Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2006, Page 21

Skessuhorn - 15.03.2006, Page 21
■-KV'lin... J MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 21 Var ekkert stressaður Rætt við ungan mann sem fermdist síðasta vor Kristinn Ágúst Þórsson er í 9. bekk í Grundaskóla á Akranesi og fermdist í fyrra. Skessuhorn tók þennan unga herramann tali til að komast að því hvað væri minnis- stæðast ífá fermingardegimnn ffá því fyrir ári síðan. „Eg man eftir því að ég sat í kirkjunni og ég man eft- ir því að presturinn gerði athöfnina skemmtilega. I fermingarfræðsl- unni kom Sr. Eðvarð alltaf með ein- hverja brandara. Fræðslan er skipt eftir bekkjum og var í okkar tilviki í Grundaskóla. Þetta var bara gam- an.“ En skyldi Kristinn ekki hafa orðinn kvíðinn fyrir athöfnina? „Eg var nú ekkert stressaður, ég verð aldrei stressaður,“ segir hann hress, „ég pældi lítið í þessu fyrr en þetta var búið svona þegar ég var að fara að sofa um kvöldið, þetta bara gerðist eins og það gerðist." Það fermdust langflestir í árgangi Krist- ins en hann rekur þó minni til eins sem lét ferma sig borgaralegri fermingu. Kristinn segist ekki hafa velt vöngum yfir þessari ákvörðun um að fermast. „Nei, ég velti því aldrei fyrir mér hvort ég ætti að fermast eða ekki, ég var alltaf ákveðinn í því að gera þetta.“ Stuttmyndir í veislunni „Áður en mín veisla byrjaði kíkti ég í veislu vinar míns. Þetta var mjög fínn dagur. Veislan mín var svo haldin í sal í Grundaskóla og það voru svona hundrað manns í henni.“ Fjölskyldan fór ekki hefð- bundnar leiðir í skemmtiatriðum í veislunni því sýndar voru kvik- myndir eftir fermingarbarnið. „Við sýndum stuttmyndir sem ég hef verið að gera sjálfur í skólan- um. Við lærum að taka upp og klippa og gera hljóðið fyrir mynd- irnar sjálf. Eg er kominn með næstum 10 myndir núna. Svo var líka myndasýning með gömlum myndum af mér, teknar við alls konar tækifæri í gegnum tíðina. Eg hélt líka smá ræðu.“ Kristinn fékk, eins og flest fermingarbörn, góðar gjafir í veislunni og er þar af ein í uppáhaldi. „Eg fékk mikið af gjöf- um og einhvern pening. Uppá- haldsgjöfin er tvímælalaust fartölv- an mín.“ Trúarj átningin snúin Hann segir ferminguna ekki hafa breytt miklu í daglega lífinu. „Nei FERMINGARTILBOÐH Rúm rrtcð tvöföldu fjaðrakerfí Kristinn Agúst Þórsson, fyrrumfermingarbam. ég get nú ekki sagt það, það er eig- inlega bara það að núna eru miklu fleiri hlutir inni í herberginu mínu!“ Hefur Kristinn einhver góð ráð handa þeim sem eru að fara að fermast í ár? ,Já, ég hef eitt ráð handa þeim sem eru að fara að fermast og það er að byrja að læra trúarjátninguna nógu fljótt." Krist- inn hefur mörg áhugamál fyrir utan skólastarfið. „Eg nota fermingar- tölvuna í allt, til að læra og margt fleira." Hann stundar golf og rækt- ina og er mikið í tölvunni. Hann lék einnig eitt af stóru hlutverkunum í sýningu Grundaskóla sl. haust, Hunangsflugum og vilhköttum og stóð sig þar með prýði. í sumar ætl- ar Kristinn að vinna á golfvellinum en er ekki búinn að ákveða alveg hvað hann ætlar að vera þegar hann er orðinn stór. „Nei, ég er ekki bú- inn að ákveða það,“ segir Kristinn og hlær, „kannsld tölvufræðingur eða einkaþjálfari, eða bara bæði.“ GG Lofum fermingarbarninu að velja gjöfina Fallegu gjafkortin frá Markaðsráði Akraness eru til sölu í útibúum Landsbanka íslands og íslandsbanka á Akranesi. Landsbankinn Banki allra landsmanna ÍSLAN DS BAN KI Fáanleg í þremur upphæðum kr 2.500, 5.000, og 10.000. Handhafar gjafakortanna geta notað kortin hjá um 30 verslunar- og þjónustuaðilum á Akranesi MARKAÐSI Fermingargjafir mikið Bœkur Myndavélar Sjónaukar Pennar Skartgripaskrín Skáktölvur Tölvuorðabœkur Fartölvutöskur í Ferðatöskur Geisladiskar Geisladiskatöskur , Kirkjubraut 54 PSlttfl! 3 Akranesi - sími 431 1855 Opib virkú 11 - 18 aq 13 14

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.