Skessuhorn - 15.03.2006, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006
SBiSSlíii©BRj
Intrum og fleiri fyrirtæld opna starfs-
stöðvar á Akranesi og Borgamesi
Næstkomandi föstudag opnar
Intrum á Islandi ásamt fleiri fyrir-
tækjum nýja skrifstofu við Kirkju-
braut á Akranesi. I vor eða fyrri
hluta sumars opna sömu aðilar
aðra starfsstöð við Borgarbraut 61
í Borgarnesi. Samanlagt er gert ráð
fyrir að allt að 14 manns muni
yinna á þessum stöðum þegar
starfsemin verður fullmönnuð.
Sigurður Arnar Jónsson er for-
stjóri Intrum á íslandi: „Við ætlum
að reka útibú á þessum stöðum líkt
og við gerum nú þegar á öðrum
stöðum á landinu, svo sem á Egils-
stöðum, Akureyri og brátt á Sauð-
árkróki og Reyðarfirði einnig. A
Vesturlandi byrjum við með að
opna á Akranesi og verðum með
starfsstöðina þar í nýja húsinu að
Kirkjubraut 12. Þarna munu vinna
saman Intrum á Islandi ehf. Lög-
Frá vinstri: Alexander Eiríksson, framkvcemdasljári TÞ, Eiríkur Þór Eiríksson,
stjómarformaáur og Þorkell Logi Steinsson, útibússtjóri Sparisjótjsins á Akranesi.
Tölvuþjónustan í útrás
Nú á dögunum gerði Tölvu-
þjónustan samning við Sparisjóð-
inn á Akranesi þar sem bankinn
mun fjármagna útrás fyrirtækisins,
en Tölvuþjónustan opnaði í síð-
ustu viku starfsstöð í Bretlandi þar
sem affitunarþjónusta þeirra undir
nafninu SecurStore verður nú í
boði. SecurStore er lausn sem not-
uð er tdl afritunar á gögnum yfir
net inn á diskastæður í hýsingarsal
Tölvuþjónustunnar. Gögnin eru
pökkuð og dulkóðuð í flutningi og
geymslu sem tryggir öryggi gagn-
anna þar sem viðskiptavinurinn
einn hefur dulkóðunarlykilinn.
Með þessari affitunarlausn þurfa
fyrirtæki ekld lengur að fjárfesta í
dýrum afritunarbúnaði og öll
hætta af völdum mannlegra mis-
taka, veikinda eða þess háttar á að
heyra sögunni til.
Eiríkur Þór Eiríksson, stjómar-
formaður TÞ, segir þessa þjónustu
hafa gengið mjög vel hér heima og
sífellt fleiri fyrirtæki sjái nú hag í
notkun þessarar lausnar. ,JVIarkað-
urinn er aftur á móti svo agnar-
smár á Islandi samanborið við stór-
markað Bretlands, sem er fullur af
tækifæram og því geram við okkar
miklar vonir um góðan árangur
þar í landi,“ segir Eiríkur.
Þorkell Logi Steinsson, útibús-
stjóri Sparisjóðsins á Akranesi seg-
ir sparisjóðinn styðja við bakið á
Tölvuþjónustunni í þessu verkefni
og kom því ekkert annað tdl greina
en að hoppa á vagninn og fara í
samstarf með þeim. „Við höfum
fulla trú á því sem fyrirtækið er að
gera og það er gagnkvæmur vilji og
skilningur beggja aðila á því sem
ff amundan er. Það er mikilvægt að
menn séu samstíga í svona um-
fangsmiklu, en spennandi verkefni,
og við erum mjög ánægð með að
geta fýlgst með því frá byrjun,“
segir Þorkell.
Fyrirteekin opna starfsstöóvar sínar að Kirkjubraut 12 áföstudaginn kemur.
heimtan, Domus fasteignasala,
Pacta málflutningur og ráðgjöf og
Leiguráðgjöf ehf. Einnig verðum
við í góðu samstarfi við Jón Hauk
Hauksson lögmann og hans fólk
hjá Lögmannsþjónusta Vestur-
lands. Alls verður þetta því starfs-
stöð með 7 manns. Þessi fyrirtæki
samnýta starfsmenn að hluta og
ýmsa aðstöðu svo sem fundaher-
bergi, móttöku, kaffistofu og
fleira,“ segir Sigurður Arnar.
Hann segir það mikilvægt fyrir
svæðið að með flutningi þessara
starfa út á land sé verið að færa at-
vinnu frá höfuðborgarsvæðinu því
verkefni þessara útibúa verða að
hluta tengd fyrirtækjarekstri fyrir
sunnan. Auk þess munu fyrirtækin
hasla sér völl í verkefnum tengd
hverjum stað fyrir sig, svo sem í
fasteignasölu, leiguráðgjöf og
fleiru. „Við erum mjög upplýs-
ingavætt fýrirtæki. Öll okkar fyrir-
tæki, hvar sem þau eru staðsett,
eru þannig tölvuvædd að flest störf
á að vera hægt að vinna hvar sem
viðkomandi starfsmaður er stadd-
ur. Sem dæmi erum við nú með 17
stöðugildi á Akureyri og gengur sú
starfsemi vel. Við erum að leita á
staði sem eru í sókn, í boði er
stöðugt vinnuafl og við leitumst
við að koma upp skrifstofum úti á
landi í hæfilegum rekstrareining-
um.
