Skessuhorn - 15.03.2006, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006
..KA1HW.L1
Sumarlokun
leikskóla styttíst
GRUNDARFJÖRÐUR:
Fræðslu- og menningarmála-
ne&id Grandaríjarðar hefur sam-
þykkt tíllögu leikskólastjóra að
leikskólinn Sólvellir loki í fjórar
vikur í sumar en ekki fimm eins
og áður hefur tíðkast. Einnig að
starfedagar verði ekki í beinu
framhaldi af sumarleyfum. Jafn-
ffamt kom fram vilji til þess á
fundi nefndarinnar að stytta
sumarlokun á næsta ári í þrjár
vikur. A meðan á sumarlokun í
sumar stendur verður tinnið að
endurbótum á lóð leikskólans. -hj
Ljóð unga
fólksins
VESTURLAND: Þöll, sam-
starfshópur um barnamenningu
á bókasöfnum, efnir þessa dagana
tíl ljóðasamkeppni fyrir ung-
menni á aldrinum 9-16 ára.
Skilafrestur ljóða í samkeppnina
er til 17. mars nk. þannig að þeir
sem eiga efrir að semja verða að
hafa hraðar hendur við það, vilji
þeir taka þátt í samkeppninni.
Hér á Vesturlandi er tekið við
ljóðum í samkeppnina á 6 söfii-
um víðsvegar um landshlutann,
þ.e. á Amtsbókasafninu í Stykkis-
hólmi, Bókasafni Akraness,
Bókasafití Grundarljarðar, Bóka-
safrii Snæfellsbæjar, Héraðsbóka-
safrii Borgarfjarðar og í Snorra-
stofu í Reykholti. Vinningsljóðin
í samkeppninni ásamt völdum
ljóðum verða gefin út í bók.
-mm
Kvótalaus mjólk
á fullu verði
LANDBÚNAÐUR: Stjórn
Samtaka afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði ákvað á fundi sínum þann
2. mars sl. að greiða fullt afurða-
stöðvaverð fyrir alla umfram-
mjólk sem berst til afurðastöðva
á yfirstandandi verðlagsári. Það
hggur því fyrir að greitt verður
bæði fyrir prótein- og fituhluta
umframmjólkurinnar. Sala á
mjólkurafúrðum gengur feikna-
vel þessa mánuði og nemur sölu-
aukningin fyrstu tvo mánuði árs-
ins 2006 um hálfri milljón lítra
mjólkur á próteingrunni, miðað
við sama tímabil í fyrra. Einnig
hefur verið aukning í sölu á fitu.
-vvm
Fyrirspum um
lækkun
raforkuverðs
ALÞINGI: Guðjón A. Kristjáns-
son alþingismaður hefur lagt
ffarn á Alþingi fyrirspum til iðn-
aðarráðherra um lækkun raf-
orkuverðs. Vill þingmaðurinn
svör við þeirri spumingu hvort
ríkisstjóminni hafi tekist að fylgja
efitír þeirri stefiiumörkun að raf-
orkuverð skuli lækka um 3 % á ári
firá 2000-2010 „eins og lagt var
upp með þegar samþykkt var að
byggja álver Norðuráls í Hval-
firði,“ eins og segir orðrétt í fyr-
irspuminni. -hj
Ný Breiðaí) arðarferj a afhent í
Hollandi í sl. viku
Nýja skipið sem leysir Baldur af í vor.
í fiðinni viku veittu fúlltrúar Sæ-
ferða ehf. í Stykkishólmi viðtöku
bílaferju, m.s. „Oost Vlieland“ í
Hollandi, sem fyrirtækið hefúr
keypt og kemur í staðinn fyrir ferj-
una Baldur. Nýja skipið er mun
stærra en Baldur, eða 62 metra langt
í stað 40 metra sem Baldur er.
Nýja ferjan mun taka á milli 45 -
50 fólksbfla eða 6 vöraflutningabfla
með tengivagna og þá færri fólks-
bfla, en Baldur tók að hámarki 19 -
20 fólksbfla.. Farþegafjöldin getur
orðið allt að 350 manns. Sldpið sem
er byggt 1974 og var allt endumýjað
1994 og á næstunni munu einnig
fara ffarn á því nokkrar endurbætur.
Þær felast meðal atmars í því að
settur verður í það fullkomnasti ör-
yggis- og björgunarbúnaður sem völ
er á fyrir skip í þessum flokki.
Skipið gengur 13,5 - 14,0 sjómfl-
ur sem styttir beina ferð ffá Stykkis-
hólmi til Brjánslækjar niður í um
130 mínútur í stað tæpra 180 mín-
útna eins og nú er.
Skipið hefur nú
verið tekið í shpp í
ferjubænum Harl-
ingen í Hollandi
þar sem megnið af
endurbótunum
verða unnar auk
þess sem það verð-
ur málað hátt og
lágt. Svo heppi-
lega vill til að þrátt
fyrir stærðarmun
skipanna þarf að gera mjög óvera-
legar breytingar á ferjuaðstöðunni í
Stykkishólmi og Brjánslæk áður en
skiptin fara ffam, en ferjubrýr eru
oftast sérhannaðar fyrir hverja ferju.
