Skessuhorn - 29.03.2006, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006
Eyjapeyinn sem ílengdist á Hvanneyri
Rætt við Magnús B Jónsson, fu. rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri
Á Hvanneyri hafa breytingar orð-
ið á mörgum sviðum liðna áratugi.
Fjölmargir íbúar staðarins, svo og
margir utan hans, hafa komið þar að
verki. Vafalaust er þó að stefnumót-
un og ákvarðanataka um ffamgang
og þróun skóla og mannlífs á
Hvanneyri hefur mjög hvílt á herð-
um Magnúsar B. Jónssonar sem kom
17 ára Eyjapeyi til náms í Bænda-
skólanum á Hvanneyri á haustmán-
uðum 1959. Magnús kom frá Vest-
mannaeyjum, vetrungur eins og það
var kallað þegar námið var tekið á
einum vetri. Hann fór í undirbún-
ingasnám á Akureyri fyrir fram-
haldsdeild, lauk kandidatsprófi frá
Hvanneyri, varð kennari, skólastjóri
og síðar rektor skólans. Hann er
prófessor, var um tíma oddviti Anda-
kílshrepps og gegndi auk þess fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum öðrum í
héraði. Hér á efrir fer spjall við
Magnús B þar sem stiklað er á stóru
yfir þann tíma ffá því hann tengdist
Hvanneyrarstað sterkum böndum.
Heima í Eyjum
Við sitjum saman við borðstofu-
borðið á heimili Magnúsar B. Jóns-
sonar á Hvanneyri einn hlýviðris-
daginn í byrjun marsmánaðar og
hefjum samtalið með spurningunni:
Hvað kom til að hann Vestmannaey-
ingurinn, fór á Bændaskólann á
Hvanneyri, það hlýtur að hafa verið
talsvert mál að fara ffá Vestmanna-
eyjum alla leið upp á Hvanneyri í
bændaskóla í þá daga?
,Já, það var nú þannig að við vor-
um heima með búskap, bæði ær og
kýr. I jaðri kaupstaðarins voru
sveitabýli. I gamla daga var Vest-
mannaeyjum skipt í ein 40 lögbýli
sem hvert um sig voru tiltölulega lít-
il á alla mælikvarða en með beitar-
rétt í úteyjum og fjölþættar nytjar.
Það var fuglatekja, eggjaréttur,
sölvatekja, jarðimar áttu sinn rétt,
sumar í Elhðaey, aðrar í Bjamarey
o.s.ffv. Okkar jörð hét Gerði og þar
var faðir minn leiguliði til ársins
1970.“
-Hvaðan koma foreldrar þínir,
vom þau Vestmannaeyingar? „Faðir
minn, Jón Magnússon var ættaður af
Rangárvöllunum en móðir mín,
Ingibjörg Magnúsdóttir var ættuð úr
Mýrdalnum, þau fluttu sitt í hvom
lagi til Vestmannaeyja og kynntust
þar.“
-Fyrirgefðu að ég gríp ffam í fyrir
þér en hvað gera foreldrar þínir árið
1970? „Þá kaupa þau býlið Hábæ.
Faðir minn var lengi í stjórn Búnað-
arfélagsins og var þar formaður, hélt
afurðaskýrslur. Hann var heima á
sumrin og heyjaði en af því þetta var
nú ekki fullt starf við búskapinn,
vann hann samhliða honum við að-
gerð í landi og það kom því í hlut
okkar krakkanna að sinna búskapn-
um; mjólka, gefa og vatna svo þessi
grunnatriði séu nú nefhd til sögunn-
ar, þannig tengdist maður búskapn-
um. Það var svo gosið í Eyjum 1973
sem veldur því að foreldrar mínir
flytja Gunnarsholti á Rangárvöllum.
Landgræðslan bauðst til að fóstra fé
ffá Eyjum og var faðir minn ásamt
öðmm, gæslumaður þess í Gunnars-
holti. Foreldrar mínir fengu Við-
lagasjóðshús á Hellu og bjuggu þar
alla sína tíð effir gos.“
Sá Hvanneyri fyrst í
F erðafélagsferð
-Ef við víkjum þá aftur að þér
sjálfum á unglingsárunum í Eyjum
og tilurð þess að þú ákveður að fara
á Hvanneyri, hvemig kom það til?
