Skessuhorn - 15.03.2006, Qupperneq 18
18
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006
■■.f.ftnn. —
Skemmtilegir sunnudagar firamundan
Rætt við Séra Guðjón Skarphéðinsson á Staðarstað í Staðarsveit
Viö hempuskáp svokallathm. Guöjón segir slíka skápa, þar sem hempan getur hangiö án
þess aö snerta gólf, ekki svo algenga á prestssetrum þó nauösynlegur sé.
Sérajón M Guö/ónsson meö fermingarbömum áriö 1954.
Fermingar-
kyrdamir
vestlensk hefð
Það er venjan nú til dags að fermingarbörn séu
klædd í hvíta fermingarkyrtla og gangi þannig til alt-
aris í fyrsta sinn. Þetta hefur þó ekki alltaf verið svo
því lengi vel klæddust fermingarbörnin betri fömm
sínum við athöfnina.
Ljósm: Ljósmyndasafn Akraness
Það var Séra Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur á
Akranesi, sem fékk hugmyndina að kyrtlunum og
sendi dóttir Jóns, Margrét, honum því snið af kyrtli
frá Noregi. Að baki fermingarkyrdtmtun er sú hugs-
un að allir eiga að standa jöfnum fætí við vígsluna
enda höfðu foreldrar barnanna mismikinn pening
milli handanna til að eyða í fermingarföt. Sr. Jón sagði
Sr. Pétri Sigurgeirssyni, sóknarpresti á Akureyri og
síðar biskupi, frá þessari hugmynd og tóku þeir fyrir
norðan svo vel í þetta að fyrsta ferming á Islandi í
kyrtlum var á Akureyri árið 1954. Viku seinna fermdi
Sr. Jón sín sóknarbörn á Akranesi í kyrtlum. Var það
þann 9. maí árið 1954 og er myndin tekin við það til-
efiii.
GG
Séra Guðjón Skarphéðinsson býr
ásamt konu sinni Klöru Bragadótt-
ur og dætrunum Kristínu Maríu,
Rósu og Asdísi Brögu á prestssetr-
inu Staðarstað í Staðarsveit. Þar
hefur hann búið og sinnt prests-
störfum síðastliðin 10 ár og líkað
vel. Blaðamaður Skessuhoms leit
við hjá þessum merka manni í lið-
inni viku og var sem vænta mætti
boðið fagnandi í bæinn. Með sínum
einstaka framburði og frásagnalist
svarar Guðjón spurningum blaða-
manns um prestsstarfið og ferming-
ar samviskusamlega þó alltaf fylgi
góður skammtur af léttleika með
eins og honum einum er lagið.
Fékk falskar
í fermingargjöf
I ár mun Guðjón ferma 14 börn í
sóknunum sem hann þjónar. „Hér
er fermt frá skírdegi 13. apríl til 17.
júní og þá yfirleitt eitt barn í einu,
þá get ég farið í veislurnar á eftir,
fínar veislur núorðið,“ segir Guð-
jón og brosir. „Það era skemmtileg-
ir sunnudagar ffamundan, þá sér-
staklega þegar komið verður fram á
vorið og allt orðið algrænt og fal-
legt,“ bætir hann við. Guðjón segir
lítið hafa breyst varðandi fermingar
og fermingahald á þeim 10 árum
sem hann hefur verið prestur á
Snæfellsnesinu. „En ffá því ég sjálf-
ur fermdist eru það gjafirnar sem
aðallega hafa breyst. I þá daga
fengu flestir úr, þar með talinn ég
sjálfur, en í dag eru allir löngu bún-
ir að fá úr þegar þeir eiga að ferm-
ast. Nú fá bömin tölvu eða hljóm-
flutningstæki. Skemmtileg finnst
mér samt sagan af drengnum sem
óskaði sér að fá gervitennur í ferm-
ingargjöf, þetta var austur í Horna-
firði áriðl957. Hann opnaði pakk-
ann og stakk þeim beint upp í sig,“
segir Guðjón og hlær við. Þessi ffá-
sögn Guðjóns ýtir óhjákvæmilega
Guðján á skrifstofu sinni heima á Staöarstaö.
styrkum stoðum undir sannleiks-
gildi tilvitnunar nokkurrar sem
margir foreldrar nota þegar böm
eru hvött til að bursta tennur sínar;
„burstaðu vel svo þú fáir ekki falsk-
ar í fermingargjöf.“
Bömin hafa
upplifað meira
Aðspurður hvort honum finnist
börnin hafi fjarlægst trúnna ffá því
hann sjálfur var á þessum aldri, seg-
ist hann halda ekki. „Maður er nú
ekki að hugsa mikið um trú og þess
háttar þegar maður er 14 ára. I dag
hafa börnin kost á því að hafa séð
meira og upplifað meira en áður
þegar komið er á þennan aldur, fer
allt effir því hversu margar rásir þau
hafa, áður var bara Ríkisútvarpið.“
Hvort Guð sé tdl?