Verið er að undirbúa endurbætur og
styrkingu á bryggjunni í Flatey sem
væntanlega verður lokið fyrir næsta
haust. Það kemur samt ekki í veg
fyrir að nýja ferjan mun geta notast
við bryggjuna eins og nú er þangað
til.
Ferjan Baldur sem þjónað hefur
ferjuleiðinni sl. 16 ár hefúr verið
seld til Finnlands og munu nýir eig-
endur sækja skipið í lok marsmánað-
ar og mun það sigla úr höfn í Stykk-
ishólmi undir ftnnskum fána 1. aprfl
n.k. Stefrit er að því að nýja ferjan
verði komin á sama tíma þó vera
megi að örfáir dagar geti hugsanlega
liðið á milli og ræður þar mestu að
góð veður verði á siglingunni yfir
hafið. HJ
Akur óskar eftir lóðum við Garðalund
Trésmiðjan Akur ehf. hefur sótt
um allar lóðir sem til staðar era við
Garðalund á Akranesi og hyggst
koma þar upp smáhýsabyggð. Bæj-
arráð Akraness hefur fafið bæjar-
stjóra að ræða við fyrirtækið.
I bréfi sem Halldór Stefánsson hjá
Akri ritaði bæjarráði kemur ffam að
hann hafi að undanfömu átt þrjá
fúndi með markaðs- og atvinnu-
málafulltrúum Akraneskaupstaðar
og fidltrúum Golfklúbbsins Leynis
vegna deihskipulags við Garðalund.
Á þessum fundum lýsti Halldór
áhuga Akurs á að byggja smáhýsi eða
sumarhús á svæðinu og fulltrúar
golfklúbbsins lýstu áhuga sínum á að
byggja vélaskemmu á svæðinu og
koma að rekstri húsanna.
Eftir þessa fúndi telur Halldór
rétt að koma málinu í annan farveg
„og fa einhverja kölfestu til þess að
þróast á markvissan hátt,“ eins og
segir í bréfi hans. Því sækir hann
formlega um allar lóðir á svæðinu
undir byggingu smáhýsa eða sumar-
húsa. Með því vilja þeir sem að fyr-
irtækinu standa taka málið að
nokkra leyti í sínar hendur og fylgja
því effir með samstarfi við golf-
klúbbinn og ffflltrúa bæjarins.
Þá kemur ffam í bréfinu að bygg-
ing húsanna, uppbygging tjaldsvæð-
is og ffamkvæmdir golfklúbbs þurfi
að fara ffam á sama tíma og því þurfi
að gera skýra áætlun um málið. Ef af
verður stefiii fyrirtækið að því að
fyrstu húsin rísi árið 2007.
Trésmiðjan Akur ehf. er rótgróið
fyrirtælá á Akranesi, stofiiað árið
1959. Það hefúr ffá árinu 1980
framleitt sumarhús og einbýhshús
úr timbureiningum og telst því án
efa í dag með reynslumestu fyrir-
tækjum í framleiðslu sumarhúsa á
Islandi. Nokkur ár eru síðan stjóm-
endur Akurs kynntu fyrst hugmynd-
ir sínar um smáhýsabyggð við
Garðalund fyrir forsvarsmönnum
Akraneskaupstaðar.
HJ
Hraðakstur er vaxandi vandamál
Framhald virðist vera á óvenju-
lega miklum hraðakstri á og í ná-
grenni Akraness. Að sögn Jóns S
Olasonar, yfirlögregluþjóns á Akra-
nesi eru lögreglumenn að sjá við
mælingar sínar ökuhraða sem er
vægast sagt stórhættulegur og með
öllu óafeakanlegur. „I liðinni viku
var m.a. einn ungur ökumaður
stöðvaður effir að ökuhraði hafði
verið mældur 130 km/klst á götu
það sem leyfður hámarkshraði er
50 km/klst. Mátti sá hinn sami sjá á
eftir nýfengnu ökuleyfi sínu og fær
ekki að aka bifreið næstu mánuð-
ina. Annar ökumaður var stöðvaður
eftir að hafa mælst á 141 km/klst
hraða þar sem hámarkshraði er 90
km/klst. Var hann mjög stutt frá því
að missa einnig sitt ökuleyfi.
Einungis í liðinni viku vora 17
ökumenn kærðir fyrir að aka of
hratt. Þá vora 23 kærðir fyrir að
nota ekki öryggisbelti og fær hver
þeirra 5000 kr. sekt og era því alls
115.000 kr. sem renna úr veskjum
vegfarenda í ríkissjóð vegna þessara
brota.“ Jón segir að það veki alltaf
furðu að nú árið 2006 skuli enn
finnast fólk sem ekki hefur áttað sig
á mikilvægi öryggisbelta. Því verði
að minnsta kosti ekki um kennt að
fólk hafi ekki verið upplýst um
nauðsyn þessa öryggisbúnaðar.