,Já, ég ákvað að fara í landspróf og
ætlaði í ffamhaldinu í Menntaskól-
ann á Laugarvatni með félögum
mínum úr Eyjum. Eg var svo óhepp-
inn að handleggsbrotna á hægri
handlegg í miðju landsprófi. Þetta
var vont brot og þegar sjúkrapróf
vom tekin um vorið var ég enn í
gipsi. Eg tók því ekki prófin fyrr en í
september. Eg sat því á skrifstofu hjá
fyrrum Borgfirðingi, Jóni Eiríkssyni
ffá Hesti, sem þá var skattstjóri en
jafhffamt prófdómari í landsprófinu.
Eg tók því um helminginn af lands-
prófinu á skattstofunni í Vestmanna-
eyjum. Það kom síðan í ljós að ég
komst ekki í skólann á Laugarvatni,
hann var fullsetinn. Eg hafði ekki
haft hugsun á því að sækja um skóla-
vist um vorið.
Árið efrir er svo farin sumarferð á
vegum Ferðafélags Vestmannaeyja
þvert yfir landið, norður til Akureyr-
ar og þaðan austur á Seyðisfjörð og
til baka aftur vun byggðir vestur yfir
Skagafjörð og Húnavatnssýslur og
gist fyrir innan Dagverðarnes á
grundu þar niður við Skorradals-
vatnið. Við voram félagar þrír strák-
ar, lang yngstir. Það var gist í tjöld-
um og tekið nesti með úr Eyjum. Eg
man að bflstjóri í þessari ferð var
Baldvin Jónsson ffá Eyvindarhólum.
Þetta var mikið ævintýraferðalag.
Þarna, í þessari ferð sá ég Hvanneyri
í fyrsta skipti. Þetta vom fyrstu dag-
ar júlímánaðar árið 1959.“
-Þannig má segja að örlögin hafi
gripið inní. Magnús heldur áfram:
„Þegar ég kom heim úr þessari ferð
segi ég við mitt fólk: „Nú ætla ég að
sækja um á Hvanneyri.“. Mig lang-
aði að fara þangað, þetta hafði e.t.v.
blundað í mér en efrir komuna á
Hvanneyri var ég alveg ákveðinn.
Mig langaði ekkert í menntaskólann
efrir þetta. Eg skrifaði Guðmundi
Jónssyni skólastjóra bréf. Guð-
mundur var eins og allir vita mikill
reglumaður og seinna þegar ég kom
svo í stöðu hans, fann ég þetta bréf
og svarbréf hans á ég enn. Síðan í
októberbyrjun förum við faðir mirm
með rútu hingað upp á Hvanneyri
og héðan hef ég varla farið nema til
náms.“
-En bíddu aðeins við, hvað ertu þá
gamall? „Eg varð 17 ára 24. ágúst
1959, fæddur 1942. Er semsagt á átj-
ánda ári þegar ég fer á Hvanneyri,"
segir Magnús brosandi og ekki er
laust við að hann sé dálítið dreyminn
á svipinn.
Námið á Hvanneyri
„Búffæðingsnáminu lauk ég um
vorið 1960 og hafði enga hugmynd
um fyrr en ég fór að sinna þessu
námi á Hvanneyri að unnt væri að
taka búfræðikandidatspróf frá
Hvanneyri án þess að vera stúdent.
