Skessuhorn - 01.02.2006, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006
SSISSIJHOSM
Njótum hvers dags til hins ýtrasta
Rætt við hjónin Asmund Olafsson og Jónínu Ingólfsdóttur á Akranesi
Það má með sanni segja að þau
Asmundur og Jónína hafi í gegn-
um tíðina sinnt störfum sínum af
öllu hjarta. Ævistarf þeirra
beggja hefur verið að hlúa að og
sinna einstaklingum sem annars
vegar voru við upphaf lífsgöngu
sinnar og hinsvegar við enda
hennar. Jónína vann sem yfir-
ljósmóðir á Sjúkrahúsi Akraness
alla tíð og Asmundur veitti Dval-
arheimilinu Höfða á Akranesi
forstöðu í 24 ár en Iét af því starfi
á Iiðnu ári. Þau hjón tóku hlý-
lega á mótí blaðamanni Skessu-
homs sem fann sig strax kær-
kominn á notalegu heimili þeirra
hjóna.
Fyrstu störf Jónínu
Jónína hefur ffá mörgu að segja
að vestan, þar sem hún vann við
frumstæðari aðstæður en tíðkast í
dag. „Eg kom að vestan ffá Suður-
eyri við Súgandafjörð til Akraness
árið 1965 með drenginn minn
Ingólf, sem þá var þriggja ára. Hér
átti ég góða ættingja sem hjálpuðu
mér við að gæta hans. Eg var eina
ljósmóðirin hér í tæpt ár, og það var
oft erfitt, sérstaklega fyrir lítinn
dreng, sem sá mömmu sína off í
flugumynd og spurði oft að kveldi:
„Mamma, af hverju ertu ekki hjá
mér þegar ég vakna,“ en börnin
fæðast jú jafiit að nóttu sem degi.
Eg var í 2 ár heima á Suðureyri sem
ljósmóðir, en ekki var hægt að lifa af
ljósmæðralaununum í þá daga svo
að ég vann hlutastarf í verslun á
staðnum. En ljósmóðurstarfið var
fjölbreytt og lærdómsríkt. Eg get
sagt þér söguna af því þegar ég var
beðin að fara út að Galtarvita til að
sauma saman spena á kú sem hafði
rifið sig á gaddavír. Læknirinn á
Flateyri bað mig að fara því hann
komst ekki. Bóndinn á Stað í Súg-
andafirði fór með mér. Fyrst fórum
við yfir fjörðinn á lidum opnum
báti að Gelti, sem er bæjarstæði ut-
arlega í firðinum. Þaðan gengum
við yfir fjallið til Keflavíkur. Þegar
þangað kom og ég fór að skoða
kúna sá ég að speninn hékk á einni
taug. Mér tókst að sauma þetta en
í raun vissi ég ekkert hvað ég var að
gera, en eins og svo oft áður þá fann
ég fyrir verndarenglunum mínum,
allt fór vel og kýrin mjólkaði síðar
úr þessum spena. Við Gústi, bónd-
inn á Stað, fórum svo heim á leið,
en tekið var að líða á daginn.
Gengum við þá „fyrir Göltinn,"
þ.e. einstigi sem er eina gönguleið-
in fyrir fjallið inn að Gelti. Við vor-
um sæl og glöð, þegar við settumst
í bátinn og sigldum heim á leið.
Það er af mörgu er að taka, og hér
er önnur saga: Vinkona mín og
skólasystir hafði ráðið sig til starfa á
Flateyri, við sjúkraskýlið þar. Eg
var búin að lofa henni að taka á
móti hjá henni, en hún átti von á
sínu fyrsta barni. Þegar að því kom
þá var ekki greið leið til Flateyrar.
Allir vegir lokaðir vegna snjóa, en
veðrið var fallegt. Eg man að það
var búið að moka Suðureyrarmegin
og gekk ég yfir Kinnina og fram
undan lágu allar skógarbrekkurnar
snævi þaktar, en bíll beið eftir mér
þar fyrir neðan. Hjam var yfir öllu,
svo ég settist bara á rassinn og lét
mig renna niður allar skógarbrekk-
urnar og horfði á leiðinni uppí
stjörnubjartan himininn. Allt fór
vel og bamið fæddist á réttum tíma.
Eg var í eitt ár á Flateryri, tók við af
þessari vinkonu minni. A þessum
ámm þurftum við að vinna marg-
þætt störf við þröngar aðstæður. Á
sjúkraskýlinu á Flateryri bjó ég og
auk ljósmæðrastarfans var ég elda-
buska og þvottakona með meim,“
segir Jónína um tíma sinn á Flat-
eyri.
Rúbínbrúðkaup á árinu
Þegar Jónína flutti til Akraness þá
starfaði Ásmtmdur á skrifstofu Síld-
ar- og fiskimjölsverksmiðjunnar en
hafði þar áður unnið hjá Bæjarút-
gerð Akraness síðasta árið sem hún
starfaði. Hann hafði lokið námi ffá
Verzlunarskóla Islands og eftír það
var hann við nám í Englandi í eitt
ár. Síðar átti hann eftir að vinna hjá
Sementsverksmiðjunni og á lög-
fræðistofu Stefáns Sigurðssonar.
