærri ásættanlegt að ung- lingar á Vesturlandi kannist ekki við Ásmund Sveinsson og Helga Þorgils Friðjónsson. „Erum við að nýta ræturnar?" spurði hún og benti á að hæg væru heimatökin. „Vestlendingar ættu að njóta þess munaðar sem umhverfi okkar býð- ur upp á og nota sjóinn, skóginn, rokið og skjólið, hitann og gufuna sem andlega næringu." Þá sagði hún að í kjölfar nýundirritaðs menningarsamnings leggði hún til að við settum okkur markmið og styrktum grasrótina. „Þá eigum við að sýna mun meiri djörfung í verk- eftiavali og reyna að virma betur úr því sem við höfum. Síðast en ekki síst er afar mikilvægt að við virkjum unga fólkið okkar.“ Ráðlagði hún ennfremur ungum sem öldnum að „vera til í dag en ekki í gær.“ KÓÓ Norðan Hvalíjarðar eru allir vegir færir - segir hafiiarstjóri Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði í erindi sínu á Bifröst að aldrei fyrr hafi jafn mörg tækifæri blasað við þeim sem fást við byggðaþróun og sveitarstjórn- armál norðan Hvalfjarðar. Það eigi reyndar einnig við um fleiri svæði umhverfis höfuðborgina en aldrei fyrr hafi sjónir manna beinst að þessu svæði í jafn ríkum mæli og nú eigi íbúar svæðisins val og mögu- leika á að stýra þróun með aðgerð- um. Þá reyni á ffamsýni fólks, hug- rekki og trú á að það sem gert er leiði til jákvæðra breytinga. Ymsar ákvarðanir hafi verið teknar sem séu grundvöllur þess sem nú gerist á svæðinu og neftidi Gísli ákvörðun um gerð Hvalfjarðarganga, samein- ingu orkufyrirtækja og hafnarsjóða og einnig nefndi hann ferðir Strætó. Með frekari aðgerðum megi ná enn sterkari stöðu og benti þar á gerð Sundabrautar sem hann sagði líflínu í framtíðaruppbygg- ingu Faxaflóahafna og þeirrar starf- semi sem þær draga að sér. Gísli nefni dæmi um nokkur at- riði sem unnið er að við Reykjavík- urhöfn og sagði í því sambandi að verið væri að skoða möguleika á því að flytja innfluming á plássffekri vöru út fyrir borgarmörkin eins og til dæmis timbur og bíla. Hann sagði að á höfuðborgarsvæðinu ættu sér stað hraðar og miklar breytingar sem hefðu það í för með sér að horfa verði til aðliggjandi landssvæða. Þar kæmi svæðið norð- an Hvalfjarðar til sögunnar „sem gríðarlega mikilvægur valkosmr til lengri framtfðar," eins og Gísli komst að orði. An skipulags „Sá valkosmr mun hins vegar ekki nýtast sem skyldi og ekki á þeim tíma sem nauðsynlegt er nema að til komi mjög verulegar samgöngubætur ffá Sæbraut í suðri að Grundartanga í norðri, en verk- efnið hefur gengið undir nafninu Sundabraut," sagði Gísli. Hann ræddi kostd þá sem Grundartanga- svæðið hefur upp á að bjóða svo sem möguleika til stækkunar og traust aðveitukerfi rafmagns. Á svæðinu væri nú þegar starfsemi sem veittu 5-600 manns atvinnu sem að stærsmm hluta er sinnt af íbúum á svæðinu norðan Hvalfjarð- ar. En Grundartangasvæðið glímir líka við veikleika að sögn Gísla og það sé skipulag svæðisins sem sé „í heild enn ómótað þó svo að fyrir liggi landnotkun í aðalskipulagi, vamsöflun til framtíðarstarfsemi á svæðinu er skammt á veg komin og samgöngur við höfuðborgarsvæðið þurfa að vera betri til þess að Grundartangi verði að því aðdrátt- arafli sem vonir standa til að það verði í framtíðinni," sagði Gísli. Þrátt fyrir að skipulag svæðisins sé skammt á veg komið eru fyrir- tæki þegar farin að sýna áhuga á að setja niður starfsemi sína þar. Nefndi Gísli í því sambandi fyrir- tæki í innflumingi á korni og áburði auk þess sem viðræður séu í gangi um möguleika þess að sköpuð verði aðstaða á Grundartanga til að taka við þeirri þjónustu sem veitt er skipum á Mýrargötusvæðinu, en slippstarfsemi þar verður í áföngum hætt innan tíðar. Lag að blása til sóknar Þá hafi einnig verið fært í tal við skipafélögin að áhugavert væri að draga úr þunga- umferð inn í höf- uðborgina með því að flytja út fisk frá Grundartanga og safna þar sam- an þeim fiski sem flutmr er af Vest- urlandi, Vestfjörð- um og Norður- landi til útflum- ings. „Það verk- efni er afar spenn- andi en slíkt myndi einnig auka vægi Akraneshafn- ar sem fiskihafnar, en það er m.a. eitt af makmiðunum með stofnun Faxaflóahafna sf. Það er því verk að vinna að koma skipulagi svæðisins í það horf að þar megi auglýsa lóðir í landi Klafastaða auk þess sem Kata- nes er einnig áhugavert land til þró- unar.“ I niðurlagi erindis síns sagði Gísli: „Okkur norðan Hvalfjarðar eru allir vegir færir og aldrei hafa jafn mörg tækifæri blasað við okkur og um þessar mundir byggist gæfa okkar í þeim efnurn sem aldrei fyrr á eigin afli. Það eru breyttir tímar frá þeirri tíð þar sem samdráttur réði ferðinni og viðspyrna sveita- stjórna og atvinnulífs einkenndi all- ar aðgerðir. Það er því lag að grípa daginn og blása til þeirrar sóknar sem mun reynast okkur happadrjúg til lengri tíma litið.“ HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.