Skessuhorn - 01.02.2006, Page 19
...mnn.- 1
MIÐYIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006
19
7
Siðferði á Netinu
Ráðstefna á vegum SAFT á alþjóðlega netöryggisdaginn 7. febrmr
Tími: Þriðjudagur 7. febrúar
nk. kl. 13:00 - 16:15
Staður: Islensk erfðagreining,
Sturlugötu 8, Reykjavík
Ráðstefnan verður einnig send
út beint á www.safit.is
SAFT - Samfélag, fjölskylda og
tækni er vakningarverkefni á veg-
um Heimilis og skóla - landssam-
taka foreldra, um jákvæða og ör-
ugga notkun barna og unglinga á
Netinu og tengdum miðlum.
Siðferði og Netið eru æ oftar
nefhd í sömu andrá enda Netið sí-
breytilegur vettvangur sem við
erum stöðugt að venjast og læra á
eftir því sem möguleikum þess og
tengingum við aðra miðla íjölgar.
Mikið hefur verið rætt um að
svo virðist sem þeir umgengnis-
hættir sem við höfum komið okkur
saman um í hinu áþreifanlega um-
hverfi hafi ekki færst yfir á vett-
vang Netsins. Einnig er rætt um
að netnotkun einstaklinga í skóla
eða vinnu sé önnur en sú sem fer
fram heima og mikið vanti á að við
séum meðvituð um eðli Netsins og
neikvæða og jákvæða eiginleika
þess.
Þessi atriði verða meðal annars
til umræðu á ráðstefnunni sem
ætluð er öllum sem áhuga hafa á
þessum málum. Sérstaklega höfð-
ar hún til skólastjórnenda, kennara
og kennaranema, foreldra, fjöl-
miðlafólks, netþjónustuaðila og
fulltrúa stjórnvalda og starfsfólks
þeirra stofnana sem hafa með regl-
ur um notkun upplýsingatækninn-
ar að gera.
A ráðstefiiunni verður rætt um
siðferði á Netinu í víðu samhengi.
Fyrirlesarar verða Isabella Santa
frá Evrópustofnuninni um net- og
upplýsingaöryggi (ENISA),
Ketill Magnússon siðfræðingur
og formaður Foreldrafélags Vest-
urbæjarskóla, Þuríður Jóhanns-
dóttir sérffæðingur hjá Rannsókn-
arstofrnm Kennaraháskóla Islands,
sem hefur skoðað þann mikla mim
sem er á netnotkun barna og ung-
linga í skólanum og utan hans,
Lára Stefánsdóttir ráðgjafi um
upplýsingatækni og menntun og
Stefán Hrafn Hagalín markaðs-
stjóri hjá Skýrr hf. sem mun líta
inn í stafræna framtíð íslensks
æskufólks. Þorbjörn Broddason
prófessor mun stýra pallborðsum-
ræðum í lok ráðstefnunnar þar
sem þátt taka fulltrúar netþjón-
ustuaðila, fjölmiðla, foreldra og
Póst og fjarskiptastofnunar.
Opnun bloggsíðu um
netsiðferði á
www.saft.is
Við þetta tækifæri verður opnuð
bloggsíða á vefsíðu SAFT
www.saft.is þar sem allir geta tekið
þátt í opinni umræðu um netsam-
félagið og hvort þar sé almennt
siðferði í hávegum haft eða hvort
þar megi ýmislegt bæta. Einnig
verður boðið upp á umræður þar
sem netkynslóðinni gefst kostur á
að gefa góð ráð um netnotkun.
Aðstandendur SAFT hvetja alla,
unga sem aldna, til þess að taka
þátt í þeim umræðum.
