Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2006, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 29.03.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 Nýr Baldur hefiir siglingar 12. apríl Skólamáltíðir lækkaðar SNÆFELLSBÆR: Um síðustu mánaðamót var verð á skólamál- tíðum í Grunnskóla Snæfellsbæj- ar lækkað verulega eða úr 400 krónum í 295 krónur fyrir hverja máltíð. A heimasíðu skólans kemtn fram að jákvæð rekstrar- niðurstaða fyrstu mánuði hins nýja skólamötuneytis geri þessa lækkun mögulega. A heimsíð- unni eru foreldrar nemenda hvattir til að skrá börn sín í heit- an hádegismat í skólanum því kostir þess séu óumdeilanlegir fyrir nemendur að fá heita há- degismáltíð í erh langra skóla- daga. „Vinnudagur nemenda er æði langur ef grannt er skoðað, ekki síst þegar við taka íþróttaæf- ingar, tónlistamám og aðrir leik- ir og störf,“ segir orðrétt á síðu skólans. -hj Birkihlíðá Varmalandi BORGARBYGGÐ: Bæjarráð Borgarbyggðar samþykktd á síð- asta fundi sínum að fela bæjar- verkfræðingi að setja af stað vinnu við gatnagerð og kynna lóðir við nýja götu á Varmalandi sem hlotið hefur nafrúð Birki- hh'ð. Nokkuð er langt um liðið síðan síðast var byggt á Varma- landi en þegar hafa bæði einstak- lingar og verktakar spurst fyrir um væntanlegar lóðir. I fyrsta áfanga þessara framkvæmda er gert ráð fyrir 10-12 lóðum fyrir einbýhs- og parhús við götuna. -mm Ingunn landar fullfermi AKRANES: Ingunn AK kom að landi á Akranesi með fullfermi af kolmunna á laugardagskvöld en skipið tekur rétt rúm 2000 tonn. Aflinn veiddist á Rockhallsvæð- inu. Ingunn er ekki eina skipið sem kom með kolmunna til bræðslu á Akranesi þennan dag því færeyska skipið Norðvík landaði fyrr um daginn vel á ann- að þúsund tonnum. -mm Blokk tál sölu GRUNDARFJÖRÐUR: Grundarfjarðarbær hefur auglýst til sölu fasteignina að Sæbóh 33- 35 sem í daglegu tali nefnist „blokkin“ í Grundarfirði. Er ósk- að efrir tilboðum í húsið sem eina heild og því ekki hægt að gera til- boð í eina eða fleiri íbúðir sér- staklega. Samtals er húsið, sem byggt var 1978, um 690 fermetr- ar að flatarmáli og lóð þess er 1.958 fermetrar. I húsinu eru átta íbúðir, fjórar þeirra eru 114,8 fermetrar að stærð og fjórar eru 57,5 fermetrar. Töluverðar end- urbætur voru gerðar á húsinu árið 2001. Fasteignamat hússins er rúmar 46 milljónir króna og brunabótamat þess er tæpar 104 milljónir króna. Tilboðsfrestur er til 18. apríl og þá verða tilboð opnuð. Bæjarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. -hj Hin nýja Breiðafjarðarferja, sem nú hefur fengið nafnið Baldur, mun hefja áætlunarsiglingar þann 12. apríl nk. Sem kunnugt er var skipið afhent Sæferðum í Hollandi fyrir skömmu og er nú unnið að endur- bótum og breytingum á skipinu. Núverandi ferja hefur verið seld til Finnlands og fer í sína síðustu áætl- unarferð 31. mars. A fúndi sem haldinn var sl. mið- vikudag í tilefni 75 ára afmælis Verkalýðsfélags Borgarness tilkynnti formaður þess, Sveinn G. Hálfdán- arson, að félagið hefði ákveðið að styrkja Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi um fimm milljónir króna. Styrkurinn er ætlaður og skil- yrtur til endurbóta á húsnæði Dval- arheimilisins eða nýbyggingar við heimihð