Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2006, Side 10

Skessuhorn - 15.03.2006, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 ..mættufleiri takasérykkur til fyrirmyndar." Ummæli fólks sem lent hefur í tjóni segja mest um þjónustu tryggingafélaga. y ... , ' ■ V-: , " ..... , . . v ■ „Eg átti nýlega vioskipti við ykkur vegnatjóns á . . frystikistu. Það er skemmst frá því að segjaað þjónustan sem ég fékk var hreint alveg frábær og mættu fleiri taka sér ykkur til fyrirmyndar. Kveðja, Kristín Helga Gísladóttir." Ánægjuvog tryggíngafélaga 2005 2003 2004 2005 Samkvæmt íslensku ánægjuvoginni eru við- skiptavinirTM þeir ánægðustu af viðskiptavin- um tryggingafélaga. TRYCCINCAMIÐSTÖÐIN / Símr515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is / www.tryggingamidstodin.is Fundargestir í Fossatúni. Ferðaþjónustuaðilar á Vestur- landi bera saman bækur sínar Marteinn Njálsson, formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands. Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands og Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands var haldinn að Fossatúni í Borgar- fjarðarsveit sl. fimmtudag. A fund- inn voru mættir þeir Pétur Rafns- son, formaður Ferðamálasamtaka Islands og Einar Oddur Krist- jánssson, formaður Ferðamála- ráðs. Aðalmenn í stjórn Ferða- málasamtaka Vesturlands voru kjörnir; Marteinn Njálsson, Hjört- ur Arnason, Ingunn J. Jónsdóttir, Tómas Guðmundsson og Embla Guðmundsdóttir. Formaður samtakanna, Mart- einn Njálsson sagði í ræðu sinni á fundinum að í ferðaþjónustu á Vesturlandi liggi mörg sóknarfæri og því sé til mikils að vinna að búa til góðar rekstraraðstæður fyrir þessa ungu, en jafnframt ört vax- andi atvinnugrein. Þá segir hann að undirstaða velgengni í rekstri fyrirtækja sé þekking og því sé mikilvægt íyrir ferðaþjónustuaðila að tileinka sér hana í gæðastarfi sínu og markaðsvinnu. „Ef við horfum til annarra atvinnugreina þá má glöggt sjá að með með auk- inni menntun og þekkingu hefur arðsemi fyrirtækja aukist og störf færst frá því að vera láglaunastörf í það að vera hálaunastörf. Ferða- þjónustan þarf þar af leiðandi að fylgja þessari þróun svo atvinnu- greinin geti blómstrað og dafnað í framtíðinni og í því samhengi hljóta háskólar og menntastofnan- ir að gegna mikilvægu hlutverki," sagði Marteinn. Verðmæti en ekki væntingar Marteinn talar um að ferðaþjón- ustan sé atvinnugrein í útflutningi og þurfi því að tileinka sér viðeigandi viðskiptaþætti. Þá hafi komið fram að gjaldeyrissköpun ferða- þjónustunnar sé nú um 40 milljarðar á. ári og þégar margfeldisáhrif þeirra eru reiknuð má finna út að hagfræðilegt verðmæti greinarinnar er um 120 milljarðar kr. Marteinn benti á að inni í þeirra tölu væru ekki tekjur vegna flugfargjalda til og frá land- inu eða neysla innlendra ferðamanna. „Staðreyndin er sú að ferðaþjónustan er ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarbúsins og nægir að horfa til umræðu síðustu missera um nauð- syn þess að byggja upp atvinnu- greinar sem búa til verðmæti en ekki eintómar væntingar," sagði hann orðrétt. Þess má einnig geta að í ályktun sem fram kom á aðalfundi UKV er skorað á sveitarfélög og samtök þeirra á Vesturlandi að efla og hlúa enn ffekar að þeirri starfsemi sem rekin er á vegum UKV. A undan- förnum árum hefur mikilvægi UKV sem landshlutaupplýsinga- miðstöðvar komið glögglega í ljós þegar komið hafi að aðstoð við ferðamenn á leið um svæðið. Þar sem enginn ferðamálafulltrúi er við störf á vegum sveitarfélaganna er enn mikilvægara að stofiiun eins og UKV fái brautargengi og vinni að sameiginlegum kynningar- og markaðsmálum landshlutans. Upplifðu allt Ferðamálasamtök Islands og UKV vinna nú saman, ásamt 17 ferðaþjónustuaðilum á Vestur- landi, að sameiginlegri markaðs- semingu svæðisins. Þetta athyglis- verða verkefni, „All senses“ eða „Upplifðu allt“ er unnið á faglegan hátt þar sem rík áhersla er lögð á skýra markmiðasetningu og sam- vinnu. Markmiðið með verkefninu er fyrst og fremst að kynna Island sem spennandi áfangastað en jafn- framt að draga athyglina að Vest- urlandi og þeim aðilum sem standa að þessu samstarfi. Vesmrland hef- ur mikið aðdráttarafl fyrir ferða- menn og nægir að nefna staði eins og Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Ei- ríksstaði í Dölum, Safnasvæðið Akranesi, væntanlegt Landnáms- semr í Borgarnesi og Minjagarð í Reykholti til að sýna fram á það. Þá kom fram í máli Marteins að miklar vonir væru bundnar við ferðaþjónusm á svæðinu og hægt væri að ná meiri árangri með því að efla atvinnugreinina enn frekar, auka arðsemi hennar og þar af leiðandi fjölga störfum. I þessu sambandi er samvinna og sameig- inleg markaðssókn ferðaþjónusm- aðila innan Vesmrlands lykilatriði. KÓÓ Síðbúin uppskeruhátíð kombænda Kornræktarfélag Kolbeinsstaða- hrepps hélt uppskeruhátíð sína fösmdaginn 10. mars sl. Hátíðin var haldin í skemmunni á Snorra- stöðum. Þetta var nú heldur síðbú- in uppskeruhátíð því smtt er í að byrjað verði að sá fyrir næsm upp- skera. Félagsmenn rækmðu bygg á 70 hekturam lands á síðasta ári og þreskm korn af rúmlega 80 hektur- um fyrir aðra bændur sl. haust. I vor ætlar félagið að sá byggi í rétt tæplega 100 hektara. Halldór Júlíusson frá Syðstu- Görðum sá um matinn á uppskera- hátíðinni sem að sjálfsögðu var skolað niður með miði bragguðum úr íslensku byggi. ÞSK

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.