Ásmundur og Jónína vora ein af
fjölmörgu öðru ungu fólki sem
kynntust í sjúkrahússbústaðnum
hér á Akranesi á þessum áram. Þau
felldu saman hugi og þá var ekki
eftir neinu að bíða og gengu þau í
hjónaband þann 16. júlí 1966 og
munu því í ár halda upp á 40 ára
brúðkaupsafmæli sitt. Saman eign-
uðust þau tvo drengi, þá Þórð og
Stefán Orra, auk þess sem Ásmund-
ur gekk Ingólfi í föðurstað. Stefán
missa þau af slysförum þegar hann
er sex ára. Það má með sanni segja
að þau hjónin hafi gengið saman í
gegnum súrt og sætt. Ásmundur
segir að gleðskapurinn hafi verið
mikill á þessum ámm. „Mér þótti
mjög gaman að vinna með því fólki
sem tengdist sjónum og eignaðist
ég þar marga góða vini og kunn-
ingja. En glaumurinn keyrði oftar
en ekki úr hófi fram. Þegar maður
hugsar til baka, þá var það helst
fúllorðna fólkið sem drakk óhóf-
lega. Makarnir og börnin vom oft-
ast þau sem höfðu áhyggjurnar, öf-
ugt við það sem oft tíðkast í dag.
Nú er það frekar tmga fólkið sem á
í vanda með ofneyslu af ýmsu tagi
og foreldrarnir hafa áhyggjur.“
Einn dag í einu
„Árið 1980 var stór vendipunktur
í lífi mínu og okkar. Þá fór ég í
meðferð hjá SAÁ, sem hafði nýlega
hafið starfsemi sína. Það er eins
með áfengissýki, fíkniefnavanda,
spilafikn, offituvandamál og önnur
slík, að eftir að maður viðurkennir
vanmátt sinn til að stjórna eigin lífi
og leitar hjálpar, þá er hálfur sigur-
inn unninn,“ segir Ásmundur um
ákvörðun sína að skilja við Bakkus.
Þó slík spor sé aldrei auðvelt að taka
varð það honum eitt mesta gæfu-
spor í lífi hans. „Síðan er það van-
inn, það er svo margt sem við
mannskepnumar venjum okkur á
og yfirleitt er erfitt að breyta van-
anrnn. Að venja sig af því að drekka
um hverja helgi og á það að drekka
ekki er erfitt,“ segir hann og gefur
dæmi um vanann að hann hafi á
þessum tíma byrjað að fara í sund á
hverjum morgni og það hafi orðið
vani, góður vani síðan, þ.e. í 25 ár.
„Tilkoma SÁA var ekki bara vendi-
punktur fyrir mig, heldur svo
marga menn og konur, unglinga og
fjölskyldur þeirra. Það sem mér
líkaði best við meðferðina og hafði
líklega mest áhrif á mig í þessu ferli
mínu, fyrir utan styrk og hjálp góðs
vinar míns, konu og móður, var að
kynnast meðferðarleiðbeinandan-
um sem var gamall óvirkur alki,
vera öðmm til leiðsagnar í endur-
hæfingarprógramminu. Þetta er
það sem nú er kallað jafningja-
fræðsla. Að sjá vininn þarna og
heyra í honum, sjálfan búinn að fara
í gegnum allt ferlið, það var mikil
upplifun og erfitt að skýra þau áhrif
öll. Eg tel semsagt að það sé afar
mikilvægt að þeir sem hjálpa öðmm
hafi sjálfir reynsluna og mikið er
unnið með tilfinningum og góðu
hjartalagi. Sú samkennd sem vinnst
með því er mikilvægari en allt ann-
að. Nú tek ég einn dag í einu,
ákveð hvað ég geri þann daginn, en
enginn veit hvað morgundagurinn
ber í skauti sínu,“ segir Ásmundur.
„Síðan þetta var hef ég reynt að
gjalda SÁÁ eitthvað til baka, hef
setið í ýmsum stjórnum þeirra, auk
þess að vera trúnaðarmaður sam-
takanna á Akranesi."
Líkar best að
vinna með fólki
Ári eftir að meðferðinni lauk
sækir Ásmundur um stöðu fram-
kvæmdastjóra Dvalarheimilisins
Höfða sem þá var laus til umsóknar.
,dVIinn styrkur var orðinn það mik-
ill að ég hafði mig í að sækja um
þetta starf, áður hefði mér aldrei
komið það til hugar einu sinni.
Þetta starf varð mér mjög til góðs.
Þarna var ég aftur farinn að vinna
með fólki sem mér líkaði svo vel.“
Varðandi þau 24 ár sem Ásmundur
stýrði rekstri Höfða, segir hann að
það hafi verið tími mikilla breytinga
og aukningar á þjónustu. „Þótt
reksturinn hafi oft verið erfiður
fjárhagslega, þá hafðist það alltaf.
