Skessuhorn - 01.02.2006, Síða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006
..rXinn... J
%
JF
• • •
Spuming
vikunnar
Hvernig líst þér
á nýja fjölnota
íþróttahúsið
sem rís nú hratt
á Jaðarsbökkum
á Akranesi?
Svava Ragnarsdóttir:
Rosalega vel.
Magnús Villi Vilhjálmsson
Bara glasilegt.
Brynja Hilmarsdóttir:
Bara mjög vel.
Adam Þór Þorgeirsson:
Ekki vel ef það á bara að vera
jýrir knattspymuna.
Vel heppnaðir Mozarttónleikar
Tónlistarskóli Borgar-
fjarðar stóð fyrir Mozarttón-
leikum síðastliðinn föstudag
á 250 ára afmælisdegi Wolf-
gang Amadeus Mozarts. A
tónleikunum komu nemend-
ur og kennarar fram og
fluttu meðal annars atriði úr
Töfraflautinni, tríó, þátt úr
píanósónötu, þýsk ljóð og
tónleikarnir enduðu á
Laudate Dominum. Tón-
leikarnir voru vel sóttir og
var ekki annað að heyra en
gestir væru mjög ánægðir,
klöppuðu tónlistarfólkinu lof
í lófa eftir að hafa hlýtt á
ljófa tóna og gætt sér á kaffi
og Mozartkúlum.
MM
Þátttakendur Mozarttónleikanna, nemendumir Ami KonráSsson, Asta Þorsteinsdóttir, Bima
Kristín Asbjömsdóttir, Flosi Olafsson, Hallbjörg Erla Fjeldsted, Magnús Ami Magnússon,
Olgeir Helgi Ragnarsson, Unnur Þorsteinsdóttir og kennaramir Bima Þorsteinsdóttir, Ewa
Tosik-Warszawiak, Hafsteinn Þórisson, jónína Ema Amardóttir, Olafur Flosason, Theodóra
Þorsteinsdóttir, Viðar Guðmundsson og Zsuzsanna Budai.
Hátóns- og hæfileikakeppnin
á Akranesi
Elísabet Traustadóttir úr Grundaskóla vann
keppnina.
Hæfileikakeppni grunnskólanna
á Akranesi fór ffam í liðinni viku og
tókst keppnin vel. Nemendur skól-
anna voru sér og skólum sínum til
mikils sóma og voru atriðin stór-
glæsileg. Oli Palli útvarpsmaður og
dómari í keppninni lét þess getið
eftir að allir höfðu flutt atriði sín að
hann hefði aldrei farið á jafh glæsi-
lega keppni og þessa, jafnvel þó
miðað væri við framhaldsskóla
og sagðist hann hafa fengið
hroll nokkrum sinnum við
fluming laganna, en það væri
afar fátítt hjá sér.
Sú sem sigraði Hátóns-
barkakeppnina og er því
Hátónsbarkinn í þetta sinn er
Elísabet Traustadóttir úr
Grundaskóla en hún söng lag-
ið Rómeo og Júlía eftir Bubba
Morthens. Fast á hælum
hennar kom
Margrét Rán úr
Brekkubæjar-
skóla með lagið
Don't speak.
Hljómsveit
kvöldsins var
Darwin Blue en þeir
tóku lagið Space
Queen á eftirminni-
legan hátt.
Frumlegasta atrið-
ið var lag þeirra
Brekkóstúlkna sem
tóku lagið Sísí og
fóru hreinlega á kost-
um. Bandið kölluðu þær Magnús.
Hljómsveit sú á framtíðina fyrir sér.
Besta atriðið var atriði nemenda í
Grundaskóla en þar voru á ferð
hópur sem nefhdi sig Tryllti stóð-
hesturinn og samanstóð af nem-
endum í 10. bekk. Það var atriði var
ekki við hæfi Bjarna eins og kynnar
kvöldsins sögðu.
MM/Ljósm: Af vef Neviendafélags
Grundaskóla
I öðru sœti varð Margrét Rán í Brekkubcejarskóla. Hér af-
hendir Isólfiir Haraldsson, dómnefndarmaður henni verðlaun.
Aukning í
gestakomu
AuRning var á gestakomum í
íþróttamiðstöðina í Borgarnesi á
síðasta ári sem nemur rúmlega
7.000 manns, að sögn Indriða
Jósafatssonar íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúa Borgarbyggðar. „Er
þarna um að ræða verulega aukn-
ingu gesta okkar í þreksal og svo
auðvitað hafði sjö vikna verkfall
kennara 2004 veruleg áhrif á iðk-
endafjölda í sal það árið. En við
erum ánægð með að fá rúmlega
152.000 manns til okkar, sem er jú
helmingur þjóðarinnar ef svo má
segja, “ segir Indriði. MM
9. flokkur
áfram í
bikarnum
Strákarnir í 9. flokki karla í körfunni
gerðu sér lítið fyrir og sigruðu
Hauka í Bikarkeppni KKÍ á mánu-
dagskvöldið í Borgarnesi 53-45.
