Skessuhorn - 01.02.2006, Qupperneq 11
„riMIW...
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006
11
VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ - VESTURLAND Á FLEYGIFERÐ
Fyrirtæld sitja ekld við sama borð
við innflutning erlends vinnuafls
Guðmundur Smári Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Guðmundar Runólfssonar hf. í
Grundarfirði sagði í erindi sínu á
ráðstefnu um framtíð Vesturlands
að fyrirtæki sætu ekki við sama
borð gagnvart eftirlitsstofnunum
við innflutning erlends vinnuafls.
I upphafi erindis síns ræddi hann
um að fjölmargar ónýttar auðlindir
væru f hafinu. I því sambandi
nefndi hann að skera mætti hund-
ruð þúsunda tonna af þangi og þara
við Vesturland. I dag væri heimsafl-
inn af þangi milli 8,5-10 milljónir
tonna og af þeim afla væri yfir 90%
ráðstafað til manneldis. Þá taldi
hann að auka þyrfiri stórlega haf-
rannsóknir og breyta einnig áhersl-
um í rannsóknum. Sem dæmi
nefridi hann að á síðasta ári hefði
verðmæti landaðs flatfisks verið á
sjötta milljarð króna eða meira en
loðnuaflans og um 10% af verð-
mæti sjávarafla landsmanna. Þrátt
fyrir þessa staðreynd væru rann-
sóknir á flatfiski ekki í neinu sam-
ræmi við þau verðmæti sem hann
skapar. Hann taldi nauðsynlegt að
byggja upp rannsóknarsetur við
sjávarsíðuna og að sjávarútvegurinn
þyrfti að hafa afkomu til þess að
greiða að einhverju leyti sjálfur fyr-
ir uppbyggingu slíkra setra.
Taka lán til
að greiða skatta
Guðmundur telur styrk íslensku
krónunnar með ólíkindum en sjáv-
arútvegurinn hefði aðlagað sig að
henni sem sýndi best hver aðlögun-
arhæfrii atvinnugreinarinnar væri.
Það sæist best á því að tekjur grein-
arinnar árið 2005 hefðu verið þær
sömu og árið á undan. „Mikil og
góð eftirspurn hefur verið á öllum
helstu fisktegundum okkar og sala
hefur haldist í sama takti og ffam-
leiðsla, þannig að ekki hefur verið
birðasöfnun og staðan í dag er
þannig að ekki er hægt að anna eft-
irspurn í fjölmörgum vöruflokk-
um,“ sagði hann.
„Megin þorri sjávarútvegsfyrir-
tækjanna gerir árið 2005 upp með
verulegum hagnaði. Hagnaði sem
að stærstum hluta kemur ffá reikn-
uðum tekjum af lækkun skulda í
krónum. Dæmi hafa verið sett upp
að skattgreiðslur geti
verið hærri en fram-
legð fyrirtækjanna af
reglulegri starfsemi.
Sem gæti þýtt að fyr-
irtæki þurfi að taka
lán til greiðslu tekju-
skatts," sagði hann
orðrétt.
Of miklu ekið
burt óunnu
Guðmundur sagði
sjávarútveg á Vestur-
landi í vörn meðal
annars vegna sam-
dráttar í hörpudisk-
og rækjuveiðum. Einnig hefði orð-
ið samdráttur í lönduðum afla á
svæðinu meðal annars vegna
breytts eignarhalds á stærsta sjávar-
útvegsfyrirtæki í landshlutanum.
Þá sagði hann stóran hluta afla
ekið burt frá Vesturlandi. Sem
dæmi væri 70% landaðs þorksafla
ekið burt til vinnslu, 75% af ýsuafla
og 76% af ufsaafla en um 70% af
karfaafla væri þó unninn á Vestur-
landi. Hann sagði nálægð vinnslu-
húsa á höfuðborgarsvæðinu við
Keflavíkurflugvöll off nefrida sem
skýringu hvers vegna afla væri ekið
þangað til vinnslu. Það væri ekki
rétt skýring. Hennar væri að leyta í
öðrum þáttum svo sem breytingum
í vinnslunum sjálfum, fyrirtæki á
Akranesi hefðu verið sameinuð,
fólki hefði fækkað á Snæfellsnesi
þar sem ýmsa grunninnviði hefði
vantað í byggðina. Þá fullyrti Guð-
mundur að fyrirtæki í fiskvinnslu á
landsbyggðinni sætu ekki við sama
borð hvað innflutningi erlends
vinnuafls varðaði og fyrirtæki á
höfuðborgarsvæðinu og á stóriðju-
svæðunum. Þá nefndi hann að
skortur væri á frumkvöðlum í
greininni því unga fólkið kæmi ekki
til baka að loknu námi.
Einkafyrirtæki
stöðugust
Alls eru 17 fyrirtæki með leyfi til
ferskfiskvinnslu, frystingar og sölt-
unar á Vesturlandi en á landinu öllu
eru fyrirtækin á þriðja hundrað
talsins. A landinu öllu eru á þriðja
himdrað sambærileg leyfi í gangi.
Hefur fyrirtækjum nokkuð fækkað
á Vesturlandi á undanförnum árum.
Sagði Guðmundur að fyrirtæki
með sameignarform og opin hluta-
félög hefðu týnt tölunni en fyrir-
tæki í einkaeign hefðu haldið sinni
stöðu.