Sú aðstaða og þjónusta sem nú
býðst heimilisfólkinu og öðrum
öldruðum er ólíkt betri en áður var,
þó alltaf megi gera betur.“ Ás-
mundur segir að eins og staðan sé í
dag sé það einna brýnast að auka
við og bæta heimaþjónustuna, þ.e.
heimahjúkrun og heimilshjálp;
einnig að hjálpa eldra fólki við að
breyta heimilum sínum við breyttar
aðstæður. „Það vilja jú allir vera
heima hjá sér sem lengst og það er
það sem koma skal, þar sem öldmð-
um fjölgar stöðugt meira en þeim
sem yngri era. Foreldrar mínir
gátu verið á heimili sínu lengur,
vegna þess að breytingar vom gerð-
ar á húsnæði þeirra og heimaþjón-
usta stóð fyrir sínu. Það er ekki
eingöngu hjúkrun, þrif og umhirða,
heldur einnig sá félagsskapur sem
starfsmaður þjónustunnar veitir
hinum aldraða á heimili hans.“ Að-
spurður um hvað standi uppúr ffá
tíma sínum við vinnuna á Höfða
segir Ásmundur að tvímælalaust séu
það samskipti sín við íbúana og
starfsmenn, en í upphafi voru þeir
aðeins 19 að tölu en em nú um 90.
Ellefu bama helgi
Jónína segir breytinguna á starfi
og starfsaðsöðu ljósmæðra og
þeirra sem á Sjúkrahúsinu vinna
vera mikla ffá því hún hóf störf.
„Fyrir vestan, á Suðureyri, var ég
eina ljósmóðirin og oft var þar ekki
læknir. Þessi tími gaf mér mikið
sjálfstæði sem nýttist mér afar vel,
þá og síðar á æfinni. Eg þurfti að
bjarga mér við oft erfiðar aðstæður
og búnað. Aðstæðumar vora ffek-
ar ffumlegar miðað við hvað við
höfúm í dag. Fyrsta árið mitt hér á
Akranesi var ég eina ljósmóðirin.
Eg var á vakt alla daga, tók á móti
og sinnti öllu öðm aðkallandi. Það
var síðar sem önnur ljósmóðir kom
og tókum við þá vaktirnar til skipt-
is, viku í senn. Eg man eftir einni
helgi þegar ég fór í vinnu á föstu-
dagsmorgni og kom ekki heim fyrr
en klukkan 18 á mánudeginum eft-
ir. Þá höfðu fæðst 11 börn yfir
helgina og ég rétt náði öðm hvom
að halla mér á bekk og blunda með
bömin hjá mér, því konan átti að fá
að hvíla sig. Eg var svo þreytt þeg-
ar ég kom heim það mánudags-
kvöld að ég gat ekki sofhað og var
kölluð út aftur kl. 11 um kvöldið.
Það er hreint út sagt ótrúlegt að
þetta hafi viðgengist því það þarf
lítið útaf að bregða og þá þarf mað-
ur að vera fljótur að hugsa,“ segir
hún.
Sjúkrahúsið
í fremstu röð
Jónína hefur upplifað miklar
breytingar innan veggja Sjúkrahúss
Akraness frá því að hún kom þang-
að fyrst. „Eg hugsa um fæðinga-
deildina eins og barnið mitt, þar hef
ég upplifað svo mikið í gegnum
árin. Það er ýmislegt sem hefur
komið uppá í starfi mínu, en sem
betur fer hefur alltaf farið vel að
lokum. Ef litið er til aðstöðunnar á
deildinni, þá er nýja fæðingadeildin
alveg stórkostleg. Konur hafa alla
tíð sótt mikið til Akraness til að
fæða börn sín. Þar hefúr stefhan
ætíð verið sú að leyfa kontmni að
njóta sín og leyfa ferlinu að eiga sér
stað á sem náttúrulegastan hátt,“ og
nefnir sem dæmi að á sínum tíma
sóttu ljósmæður fast eftir því að fá
kar inná fæðingadeildina, þar sem
konan gæti legið í og látið vatnið
lina verkina. Karið fengu þær hjá
HB og segir Jónína að það hafi skil-
að sínu og meira en það. „Þær
breytingar sem ég hef upplifað í
gegntun tíðina varðandi fæðingar-
ferlið hafa allar verið til góðs,“ seg-
ir hún. „Aður áttu konur að liggja
fjóra daga í rúminu eða lengur eftir
fæðingu, meira að segja vora þær
þvegnar í rúminu. Nú fá þær að
hafa börnin hjá sér að vild og mega
fara á fætur og heim um leið og þær
geta.
Fékk heilsuna aftur
„Það er mikil Guðsgjöf að fá að
vinna við það sem maður hefur svo
óbilandi áhuga á. Það er ekki einn
Viðfieðingu fyrsta bamabamsins; Jónínu Ingólfsdóttur. Jónína segir fieðingu bama-
barvanna eina mögnuðustu reynslu sem hún hafi upplifað.