Það er síðan ákvörðun sem við tök-
um, ég og mitt fólk, að þetta sé leið
sem stytti mér tímann, ég fari í und-
irbúningsnám á Akureyri fyrir ffam-
haldsdeildina. Þá þyrfri ég ekki í
menntaskóla til að taka stúdentspróf
og gat því stytt mér leið. Eg var
mjög heppinn. Það var úrvalsfólk
sem fór með mér í ffamhaldsdeild-
ina á Hvanneyri og við náðum öll vel
saman, héðan úr þessu héraði má
nefna í þeim hópi Erlend Damels-
son ffá Akranesi. Þessi hópur hefur
haldið ótrúlega vel saman, við hitt-
umst reglulega. Þessi hópur var sér-
stakur í skóla, við voram þrasgjörn,
málgefin og skoðanaskipti voru
mjög snörp. Við vorum kölluð
„þrasdeildin“ af Magnúsi Oskarssyni
sem stjórnaði megninu af tilrauna-
starfseminni á Hvanneyri á þeim
tíma. Magnús bjó í risinu á skóla-
stjórabústaðnum gamla, kvennaloff-
inu sem kallað var. Hann var ógiftur
og fórnaði okkur að ég held nánast
öllum sínum lausa tíma og það held
ég eigi við um flestar ffamhalds-
deildirnar sem námu á Hvanneyri á
starfstíma hans. Magnús er fagur-
keri, einstakt ljúffnenni, óvenjulega
samviskusamtu, afar hlédrægur og
viðkvæmur en hló þó allra manna
innilegast þegar það átti við. Það á
svo sannarlega við um hann sem
stundum var sagt til foma: „Hann er
gull af manni.“ Hjá Magnúsi Osk-
arssyni sátum við oft saman á kvöld-
in og hann lék fyrir okkur klassíska
tónlist. Við útskrifumst svo öll, vor-
ið 1963.“
Kynnist Steinunni
-En hægan nú Magnús, ýmislegt
hefur nú á daganna drifið í ffam-
haldsdeildinni og svo kynnist þú tril-
vonandi eiginkonunni; Steintmni
Ingólfsdóttur. Steinunn vann á sím-
stöðinni og var jafnffamt aðstoð
skólastjórahjónanna við heimilis-
haldið og fleira. Þegar þú lýkur námi
í ffamhaldsdeild hafið þið ákveðið að
mgla saman reitum, ekki satt? ,Jú,
það er í eina góða bók að rekja allt
það sem á dagana dreif hjá okkur
nemendum í bændaskóla og frarn-
haldsdeild þann tíma sem við vomm
við nám og í sumarleyfum. Það sem
að mér snýr er jú að við Steinunn
kynntumst á námstíma mínum hér á
Hvanneyri. Hún kom hingað ffá
Akranesi, fædd 29. desember 1944,
og kom hingað frá Suðurvöllum á
Akranesi, dóttir hjónanna Soffíu
Guðmundsdóttur og Ingólfs Sig-
urðssonar."
-En á Hvanneyri var lagður
grunnurinn að fyrsta „alvöru“ starf-
inu. „Þegar ég lauk náminu í ffam-
haldsdeildinni hafði Hjalti Gestsson,
ráðunautur á Selfossi, boðið mér
starf hjá Búnaðarsambandi Suður-
lands,“ segir Magnús.
Millilent á Suðurlandi
„Fyrsti dagurinn sem ég vann fyr-
ir mér efrir að ég lauk kandidatsprófi
frá Hvanneyri var 19. júní 1963, hjá
Búnaðarsambandi Suðurlands. Þessi
dagur er mér minnisstæður og ég
hef alltaf htið mjög upp til þessa
dags. Steinunn kona mín fær vinnu í
Tryggvaskála, þeim virðulega og
forna stað, og undir haust það ár,
setjum við upp fyrsta heimið okkar á
Selfossi. Síðan kemur það upp, eig-
inlega fyrir tilviljun að farið er að
ræða ffamhaldsnám. Við Steinunn
ætluðum bara að fara að búa saman
og ég að vinna mína vinnu sem
ráðunautur. Nokkrir höfðu farið í
ffamhaldsnám og Guðmrmdur Jóns-
son á Hvanneyri ýtti ffekar á mig
með að fara í ffamhaldsnám. Taldi
hann mikilvægt að ná sér í meiri
menntun og auka víðsýni og þekk-
ingu. Taldi hann að framhaldsnámið
skipti sköpum fyrir mig og myndi
ekki verða mikið mál, eða e.t.v. um
það bil 2ja ára nám. Fyrir Guð-
mundi var þetta ffekar einfalt mál.
Nokkrir höfðu áður farið til ffam-
haldsnáms og má þar efha Magnús
Oskarsson, Svein Hallgrímsson og
Óttar Geirsson. Guðmundur var
okkur innan handar með að komast
til Noregs og hvatti okkur Steinunni
mjög til utanferðar. Við vorum þá
búin að eignast Soffíu Osk, dóttir
okkar sem var fjögurra mánaða þeg-
ar við fómm út. Það varð því úr að
við fórum til Noregs og ég fékk pláss
í Landbúnaðarháskólanum á Ási. Ut
fóram við 24. ágúst 1964. Við vor-
um þarna í Noregi í sex ár. Fyrst var
ég við nám og síðar í vinnu hjá Sam-
tökum loðdýraræktenda í Noregi.“
Haldið utan
„Þegar til Noregs kom var Sveinn
Hallgrímsson okkar haldreipi. Hann
var Hvanneyringur og búinn að
dvelja talsverðan tíma úti og því orð-
inn vel kunnugur. Hann hafði útveg-
að okkur húsnæði sem við biðum svo
eftir í sex vikur en fengum svo ekki
þegar á reyndi. Á þessum tíma höfð-
um við verið í einu herbergi með
stelpuna htlu. Við höfðum eina hita-
plötu og hraðsuðuketill sem við gát-
run ekki notað, því hann tók 2 KW
en hann mátti ekki vera meira en 1,2
KW, þetta var því nokkuð erfitt. Það
varð svo úr að við fengum aðstöðu á
bóndabæ, á þriðju hæð þar sem við
bjuggum í tveimur herbergjum.