Guðjón segist alltaf hitta ferm-
ingarbörnin reglulega yfir veturinn
í fermingarfræðslu. „Við hittumst
og spjölltun, fáum okkur kaffi og
nammi og kynnumst svolítið. Við
lesum uppúr ffæðibók sem heitir
Líf með Jesú. Hún þykir orðin ffek-
ar „púkó“ meðal barnanna en mér
finnst hún ágæt. Við lesum úr þeirri
bók, ræðum þau málefni sem þar er
fjallað um og gerum nokkur verk-
efhi. Lærum sitthvað utanað, gott
að læra t.d. Faðir vorið og trúar-
játninguna og stöku bænir til við-
bótar, jú mikil ósköp, erum samt
hætt að læra sálma. Þetta er eins og
gengur. Sumir eru feimnir og geng-
ur því misvel að fá börnin til að
ræða málin en það er nú eins og
gengur í skólanum almennt. Nem-
endum í skólum er ekki boðið uppá
að tjá sig mjög mikið yfirleitt, um
eitt né neitt. Þau eiga að þegja og
sitja stillt og vera kjurr. Svo þegar
allt í einu kemur prestur blað-
skellandi inn í hópinn og vill fara að
tala um Guð almáttugan og hvort
hann sé til og ekki tíl, hvernig sé að
deyja og hvort það sé líf eftír dauð-
ann og svo ffamvegis, þá myndi ég
nú persónulega hugsa hvort þessi
maður væri eitthvað galinn og ekki
segja eitt einasta orð. Því förum við
nokkuð hægt af stað í þessu öllu
saman enda náttúrulega viðkvæm
mál og ekkert hægt að ræða þau í
sjálfu sér, þetta verður bara að koma
í ljós t.d. með Guð, hvort hann sé
til, ógjörningur að vita það fyrir víst
núna,“ útskýrir Guðjón.
Að gera sem mest úr
slíkum tíniamótum
Guðjón segir tilstand í kringum
veislur ekki svo frábrugðið því sem
áður var. „Ég er ekki svo viss um að
veislumar séu svo mikið breyttar
þegar allt er tekið með í reikning-
inn. Allir fá fin föt og skó og eitt-
hvað annað huggulegt. Við hjónin
höfum haldið allar okkar veislur hér
heima eins og tíðkaðist þegar ég var
að fermast, með veislumat og kaffi.
Auðvitað er hægt að gera helling úr
fermingum og auðvitað á fólk að
gera sem mest úr svona tímamót-
um, þau eru ekki svo mörg á lífs-
leiðinni. Fólk skírist og fermist og
jafnvel giftíst. Skírir svo og fermir
börnin sín, giftír þau jafnvel líka. Þá
er bara ein veisla effir sem þú
kannski tekur sem minnst þátt í þó
hún snúist um þig. Að ffátöldum af-
mælum þá er þetta jú upptalið.
Vissulega er það undir hverjum og
einum komið hvað hann gerir og
algjör óþarfi að móralisera yfir því
fólki sem gerir almennilega fyrir
börnin sín og gefur þeim myndar-
lega, ef það hefur ráð á. Af hverju
ekki? Svo eru jú alltaf einhverjir
sem ekki hafa ráð á því, bara að hver
og einn taki mið af því hvað hann
getur fjárhagslega.“
Sex sóknir og
átta kirkjur
„Ég sinni prestverkunum eins og
þau koma upp, alls konar, mest á
stórhátíðum. Það er skírt og fermt
og jarðað eins og gengur. Nóg er
um sóknarnefndarfundi, það eru 6
sóknarnefndir og það þarf að halda
þeim við efnið. Kirkjumar í sókn-
inni teljast átta. Svo er að ýmsu og
öðru að ditta hér á staðnum. I eigin
búskap hef ég svo nokkrar kindur
og örfáa hesta til skemmtunar og
reiðar ef þannig stendur á spori.
Hér hefur mér alla tíð liðið vel.
Sveitungarnir tóku mér afskaplega
vel, ekkert annað nema gott um þá
að segja. Þeir eru afskaplega góðir
við mig og kurteisir, hjálpsamir og
tillitssamir, líkt og þeir eru hver við
annan. Ég þekki orðið alla í sveit-
inni og hef reynt að vera duglegur
að sækja fólkið heim. En það er oft
langt að fara á svona stóru svæði,“
segir Guðjón og útskýrir að sóknir
hans nái ffá Raftaási í austri að
Ondverðarnesi í vestri. „Kirkjusókn
er góð, get ekki kvartað yfir því
enda kórinn á svæðinu góður og
organistinn hreint ágætur.“ BG