Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2006, Síða 26

Skessuhorn - 15.03.2006, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 ■■.tAVIM... Vatn og ljós í listaverki Undirbúningur að uppsetningu útilistaverks á lóð SHA er í fullum gangi. „Verkið hefúr reynst um- fangsmeira og kostnaðarsamara í hönnun en áætlun listamannsins, Ingu S. Ragnarsdóttur gerði ráð fyrir og því hefur hægar gengið en vonir stóðu tdl. Enn vantar nokkuð af peningum til þess að hægt verði að koma verldnu á sinn stað en það er komið til landsins og bíður upp- setningar,“ sagði Guðjón S Brjáns- son, ffamkvæmdastjóri SHA í sam- tali við Skessuhorn. Listaverkið sem um ræðir er stórt í hugsun og gerð. „Hér er um lista- verk að ræða þar sem saman fer vatn, fossaföll og ljós sem spilar stórt hlutverk. Ekkert útivatnslista- verk er enn til á Akranesi og mun það án efa setja myndarlegan svip á bæjarumhverfið allt,“ segir Guðjón. Nefnd sem vinnur að uppsetn- ingu verksins leitar um þessar mundir til nokkurra fyrirtækja og stofnana á Akranesi með beiðni um smðning við lokafrágang og fjár- mögnun en að sjálfsögðu eru ffam- lög ffá einstaklingum sem styðja vilja þetta ágæta málefni ekki síður afar vel þegin. Þeim er bent á að snúa sér til formanns nefndarinnar, Sigurðar Olafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra SHA. Ef allt gengur efdr og nefndinni tekst að verða sér úti um nægilegt fé, þá er fyrirhugað að afhjúpa listaverkið við hátíðlega athöfn síðla sumars. MM StSil Verkið hannaði Inga S Ragnarsdóttir listamaður í kjölfar samkeppni sem efrt var til á sl. ári. T^mtutui^s Eigum aðflagga ájram Fyrirtæki og stofhanir í Borgar- nesi hafa tekið sig saman um að hætta að flagga í hálfa stöng þegar einhver fellur ffá. Þó var samþykkt að kirkjan og Dvalarheimilið mættu halda því áffam. En hver er vilji íbúanna, gleymdist ekki að athuga hann? Eða var aðallega verið að hugsa um vilja íbúanna í Reykjavík? Var gerð einhver könnun á því hvað íbúunum finnst og eins hvað ferða- fólki finnst, eða var þetta bara ákveðið af tilfinningu einhvers óskilgreinds? Minnka t.d. viðskipt- in í Hymunni á föstudögum ef það er flaggað í hálfa stöng? Koma færri í sundlaugina á laugardögum ef það er jarðarför? Keyra vörubílstjór- amir kannski Hvítárbrúna til að komast hjá þessum ósköpum héma í bænum? Ein af ástæðum þess að ég bý í Borgarnesi en ekki í Reykjavík er að þetta er lítill og notalegur bær, um- kringdur fallegri sveit. Marmlífið hérna er gott og ég þekki eða kann- ast við flesta héraðsbúa. Mér finnst það fallegur og góður siður að minnast þeirra sem falla ffá með því að flagga í hálfa stöng. Það sýnir að við í Borgamesi erum ennþá á því stigi að þekkja hvert annað og vera umhugað hvert um annað. Þetta mál finnst mér vera eitthvað sem ætti að athuga þegar íbúatalan er komin í ca. 10.000 manns en við eigum nú talsvert langt í það ennþá. Þeir sem þekkja mig vita að ég er ffekar íhaldssöm en mér finnst það sorgleg þróun að við skulum vera svo hégómleg að hugsa meira um þá sem keyra í gegn með pylsu og kók en íbúana á staðnum. Minnir þetta um margt á áráttu íslenskra fyrirtækja að taka upp erlend nöfn og „group“ í stað þess að vera stolt af þeim fallegu íslensku nöfhum sem við eigum. Er þetta ekki bara einhvers konar minnimáttarkennd? Jónína Ema Amardóttir. Þýskir smiðir sem vinna að smíði verksins. Laugardalshöllinn eftir stœkkun. Verk og vit, stórsýning bygginariðnaðarms Stórsýningin Verk og vit 2006 verður haldin dagana 16. til 19. mars í nýju íþrótta- og