og að framkvæmdir hefjist fyrir árslok 2007. Eins og fram hef- ur komið f Skessuhomi eru uppi hugmyndir um stækkun heimilisins. Styrkurinn verðtu- afhentur þegar ffamkvæmdir hefjast. I máh formanns félagsins kom ffarn að með þessari ákvörðun vilji Verkalýðsfélag Borgarness hvetja til þess að aðstaða heimilisfólks og starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Borgamesi verði færð að því sem best gerist á slíkum heimilum í dag. Sveinn sagði húsnæðismál Dvalar- heimilisins ekki í takt við nútímann þótt þjónusta starfsfólks og stofnun- arinnar þyki til fyrirmyndar. Þá kom ffam að Verkalýðsfélag Borgamess vonast til að þessi gjöf og góður hugur félagsmanna verði til að Frjálslyndi flokkurinn hefur boðað til stofnfundar Bæjarmála- félags Frjálslyndra og óháðra og verður hann haldinn á Breiðinni sunnudaginn 2. apríl og hefst hann kl. 20. A fundinum mun Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður Af þessum sökum falla því niður ferðir með bíla yfir fjörðinn en minni skip félagsins sinna öðmm flumingum um fjörðinn eftir mætti. Pétur Agústsson, framkvæmdastjóri Sæferða segir að farnar verði á þessum tíma þrjár ferðir í viku á milli Stykkishólms og Flateyjar þ.e. á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum. Harm segir að tak- þrýsta á að þetta brýna verkefni verði að veruleika. Skoraði hann einnig á önnur félagasamtök, fyrir- tæki, einstaklinga, sveitarfélögin og ríkisvaldið til að taka höndum sam- an með Dvalarheimilinu til að tryggja sem bestan aðbúnað eldra fólks í héraðinu. Margét Guðmxmdsdóttir, fram- kvæmdastjóri Dvalarheimilisins tók við staðfestingu vegna gjafarinnar og þakkaði Verkalýðsfélaginu fyrir hafa framsögu auk þess sem form- leg stofnun félagsins fer fram með kjöri stjórnar. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur Frjálslyndi flokkurinn um nokkurt skeið undirbúið ffamboð við bæj- arstjórnarkosningarnar á Akranesi markað pláss sé í minni skipunum fyrir þungavörur og því nauðsyn- legt fyrir farmflytjendur að nýta tímann þar til gamli Baldur siglir úr landi. „Þetta kann að valda nokkrum óþægindum hjá okkar viðskiptavinum en við trúum því að þau gleymist fljótt þegar Baldur hinn nýi og glæsilegi hefur sigling- ar,“ segir Pétur. HJ þessa höfðinglegu gjöf sem hún sagði koma í mjög góðar þarfir. Hún sagði undirbúning að viðbyggingu við heimilið í fullum gangi og þessi góði hugur Verkalýðsfélagið yrði mönnum mikil hvaming í því verki. I tilefni af 75 ára afinælinu mun Verkalýðsfélag Borgamess gefa úr afmælisrit þar sem stiklað verður á stóm í sögu félagsins og mun það koma út í byrjun apríl. í vor. I samtali við Skessuhorn seg- ir Magnús Þór að undirbúningur framboðs sé í fullum gangi og sé stofnun bæjarmálafélags liður í þeim undirbúningi. HJ Fí úr Kauphöll íslands LANDIÐ: Ef fram fer sem horfir verður Fiskmarkaður Is- lands hf. afskráður af vaxtarlista Kauphallar Islands á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að ljóst sé að félagið muni ekki uppfylla skilyrði um veru á listanum og því muni undirbúningur að af- skráningu fara af stað á næstu misserum og afskráningu lokið á árinu. Skagamönnum íjölgar hratt AKRANES: íbúum Akraness heldur áfram að fjölga að því er