Skessuhorn - 15.03.2006, Blaðsíða 19
„BtááuHöBí
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006
19
Fartölva er aðal fermingargjöfin í ár
Þau Rakel Ýr Sigurðardóttir og
Þorvaldur Jóhannesson eru bæði að
fara að fermast þann 9. apríl nk. í
Borgarneskirkju. Blaðamaður
Skessuhorns tók þessa kátu krakka
tali og spurði þau út í það hvernig
þau upplifa fermingarundirbúning-
inn og ferminguna sjálfa. Bæði
segjast þau Rakel og Þorvaldur
hlakka mikið til og séu orðin
þónokkuð spennt. Aðspurð hvað sé
skemmtilegast og hvað þau hlakki
mest til segir Rakel að allt sem
tengist fermingunni sé skemmtilegt
og Þorvaldur segir að upplifunin
sjálf á fermingardaginn verði lík-
lega skemmtilegust.
Rakel segir allan undirbúning
vera í höfn hjá sér. Sjálf hafi hún
valið þemalit í veisluna og allt ann-
að var samvinna hennar og foreldr-
anna. Þorvaldur aftur á móti segir
móður sína sjá um allan undirbún-
ing veislunnar og er hann mjög
sáttur við það.
Oska fermingargjöf Rakelar er
myndavél og peningur upp í píanó
þar sem hún stundar nám við Tón-
listarskólann og hefur einnig áhuga
á ljósmyndun. Þorvaldur segir að
búið sé að ákveða hans gjafir, hann
fái rúm frá pabba og fartölvu frá
mömmu. Aðspurð um hvað sé vin-
sælasta fermingargjöfin í ár meðal
krakkanna segir Þorvaldtn það tví-
mælalaust vera fartölvu.
Þegar spurt er hvort einhverjir af
þeirra kunningjum muni fermast,
Rakel Ýr Sigurðardóttir.
en ekki halda veislu, segist Rakel
vita um eina stelpu sem fari til út-
landa með fjölskyldu sinni í stað
þess að halda veislu. „Hver og einn
verður að ákveða það fyrir sig hvað
hann eða hún vill, þannig á það líka
að vera. Eins með að fermast borg-
aralegri fermingu, hver og einn vel-
ur það fyrir sig,“ segir Rakel. Bæði
eru þau sammála því að mikilvægt
sé að krakkarnir fái að ráða, þó það
þurfi að vera í samráði við foreldra.
Aðspurð um val á fermingarföt-
um og hvort þau finni einhverja
tískutengda pressu í sambandi við
það segist Þorvaldur einfaldlega
ætla að klæðast íslenska þjóðbún-
ingnum. „Eg valdi það sem ég vildi
vera í.“ Rakel segist hafa valið það
sem henni langar að klæðast. „Eg
var ekkert að eyða of miklum pen-
ingum í sérstök fermingarföt. Eg
valdi bara þau föt sem mér fannst
flott og get svo notað þau áfram
eftir ferminguna."
Veturinn fyrir fermingu hitta
fermingarbörnin prest sínn reglu-
lega. Þorvaldur og Rakel segja sinn
bekk hafa hitt prestinn einu sinni í
viku í vetur. Þá hafi þau lesið í bók-
inni Líf með Jesú og rætt svo um
efni bókarinnar á eftir. Aðspurð um
það hvers vegna krakkar í hennar
árgangi velji að fermast, segir Rakel
að ekkert eitt vegi mest. „Einhverj-
ir krakkar fermast vegna gjafanna
og hinir eru að fermast til að ferm-
ast, fermingarinnar vegna.“ Að lok-
um eru þessir kátu krakkar spurð
hvort þau séu búin að læra trúar-
játninguna. Þorvaldur svarar: „-
Þetta er alveg að koma, næ þessu
fyrir lokadaginn.“ Rakel: ,Já, alveg
komið hjá mér.“ BG
Fermingargreiðslur
Blástur fyrir
mömmur og cmmur,
klippingar fyrir
pabbana og afana.
Eitthvað fyrir alla!
£r einnig með gott
úrval af flottu
fermingarskrauti.
Hársnyrtíng Dagnýjar
Mávakletti 2 - s. 694 4950
cÁfmæli, fermin^,
krúðkaiip, M^áfiátíð
Spunaverk á íjölunum hjá Grímni
Leikfélagið Grímnir
frumsýndi leikritið
„Brúðkaup Tony og
Tinu,“ í byrjun mars. Er
þetta spunaverk sem
byggist mjög á frumkvæði
og hugmyndaauðgi leik-
aranna sjálfra. Leikararnir
eru flestír ungt fólk, á
aldrinum 16 til 20 ára,
ásamt nokkrum eldri kjöl-
festum. Er mikil tónlist f
verkinu og settu nokkrir
tmgir menn saman hljóm-
sveit í tilefni sýningarinn-
ar. Mjög skemmtílegt er
að þrír úr hljómsveitinni
eru úr Grundarfirði. Svo
að þarna er að skila sér
vera unga fólksins úr
Hólminum í Framhalds-
skóla Snæfellinga. Leikfé- Leikarar og aðstandendur sýningarinnar.
lagið Grímnir er þarna að
vinna gott starf að tómstundastarfi aðlaga sig þeirri breytingu að nú á Tony og Tinu eru 17., 18. og 24.
þessa unga fólks, en það er það sem eru miklu fleiri unglingar heima mars kl. 20:30. Miðapantanir eru í
helst skortir. Bæjarfélögin þurfa að við, allt til tvítugs. Næstu sýningar síma 438 1077 og 847 1077. DSH
Þú hefur tilefnið,
við sjáum um veisluna.
Icelandair Hótel Hamar
... til í tuskið
IH
ICELANDAIRHOTELS
H A M A R
Síml 433 6600 • hamar@icehotels.is
CLARINS
---------- P A R I S----------
Nýju Vorlitirnir frd CLARINS
TÖFRANDI FL0TTIR
T0UCH 0F MA6IC Túpugloss, sólarpúður,
‘ nýir augnblýantar,
augnskuggar og varalitir
Einnig nýr púðurfarði
EXPRESS C0MPACT
F0UNDATI0N
igjggBgfc ' jg
- -
Framundan nýjung
í Clarins stofumeðferðum.
NýTT í SJÁLFBRÚNKU
AIRBRUSH, NýlRLITIR.
PANTIÐ TÍMANLEGA FyRIRPÁSKA
SNYRTIST OFA
JENNÝJAR LIND
Borgarbraut 3 • 310 Borgarnes
Sími 4371076