Fjölmenni var mætt í höllina til að
styðja strákana. Eru þeir þá, að
gera líkt og fyrirmyndir þeirra í úr-
valdeildarliði Skallagríms, að
koma sér í undanúrslitaleik í bik-
arnum sem leikinn verður í febrúar.
Frábært hjá strákunum sem eru á
leið til Svíþjóðar í keppnisferð um
páskana. Þeir munu ganga í hús í
Borgarnesi á fimmtudag og safna
dósum til styrktar þeirri ferð. IJ
Urslit
svæðamóts-
ins í brids
Svæðamót Vesturlands í brids var
spilað í Borgarnesi um liðna helgi.
Úrslit mótsins urðu þau að sveit
skipuð þeim Hallgrími, Guðmundi,
Árna og Hreini sigraði, en sveitin
hafði reyndar skráð sig til leiks með
þeim formerkjum að þurfa ekki að
mæta á íslandsmótið. Sveitir sem
skipuðu 2. til 6. sætið á mótinu
munu því spila fyrir hönd Vestur-
lands. Þær voru í réttri röð: Larpet
ehf., VST, Dóra og drengirnir,
Grundfirðingar og gestasveit Hall-
dórs Svanbergssonar. MM
Hafþór Ingi kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar
Hafþór Ingi Gunnarsson, fyrirliði
úrvalsdeildarliðs Skallagríms í
körfuknattleik var á sunnudag út-
nefndur íþróttamaður Borgar-
byggðar árið 2005. Það var tóm-
stundanefnd Borgarbyggðar sem
stóð fyrir valinu. Aðrir sem til-
nefndir voru frá deildum og félög-
um voru:
Frjálsar íþróttir: Bergþór Jóhannes-
son, Umf, Stafholtstungna.
Hestaíþróttir: Þórdís Fjeldsted Þor-
steinsdóttir, Faxa og Rasmus Christ-
ansen, Skugga. Tómstundanefnd
valdi Rasmus Christansen sem
hestaíþróttamann ársins.
Knattspyrna: Ingólfur H. Valgeirsson
Umf. Skallagrími
Golf: Trausti Eiríksson, Golfklúbbi
Borgarness.
Badminton: Trausti Eiríksson Umf.
Skallagrími.
Sund: Sigurður Þórarinsson Umf.
Skallagrími
Heiðraðar fyrir
störf að leiklist
Einnig heiðraði tómstundanefnd
þær Freyju Bjarnadóttir Umf.
Skallagrími, Valgerði Björnsdóttur
Umf. Stafholtstungna og Guðrúnu
Sigurðardóttur Umf. Agli Skalla-
grímssyni fyrir óeigingjörn störf við
íþrótta- og æskulýðmál í sveitarfé-
laginu (leiklistarstörf) við sama til-
efni.
Hvatningarverðlaun
Umf. Skallgrimur viðurkenningar
við sama tækifæri. Sunddeild
Skallagríms fékk hvatningarviður-
verðlaun fyrir gott starf og Ólafur
Helgason formaður körfuknatt-
leiksdeildar fékk viðurkenningu
fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyr-
ir deildina á liðnum árum.
Minningarsjóður
Auðuns
Veitt var viðurkenning úr Minn-
ingarsjóði Auðuns H. Kristmars-
sonar og voru það þeir félagar
Trausti Eiríksson og Bjarki Þór
Gunnarson sem fengu viðurkenn-
inguna og styrk úr sjóðnum að
þessu sinni.
Bæjarstjórn
styrkir körfuna
Fjölmenni sótti athöfnina sem
fram fór að loknum leik Skalla-
gríms og Hauka í körfuboltanum á
sunnudagskvöldið. Við þetta tæki-
færi færði Helga Halldórsdóttir,
forseti bæjarstjórnar Borgar-
byggðar veglegan peningastyrk til
körfuknattleiksdeildarinnar frá
bæjarstjórn vegna góðs árangurs
og starfs í körfunni í vetur, bæði í
yngriflokkastarfi, meistaraflokki
kvenna og karla. Það var Ólafur
Helgason formaður sem veitti
styrknum viðtöku.
MM/IJ. Ljósm: Birna Karen.