Norðan stóriðju
Þrátt fyrir ýmislegt mótlæti var
Guðmundur bjartsýnn á framtíð
sjávarútvegs á Vesturlandi. I því
sambandi nefndi hann að fjölmarg-
ir innviðir samfélaganna hefðu
batnað á Hðnum arum meðal ann-
ars væri stórfelld uppbygging í
skólakerfinu og fagnaði hann sér-
staklega hinum nýja ffamhaldsskóla
á Snæfellsnesi. Þá nefndi hann að
vegakerfið hefði tekið stórstígum
framförum og bankakerfið væri
komið inn í nútímann eins og hann
orðaði það. Þá hefði útgerð þróast
mjög hratt á liðnum árum með
breytingum í skipastól. Fiskvinnsl-
an hefði einnig þróast og miklar
væntingar væru um frekari ffamfar-
ir í þróun tæknibúnaðar við vinnsl-
una. Þá væri vaxandi krafa um sjálf-
bærni auðlinda og verndun sér-
stakrar náttúru og þeim kröfum
hefði verið mætt á Snæfellsnesi og í
Breiðafirði. „Útgerðarmenn og sjó-
menn hafa í áratugi lagt sjálfviljug-
ir á sig bann við flestum veiðum á
Breiðafirði. Þeir voru ffumkvöðlar í
vemdun hrygningarstöðva þorsks-
ins fyrir nærri 40 árum,“ sagði hann
og bætti við að Vesturland norðan
stóriðju gæti og ætti að gera út á
sína sérstöðu.
HJ
OR fjárfestir fýrir tæpa
6 milljarða á Vesturlandi
^orleifur Finnsson, sviðsstjóri
OiKiiveitu Reykjavíkur kynnti
starfsemi fyrirtækisins á Vestur-
landi, en óhætt er að segja að það
komi víða við á svæðinu í uppbygg-
ingu hvað snertir vatn, raffnagn og
nú síðast ljósleiðaravæðingu. Sagði
hann að uppgangur fyrirtækisins á
Vesturlandi væri mikill en Orku-
veitan er í dag með starfsemi í 10 af
17 sveitafélögum Vesturlands og
þjónustar um 80% íbúanna. Starf-
semin á Vesturlandi er fólgin í jarð-
hita, köldu vatni, raforku, ffáveitu
og ljósleiðara.
Þorleifur sagði áætlanir Orku-
veitunnar um framkvæmdir á Vest-
urlandi umtalsverðar og má þar
einna helst nefna aðveitustöð á
Akranesi, uppbyggingu fráveitu á
Akranesi, Borgarfirði og í Borgar-
nesi og tengingu ljósleiðara á Akra-
nesi, Borgarnesi og Borgarfirði.
Orkuveita Reykjavíkur reiknar með
að ljósleiðara verði komið fyrir í öll
hús á Akranesi á
þessu ári og verður
sveitarfélagið þá
ásamt Seltjarnamesi í
fararbroddi á því
sviði. Hann reiknar
með að áætlaður
kostnaður vegna fjár-
festinga Orkuveit-
unnar nú og til næstu
ára verði tæplega 6
milljarðar króna, eða
um 650 þúsund á
hvern íbúa á Vestur-
landi, en sú upphæð
er að frátöldum
kostoaði við útvegun
raforku til stóriðju á
Grundartanga. Þoreifur greindi ffá
hlutverki Orkuveitu Reykjavíkur á
Vesturlandi sem hann telur marg-
þætt. Má þar einna helst nefria að
byggja upp og reka veitukerfi,
skapa aðstæður og umhverfi á
svæðinu og stuðla að nýsköpun og
þróun. Síðast en ekki síst lagði
hann mikla áherslu á að Orkuveitan
yrði góður samfélagsþegn Vestur-
lands og tæki tillit til umhverfisins í
allri starfseminni og yrðu virkir
þáttakendur í vísinda-, lista og
menningarstarfsemi. KOO
BORGARBYGGC
UTHLUTUN STYRKJA
ÚR MENNINGARSJOÐI
BORGARBYGGÐAR
ÁRIÐ 2006
Stjórn Menningarsjó&s Borgarbyggðar auglýsir hér me&
eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur
það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð.
Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör
sföasta árs eða starfsárs, ef það á við, og áætlun um
I nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsári
f afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins.
z
ir
Umsóknir berist forstöðumanni fræðslu- og
s menningarsviðs, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, í
síðasta lagi 27. febrúar 2006.
Úthlutun fer fram á fundi menningarmálanefndar
1. mars 2006.
Ath! Ekki verður tekið við umsóknum í tölvupósti.
Borgarnesi, 1. febrúar 2006
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar
www.skessuhorn.is
HÓTEI
REYKIAVÍK
{ffiófncmtísÁ/
Vió bjóðum upp á glæsilegt pakkatilboð á
Hótel Reykjavíkog Rauðará steikhúsi frá
janúar og út mars. Fyrir aðeins kr. 7.450 á
mann fær parið gistingu í hugguLegu tveggja
manna herbergi, morgunverð og rómantískan
þriggja rétta kvöldverð á Rauðará steikhúsi.
Bókið á www.reykjavikhotels.is
eða bokun@hotelreykjavik.is
eða i síma 514-7000
Hótel Reykjavík og Rauðará steikhús,
Rauðarárstíg 37, Reykjavík