„Ungur ökumaður sem lenti í
hörðum árekstri hér á Akranesi á
liðnu ári þakkaði lögreglumönnum
á vettvangi sérstaklega fyrir þeirra
störf. Ekki störfin á árekstrarvett-
vanginum, heldu fyrir það að viku
áður en óhappið átti sér stað hafði
hann verið kærður og sektaður fyr-
ir að nota ekki belti. Eftir það hafði
hann alltaf notað öryggisbelti og
ekki hafi verið nokkur vafi í huga
hans að beltið kom í veg fyrir alvar-
legt líkamstjón," sagði Jón S Ola-
son í samtali við Skessuhom. MM
Þrjú þúsund fermetra stækkun
framleiðslurvmis
Síðastliðinn föstudag var fáni
dreginn að hún í Lofforku í Borgar-
nesi og komu starfemenn saman og
gerðu sér glaðan dag af því tilefúi að
búið er að setja upp allar sperrur og
þak hefur verið klætt á nýrri við-
byggingu við verksmiðjuhús fyrir-
tækisins. Búið er að setja upp fjóra
hlaupaketti í húsinu sem ganga á
tveimur aðsldldum sporam og er nú
Inni í nýja húsinu er verii að kamafýrir undirstöðum undir steypuborð ogframleiðslutœki.
verið að vinna við undirstöður inn-
andyra undir steypuborð og fram-
leiðslutæki. Þegar framleiðsla hefet í
húsinu margfaldast ffamleiðslugeta
einingaverksmiðju Loftorku. Að
undanskildum mannvirkjum á
Grundartanga er þetta nýjasta hús
Loftorku með stærstu iðnaðarhús-
um í landshlutanum. MM
Opið hús í
heilsugæslunni
BORGARNES: í tilefni 30 ára
afmælis Heilsugæslustöðvar-
innar í Borgamesi verður opið
hús á stöðinni miðvikudaginn
22. mars klukkan 13-16 að
Borgarbraut 65. Allir era vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
-mm
Staða sér-
kennslustjóra
stofiiuð
STYKKISHÓLMUR: Bæjar-
ráð Stykkishólms hefur sam-
þykkt að tillögu Sigrúnar Þór-
steinsdóttur leikskólastjóra
stofnun stöðu sérkennslustjóra
við leikskólann í Stykkishólmi
ffá 1. mars 2006 að telja. -hj
Er samráð í
verðlagningu
veiðiheimilda?
LANDIÐ: Valdimar L. Friðriks-
son alþingismaður hefúr lagt
fram á Alþingi fyrirspum til sjáv-
arútvegsráðherra um leiguverð
fiskveiðiheimilda. Hann spyr
hvort ráðherra telji að samráð
eigi sér stað um verðlagningu
fiskveiðiheimilda á markaði „en
þar virðist leiguverð víðast það
sama,“ segir orðrétt í fyrirspum-
inni. Þá kallar þingmaðurinn eff-
ir því hvort ráðherrann hafi stað-
ið fyrir skoðun á því hvemig
verðmyndun á leiguverði fisk-
veiðiheimilda eigi sér stað. -hj
Hvetur bændur
tíl þátttöku í
pólitík
BÚNAÐARÞING. Haraldur
Benediktsson, formaður Bænda-
samtaka felands, hvatti bændur
til þess á Búnaðarþingi að þeir
sæktust eftir sætum í sveitar-
stjómum sem víðast í komandi
sveitarstjómarkosningum. Har-
aldur sagði að mjög víða hefði
sameining sveitarfélaga gengið
ffam og væri það vel. Fráhvarf ffá
gömlum fámennum hreppssveit-
arfélögum með bændur sem
helstu stjórnendur, til stærri
sveitarfélaga hafi skapað ný við-
fangsefni. Eðfilega væra hags-
munir landeigenda og landnot-
enda ekki jafn ofarlega í huga
þeirra sem kæmu úr annarri átt.
Því væri æskilegt að bændur
sæktust í auknum mæli eftir
áhrifum í sveitarstjómum á nýjan
leik. -mm
Nýr leikskóla-
stjóri í Hólabæ
REYKHÓLAR: Mennta- og
menningarmálanefnd Reykhóla-
hrepps hefúr samþykkt að ganga
til samninga við Svanhildi Dóra
Björgvinsdóttur um starf leik-
skólastjóra í Hólabæ. Svanhildur
Dóra var eini umsækjandinn um
stöðuna.
-hj
SKESSUHO
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
Skessuhom kemur út alla mibvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er bent á ab panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þri&judögum.
Blabib er gefiö út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverb er 1000 krónur meb vsk. á mánubi en krónur 900
sé greitt meb greibslukorti. Verb í lausasölu er 300 kr.
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 alla virka daca
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhom.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Bla&amenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhom.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Gu&rún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhom.is