Annað var svefhherbergið okkar en
hitt var eldhúsið. Þar var engin elda-
vél svo við keyptum okkur eina litla.
Þar var enginn vaskur, ekkert vam,
það varð að sækja á neðri hæðina.
Þarna vorum við til vors 1965. Við
voram samt heppin, þetta var af-
skaplega gott fólk þarna í húsinu.
Þaðan var stutt fyrir mig að fara með
lest eða að ganga yfir akrana. Þetta
var hinsvegar erfitt fyrir Steinunni,
hún umgekkst aðeins kontma þarna í
húsinu, svo mig og Soffru litlu. En
svo fengum við íbúð í þorpinu við
háskólann og áttum þar yndisleg ár
alveg þar til við fómm heim affur.
Þarna úti fæðist svo sonur okkar Jón,
í desember 1969.“
Nautgriparækt
og minkar
„Eg tók svo próf árið 1969, dokt-
orsgráðu. Byrjaði samt að vinna árið
1968 hjá norsku minkaræktarsam-
tökunum. Eg var búinn að ganga ffá
öllum mínum plöggum vegna þessa
prófs, vorið 1968. Þá var ég búinn að
skila ritgerðinni til dóms en þá vildi
svo illa til að prófdómarinn forfall-
aðist, hann varð mikið veikur. Þá
sagði prófessorinn minn að þetta
skipti engu máli, ég væri búinn að fá
vinnu og laun miðuð við að hafa lok-
ið þessu námi og prófin geti ég tek-
ið þegar prófdómarinn væri aftur
kominn til heilsu. Það reyndust svo
verða sex mánuðir, biðin eftir að
ljúka þessu námi formlega."
-En hvað var það svo sem var
lokaverkefiiið þitt til doktorsgráðu?
„Lokaverkefhið mitt var í raun og
vera að reikna út erfðastuðla fyrir
mjólkurmagn, fituprósentu og
prótein hjá íslenskum kúm og nota
þá til að byggja upp einhvers konar
kynbótaáætlun fyrir íslenska kúa-
stofiiinn. Þetta var semsagt kynbóta-
fræði með kýr sem sérsvið. Það
vannst svo í samráði við Jón Viðar
Jónmundsson sem var einnig við
nám í Noregi og á þessu sama sviði.
Ég fékk leyfi hjá Búnaðarfélagi Is-
lands, þ.e. þeim Halldóri Pálssyni,
þá búnaðarmálastjóra og Olafi E
Stefánssyni ráðunauti Búnaðarfélags
íslands í nautgriparækt, fyrir því að
ég fékk aðgang að afurðaskýrslum
nautgriparæktarfélaganna. Líklega
einhver fyrstu gögnin um íslenskar
kýr sem notuð vom í þessu skyni. Ég
var þama með um 15-16 þúsund
upplýsingar um kýr ril úrsvinnslu.
Gamla kerfið var að nota afkvæma-
rannsóknarstöðvar eins og vom á
Laugardælum og norður á Lundi á
Akureyri. Þetta var eftir danskri fyr-
irmynd. Þá var víða farið að ræða um
Edinborgarskóla sem kallaður var.
Það er að nota skýrslumar í annars
konar módeli. Það hefur verið gert
síðan víða um lönd.“
-En svo þegar þú ferð að vinna þá
ferðu ekki að vinna við kýr, heldur
loðdýr, hvað kom til? „Það gerist
þannig að prófessorinn minn eða að-
alleiðbeinandi var geysilega frjór og
hugmyndaríkur um að tengja saman
fræðin og hið hagnýta, þ.e. búgrein-
Magnús B Jónsstm heima á Hvanneyri.