Sigurður Arnar segir að stefnt sé
að því að opna sambærilega starfs-
stöð í Borgarnesi snemma sumars
og hefur húsnæðið að Borgarbraut
61, þar sem KB banki er nú með
starfsstöðvar sínar, verið keypt í
þeim tilgangi. „Við gerum ráð fyr-
ir að þar verði um svipaðan fjölda
starfsmanna að ræða og á Akranesi
og lítum á að þessi útibú á Akra-
nesi og í Borgarnesi sem eitt útibú
sem muni vinna náið sín á milli og
sjá um starfsemi okkar á Vestur-
landi,“ sagði Sigurður Arnar að
lokum. MM
'iWm
Rás 2 rokkar hringinn
Helga Viðarsdóttir, fi-amkvæmdastjóri Trico ehf. og Ingimar Eydal, aðstoSarslökkviliðssjóri Slökkviliðs Akureyrar.
Slökkviliðsmenn á Akureyri í
Trico öryggissokkum
Slökkvilið Akureyrar hefúr gert
samning við sokkaverksmiðjuna
Trico á Akranesi um kaup á öryggis-
sokkum fyrir liðsmenn slökkviliðs-
ins. Um er að ræða sérhannaða
sokka sem koma í veg fyrir bruna á
húð af völdum hitaleiðni af einhverj-
um toga og af völdum elds. Mikil
ánægja er með þessi kaup meðal
starfsmanna slökkviliðsins á Akur-
eyri enda hefur öryggisgildi sokk-
anna margsannað sig hjá viðskipta-
vinum Trico. Að sögn Ingimars
Eydals, aðstoðarslökkviliðsstjóra
Slökkviliðs Akureyrar er mikil
áhersla lögð á gæði þess fatnaðar
sem keyptur er fýrir starfsmenn
slökkviliðsins. Sú stefha hefur skilað
sér í góðri endingu á fatnaði og þar
með hagræðingu í innkaupum. Ör-
yggissokkar Trico eru ffamleiddir úr
sterkum tregbrennanlegum efhum
sem hrinda frá sér raka og gera
sokkana auk þess þægilega. MM
Neytendasamtökin vilja fella niður
tolla á kj amfóðurblöndum
Rás 2 leiðir þessa dagana tón-
leikaferðalag um landið. Heimsótt-
ir eru 6 staðir á landsbyggðinni og
endað í Reykjavík með beinni út-
sendingu á Rás 2. Tónleikar Rásar
2 verða í Bíóhöllinni á Akranesi á
morgun, fimmtudaginn 16. mars.
Hljómsveitin AMPOP, sem hlaut
bæði Islensku tónlistarverðlaunin
og hlustendaverðlaun XFM á dög-
unum fyrir besta lag ársins 2005,
„My Delusions", mun fara fyrir
hópnum. Hljómsveitin Dikta mun
einnig stíga á stokk en plata sveitar-
innar „Hunting for Happiness" frá
því í fyrra hefur hlotið einróma lof
gagnrýnenda og lagið „Breaking
The Waves“ er eitt af vinsælustu
lögunum á Islandi í dag. Þriðji
flytjandinn í tónleikaferð Rásar 2
um landið er Hermigervill en hann
hefur vakið mikla athygli fyrir
magnaða tónleika undanfarna
mánuði. Auk þess mun Rás 2 bjóða
einni efnilegri hljómsveit frá hverju
sveitarfélagi sem heimsótt verður
að stíga á stokk og opna tónleikana
í sínum heimabæ. A tónleikunum í
Bíóhöllinni spilar hljómsveitin
Planc. MM
Neytendasamtökin hafa tekið
undir sjónarmið Landsambands
kúabænda og Svínaræktarfélags Is-
lands um að felldur verði niður eða
lækkaður tollur á hráefni í kjarn-
fóðurblöndur. I ályktunum sem fé-
lögin sendu frá sér benda þau á að
fákeppni ríki hér á landi í sölu á
kjarnfóðri því nú séu aðeins tvö
fyrirtæki að flytja inn og framleiða
kjarnfóðurblöndur. A hráefnið er
lagður tollur sem nemur 80 aurum
á hvert kíló en ef fluttar eru inn til-
búnar kjarnfóðurblöndur er tollur-
inn 7,80 krónur á hvert kíló.
Telja félögin ljóst að með lækk-
un eða niðurfellingu tolla geti
bændur tekið sig saman og flutt
sjálfir inn tilbúnar kjarnfóður-
blöndur. Með því myndi þeim
tveim fyrirtækjum sem nú fram-
leiða kjarnfóðurblöndur vera veitt
verulegt aðhald. Neytendasamtök-
in telja að með því að lækka gjöld-
in stuðli stjórnvöld að lækkun mat-
vælaverðs í landinu.
HJ