sýninga- höllinni í Laugardal. Þar munu um 120 fyrirtæki í byggingariðn- aði og mannvirkjagerð, sveitarfé- lög, hönnuðir og ráðgjafar kynna starfsemi sína. Megináhersla verð- ur lögð á fagmennsku, aukna þekkingu og tækninýjungar í byggingariðnaði og mannvirkja- gerð en mjög örar framfarir hafa orðið á þessu sviði undanfarin ár. I tengslum við sýninguna, sem er bæði fyrir fagaðila og almenning, verða haldnar ráðstefnur, kynn- ingarfundir og fleiri viðburðir. Meðal sýnenda verða fyrirtækin Borgarplast, Loftorka Borgarnesi ehf., Smellinn ehf. og Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar. Sýningin er opin almenningi laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. mars en fag- aðilum fimmtudag og föstudag. Á sýningunni verða áhugaverðar nýjungar í íslenskri framleiðslu kynntar auk tækja, hönnunar, ráð- gjafar og þjónustu sem ýmis fyrir- tæki bjóða. Skipulagsmál sveitar- félaga skipa sérstakan sess þar sem þróun, einstök verkefiti og ffam- tíðarsýn verða kynnt. MM Látum hjólin snúast Það er óhætt að fullyrða það að sveitarfélagið Borgarbyggð hafi blómstrað á undanförnum árum. Ibúum hefur fjölgað, skólar, á öllum skólastigum, hafa verið að stækka og dafha og atvinnulífið er á yfir- snúningi, um það vitnar hvernig er að fá fólk til starfa í héraðinu. Það er skemmtilegt að starfa að sveitar- stjórnarmálum þegar svona árar, nú er ekki karpað um fjármál og rekst- ur sveitarfélagsins því árangurinn í rekstri hefur verið þannig undan- farin þrjú ár að það er ekki tilefhi til þrætna hvað þann þátt varðar. Eftir kyrrstöðu á síðasta áratug hefur nú að tmdanförnu átt sér stað mikil uppbygging og effirspurn eff- ir íbúðarhúsnæði stóraukist. Nú er svo komið að lóðir til úthlutunar eru uppurnar, allavega um stundar- sakir. Bæjarstjórn Borgarbyggðar keypti fyrir skömmu um 20 ha lands í Bjargslandi og er nú tmnið að því hörðum höndum að skipu- leggja þar nýtt íbúðasvæði svo að sú þróun sem verið hefur geti haldið áffam og unnt sé að svara eftirspurn effir íbúðalóðum. Við erum svo heppin hér í Borg- arbyggð að íbúamir hafa skoðun á því hvernig staðið skuli að upp- byggingu sveitarfélagins. Sem bet- ur fer láta margir sig það varða hvemig Borgarnes muni þróast á næstu ámm, hvar og hvernig skuli byggt, á að þétta byggð og þá hvernig? Ætlum við að byggja upp í loftið eða langsum? Alitamálin em mörg og þetta em allt skemmtileg „vandamál," (eða verkefhi), sem við er að etja, allavega emm við ekki að fást við fólksflótta og/eða atvinnu- leysi og að enginn vilji byggja hjá okkur eins og raunin er sumsstaðar á landsbyggðinni. Það er hinsvegar eðlilegt að skoðanir séu skiptar um þessi mál sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað á skömm- um tíma. Það er skoðtm undirritaðs að við megum ekki dvelja of lengi við ákvörðunartöku, sú ákvörðtm sem tekin er þarf að vera vönduð, fagleg og vel ígrunduð þó svo að ekki verði allir alltaf sáttir. Það að ætla að gera svo að öllum líki er einfald- lega ekki hægt, þá verður kyrrstað- an algjör. Því þurfum við bæjarfull- trúarnir að vera fólk til þess að taka af skarið í umdeildum málum. Það að sitja hjá og fría sig ábyrgð er ekki í þágu uppbyggingar og ekki í þágu þeirra sem treysta okkur til setu í stjóm nýs sveitarfélags. Bjöm Bjarki Þorsteinsson, Bœjarfulltrúi í Borgarbyggð. Skipar 1. sæti framboóslista Sjálf- stæðisflokksins í nýju sameinuðu sveit- arfélagi Kolbeinsstaðarhrepps, Hvítár- síðu, Borgarfjarðarsveitar og Borgarbyggðar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.