Aðgangur að ráðstefnunni er
ókeypis og áhugasamir geta skráð
sig með því að senda póst á
saft@saft.is, eða hjá Heimili og
skóla í síma 562 7475
Nánari upplýsingar:
Anna Margrét Sigurðardóttir,
verkefnisstjóri SAFT,
annams@heimiliogskoli.is
Guðberg K. Jónsson verkejhisstjóri
SAFT, gudberg@heimiliogskoli.is
Heimili og skóli
Landssamtök foreldra
Síminn eflir samstmfsitt við Pennann á Akranesi
Viðskiptastjóri þjónar
fyrirtækjum á svæðinu
I kjölfar skipulagsbreytinga sem
Síminn kynnti í síðustu viku áform-
ar fyrirtækið að breyta verslunar-
rekstri sínum til framtíðar. Síminn
áformar að hætta beinum verslun-
arrekstri í Reykjanesbæ, Akranesi,
Sauðárkróki og Vestmannaeyjum,
auk Laugavegs í Reykjavík. Þessi
áform munu ekki hafa áhrif á þá
þjónustu sem Síminn getur veitt
viðskiptavinum sínum á Akranesi
þar sem Síminn hyggur á samstarf
við Pennann um þjónustu við við-
skiptavini sína þar. Penninn er í
góðu samstarfi við öfluga verslun á
Akranesi og mun þjónustuframboð
Símans falla vel að stefnu Pennans
um breiðara vöru- og þjónustuúr-
val, en þeir eru nú þegar með áform
um sölu á tölvum, prenturum og
tilheyrandi fylgihlutum. Við leggj-
um ríka áherslu á að þjónusta á
svæðinu skerðist ekki við yfirfærsl-
una og mun Penninn að öllu
óbreyttu taka við starfsemi Símans
bráðlega. Viðskiptastjóri af fyrir-
tækjasviði Símans mun hér eftir
sem hingað til vera staðsettur á
Akranesi og sjá um að þjóna vel fýr-
irtækjum sem eru í viðskiptum við
Símann.
Síminn leitar stöðugt leiða til
þess að bæta rekstur fýrirtækisins til
hagsbóta fýrir viðskiptavini sína.
Stefrta Símans er að færa hluta af
verkefnum til endursöluaðila og
verktaka, en það mun jafnvel
styrkja irmviði viðkomandi byggð-
arlags. Breytingar á skipulagi Sím-
ans miða ávallt að því að fýrirtækið
geti sinnt þjónustuhlutverki sínu
sem best. Síminn mun áffarn þróa
samstarf við endursöluaðila sína
með aukinni ffæðslu, sýnileika og
ávinningi fýrir báða aðila að þjón-
usta sameiginlegum viðskiptavin-
um. Þjónustuvefur Símans hefur
verið sjálfvirknivæddur enn frekar á
síðustu vikum og mánuðum og er
um þessar mundir að fara í loftið í
nýrri og endurbættri útgáfu. Þá
hefur orðið umtalsverð aukning í
notkun á Vefverslun Símans að
undanförnu, en greinilegt er að
viðskiptavinir Símans sjá sér hag í
því að fá vörurnar sendar ffítt heim
og off á lægra verði en gerist út úr
búð.
Töluverð vinna er lögð í það að
finna mönnum önnur störf innan
fýrirtækisins sem og hjá samstarfs-
aðilum, og ríkir bjartsýni um að það
takist í mörgum tilfellum.
Eva Magnúsdóttir,
upplýsingajulltrúi Símans.
íwi—wwiwuiiwn ii'iiiii ini '.i i ~-> 'i
m
HÖTEL BOÐII^
LAUGARDAGINN
4. febrúar
Tónleikar á
HÓTEL BÚÐUM
SÚKKAT ásamt góðum gesti
MEGASI,
þ.e.a.s. MEGASUKK.
Tilboð: Gisting eina nótt, morgunverður,
3-5rétta veislukvöldverður eftir
"Kenjum kokksins"
krónur 11.900 pr/mann.
Kvöídverðar tilboð: 3-5 rétta
veislukvöldverður eftir "Kenjum
kokksins" krónur 5.900 pr/mann
Tónleikar hefjast kl:22:00
Enginn aðgangseyrir
PANTANIR í síma 435-6700
budir@buclir.is
www.budir.is
MHMWMi
www.skessuhorn.is
BORGARBYGGO
Laus störf viö
leikskólann Hraunborg
á Bifröst
Leikskólakennarar
Leikskólakennara vantar í 2 stöður, önnur er laus frá 1. mars
og hin frá 15. maí.
Einnig eru lausar 2 stöður vegna afleysinga, frá 20. mars til
1. september og frá 15. maí til 1. september.
i Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn
1 með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
s Ræsting
Starfsmann vantar í ræstingu við leikskólann frá og með 1.
júní 2006. Til greina kemur að skipta stöðunni á miííi tveggja
einstaklinga.
í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar
sem konur hvött til að sækja um störfin.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, leikskólastjóri, í síma
435-0077 eba í tölvupósti; hraunborg@borgarbyggd.is