kemur fram í nýjum tölum frá Akraneskaupstað. Að sögn Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara voru íbúar Akraness 5.782 tals- ins þann 2 3. mars og hafði þeim fjölgað um 48 frá 1. desember eða 0,83%. Þetta er nokkuð mikil fjölgun þegar horft er til þess að mestir búferlaflutningar eru alla jafnan á sumrin. -hj Eftirsótt starf VESTURLAND: Fjórtán um- sóknir bárust í starf menningar- fúlltrúa Vesturlands. Staðan er ný og fellur hún undir Menn- ingarráð Vesturlands. Að sögn Helgu Halldórsdóttur, for- manns Menningarráðs er þessa dagana verið að vinna úr um- sóknum og gert ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna fyrir páska. Helga segir að mikil eft- irspurn hafi einnig verið eftir styrkfé sem Menningarráð hef- ur til úthlutunar sitt fyrsta starfsár, en umsóknarfrestur rann út sl. mánudag. „Við feng- um margar umsóknir um styrki til mjög góðra verkefna,“ sagði Helga í samtali við Skessuhorn. -mm Árshátíð Varmalands- skóla BORGARBYGGÐ: Árshátíð Varmalandsskóla verður haldin næstkomandi laugardag. Ung- lingar hafa veg og vanda af há- tíðinni og sýna m.a. leikritið '68 kynslóðin eftir Margréti Traustadóttur. Það fjallar um lífið í húsmæðraskóla eins og það gerðist best hér á árum áður. Einnig verður sýndur dans og stuttmyndin Laxdæla sem 9. bekkur vann verður sett á hvíta tjaldið. Þær hljómsveitir sem verið hafa starfandi við skólann eftir áramót spila og gítarsnillingar stytta stundirnar áður en dagskráin hefst. A milli atriða verður dregið í happ- drætti. Að skemmtiatriðum loknum verður kaffihlaðborð þar sem hver getur raðað í sig að vild. Agóðinn af hátíðinni rennur í ferðasjóð 10. bekkjar. -mm Rúmlega sextíu lóðarhafar dregnir út á Akranesi Síðasthðinn fimmtudag voru dregnir út lóð- arhafar þeirra einbýlishúsalóða sem auglýstar voru lausar í fyrsta áfanga Skógahverfis á Akra- nesi. Alls sóttu 198 manns um lóðimar en 194 þeirra uppfylltu þau skilyrði sem sett vom. Það var bæjarráð Akraness, að viðstöddum fulltrúa sýslumannsins á Akranesi, Aslaugu Rafnsdótt- ur, sem sá um að draga út þá einstaklinga sem hafið geta byggingu einbýlishúsa í Skógahverfi síðar á árinu. Þeir geta síðan valið sér lóð í hverfinu í þeirri röð sem þeir vom dregnir út. Það val fer ffarn 6. apríl. Auk lóðarhafanna vom dregnir út 15 einstaklingar til vara ef ein- hver hinna hættir við. Sjá má lista um lóðarhafa á fréttavef Skessuhorns, dags. 23. mars. HJ Magnús GuSmundssm, fonnaður skipulagsnefodar Akraness og bœjairáðsmað- ur býr sig undir að draga út eitt nafo úr kassanum góða sem Agústa Friðriks- dóttir bæjarfolltrúi heldur á. Magnúsi á hægri hönd erAslaug Rafosdóttir foll- trúi sýslumannsins á Akranesi. Guðmundur Páttjónssm bæjarstjóri og Gunnar Sigurðssm bæjan-áðsmaðurfylgjast með. Stórgjöf Verkalýðsfélags Borgamess til öldrunarmála Margrét Guðmundsdóttir veitir styrk Verkalýðsfélagsins viðtöku úr hendi Sveins G Hálfdánarsonar. Hjf Frjálslyndir stofiia bæjarmálafélag á Akranesi WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuði en krónur 900 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SKRiFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 alla virka daga Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.