Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2006, Side 16

Skessuhorn - 01.02.2006, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 akUSUHU^Jl Forseti íslands heimsældr Grundaskóla Forseti fslands hr. Ólafur Ragn- ar Grímsson og eiginkona hans frú Dorrit Moussaieff komu í opin- bera heimsókn í Grundaskóla á Akranesi í gær. Með heimsókninni vildu þau kynna sér starfsemi skól- ans, sem á síðasta ári hlaut fyrstur skóla íslensku menntaverðlaunin. í fylgdarliði forsetahjónanna var dómnefhd íslensku menntaverð- launanna auk fulltrúa frá Spari- sjóðunum sem er helsti styrktarað- ili verðlaunanna. Við komu gestanna til skólans léku tónlistarnemar harmonikku- tónlist. Stutt afhöfn var að því loknu við verðlaunastein þann sem skólinn fékk að gjöf er íslensku menntaverðlaunin voru afhent. Við athöfnina bauð Guðbjartur Hannesson gesti velkomna. Að því loknu gengu gestir um skólann og heimsóttu bekkjadeildir. Þá skemmtu nemendur á unglinga- stigi gestum með söng og hljóð- færaleik. Þegar skoðunarferð um skólann lauk hófst hátíðarsamkoma á sal skólans sem Hrönn Ríkarðsdóttir stýrði. Auk gesta voru yngri bekkir skólans viðstaddir samkomuna. Þar fluttu stutt ávörp Guðbjartur Hannesson skólastjóri og formað- ur nemendafélagsins Ragnar Þór Gunnarsson ávarpaði gesti. Elísa- bet Traustadóttir sem nýverið sigr- aði í hæfileikakeppni grunnskól- anna á Akranesi söng eitt lag og Fiðlusveit Tónlistarskólans lék nokkur lög. Spurt um svefhtíma og gæludýr Þá flutti forsetinn ávarp. Hann lýsti yfir mikilli ánægju sinni með heimsóknina og sagði gesti hafa kynnst því mikla og góða starfi sem unnið væri frá degi til dags í Grundaskóla. Hann ræddi áhyggjur manna af framtíð æskunnar og þeir sem efuðust um hana gætu farið í Grundaskóla og komist að því gagnstæða. Að ávarpinu loknu svar- aði forsetinn spurningum nemenda. Margir báru ffam spurningar sem forsetinn svaraði samviskusamlega. Bar þar margt á góma. Meðal ann- ars var spurt um áhugamál hans, hvenær forseti færi að sofa, hvernig hefðbundinn dagur í hans lífi væri, um latmakjör og fleira. Einn nem- andi vildi vita hvort forsetahjónin ættu gæludýr og svaraði forsetinn að svo væri ekki. Gat hann þess að umræða hefði verið á hans heimili um slíkt en ekki væri víst hvort þau hjón fengju sér hund eða hænur. Bað hann nemendur um að greiða atkvæði um hvora dýrategundina ætti að velja og var yfirgnæfandi hluti nemenda hlynntur því að for- setinn fengi sér hund sem gæludýr. Þá upplýsti forsetinn að hann hefði frá því í æsku á ísafirði hald- ið með liði IA í knattspyrnu og féll það nemendum sérlega vel í geð. Nemendur skólans fluttu því næst brot úr söngleiknum Hunangsfl- ugur og villikettir. Að því loknu voru forsetahjónunum færðar gjaf- ir ffá skólanum og einnig færði Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri SPM nemendafélaginu bókagjöf. Um hádegisbil héldu gestirnir í Iþróttamiðstöðina og kynntu sér starfsemi hennar. Að því loknu var hádegisverður í íþróttamiðstöðinni í boði bæjarstjórnar Akraness. HJ/Ljósm. HJ&MM

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.